Morgunblaðið - 02.02.2002, Page 50
50 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MORGUNBLAÐIÐ barst eftirfar-
andi bréf sem sent var fyrir hönd
Suzanne Wowern Rasmussen:
„Kæri Moggi. Ég hef stundum séð
fólk lýsa eftir ættingjum hinna og
þessara og er að vona, að þið viljið
aðstoða danskan rithöfund. Suzanne
Wowern Rasmussen hefur skrifað
bók sem heitir Dobbeltmordet. Suz-
anne hefur e-mail: sagitta@post.-
tele.dk
Suzanne leitar nú að mynd af:
Guðnýju Eyjólfsdóttur, síðar Guðný
Westfjord, fædd 19.4. 1888, en
Guðný var skyggn og hjálpaði
dönsku lögreglunni að koma upp um
morðið, sem átti sér stað í febrúar
1948. Danska lögreglan tók skyggni
Guðnýjar alvarlega og hún átti stór-
an þátt í rannsókninni á morðmálinu.
Guðný bjó lengi í Viktoriagade í
Kaupmannahöfn og var virt spákona.
Guðný dó 10.7. 1971. Hún átti
bróður sem hét Jón Eyjólfsson,
fæddur 18.11.1889.
Börn Jóns eru:
Helgi Magnús f. 25.2.1914,
Þorbjörn f. 1.10.1923,
Jón Eyjólfur f. 18.5.1925.
Nú stendur til að endurprenta
bókina um dobbeltmordet og aðeins
hefur fundist ein mynd af Guðnýju,
tekin á miðilsfundi. Myndin er mjög
léleg og Suzanne er að vona að ætt-
ingjar Guðnýjar á Íslandi eigi mynd
af henni sem þeir vilja lána.“
Þeir, sem geta aðstoðað Suzanne,
eru vinsamlegast beðnir að hafa
samband við hana í tölvupósti, eða
senda bréf á neðanskráð heimilis-
fang.
CAROLINE AMALIEVEJ 168
2800 Lyngby,
Danmark.
Sími: +45-45 88 47 27.
Ættingja Guðnýjar Eyj-
ólfsdóttur Westfjord leitað
Frá Suzanne Wowern Rasmussen:
ÉG VAR á sínum tíma andvígur
EES-samningnum, taldi að það væri
fyrsta skrefið í afsali á fullveldi og
síðar sjálfstæði landsins. Það er nú að
koma fram að þessi ótti var á rökum
reistur, menn vilja stíga næsta skref
og Halldór Ásgrímsson fer fyrir þeim
sem vilja hefja samninga um inn-
göngu í Evrópusambandið. Ég sann-
færðist um að þessi skoðun mín var
og er rétt, er ég sá grein Björgvins G.
Sigurðssonar, framkvæmdastjóra
Samfylkingarinnar, í Morgunblaðinu
18. janúar. Þar segir hann að við inn-
göngu í Evrópusambandið „myndum
við endurheimta að hluta það full-
veldi og stjórn á eigin málum sem
glataðist við gerð samningsins um
Evrópska efnahgassvæðið“. Ef þessi
staðhæfing er sönn, þá höfum við illu
heilli tapað hluta af fullveldinu með
EES-samningnum. Væri ekki rök-
réttara að endurheimta fullveldið
með því að segja EES-samningnum
upp? Er það ekki hugsanavilla (sem
beitt var á sínum tíma varðandi EES-
samninginn) að fullveldinu sé betur
komið með því að færa ákvarðanatök-
una frá Reykjavík til Brussel? Okkur
sveitamönnunum finnst rökréttara
að færa ákvarðanatökuna og verk-
efnin að hluta frá Reykjavík til sveit-
arfélaganna, eða er það ekki með það
í huga sem ofurkapp er lagt á að sam-
eina sveitarfélög? Önnur tilvitnun í
grein Björgvins G. Sigurðssonar, en
hann segir að eftir EES-samninginn
„höfum við tekið við 80% af löggjöf
okkar frá ESB án þess að hafa neitt
um þá lagasetningu að segja“. Það
var einmitt þetta sem varað var við
og í þessu felst fullveldistapið.
Lausnin er samkvæmt skrifum
Björgvins að við inngöngu í sam-
bandið „fengjum við okkar fulltrúa á
Evrópuþingið og í stofnanir Banda-
lagsins. Hefðum bæði rödd og áhrif“:
Eflaust væri rödd okkar fámenna
lands í norðri lítilmegnug í þessu
möppudýrasamfélagi, og heldur vil
ég heyra rödd frjáls, óháðs og full-
valda ríkis úr norðri í samfélagi allra
þjóða heims. En kann að vera að það
freisti margra að gerast fulltrúar á
Evrópuþingi og stofnunum Evrópu-
sambandsins?
BJARNI E. GUÐLEIFSSON,
náttúrufræðingur,
Möðruvöllum, Hörgárdal.
Er fullveldi Íslands skert?
Frá Bjarna E. Guðleifssyni:
Margt hef ég ort um mína daga
meðan aðrir sváfu vært,
mörgu af því ég held til haga,
hungraðar sálir fæ endurnært.
Lesa má gott í ljóðum mínum,
læra að meta drottins náð,
fagnaðarboðskap í fáum línum,
fyrirgefningu’ og heillaráð.
Mörgum er tamt að lasta’ og ljúga,
líta á það sem besta mál,
ellihruma og aðra kúga,
eitri lauma í hverja sál.
Margir vilja af lífinu læra,
lifa gjarnan samkvæmt því,
gjafmildir og fórnir færa,
fögnuð hljóta svo enn á ný.
Menn sem aumra byrðar bera,
bæta þeirra efnahag,
alla jafnan góðverk gera,
guði þóknast sérhvern dag.
Oft hefur drottinn sýnt og sannað
syndugum mönnum ærinn þrótt,
umbótasinnum aldrei bannað
illvirki’ að fremja’ um miðja nótt.
Margir, sem liggja’ á banabeði,
biðja drottin um einhver grið –.
Allir, sem veita öðrum gleði,
upplifa mikinn sálarfrið.
(Ort í árslok 2001.)
SIGURGEIR ÞORVALDSSON,
Keflavík.
Sálarfriður
Frá Sigurgeiri Þorvaldssyni: