Morgunblaðið - 12.02.2002, Side 25

Morgunblaðið - 12.02.2002, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 25 MARGRÉT prinsessa var á sínum tíma fallegi og ærslafulli konungs- fjölskyldumeðlimurinn og hefði auðveldlega staðist Díönu prins- essu, sem seinna varð tengdadóttur systur hennar, snúning í glæsilíf- inu. En í einkalífinu dvaldi hún í gullslegnu búri og tókst aldrei að finna hina sönnu ást. Forboðin ást, fjöldi ástarævintýra og skilnaður settu mark sitt á líf hennar, sem hún lifði í skugganum af eldri syst- ur sinni, Elísabetu drottningu. Margrét skildi við mann sinn 1978, en slíkt hafði svo háttsettur konungborinn einstaklingur ekki gert í Bretlandi í næstum 450 ár, er Hinrik áttundi rauf hjónaband sitt við Katrínu af Aragon. Margrét lést á sjúkrahúsi í London aðfaranótt laugardagsins, 71 árs. Hún hafði skömmu áður fengið fjórða heila- áfallið á jafnmörgum árum. Margrét var 14 ára þegar hún hitti fyrst Peter Townsend, kaftein sem barist hafði með breska flug- hernum í síðari heimsstyrjöld og fengið orðu. Hann var yfirhesta- vörður föður hennar, Georgs sjötta. Nokkur ár liðu áður en þau urðu ástfangin, og þau neyddust til að fara leynt með það – þótt sést hafi til Margrétar, eins og frægt varð, dusta ryk af jakkanum hans við krýningu systur hennar 1953. Kirkjan andvíg ráðahagnum En Townsend var almúgamaður og stóð í hjónaskilnaði. Þegar hann sagði einkaritara drottningarinnar, sir Alan Lascelles, frá löngun sinni til að kvænast Margréti brást hirð- maðurinn hinn versti við og sagði að hann væri annaðhvort genginn af göflunum eða verulega illa inn- rættur. Þótt margir telji að Georg sjötti hefði samþykkt ráðahaginn var hann látinn og Anthony Eden forsætisráðherra sagði að margir ráðherrar myndu segja af sér ef Margrét giftist Townsend. Á þessum árum gátu konung- bornir hvergi komið nálægt hjóna- skilnaði, og auk þess var Enska biskupakirkjan andvíg ráðahagn- um. Til að geta gifst Townsend hefði Margrét orðið að afsala sér stöðu sinni og gerast venjuleg, gift kona. Townsend lýsti Margréti einu sinni þannig, að hún hefði „gífur- legan lífskraft ... Hún var gædd óvenjulega mikilli fegurð er bjó í þessum lágvaxna, granna líkama og þungamiðjan var stór augun, þrýstnar varir og gullið litarhaft.“ Á bak við þetta fagra útlit, skrifaði hann, var að finna „fágæta mýkt og einlægni. Hún gat komið manni til að skellihlæja; og hún gat líka snert hjarta manns.“ En í október 1955 tilkynnti hún, að vegna konung- legrar skyldu sinnar myndi hún ekki kvænast Townsend. „Í ljósi kenninga kirkjunnar um að kristilegt hjónaband verði ekki rofið, og vegna skyldu minnar við Samveldið,“ sagði hún ennfremur, „hef ég ákveðið að þetta skuli vega þyngst.“ Townsend sagði síðar að þau hefðu verið komin á leið- arenda. „Tilfinningar okkar í garð hvors annars voru óbreyttar, en þær höfðu orðið okkur svo þungar í skauti að við ákváðum, í samein- ingu, að láta þar við sitja.“ Þegar Margrét var spurð, mörgum árum síðar, hvers vegna þau hefðu ekki farið sínu fram svaraði hún: „Það var Peter sem vildi það ekki.“ Huggun harmi gegn Gleði næturlífsins í London var huggun harmi gegn, í félagsskap vel kynntra samkvæmisljóna. Vinir prinsessunnar minntust þess þegar hún sat í mjúku hægindi á hóteli í Kensington og Frank Sinatra söng henni mansöng, þegar hann hafði nýlokið sýningu. Á þeim forsendum að það væri betra að giftast en lifa lífinu einsömul samþykkti Margrét að ganga að eiga mann úr sínum eigin hópi, Billy Wallace, en hún lét hann róa eftir að hann átti stutt gaman á Bahamaeyjum. Í einkasamkvæmi tveim árum síðar hitti Margrét Antony Arm- strong-Jones, ljósmyndara sem var rétt að byrja að láta að sér kveða. Þau trúlofuðust í desember 1959 og gengu í hjónaband í Westminster Abbey sjötta maí 1960. Hann var fljótlega gerður að jarlinum af Snowdon. Þau eignuðust soninn Davíð í nóvember 1961 og dótt- urina Söru í maí 1964. Til að byrja með gekk hjónabandið vel, en svo fór að reyna á þolrifin þegar Snowdon hélt sínu striki og Mar- grét sínu. Hann var mikið erlendis í við- skiptaerindum. Hún fór í frí án hans til uppáhalds Karíbahafseyj- arinnar sinnar, Mustique. Margrét var orðuð við fjölda vonbiðla og eignaðist að vinum menn á borð við Mick Jagger, söngvara Rolling Stones, og leikarann Peter Sellers. Síðla árs 1973 voru hjónin að mestu skilin að skiptum þegar Margrét kynntist landslagsgarðyrkjumann- inum Roddy Llewellyn, sem álitinn var fráleitt viðeigandi. Hjónabandið flosnaði svo end- anlega upp í ársbyrjun 1976 þegar æsifréttablaðið News of the World birti mynd af prinsessunni og Llew- ellyn í „nánum“ samskiptum. Tveim árum síðar var gengið form- lega frá skilnaði, og þá var sam- band Margrétar við Llewellyn líka runnið út í sandinn. Erfitt að vera í skugganum Margrét prinsessa var „of kon- ungleg til að geta orðið uppreisn- armaður, og of mikill uppreisn- armaður til að vera konungleg“, skrifaði höfundur ævisögu Mar- grétar, Theo Aronson, í blaðið The Daily Mail. Útför Margrétar verður gerð á föstudaginn í Windsor- kastala. W.F. Deeds, reyndur blaðamaður og fyrrverandi ráðherra Íhalds- flokksins, sagði að Margrét hefði átt erfitt með að lifa í skugganum af eldri systur sinni, Elísabetu drottningu. „Allar götur síðan drottningin tók við krúnunni 1952 hafði Margrét prinsessa átt erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt sem yngri systir einvaldsins,“ skrif- aði Deeds í The Daily Telegraph. Glataðar ástir Margrétar prinsessu Margrét og Antony Armstrong-Jones á brúðkaupsdaginn. AP Peter Townsend og Margrét í Suður-Afríku 1947. ’ Hún var gæddóvenjulega mikilli fegurð ‘ London. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.