Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 18
SUÐURNES
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar vörur
Nýjir litir
Barnavagnar og barnarúm
Hlíðasmára 17,
Kópavogi, sími 564 6610
verslun.strik.is/allirkrakkar
NESFISKUR hf. í Garði mun
leggja að minnsta kosti tveimur tog-
bátum í vor og flytja aflaheimildir
þeirra yfir á aðra báta fyrirtækisins.
Áhöfnunum hefur verið sagt upp
störfum.
Nesfiskur hf. gerir nú út sjö fiski-
skip. Samkvæmt upplýsingum
Bergþórs Baldvinssonar fram-
kvæmdastjóra hefur verið ákveðið
að hagræða í útgerðinni með því að
leggja togbátunum Jóni Gunnlaugs-
syni GK 444 pg Sigurfara GK 138.
Bátarnir eru 105 og 138 brúttólestir
að stærð.Áhöfnun þeirra hefur verið
sagt upp, samtals fjórtán mönnum.
Segir Bergþór hugsanlegt að fleiri
skipum verði lagt en það mál sé enn
til skoðunar.
Bergþór segir að fyrirtækið sé að
bregðast við breyttum aðstæðum.
Nauðsynlegt sé að stilla af útgerðina
miðað við þann kvóta sem fyrirtækið
hafi og reyna að ná honum með sem
hagkvæmustum hætti. Nesfiskur
hefur yfir að ráða um 4.000 þorsk-
ígildistonnum af kvóta. Hann segir
að dregið verði úr leigu á kvóta.
Nesfiskur rekur umfangsmikla
fiskverkun í Garði. Bergþór reiknar
ekki með miklum breytingum í
vinnslunni. Stór hluti afla þessara
tveggja báta hafi farið sem ísfiskur
með gámum á erlenda markaði.
Leggja tveimur
togbátum
Garður
LAGÐAR hafa verið fram í hrepps-
nefnd Gerðahrepps tillögur VA-arki-
tekta að deiliskipulagi fyrir svæði við
hjúkrunarheimilið Garðvang í Garði
þar sem gert er ráð fyrir frekari upp-
byggingu á þjónustu við aldraða.
Samþykkt var að leggja tillögurnar
fyrir stjórn Dvalarheimila Suðurnesj-
um og óska eftir að fá að byggja
fyrsta áfanga íbúða fyrir aldraða á lóð
Garðvangs.
Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur
fengið lánsloforð hjá Íbúðalánasjóði
til að ráðast í byggingu tíu leiguíbúða
fyrir aldraða. Fyrirhugað er að
byggja íbúðirnar í raðhúsum og par-
húsum og er áhugi á að gera það í ná-
grenni Garðvangs.
Í framhaldi af því lét hreppsnefnd
gera tillögur að deiliskipulagi fyrir
svæðið og hefur óskað eftir viðræðum
við stjórnendur hjúkrunarheimilisins
um uppbyggingu á svæðinu en hug-
myndin er sú að leita eftir þjónustu
hjá Garðvangi fyrir aðra íbúa á reitn-
um.
Stækkun, þjónustuhús og íbúðir
Í tillögum arkitektanna er gert ráð
fyrir möguleikum til stækkunar
hjúkrunarheimilisins Garðvangs. Þar
er nú rými fyrir fjörutíu einstaklinga
en gert ráð fyrir möguleikum á að
byggja húsnæði fyrir sextíu til við-
bótar á lóð sunnan núverandi heim-
ilis.
Hugmyndin er að byggja þjónustu-
hús á lóðinni til að koma fyrir þjón-
ustu við íbúa innan svæðisins og í ná-
grenni, svo sem innkaupaþjónustu,
viðgerðarþjónustu, félagsþjónustu,
heilsurækt, sundlaug, læknisþjón-
ustu, endurhæfingu svo sem sjúkra-
þjálfun, klúbbastarfsemi, kaffihúsi og
vínstúku, svo vitnað sé í hugleiðingar
arkitektanna. Vaktin er athygli á
möguleika þess að byggja tveggja
hæða hús og innrétta íbúðir á annarri
hæðinni, til dæmis hvíldaríbúðir.
Lagt er til að lóð verði fyrir tvö lítil
fjölbýlishús, tveggja hæða, hvort um
sig með 6–12 íbúðir. Loks er lagt til að
skapað verði mótvægi við fjölbýlis-
húsin með einnar hæðar rað- og par-
húsabyggð, þar sem yrðu tíu þriggja
herbergja íbúðir og sex tveggja her-
bergja. Fyrsti áfangi uppbyggingar á
lóðinni sem ákveðið hefur verið að
ráðast í miðast einmitt við byggingu
tíu slíkra íbúða, það er að segja
tveggja raðhúsa með fjórum íbúðum
hvort og tveggja íbúða parhúsa. Arki-
tektarnir nefna þann kost að tengja
minni hús fyrsta áfanga við þjónustu-
húsið með yfirbyggðum gangi.
Lagt er til að grænt útivistarsvæði
verði á suðurhluta lóðarinnar. Það
tengist garði hjúkrunarheimilisins
sem ekki verði girtur af og görðum
íbúðarhúsanna. Aðalgöngustígur
verði í miðju hverfinu, með skjólgóð-
um áningarstöðum búnum setbekkj-
um, og tengi hann saman íbúðarhúsin
og þjónustuhúsið. Varpað er fram
þeirri hugmynd að stígurinn verði yf-
irbyggður að hluta.
()! %
!
"
#$% & !
! $'
('& ) *%
('&
+, $-
('&
.,/
$'
Tillögur að uppbygg-
ingu á lóð Garðvangs
Garður
ÍSLANDSPÓSTUR hefur ákveðið
að loka pósthúsinu í Vogum og samið
um að starfsfólk Hraðbúðar ESSO á
staðnum annist póstþjónustuna frá
1. maí. Hreppsnefnd Vatnsleysu-
strandarhrepps hefur áhyggjur af
skertri þjónustu, einkum vegna þess
að póstgíróþjónusta leggst af.
Jóhanna Reynisdóttir, sveitar-
stjóri í Vogum, segir að kallað verði
eftir svörum Íslandspósts um breyt-
ingar á þjónustu við þessa skipulags-
breytingu. Hún segist ekki efast um
að starfsfólk verslunarinnar muni
bjóða góða þjónustu á þessu sviði.
En ef póstgíróþjónusta falli niður,
eins og útlit sé fyrir, muni þjónustan
skerðast og það geti komið sér illa.
Jóhanna segir að þjónusta póst-
hússins hafi minnkað á undanförnum
árum. Það sé aðeins opið í þrjá og
hálfan tíma á dag. Nú sé verið að
loka því á sama tíma og stöðug fjölg-
un sé í sveitarfélaginu og telur hún
að átt hefði að hinkra aðeins með
þessa aðgerð.
Póstafgreiðslan
fer í verslunina
Hafa
áhyggjur af
skertri
þjónustu
Vogar
OSN-LAGNIR ehf. áttu lægsta
tilboð í dælustöð við Eyjavelli í
Keflavík, pípulögn og rafbúnað,
og ákvað bæjarráð Reykjanes-
bæjar að taka tilboðinu.
Kostnaðaráætlun gerði ráð
fyrir að verkið myndi kosta bæ-
inn tæpar 19,8 milljónir kr. Til-
boð OSN-lagna hljóðaði upp á
17,4 milljónir, sem er liðlega
88% af áætlun. Sex önnur fyr-
irtæki buðu. Keflavíkurverk-
takar voru með lítið eitt hærra
tilboð en OSN-lagnir en önnur
tilboð voru hærri.
Tilboði OSN-
lagna tekið
Keflavík
BÆJARSTJÓRN Sandgerðis
telur ekki ástæðu til að lækka
þjónustugjöld, í framhaldi af
óskum verkalýðsfélaga, þar sem
bærinn hafi ekki hækkað gjald-
skrár sínar.
Bæjarstjórn fagnaði bréfi
Verslunarmannafélags Suður-
nesja þar sem skorað er á Sand-
gerðisbæ að afturkalla nú þegar
allar hækkanir og leggja þannig
sitt af mörkum til að verja stöð-
ugleikann og lífskjörin í landinu,
og tók undir þau sjónarmið sem
fram koma í erindinu.
Tekið er fram í bókun að bæj-
arstjórn Sandgerðisbæjar hafi
ekki hækkað þjónustugjöld sín á
árinu 2001 og engar hækkanir
hafi verið teknar til umræðu eða
afgreiðslu við gerð fjárhags-
áætlunar fyrir árið 2002. Þá er
þess látið getið að þjónustugjöld
bæjarfélagsins séu með þeim
lægstu á Suðurnesjum.
Engar
hækkanir
þjónustu-
gjalda
Sandgerði
SIGURÐUR Aðalsteinsson bar sig-
urorð af Guðjóni Haukssyni í úr-
slitaleik Opna Grindavíkurmótsins í
pílukasti. Báðir keppendur fengu
nokkur tækifæri til að skjóta sig út
í lokaleiknum en lukkan var með
Sigurði að þessu sinni.
Þetta mót var nú haldið í fjórða
sinn í Festi í Grindavík. Sigurður
Hjörleifsson hlaut viðurkenningu
fyrir hæsta útskot mótsins og Sig-
urður Aðalsteinsson fékk viður-
kenningu fyrir fæstar pílur í út-
skoti. Alls voru keppendur 36.
Daníel Eyjólfsson var mótsstjóri
og var ánægður með keppnina.
„Hér í Grindavík er starfandi pílu-
klúbbur. Mótið fór vel fram og al-
menn ánægja með það. Það er mik-
ið af nýjum mönnum að keppa hér,
jafnvel í fyrsta sinn, þannig að pílu-
kast er í góðum gír,“ sagði Daníel.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Sigurður Aðalsteinsson fagnar
verðlaunum sínum.
Lukkan var
með Sigurði
Grindavík
HREPPSNEFND Gerða-
hrepps hefur skorað á landeig-
endur að breyta viðmiðun lóð-
arleigu en það myndi leiða til
lækkunar á henni. Einnig vill
nefndin fá fellda niður leigu
skólalóðarinnar.
Á síðasta fundi hreppsnefnd-
ar Gerðahrepps var samþykkt
tillaga frá fulltrúum F-listans
sem skipa meirihluta nefndar-
innar um að skora á landeigend-
ur í Gerðahreppi að taka upp
sömu stefnu og hreppurinn
varðandi innheimtu á lóðarleigu.
Hreppurinn innheimtir leigu
sem nemur 1% af fasteignamati
lóðar en í leigusamningum land-
eigenda er yfirleitt miðað við
ákveðinn launataxta. Fram
kemur í tillögunni að ef landeig-
endur færu að þessum tilmælum
myndi lóðarleiga lækka um allt
að helming hjá flestum leigutök-
um. Sömu áskorun er beint til
Landeigendafélags Gerða-
hrepps um óskipt land þess.
Fram kemur í samþykktinni
að Gerðahreppur greiðir leigu
fyrir lóð Gerðaskóla þar sem
hún er í einkaeigu og að Gerða-
hreppur sé eina sveitarfélagið á
Suðurnesjum sem greiðir leigu
vegna skólalóðar. Skoraði
hreppsnefndin á eigendur
Gerða að fella niður þessa lóð-
arleigu.
Áskorunin var samþykkt með
fimm atkvæðum, tveir fulltrúar
sátu hjá.
Skora á land-
eigendur að
lækka leigu
Garður
BÆJARFULLTRÚAR Samfylk-
ingarinnar leggja til að Reykjanes-
bær leysi til sín félagsheimilið Stapa
í Njarðvík og láti gera á því nauðsyn-
legar endurbætur. Tillögu þeirra var
vísað til bæjarráðs þar sem málefni
félagsheimilisins eru til umfjöllunar.
Félagsheimilið Stapi er í eigu
Ungmennafélags Njarðvíkur, Kven-
félags Njarðvíkur og Reykjanesbæj-
ar, þar sem hver aðili á 33% og
skátafélagsins sem á 1%. Sérstök
hússtjórn annast reksturinn og hef-
ur leigt hann út. Núverandi rekstr-
araðili hefur samning um rekstur
hússins fram í júlí en hefur óskað eft-
ir að hann verði styttur. Þá hafa
meðeigendur Reykjanesbæjar óskað
eftir að bærinn kaupi þeirra hlut.
Tillaga Samfylkingarinnar gengur
út á að Reykjanesbær leysi núver-
andi rekstraraðila undan samningi.
Jafnframt verði hafnar samningavið-
ræður við ungmennafélagið og kven-
félagið um kaup á þeirra hlut. „Húsið
verði nýtt í þágu hinna ýmsu félaga-
samtaka í bænum og bæjarbúa og
farið í þær nauðsynlegu endurbætur
sem breytt nýting kallar á. Það er
skylda okkar að tryggja að þetta
sögufræga hús verði bæjarbúum til
sóma,“ segir í tillögunni, sem Ólafur
Thordersen mælti fyrir á bæjar-
stjórnarfundi í vikunni. Hann segir
að húsið sé að grotna niður og eina
færa leiðin sé að bærinn taki það yfir
og standi fyrir endurbótum á því.
Hann telur að það kosti milljónir eða
tugi milljóna.
Ellert Eiríksson bæjarstjóri segir
nauðsynlegt að skoða þetta mál í
þaula. Húsið sé nauðsynlegt og
kappsmál að það sé í sem bestu ásig-
komulagi.
Vilja að bærinn leysi til sín Stapa
Njarðvík