Morgunblaðið - 02.02.2002, Page 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 49
Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu í sumar á hreint
ótrúlegum kjörum og opna þér dyrnar að þessu stór-
kostlega landi á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Ís-
landi. Vikulegt flug alla fimmtudaga til Verona,
einnar fegurstu borgar Ítalíu, þar sem þú getur notið
ótrúlegrar fegurðar hennar og sögu, dvalið við
Gardavatn í magnaðri náttúrufegurð eða notið hinn-
ar fögru strandar á Rimini við glæsilegan aðbúnað.
Verona er í hjarta Ítalíu, frábærlega staðsett og héðan
er örstutt til allra átta og þú velur úr glæsilegustu
verslunum heimsins og listasöfnum og nýtur lífsins í
þessu menningarhjarta Evrópu.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 22.300
Gildir fyrir fyrstu 300 sætin sem
bókuð eru til Verona í sumar. M.v.
hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Skattar, kr. 2.950 fyrir fullorðinn,
kr. 2.260 fyrir barn, ekki innifaldir.
Verð kr. 24.800
Flugsæti fyrir fullorðinn, fargjald A.
Takmarkað magn í hverju flugi í boði.
Skattar kr. 2.950, ekki innifaldir.
Beint flug.
300
sæti til
Ítalíu
í sumar
frá 22.300*
Toscana, Feneyjar, Róm,
Flórens eða Pisa
Frábært verð á flug og bíl og þú getur valið um ótrúlegan
fjölda spennandi áfangastaða í aðeins nokkurra klukku-
stunda akstursfjarlægð:
Flórens Assisi Verona Feneyjar Róm Pisa
Lago di Garda Lago di Como Nice Munchen
Zurich Salzburg Vín
Beint flug alla fimmtudaga
Brottför frá Keflavík kl. 17.30
Flug heim á þriðjudagsmorgnum
Opið í dag frá kl. 13–16
Kynnstu fegurstu borg Ítalíu
Kynntu þér Ítalíubækling
Heimsferða
BORGARFRÆÐASETUR boðar til
ráðstefnu mánudaginn 4. febrúar kl.
13.15 – 16.30 í Hátíðarsal, Aðalbygg-
ingu Háskóla Íslands um ríki, borg
og sveitarfélög, stjórnskipuleg
tengsl og samskipti.
Páll Skúlason háskólarektor setur
ráðstefnuna og ávarp flytja Davíð
Oddsson forsætisráðherra og Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri.
Frummælendur eru Stefán Ólafs-
son, forstöðumaður Borgarfræða-
seturs, sem fjallar um breytta bú-
setu og breytt alþjóðlegt umhverfi
borga, Sigurður Líndal prófessor
sem ræðir ákvæði stjórnarskrárinn-
ar um sjálfstæði sveitarfélaga,
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor
ræðir staðbundin stjórnmál á Ís-
landi – verkaskiptingu og virkni, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður
Sambands ísl. sveitarfélaga, fjallar
um stöðu sveitarfélaganna og sam-
skipti þeirra við ríkisvaldið, Björg
Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundar-
firði ræðir um sambúð sveitarfélaga
og ríkis og Sigfús Jónsson, landa-
fræðingur og ráðgjafi hjá Nýsi hf.
ræðir hvert sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu stefna.
Í lokin verður pallborðsumræða
frummælenda. Fundarstjóri er Jón
Sigurðsson, bankastjóri NIB,
stjórnarformaður Borgarfræðaset-
urs.
Ráðstefna um
stjórnskipuleg tengsl
Í TILEFNI af þriggja ára afmæli
Talfrelsis verður hægt að fá þrjú
Talfrelsishleðslukort á verði
tveggja í verslunum Tals og hjá
umboðsmönnum. Laugardaginn 2.
febrúar greiða allir viðskiptavinir
Tals einungis þrjár krónur fyrir
hvert sent SMS-skeyti og þrjár
krónur á mínútuna fyrir að hringja
TAL í TAL. Hinn 7. febrúar verða
Taltónleikar á skemmtistaðnum
NASA með Jagúar og meðlimum úr
XXX Rottweiler, segir í fréttatil-
kynningu.
Tilboð á afmæli
Talfrelsis
FERÐAFÉLAG Íslands verður
með göngu sunnudaginn 3. febrúar á
Sandfell–Selfjall og endað í skóg-
ræktarreit FÍ í Heiðmörk. Gangan
er um 4–5 tímar. Fararstjóri Sigurð-
ur Kristjánsson.
Verð kr. 1.000/1.300. Brottför frá
BSÍ kl. 10.30. með viðkomu í Mörk-
inni 6. Spurningaleikur FÍ hefur aft-
ur göngu sína á www.fi.is, segir í
fréttatilkynningu.
Gengið á
Sandfell–Selfjall
TVEGGJA daga námskeið verður í
trjá- og runnaklippingum í húsa-
kynnum Garðyrkjuskóla ríkisins,
Reykjum í Ölfusi, mánudaginn 11.
febrúar og þriðjudaginn 12. febrúar
kl. 9 – 15.30 báða dagana. Leiðbein-
andi verður Kristinn H. Þorsteins-
son garðyrkjustjóri.
Fjallað verður um klippingar, svo
sem limgerðisklippingar, grisjun
trjáa og runna, vaxtarlag trjáa,
klippingu berja- og skrautrunna, við-
brögð trjáa og runna við klippingum
og sagt frá helstu sjúkdómum, sem
geta komið upp vegna klippinga.
Skráning á námskeiðið fer fram á
skrifstofu skólans eða á heimasíðu
hans; www.reykir.is, segir í frétta-
tilkynningu.
Námskeið í
trjáklippingum
RÁÐSTEFNA um öryggisprófanir
á tölvukerfum verður haldin mánu-
daginn 11. febrúar kl. 13.30 á Hótel
Loftleiðum.
Ráðstefnugjald er kr. 3.500, ef
fleiri en einn mæta frá sama fyrir-
tæki greiða þeir kr. 2.000 á mann.
Innifalið er ein prófun á tölvukerf-
inu, aðgangur í eina viku til að nálg-
ast mismunandi skýrslur, leiðbein-
ingar varðandi ofangreinda prófun
og ráðstefnugögn. Kaffi og veitingar
verða á boðstólum. Skráning fer
fram á heimasíðu Arcis ehf.,
www.arc.is, eða í síma, segir í frétta-
tilkynningu.
Ráðstefna um
öryggisprófanir
á tölvukerfum
GIGTARFÉLAG Íslands er að hefja
námskeið um liðagigt – iktsýki þar
sem áhersla er lögð á þætti sem
tengjast því að lifa með liðagigt – ikt-
sýki. Námskeiðið er þrjú kvöld, einu
sinni í viku og byrjar miðvikudaginn
13. febrúar kl. 20.
Fjallað verður um sjúkdóminn,
einkenni hans, meðferðarmöguleika
og áhrif á daglegt líf, mikilvægi þjálf-
unar, slökun, aðlögun að breyttum
aðstæðum í tengslum við dagleg
störf, tilfinningalega og samfélags-
lega þætti. Leiðbeinendur á nám-
skeiðinu verða Arnór Víkingsson
gigtarsérfræðingur, Elín Jónsdóttir
sjúkraþjálfari, Elsa Ingimarsdóttir
iðjuþjálfi, og Svala Björgvinsdóttir
félagsráðgjafi.
Upplýsingar og skráning á nám-
skeiðið er á skrifstofu Gigtarfélags
Íslands, segir í fréttatilkynningu.
Að lifa með ikt-
sýki – liðagigt
BSRB fagnar ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar að lækka komugjöld á
heilsugæslustöðvar og tekur undir
þá yfirlýsingu heilbrigðisráðherra að
það sé mikilvægt heilbrigðispólitískt
markmið að ná þessum gjöldum nið-
ur.
„BSRB hefur sýnt fram á, nú síð-
ast í ítarlegri úttekt sem birt var
skömmu fyrir síðustu áramót, að
kostnaðarþátttaka sjúklinga hefur
margfaldast á undangengnum ára-
tug og er þetta farið að valda því að
efnalítið fólk veigrar sér við því að
leita læknis og nauðsynlegra lyfja
vegna kostnaðar. BSRB hefur áður
lagt til að efnt verði til samráðs við
samtök launafólks um að vinda ofan
af þessari þróun og finna leiðir til að
efla heilbrigðisþjónustuna á grund-
velli samhjálpar í stað rándýrra
einkalausna og einkavæðingar,“ seg-
ir í fréttatilkynningu.
BSRB fagnar
ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar
HINN 30. janúar kl. 23.32 varð
árekstur og slys á gatnamótum Sæ-
brautar og Skeiðarvogs. Varð
áreksturinn með þeim hætti að bif-
reiðinni MG-050, sem er Skoda Fel-
icia-fólksbifreið, var ekið austur
Skeiðarvog og áfram áleiðis yfir
gatnamót Sæbrautar, en í sömu
mund var bifreiðinni AI-854, sem er
rauð Subaru fólksbifreið, ekið suð-
ur Sæbraut og inn á sömu gatna-
mót.
Á gatnamótum þessum er umferð
stýrt með ljósum. Ekki er á þessari
stundu vitað nákvæmlega hver litur
ljósanna var gagnvart ökumönnum
bifreiðanna. Eru því þeir sem geta
gefið frekari upplýsingar beðnir að
snúa sér til umferðardeildar lög-
reglunnar í Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum
Góðar flugur
Vegna mistaka við vinnslu upplýs-
ingaramma með góðum ráðum um
veiðiflugur í Daglegu lífi í gær varð
hluti textans ólæsilegur. Morgun-
blaðið biðst velvirðingar og bendir
áhugasömum um ráð af því taginu á
vefinn www.flugur.is.
LEIÐRÉTT
MÁLSTOFUR hagfræðisviðs eru
haldnar í Seðlabanka Íslands, Sölv-
hól, mánudaga kl. 15.30:
Mánudaginn 4. febrúar: Lífeyris-
kerfi á Norðurlöndunum og snemm-
tekinn lífeyrir, frummælandi Tryggvi
Þór Herbertsson.
18. febrúar: BIS-reglur, áhættu-
stjórnun og íslenskir bankar, frum-
mælendur, Guðmundur Magnússon
og Saso Adnonov.
4. mars: Hvað bjóða bankarnir? –
Bankaþjónusta á Norðurlöndunum,
frummælandi, Ólafur Örn Klemens-
son.
18. mars: Líkanagerð og gagna-
greining við strjál viðskipti á verð-
bréfamarkaði: Gögn frá VÞÍ, frum-
mælandi Helgi Tómasson.
22. apríl: Peningamálastefnan, hag-
ur atvinnugreina og rætur verðbólg-
unnar, frummælandi, Gylfi Zoëga. 13.
maí: Lítið, opið hagkerfi með innlend-
um auðlindaskellum: Myntbandalag
eða fljótandi gengi, frummælandi:
Tór Einarsson.
3. júní: Nýtt mat á samspili gengis,
launa og verðlags, frummælandi Guð-
mundur Guðmundsson, segir í frétta-
tilkynningu frá Seðlabankanum.
Málstofur í
Seðlabanka
Íslands HÓLMSTEINSÚTGÁFAN hefur
ákveðið að fresta fyrirhugaðri útgáfu
vikublaðs, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu sem þeir Sigurður
G. Guðjónsson og Hjálmar Blöndal
undirrita fyrir hönd útgáfunnar.
Þar kemur fram að frestunin sé
tilkomin vegna samdráttar á íslensk-
um auglýsingamarkaði.
„Stjórn félagsins mun hins vegar
endurskoða afstöðu sína ef og þegar
ríkisstjórn Davíðs Oddssonar nær
tökum á efnahagsvandanum hér á
landi.
Félagið þakkar þær baráttukveðj-
ur sem bárust frá hundruð Íslend-
inga vegna fyrirhugaðrar útgáfu
vikublaðsins. Á næstunni verður
heimasíða félagsins opnuð á slóðinni
www.holmsteinn.is þar sem hægt
verður að fylgjast með fréttum af fé-
laginu,“ segir orðrétt í fréttatilkynn-
ingunni.
Fresta útgáfu
vikublaðs
NÁMSKEIÐ um grunnatriði í
kynjafræði verður haldið hjá End-
urmenntunarstofnun Háskóla Ís-
lands frá 5. febrúar til 26. mars kl.
20.15–22.15. Verð kr. 14.000.
Markmiðið er að kynna grunn-
atriði kynjafræða og mikilvægi
kynjavitundar í samfélagsumræðu
og stefnumótun. Fjallað er um
birtingarform og merkingu kyn-
ferðis á nokkrum völdum sviðum,
s.s. í fjölskyldulífi, atvinnulífi,
menningu og tungumáli. Nám-
skeiðið er öðrum þræði hópa- og
verkefnavinna þar sem þátttakend-
ur kryfja stöðu kynjanna eins og
hún birtist okkur í þjóðfélagi og
menningu samtímans.
Þorgerður Einarsdóttir, lektor í
kynjafræði við HÍ, og Irma Er-
lingsdóttir, forstöðumaður Rann-
sóknastofu í kvennafræðum við HÍ,
hafa umsjón með námskeiðinu,
segir í fréttatilkynningu.
Kynjamyndir
í samfélagi og
menningu
FYRIRLESTUR um meðvirkni
verður haldinn þriðjudaginn 5. febr-
úar kl. 19 í Heilsuhvoli, Flókagötu
65, Reykjavík. Fyrirlesari er Gitte
Lassen.
Fyrirlesturinn skýrir frá einkenn-
um meðvirkni, hvaðan einkennin
koma og hvað er til ráða.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Aðgangseyrir krónur 1.500.
Fyrirlestur um
meðvirkni