Morgunblaðið - 02.02.2002, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 53
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert jarðbundinn, kraft-
mikill og áræðinn og getur
verið bæði frumlegur og fág-
aður. Nýja árið verður kraft-
mesta ár sem þú hefur upp-
lifað í rúman áratug.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert að velta fyrir þér flutn-
ingum eða breytingum í vinnu.
Vertu óhræddur við nýjar
hugmyndir. Þær geta orðið að
raunveruleika.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert að velta afkomu þinni
fyrir þér. Í framhaldi af því
ferðu að velta fyrir þér til-
gangi lífsins.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Á undanförnum árum hefurðu
verið að læra að sleppa tök-
unum og nú bíður þín alger-
lega nýtt upphaf. Þú sérð að
þú þarft að laga þig að breytt-
um aðstæðum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn getur verið nokkuð
íhaldssamur. Þér getur þótt
erfitt að sleppa tökunum en
það er nauðsynlegt á þessu
tímabili í lífi þínu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert ánægður með líf þitt
þegar á heildina er litið. Þú
veltir því hins vegar fyrir þér
hvort lífssýn þín sé nógu inni-
haldsrík og hvort hún muni
veita þér lífsfyllingu.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ef þú lítur til baka til síðustu
tíu ára sérðu að margar af
óskum þínum hafa ræst. Við
gerum okkur sjaldnast grein
fyrir því þegar draumar okkar
verða að raunveruleika.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ert vel gefinn og þig þyrst-
ir í lærdóm. Þú veist að marg-
ar hugmyndir og sjónarmið
hafa aldrei náð eyrum þínum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hefur sennilega minna milli
handanna vegna minni tekna
maka þíns. Þetta er tímabund-
ið ástand. Fyrr en varir munu
hlutirnir færast til fyrra horfs.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú ert kraftmeiri en þú hefur
verið undanfarin ár og það
getur leitt til spennu í nánustu
samböndum þínum. Það er
hins vegar hægara sagt en
gert að koma andanum aftur í
lampann.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú hefur alltaf stefnt einarð-
lega að markmiðum þínum. Ef
þú leggur þig fram er ekki
langt í að þú náir takmarki
þínu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Mörg ykkar hafa af einhverj-
um ástæðum tekið á sig aukna
ábyrgð á börnum. Lítið ekki á
þetta sem kvöð heldur sem
tækifæri til að sýna ást ykkar
og stuðning.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það liggur vel fyrir þér að
gera meiriháttar breytingar
eða lagfæringar á heimilinu.
Það er kominn tími til að þú
komir þér upp varanlegum
dvalarstað.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
VATNSBERI
Árnað heilla
90ÁRA afmæli. Á morg-un sunnudaginn 3.
febrúar er níræður Elías
Valgeirsson, fyrrverandi
starfsmaður RARIK, Dal-
braut 27, Reykjavík. Elías
tekur á móti frændfólki og
vinum sunnudaginn 10. febr-
úar kl. 15 í Odfellow-húsinu í
Vonarstræti. Elías afþakkar
gjafir en biður þá sem vilja
gleðja hann að styðja samtök
hjartveikra barna.
50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 2. febr-
úar, er fimmtugur Sigur-
björn Bárðarson hestamað-
ur, Vatnsendabletti 57,
Kópavogi. Eiginkona hans
er Fríða H. Steinarsdóttir. Í
tilefni þessa taka þau á móti
ættingjum og vinum í Fé-
lagsheimili Fáks í kvöld milli
kl. 18 og 20.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4.
a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. Bg5 Be7
7. Da4+ Dd7 8. Dc2 dxc4 9.
e3 Bxf3 10. gxf3 b5 11. a4 c6
12. Bxf6 Bxf6 13. axb5 cxb5
14. De4 0–0 15. f4 Hc8 16.
Bh3 Rc6 17. Rxb5 Hab8 18.
Rc3 Hxb2 19. 0–0 Hb3 20.
Re2 Re7 21. Hfc1 g6 22. Ha6
Hb6 23. Ha5 a6 24. Rc3 Dd6
25. Dc2 Dd8 26. Re4 Rd5 27.
Hc5 Hxc5 28.
Rxc5 c3 29. Da4
Be7 30. Bg2 Bxc5
31. dxc5 Hb2 32.
f5 gxf5 33. c6 Dg5
34. h4 Dg6 35.
Kh1 Rxe3 36. Hg1
Rg4 37. c7 Rxf2+
38. Kh2 Rg4+ 39.
Kh1 Df6 40.
c8=D+ Kg7 41.
Dxg4+ fxg4 42.
Hf1 Dxh4+ 43.
Kg1 Dg3
Staðan kom upp
í A-flokki Corus
mótsins í Wijk aan
Zee. Jeroen Pik-
et (2.659) hafði hvítt gegn
Alexander Khalifman
(2.688) og tókst þeim fyrr-
nefnda að bjarga sér á æv-
intýralegan hátt. 44. Hxf7+!
Kxf7 45. Dd7+ Kf8 46.
Dd8+ Kf7 47. Dd7+ Kf6 48.
Dd8+ Kf5 49. Df8+ Ke5 50.
Dc5+ Kf4 51. Dc7+ e5 52.
Dc4+ Kg5 53. Dg8+ Kf6 54.
Df8+ Ke6 55. De8+ Kd6 56.
Dc6+ Ke7 57. Dc7+ Kf6 58.
Dd8+ Kf5 59. Dc8+ Kg6 og
jafntefli samið enda kemst
svarti kóngurinn ekki úr
þráskák hvíts.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
ÞEGAR þrír litir hafa verið
nefndir til sögunnar hefur
sögn í þeim fjórða alltaf
þann tilgang að krefja í
geim. Kannski er slemma
inni í myndinni, en stundum
þarf einfaldlega meiri tíma
til að velja besta geimið.
Settu þig í spor norðurs og
veldu sögn í stöðunni hér að
neðan:
Norður
♠ K74
♥ 2
♦ DG863
♣ÁK108
Vestur Norður Austur Suður
-- 1 tígull Pass 1 hjarta
Pass 2 lauf Pass 2 spaðar *
Pass 2 grönd Pass 3 lauf
Pass ???
Hver er sögnin?
Með tveimur spöðum er
suður að tryggja að geim
verði spilað, en hvað vakir
fyrir honum með þremur
laufum á eftir? Suður er
tæplega spenntur fyrir
slemmu, því þá myndi hann
velja meira afgerandi sögn –
sökkva til dæmis í fjögur
lauf. Hann er því að biðja um
frekari upplýsingar.
Norður hefur þegar sýnt
5-4 í láglitunum og fyrir-
stöðu í spaða. Með tvíspil í
hjarta eða jafnvel stakt
mannspil kæmi til greina að
segja þrjú hjörtu, en aldrei
með einspil. Þrír tíglar
hljóma ekki vel, því liturinn
er ekkert sérstakur, svo val-
ið stendur á milli þess að
segja þrjú grönd eða þrjá
spaða.
Með þremur gröndum
ætti norður að eiga tvöfalda
fyrirstöðu í spaða, en þrír
spaðar myndu láta í ljós efa-
semdir um spaðavörnina í
gröndum. Það er því örugg-
lega besta sögnin:
Norður
♠ K74
♥ 2
♦ DG863
♣ÁK108
Vestur Austur
♠ ÁG92 ♠ D10853
♥ D98 ♥ G643
♦ 752 ♦ Á10
♣642 ♣53
Suður
♠ 6
♥ ÁK1075
♦ K94
♣DG97
Suður mun ekki láta sér
detta í hug að segja þrjú
grönd við þremur spöðum
og leiða spilið upp í fimm
lauf eða fimm tígla. Sem er
hin rétta niðurstaða.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Ljósmynd/Sissa
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júlí sl. í Garðakirkju af
sr. Bjarna Karlssyni Margrét Yrsa Richter og Þórir Stein-
þórsson.
Bestu þakkir færi ég þeim fjölmörgu, sem
heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og sím-
tölum í tilefni 85 ára afmælis míns 15. janúar sl.
Guð geymi ykkur öll.
Elísabet Þórhallsdóttir,
Garðvangi, Garði.
Vakin er athygli á að skilafrestur vegna könnunar
fulltrúaráðsins er til miðvikudagsins 6. febrúar.
Fulltrúaráðsmenn eru vinsamlega beðnir að koma
tilnefningum á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í
Valhöll eða póstlegga þær fyrir þann tíma.
Tökum þátt í að setja saman sterkan og
sigurstranglegan lista sjálfstæðismanna í
Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Stjórnin.
Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík
Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439
Andartak
í erli dagsins
Tími til að vera, hlaða batteríin,
styrkja líkamann, auka sveigjanleikann
og úthaldið og létta á hjartanu.
Mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30-18.40 v/Háaleitisbraut.
Jóga - hreyfing - líföndun - hugleiðsla
EINKATÍMAR: HOMOPATÍA - NUDD - LÍFÖNDUN
LJÓÐABROT
LILJAN
Liljan mín með laufin smá,
litarfögur, en eigi há,
vært þér vindar rugga;
en þér mun vera í þeli kalt,
því þarna stóðstu sumarið allt
sólarlaus í skugga.
Lindin er svo langt þér frá,
létt mun ekki vökva að ná
á klettahillu kaldri.
En því viltu vaxa hér,
hvar vatns og hita skortur er,
því sólin sér þig aldri?
- - -
Sigurður Breiðfjörð
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
ATVINNA mbl.is