Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 8

Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið um beinþynningu Hinn „þögli far- aldur“ kynntur NÁMSKEIÐ umbeinþynninguverður haldið föstudaginn 15. febrúar nk. á vegum Endurmennt- unarstofnunar HÍ og er yf- irskriftin: Beinþynning: frá beinþéttni og byltum til beinbrota. Námskeið stendur frá klukkan 9 til 16 og er umsjónarmaður þess Aðalsteinn Guð- mundsson. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Aðalstein á dögunum og eru svörin hér að neðan. Hvað er beinþynning? „Beinþynning er ástand sem lýsir sér sem minni þéttleiki eða brenglun á uppbyggingu beins sem veldur því að beinin verða stökk og viðkvæm og geta brotnað við minnsta áverka. Al- gengustu brot af völdum bein- þynningar eru samfellsbrot í hrygg, framhandleggsbrot og mjaðmabrot. Beinþynning er mjög útbreidd í löndum þar sem meðalaldur er hár og er óum- deilanlega orðin meiriháttar lýðheilsuvandamál bæði varðandi útlagðan kostnað í heilbrigðis- þjónustu og skert lífsgæði.“ Hvernig verður tekið á málinu á námskeiðinu? „Á námskeiðinu munu sérfróðir aðilar um beinþynningu halda er- indi. Vaxandi skilningur er á mik- ilvægi þverfaglegrar nálgunar á beinþynningu og koma því auk læknisfræðinnar, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og næringarfræði. Fjallað verður um útbreiðslu, af- leiðingar og greiningu beinþynn- ingar. Hlutverk heilsugæslunnar og heilsueflingar verður kynnt. Áhersla verður lögð á gildi virkra forvarna eins og þjálfun og mat- aræði. Beinþynningu hjá körlum og af völdum sykurstera verða gerð skil. Loks verða kynntar nýj- ungar í sértækri lyfjameðferð beinþynningar.“ Hvers vegna eru konur líklegri til að fá beinþynningu en karlar? „Konur hafa þrefalt meiri líkur en karlar á að líða fyrir beinþynn- ingarbrot. Ástæðurnar eru eink- um þrjár. Í fyrsta lagi safna konur minni beinmassa en karlar á yngri árum. Í öðru lagi verður aukið tap á beinmassa hjá mörgum konum vegna hormónabreytinga við tíðahvörf. Upp úr sextugu gisna beinin með svipuðum hraða hjá báðum kynjum en þá bætist við að ævilíkur kvenna eru rúmum fjór- um árum lengri en karla að með- altali.“ Hvenær geta menn vænst þess að beinþynning sé orðin þeim hættuleg? „Beinþynning hefur af mörgum verið kölluð „hinn þögli faraldur“. Fæstir vita af sinni beinþynningu fyrr en bein hefur brotnað. Hjá sumum vaknar fyrst grunur um beinþynningu þegar hryggurinn bognar og líkamshæðin verður minni vegna samfallsbrota í hrygg. Þeim sem detta oft eða illa er enn hættara við beinbrotum, en byltu- forvarnir eru óaðskilj- anlegur hluti í meðferð beinþynningar. Of fáir nýta sér kosti beinþéttnimælinga sem eru besta leiðin til að greina beinþynningu áður en beinbrot verða. Þegar beinþynning hefur verið greind þarf læknir að meta meðferðarmöguleika en sértæk lyfjameðferð getur í mörgum til- vikum dregið úr líkum á beinbroti um meira en helming.“ Er hægt að útrýma beinþynn- ingu? „Beinið er mjög lifandi vefur en holl fæða með nægu kalki sem m.a. fæst úr mjólkurafurðum ásamt reglulegri hreyfingu gera sitt til að byggja upp og viðhalda beinstyrk á öllum aldursstigum. Til að tryggja að líkaminn nái að nýta sér kalkið ættu aldraðir að taka inn viðbótarskammt af D-vít- amíni sem er m.a. að finna í flest- um fjölvítamínum. Vísbendingar eru um að á næstu árum verði fleiri en einu beinþynningarlyfi beitt samhliða í meðferð þeirra einstaklinga sem verst standa hvað beinþynningu og endurtekin beinbrot varðar. Sýnt hefur verið fram á neikvæð áhrif reykinga á bein. Auk þess er beinþynning fylgifiskur öldrunar, margra sjúk- dóma og jafnvel læknismeðferðar. Því er vandséð að beinþynning- arbrotum verði útrýmt með öllu.“ Hvað er um mörg beinbrot af þessu tagi að ræða á ári? „Það hefur verið áætlað að meira en 1.300 Íslendingar brjóti bein árlega vegna beinþynning- ar.“ Hafa orðið dauðsföll? „Mjaðmabrotin eru ein alvar- legasta afleiðing byltna og bein- þynningar, en rannsóknir erlend- is hafa sýnt að allt að 20% þolenda mjaðmabrota deyja á fyrsta ári eftir brot og virðast karlar vera í meiri hættu. Varðandi mjaðm- abrotin skal bent á notagildi svo- kallaðra skeljabuxna sem hlífa og draga úr höggi á mjöðm við byltu. Rannsóknir hafa sýnt marktækt minna nýgengi mjaðmabrota hjá þeim sem eru grannvaxnir með beinþynningu og fást til að klæðast slík- um buxum.“ Er beinþynning arfgeng? „Í fjölda rannsókna hefur verið sýnt fram á tengsl beinþynningar við erfðir. Þessi tengsl eru marg- þætt, t.d. áhrif á hámarks- beinmassa á yngri árum og hversu hratt beintapið verður á efri árum. Miklar vonir eru bundnar við erfðarannsóknir í þróun nýrra lyfja gegn beinþynn- ingu.“ Aðalsteinn Guðmundsson  Aðalsteinn Guðmundsson er fæddur í Reykjavík 1960. Stúd- ent frá MS 1980 og lauk lækn- isfræði við HÍ 1986. Sérnám í al- mennum lyflækningum, öldrunarlækningum og klínískri lyfjafræði við Wisconsin-háskóla 1989-96. Aðstoðarprófessor við læknadeild Wisconsin-háskóla síðan 1996. Lækningaforstjóri Hrafnistu og öldrunarlæknir við Landsspítala – háskólasjúkrahús frá 2000. Aðalsteinn er kvæntur Ástu Aðalsteinsdóttur og eiga þau þrjú börn. 20% þolenda mjaðmabrota deyja á … Það er bara ekkert víst að þeir hafi gert neitt af sér þó þeir hafi olíublotnað svolítið, hæstvirtur ráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.