Morgunblaðið - 12.02.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.02.2002, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAMLEIÐNIAUKNING varð ekki nægjanleg á síðasta hagvaxt- arskeiðinu hér á landi að sögn Boga Pálssonar, formanns Verslunarráðs Íslands. Hann segir að þar af leið- andi hafi ekki fengist nógu traustar undirstöður til að takast á við sveifl- ur í hagkerfinu. Samkvæmt spám sé gert ráð fyrir að hagvöxturinn verði nokkuð minni hér en í helstu sam- keppnislöndum á næstu árum, sem þýði í raun að Ísland sé að dragast afturúr. Því hafi verið ákveðið að yf- irskrift Viðskiptaþings 2002, sem Verslunarráðið gengst fyrir í dag, verði „Betur má ef duga skal“. Bogi segir að Viðskiptaþingið sé mikil- vægasti vettvangur Verslunarráðs- ins. Hlutverk þess sé að vera opinn vettvangur skoðanaskipta um gagn- lega þjóðfélagsumræðu og vera leið- andi í innleiðingu framfara í ís- lensku athafna- og viðskiptalífi. Tilgangurinn sé að draga saman stöðu þjóðfélagsins á hverjum tíma og safna saman öllum helstu leiðtog- um í íslensku athafnalífi til þess að vekja upp opna umræðu um hver staðan sé í dag og hver framtíð- arsýnin sé. Á Viðskiptaþinginu sé einnig dregin saman vinna margra starfshópa og nefnda, sem koma úr atvinnulífinu, og hafa varið þessum vetri í að undirbúa þingið með mjög vandaðri og góðri skýrslu sem kem- ur út af þessu tilefni. Þurfum að marka framtíðarsýn „Á Viðskiptaþinginu verður rætt um hvernig hægt er að byggja á því sem vel hefur verið gert og einnig hvernig hægt er að gera betur,“ segir Bogi. „Við erum að hvetja til þess að þjóðfélaginu verði sköpuð ákveðin sérstaða. Lítið þjóðfélag hefur marga kosti en því fylgja einnig ákveðnir erfiðleikar. Fyrst og fremst er erfitt þegar lítið þjóðfélag hegðar sér eins og stórt sé. Kannski höfum við einmitt verið að reyna það upp á síðkastið. Verslunarráðið telur að við Íslendingar eigum frek- ar að einbeita okkur að því að byggja á kostum lítils þjóðfélags. Þar liggur raunverulegur styrkur okkar. Styrkurinn sést til að mynda vel á nýliðnu Evrópumeistaramóti í handbolta, þar sem á svipstundu var hægt að ná þjóðinni allri saman. Þetta held ég að sé mjög vannýttur kraftur, sem nýta mætti skipulega til að skapa þjóðinni ákveðið ein- kenni, byggt á skýrri framtíðarsýn. Framtíðarsýn sem skilgreindi hlut- verk okkar í alþjóðasamfélaginu, þar sem við settum okkur langtíma- markmið og -stefnu um það hvernig við ætluðum að ná þangað. Síðan þarf að byggja undir þessa framtíð- arsýn með viðeigandi þjónustu sam- félagsins, s.s. menntakerfi og heil- brigðiskerfi. Ef við ætlum að taka virkan þátt í alþjóðasamfélaginu þurfum við t.d. að skilgreina notkun erlendra tungumála hér á landi.“ Bogi segir að með alþjóðavæðingu eigi Verslunarráðið bæði við að ís- lensk fyrirtæki haldi áfram að afla sér velgengni og virðingar á öðrum mörkuðum, en einnig að laða er- lenda þekkingu til landsins. Þar seg- ir hann að það sé ekki nóg að reyna að laða að erlenda stóriðju, sem þarf nánast að vera eins og sér land í landinu, með sérstökum starfsleyf- um og skattasamningum, heldur verði að vera hægt að laða erlenda þekkingu, reynslu og viðskiptasam- bönd til íslenskra fyrirtækja. Enska sem viðskiptatungumál „Það er ekki til það fyrirtæki á Ís- landi í dag sem raunverulega laðar að þekkingu með erlendu vinnuafli. Aðallega hefur komið hingað erlent verkafólk til starfa þar sem ekki er krafist tiltekinnar menntunar. Þetta stafar ef til vill að hluta til af hinu lokaða menningarsamfélagi okkar. En tungumálaörðugleikar eiga einn- ig sinn þátt í þessu. Verslunarráðið vill ekki gera lítið úr íslenskri tungu en við getum ekki horft framhjá því að alls staðar í heiminum eru al- þjóðleg fyrirtæki að velja sér eitt tungumál, enskuna, sem viðskipta- tungumál. Öll samskipti innan fyr- irtækjanna fara fram á ensku en ekki á móðurmálinu í því landi sem fyrirtækin eru staðsett. Það þarf að vekja upp umræðu um þessi mál hér, því ef við viljum raunverulega geta valið úr hæfustu einstak- lingana, og ef við raunverulega vilj- um alþjóðavæðast og auka þekkingu okkar og víðsýni í íslenskum fyr- irtækjum, þá gætum við þurft að leita út fyrir okkar eigin garð. Þetta er meðal þeirra atriða sem umræð- ur eru um hjá Verslunarráðinu þeg- ar við segjum: betur má ef duga skal.“ Auðvelt og ódýrt verði að stunda viðskipti Bogi segist telja að Ísland eigi litla möguleika á að keppa við stór lönd á mörgum sviðum. Það sé þó hægt að skapa umhverfi hér sem sé svo hagstætt að fyrirtæki laðist hingað vegna þess. Það muni smám saman gera þjóðfélagið ríkara. „Þær skattabreytingar sem nýlega hafa verið gerðar eru mjög stórt skref í þessa átt, en ég held að það eigi við í þessu sambandi eins og á mörgum öðrum sviðum, að betur má ef duga skal. Það er trúlega ekki nóg fyrir okkur sem þjóð að nálgast það sem best er annars staðar. Ef við ætlum að nýta skattaumhverfið til að laða erlenda starfsemi til landsins, þá verður það umhverfi einfaldlega að vera betra en annars staðar. Lægri prósenta, færri skattstofnar, gegn- særra kerfi, einfaldara í allri notk- un, sett upp miðað við alþjóðavæð- ingu. Núverandi ríkisstjórn hefur stigið stór skref til að gera atvinnu- rekstur á Íslandi eftirsóknarverðan og þannig lagt grunninn að því að hér geti í framtíðinni verið blómlegt samfélag á alþjóðlegan mælikvarða. Næstu skref þurfa að vera í áttina að því að gera Ísland að landi þar sem auðvelt og ódýrt er að stunda viðskipti, auk þess að hér sé öruggt að setja upp starfsemi með tilliti til stöðugleika.“ Rannsóknir í stað vaxtagreiðslna Verslunarráðið hefur að sögn Boga miklar áhyggjur af vaxtastig- inu í landinu. Ráðið telji að það sé kominn það mikill samdráttur í efnahagslífinu að löngu sé orðið tímabært að lækka vexti meira en gert hefur verið. Erfitt sé fyrir fyr- irtæki að standa undir hinum háu vöxtum til lengdar í samkeppnisum- hverfi. Hætta sé á að lenda í víta- hring, sem erfiðara og erfiðara verði að komast út úr. Verslunarráðið taki undir sjónarmið Seðlabankans um að þenslan í efnahagslífinu megi ekki ná að fara á flug aftur. Sókn sé þó besta vörnin, með hagræðingu og framleiðniaukningu, og með því að verja þeim fjármunum, sem nú fara í vexti, frekar í rannsóknir og þró- unarkostnað innan fyrirtækjanna. Það muni hjálpa efnahagslífinu mun fyrr og mun betur en hátt vaxtastig til að komast aftur í hóp þeirra tíu bestu. Samkeppnisstofnun ber að starfa eftir lögum Bogi segir að skerpa þurfi lín- urnar varðandi Samkeppnisstofnun. Of margir árekstrar hafi komið upp. Ekki sé gott að fólk álykti sem svo að Samkeppnisstofnun líti á það sem hlutverk sitt að standa gegn hagræðingu. Á landinu búi fáir ein- staklingar á dreifðu landssvæði og til landsins séu langar flutningsleið- ir. Þegar bæði þurfi að flytja vörur um langan veg og í litlum send- ingum verði kostnaðurinn við að stunda viðskipti hér á landi óhjá- kvæmilega hár. Hámarks hagræði og samkeppni, eins og hún gerist meðal milljónaþjóða, sé lúxus sem ekki bjóðist okkur sem veljum að byggja fámenna og landfræðilega einangraða eyju. Jafnvel stærstu fyrirtæki á Íslandi séu örsmá í sam- anburði við sams konar fyrirtæki sem þau keppa við erlendis. Hann segir afar brýnt að hlutverk Samkeppnisstofnunar og vinnu- brögð verði skilgreind betur, því ís- lenskt atvinnulíf, sem stöðugt keppir að aukinni hagræðingu í rekstri, sækist eftir samkeppni. Það sé óásættanlegt að Samkeppnis- stofnun stöðvi nauðsynlega og eðli- lega hagræðingu, eins og hún gerði við samrunaáætlun ríkisbankanna, eða fari út fyrir ramma laganna í órökstuddri skoðun á sekt eða sak- leysi olíufélaganna. „Þótt Verslun- arráðið hafi ekki skoðun á sekt eða sakleysi olíufélaganna í nýlegu máli Samkeppnisstofnunar gagnvart þeim, hefur Verslunarráðið skýra skoðun á því að Samkeppnisstofnun beri að starfa innan ramma núgild- andi laga.“ Gerum betur með auknu frjálsræði „Við höfum trú á því að alvarlega hafi dregið úr hagvexti vegna þess að okkur vantaði að teikna upp heildarmyndina í uppsveiflunni á síðustu árum. Hún var á eftirspurn- arhliðinni en ekki á framboðshlið- inni. Við gleymdum að hagræða og gleymdum að gera sífellt betur. Við sögðum á Viðskiptaþingi fyrir tveimur árum að við vildum vera meðal hinna tíu bestu í heiminum og við skilgreindum í hverju. Í fyrra sáum við að það var ekki að ganga eftir. Í lok ársins 2000 var orðið ljóst að það var komið ákveðið hættu- ástand. Því sögðum við á Viðskipta- þingi í fyrra hvað við þyrftum að gera til að halda uppi hagvextinum og bentum á hagræðingu og fram- leiðniaukningu. Efnahagslífið er enn að dragast saman og erfiðleikar þjóðfélagsins eru ekki að baki. Við þurfum að taka það alvarlega að auka hagræði, auka framleiðni, auka alþjóðavæðingu, auka samkeppnis- hæfni okkar. Við verðum að gera betur ef við ætlum okkur að ná því aftur að vera meðal hinna tíu bestu. Við þurfum að gera betur með auknu frjálsræði, með athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja, skýrari reglum í skattamálum, frelsi eign- arréttarins og öðrum þáttum sem augljóslega stuðla að auknu sam- keppnishæfi og vexti meðal þjóða. Þótt mikið hafi batnað hér á landi á síðustu árum og áratugum og lífs- kjör séu almennt góð, þá þurfum við samt að gera betur, því betur má ef duga skal,“ segir Bogi Pálsson, for- maður Verslunarráðs Íslands. Formaður Verslunarráðs segir undirstöðurnar ekki nógu traustar í hagkerfinu Betur má ef duga skal Morgunblaðið/Sverrir Bogi Pálsson: Samkvæmt spám er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði nokkuð minni hér en í helstu samkeppnislöndum á næstu árum. Viðskiptaþing Verslunarráðs Íslands verður haldið í dag. Grétar J. Guðmundsson ræddi við Boga Pálsson formann þess af því tilefni. GÆÐAVERÐLAUN Coldwater Seafood Corporation voru afhent Hraðfrystihúsi Hellissands á dög- unum. Verðlaunin hafa verið veitt í yfir 20 ár þeim framleið- endum sem þótt hafa skara fram úr í gæðum þeirra afurða sem Coldwater kaupir. Alls fengu 5 frystihús og 4 frystitogarar af- hent gæðaverðlaun fyrir síðasta fiskveiðiár en alls kaupir Cold- water afurðir af u.þ.b. 35 fram- leiðendum, samtals um 13.000 tonn af afurðum. Frystihúsin sem fengu verðlaunin voru auk Hrað- frystihúss Hellissands hf., Hrað- frystihúsið-Gunnvör hf. í Ísafjarð- arbæ, Ísfiskur hf. í Kópavogi, Oddi hf. á Patreksfirði og Egils- síld ehf. á Siglufirði. Frystitog- arnir sem hlutu verðlaunin voru Arnar HU frá Skagaströnd, Gnúpur GK frá Grindavík, Snorri Sturluson RE frá Reykjavík og Sigurbjörg ÓF frá Ólafsfirði. Að sögn Jóns Jóhannessonar, innkaupa- og gæðastjóra Cold- water á Íslandi, er það lykilatriði fyrir markaðsfyrirtæki eins og Coldwater að gæði söluvaranna séu í hæsta gæðaflokki. Sam- keppnin á markaðnum sé mikil, allir vilji selja sem mest og á sem hæstu verði. Það sé almennt við- urkennt að Coldwater hafi tekist að fá hærra verð fyrir sínar sölu- vörur á Bandaríkjamarkaði en flestum öðrum en það sé vegna öflugs markaðsstarfs og mikilla gæða söluvaranna. Gæða- verðlaun Coldwat- er afhent Morgunblaðið/Alfons Jón Jóhannesson, innkaupa- og gæðastjóri Coldwater Seafood Corporation á Íslandi, afhendir June Beverly Scholtz, gæðastjóra Hraðfrystihúss Hellissands, gæðaverðlaunin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.