Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„VIÐ höfðum látið okkur dreyma
um þann möguleika að ég fengi að
taka þátt í að taka á móti barninu á
Landspítalanum en fengum að vita
að ljósmæðurnar leyfðu það ekki,“
segir Ólafur Ingi Grettisson
slökkviliðsmaður, sem nú er skráð-
ur sem ljósmóðir í fæðingarskýrslu
sonar síns, sem fæddist í sjúkrabíl á
Hafnarfjarðarveginum á laugar-
daginn. Kona hans, Ingunn Þóra
Hallsdóttir, ól þá annað barn þeirra
hjóna, 15 marka strák, sem er 53,5
cm og heilsast móður og barni vel.
Ólafur tók á móti syni sínum, sem lá
svo á í heiminn að hann var fæddur
áður en félagi Ólafs, sem var við
stýrið á sjúkrabílnum, náði að
stöðva hann við Nesti í Kópavogi.
„Við áttum von á barninu á
sunnudaginn en á laugardags-
morgun fannst okkur vera farið að
líða að fæðingu. Síðdegis á laug-
ardaginn var ljóst að stutt var í fæð-
inguna og ég hringdi í félaga mína í
slökkviliðinu og fékk þá til að koma
á sjúkrabíl.“
Ekki aftur snúið þegar
höfuðið var komið í ljós
Ólafur var með tilbúinn ýmsan
sjúkrahússfarangur í einkabíl
þeirra hjóna og bað því annan fé-
laga sinn að aka honum á sjúkra-
húsið en var sjálfur í sjúkrabílnum
hjá konu sinni. „Ég ætlaði ekki að
trúa því þegar konan mín sagði að
barnið væri að koma í heiminn,
enda vorum við rétt komin út úr
hverfinu hér í Garðabæ á leið á spít-
alann. Þegar ég fór að kanna málið
var höfuð barnsins komið í ljós og
þá varð ekki aftur snúið. Við vorum
bara tvö aftur í auk ökumanns
sjúkrabílsins. Ég sagði honum að
barnið væri að koma í heiminn og
þá leitaði hann að stað til að stoppa,
en á meðan við ókum frá Arnar-
neshæð að Kópavogsbrú fæddist
barnið og gekk fæðingin mjög vel.“
Haldið var síðan áfram á sjúkra-
húsið þar sem fylgjan fæddist og
fæðingin þar með að fullu yfirstað-
in.
Ólafur hefur neyðarbílspróf og
hefur því hlotið þjálfun í fæðing-
arhjálp, en í náminu var þó notast
við dúkkur í verklega hlutanum.
Hann segir að sig hefði ekki grunað
að þessi hluti námsins myndi nýtast
í fyrsta skipti við fæðingu sonar
síns á fullri ferð í sjúkrabíl. „Þetta
var ógleymanleg stund. Ég hef
sjaldan orðið eins stressaður í
sjúkrabíl en það kom mér á óvart
hvað handtökin úr náminu rifjuðust
vel upp fyrir manni þegar á hólm-
inn var komið. Þegar allt var yfir-
staðið fékk ég vægt áfall og skalf á
beinunum.“
Ólafur fékk góða umsögn fyrir
frammistöðu sína hjá lækni sem
kom á móti þeim á neyðarbíl.
Drengurinn nýfæddi er ónefndur
en fyrir eiga þau hjónin soninn Axel
Inga, 5 ára.
Slökkviliðsmaður tók á móti eigin barni í sjúkrabíl á leið á fæðingardeildina
Morgunblaðið/Júlíus
Ólafur Ingi Grettisson og Ingunn Þóra Hallsdóttir með sonum sínum, þeim Axel Inga, 5 ára, og litla bróður hans sem fæddist í sjúkrabílnum.
„Þetta var ógleymanleg stund“
HALLDÓR Halldórsson, bæjar-
stjóri á Ísafirði, segir tillögu rík-
isstjórnarinnar að byggðaáætlun,
sem kynnt var um helgina, að
miklu leyti upptalningu á verk-
efnum sem þegar eru fyrir hendi.
Hann segir vanta í áætlunina að
tilgreina sérstök svæðisbundin
verkefni til uppbyggingar á lands-
byggðinni.
Halldór segir margt gagnrýni-
vert við áætlunina. „Það er svo
margt sem er tíundað þarna sem
er hvort sem er í gangi, s.s. sí-
menntunarmiðstöðvar og annað
slíkt, en mér finnst að byggðaáætl-
un eigi að tilgreina einhver ákveð-
in verkefni til þess að fólki fækki
ekki meira á landsvæðum á borð
við Austfirði og Vestfirði.“
Hann segir að það eina sem
komi skýrt fram í áætluninni sé að
Akureyri eigi að vera mótvægi við
höfuðborgarsvæðið. „Þar er búið
að tiltaka þá tvo staði á landinu
þar sem staðan er hvað best. Ann-
ars vegar höfuðborgarsvæðið og
svo Akureyri, þar sem staðan er
best á landsbyggðinni.“
Að mati Halldórs eru önnur
landsvæði en Eyjarfjarðarsvæðið
útundan í áætluninni. „Ég fagna
þessari áherslu á Akureyri og er
ánægður með hana en mér finnst
að menn hefðu átt að segja að þeir
vildu sjá fleiri byggðarkjarna.
Byggðanefndin sem Samband ís-
lenskra sveitarfélaga skipaði og
skilaði af sér í fyrra nefndi þrjá
byggðarkjarna sem voru Ísafjörð-
ur, Akureyri og þriðji staðurinn á
Austfjörðum.“
„Hægt að snúa
hlutunum við“
Hann bendir á að Ísafjörður er
annar stærsti staðurinn úti á landi
og því hefði verið mikilvægt að
skilgreina hann sem byggðar-
kjarna í uppbyggingu. „Fólkið sem
býr hér á þessum svæðum les
þessa byggðaáætlun þar sem
stendur að ekki sé ráðlegt að
reikna með að fólki fjölgi á Vest-
fjörðum. Þetta er það sem Alþingi
og ríkisstjórnin eru að segja við
okkur. Hvaða skilaboð eru þetta?
Við vitum það að fólki hefur ekki
fjölgað hér undanfarin ár en við
vitum líka að víða erlendis hefur
verið hægt að snúa hlutunum við.
Og við viljum að Alþingi segi við
okkur að það sé vilji okkar að snúa
því við. Fólk á allt sitt undir
hérna, húsin sín, atvinnufyrirtækin
og annað. Það vill búa hér áfram
og vill finna fyrir því að það sé
með í þessu þjóðfélagi og ríkis-
stjórnin sé ekki að skilja það eft-
ir.“
Halldór segir ranghugmynda
gæta í umræðunni um peninga í
byggðamálum. „Þegar verið er að
tala um hvort réttlætanlegt sé að
halda uppi byggð er ég ekki alltaf
viss um að fólk viti hvað um er að
ræða því byggðirnar reka sig sjálf-
ar. Það þarf að leggja þangað vegi
og það fé kemur úr sameiginlegum
sjóðum landsmanna, en að öðru
leyti reka sveitarfélögin sig.“
Milljarðar í þróunarstarfsemi
á höfuðborgarsvæðinu
Hann segir að á sama tíma og
lagður er milljarður í atvinnuþró-
unarmál á landsbyggðinni á fjór-
um árum fari margir milljarðar í
þróunarstarfsemi á höfuðborgar-
svæðinu. Tónninn sé annar þegar
verið er að leggja pening í at-
vinnuþróunarmál í Reykjavík og
þessar andstæður séu of miklar.
Vantar ákveðin verkefni
og fleiri byggðarkjarna
Bæjarstjóri Ísafjarðar gagnrýnir nýja byggðaáætlun
ríkisstjórnarinnar og telur svæðisbundin verkefni skorta
ÞEIM brá í brún, próf-
arkalesurum á Morg-
unblaðinu, þegar starfs-
menn Egils Skalla-
grímssonar fylltu
herbergi þeirra í gær með
640 flöskum af Egils
Kristal á einu bretti en
starfsmenn deildarinnar
höfðu aðeins búist við að
fá sendar 80 flöskur eftir
að hafa tekið þátt í lukku-
leik sem í boði var á vef-
svæðinu femin.is.
Einn prófarkalesaranna
tók þátt í leiknum fyrir
hönd deildarinnar og vann
80 flöskur af Egils Kristal
og átti að fá þær sendar á
vinnustað. Fyrir misskiln-
ing voru hins vegar send-
ar 640 flöskur sem gerðu
að verkum að vinnuaðstaða
prófarkalesara varð líkari
vörugeymslu en skrifstofu.
Þegar haft var samband við
gosverksmiðjuna kom misskiln-
ingurinn í ljós og ætluðu starfs-
menn að sækja þær umfram-
flöskur sem eftir voru.
Starfsfólk Morgunblaðsins hafði
svalað þorstanum á nokkrum
flöskum áður en mistökin voru
uppgötvuð.
Prófarkalesararnir Helga Magnúsdóttir
og Árni Hallgrímsson við hluta vatns-
birgðanna sem þeim bárust í gær.
Morgunblaðið/Sverrir.
Fengu
640
flöskur
í stað 80
MEÐ samruna þeirra sveitar-
félaga sem átt hefur sér stað
að undanförnu er ljóst að við
sveitastjórnarkosningarnar í
maþi n.k. mun sveitarfélögum
á Íslandi fækka um að
minnsta kosti 13, eða úr 122 í
109.
Enn frekari fækkun gæti
átt sér stað þar sem þrjár at-
kvæðagreiðslur um samein-
ingu fara fram í næsta mán-
uði.
Fimmta fjölmennasta
sveitarfélag Suðurlands
Síðustu sveitarfélögin til að
ákveða sameiningu voru Þing-
vallahreppur, Laugardals-
hreppur og Biskupstungna-
hreppur. Þá varð til fimmta
fjölmennasta sveitarfélagið á
Suðurlandi og jafnframt eitt
hið víðfeðmasta hér á landi, að
því er fram kemur í nýrri
frétt sem birtist á fréttavef
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga.
Aðrar nýlegar sameiningar
sem nefndar eru á vefnum eru
hjá Gnjúpverjahreppi og
Skeiðahreppi á Suðurlandi, í
A-Húnavatnssýslu annars
vegar hjá Vindhælishreppi og
Skagahreppi og hins vegar
Engihlíðarhreppi og Blöndu-
ósbæ, hjá Hálshreppi, Ljósa-
vatnshreppi, Bárðdælahreppi
og Reykdælahreppi í S-Þing-
eyjarsýslu og loks hjá A-Eyja-
fjallahreppi, V-Eyjafjalla-
hreppi, A-Landeyjahreppi,
V-Landeyjahreppi, Fljótshlíð-
arhreppi og Hvolhreppi í
Rangárvallasýslu.
Sveitar-
félögum
fækkar
um 13 hið
minnsta
Sveitarstjórnar-
kosningarnar
næsta vor