Morgunblaðið - 12.02.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.02.2002, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 31 Í MARS á síðasta ári var lögðfyrir samanburðarkönnun áhögum og viðhorfum fram-haldsskólanema í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla (FÁ), Menntaskólanum á Egilsstöðum (ME), Menntaskólanum í Kópa- vogi (MK), Fjölbrautaskóla Suð- urlands (FSu) og Menntaskólan- um í Reykjavík (MR). Sambæri- leg könnun var gerð árið 1998, en síðan hafa MR og FSu bæst í úr- takið. Það er Þróunarsjóður framhaldsskóla og menntamála- ráðuneyti sem styrkir gerð kann- ananna. Mismunandi að stærð og gerð Í skýrslunni nú er leitast við að bera niðurstöður þessara tveggja kannana saman. Í inngangi henn- ar kemur fram að niðurstöður beggja kannana sýni að nemend- ur í framhaldsskólum hafa mörg sameiginleg einkenni en einnig að nemendurnir eru að mörgu leyti ólíkir. Kennaraverkfall var frá í nóvember 2000 til janúar 2001 og telja framkvæmdaraðilar að verk- fallið og björgunaraðgerðir í kjöl- far þess hafi haft áhrif á nið- urstöður í sumum spurninganna sam lagðar voru fyrir. Rúmlega 2.100 nemendur í skólunum fimm svöruðu könnuninni. Mikill munur er eftir skólum hvað varðar aldur nemenda og eru nemendur í FÁ að öllu jöfnu eldri en nemendur hinna skól- anna og eru það sömu niðurstöð- ur og fengust úr könnuninni 1998. Þeir eru líka líklegastir til að hafa stundað nám í öðrum framhalds- skóla. Skólarnir fimm eru líka mismunandi að stærð og gerð, FSu og ME eru ungir lands- byggðarskólar og í þeim síðar- nefnda er heimavist. MR er eini skólinn í úrtakinu sem er með bekkjakerfi. GSM-kynslóðin er tölvuvædd en misjafnlega bókhneigð Það kemur sennilega fáum á óvart að nánast allir nemendur skólanna (90,5%) eiga GSM-síma. Þá hafa langflestir nemendur að- gang að tölvu með nettengingu á heimili sínu. Hefur aðgangur nemenda stóraukist frá því í könnuninni 1998. Töluverður munur er hins vegar milli skóla hvað varðar notkun á tölvubúnaði þar. Nemendur í FÁ nota tölvur mest, en nemendur MR minnst. Þá er misjafnt hvað nemendur hafast að í tómstundum sínum en í könnuninni 1998 var sá munur ekki marktækur milli skóla. Um helmingur nemenda sagðist vera að lesa einhverja bók sem ekki tilheyrir námsefninu þegar könn- unin var gerð. MR sker sig úr, því um 58% nemenda þar voru að lesa slíka bók. MR-ingar segjast líka sækja leiksýningar í meira mæli en nemendur hinna skól- anna og á tímabilinu janúar til mars 2001 sögðust um 65% nem- enda MR hafa farið á leiksýn- ingar meðan aðeins 26% nemenda FÁ gerðu slíkt hið sama. MR- ingar eru einnig ötulli við að heimsækja listasöfn og sýningar. Nemendur FSu eru hins vegar þeir sem horfa hvað mest á sjón- varp, en um 58% þeirra horfa á sjónvarp í 2 tíma eða meira á degi hverjum. En aðeins 39% MR-inga eyða svo miklum tíma fyrir fram- an sjónvarpið. Þeir eyða hins veg- ar meiri tíma í heimanám en nem- endur hinna skólanna. Nemendur nota almennt meiri tíma til heimanáms nú en í könnuninni 1998 og gæti kennaraverkfall haft eitthvað að segja þar um. Foreldrar MR-inga mest menntaðir Gríðarlegur munur kom fram á menntun foreldra eftir skólum í könnuninni. Hlutfall foreldra nemenda með háskólapróf er langhæst í MR en lægst í ME. Bróðurpartur allra nemenda býr enn í foreldrahúsum. Í saman- burði við könnunina frá 1998 hef- ur orðið sú breyting meðal nem- enda FÁ að mun hærra hlutfall býr í foreldrahúsum nú en áður. Samband nemenda og umsjón- arkennara er mjög misjafnt eftir skólum. Best samband hafa nem- endur landsbyggðarskólanna við kennara sína. Þá er einnig mis- jafnt hversu mikið nemendur taka þátt í félagslífi skólanna og eru MR-ingar og nemendur ME duglegastir við það. Einelti ekki vandamál í framhaldsskólum Vinna framhaldsskólanemenda með skóla er sífellt að aukast og í samanburði við könnunina frá 1998 hefur hlutfall nemenda sem stundar launaða vinnu með námi aukist töluvert. Tæplega 60% nemenda nú stunda launaða vinnu með skóla og næstum fjórði hver nemandi vinnur meira en 10 klukkustundir á viku með námi. Hlutfallið er hæst í FÁ en lægst í MR. Að sama skapi er bílaeign nemenda mjög mismikil, mest er hún meðal nemenda í FÁ en lægst í MR, enda flest fjölskyldu- fólk í FÁ. Nemendum sem eiga börn hefur fækkað hlutfallslega frá könnuninni 1998. Einelti virðist ekki vera vanda- mál í framhaldsskólum, en hins vegar telur einn af hverjum fjórum nemendum sig hafa orðið fyrir einelti og næstum allir í grunnskóla. Langoftast eru sam- nemendur gerendur en tveir af hverjum tíu sem orðið hafa fyrir einelti segja kennara hafa verið gerendur. Hlutfallið er enn hærra þegar um beitingu eineltis er að ræða en þriðji hver nemandi telur sig hafa beitt einelti, langflestir í grunnskóla. Langflestir nemendur eiga einn eða fleiri góðan vin í skólanum. Hlutfallið er þó lægst í FÁ, en þar segjast um 12% nemenda ekki eiga vin í skólanum. Meirihluta allra nemenda líður vel í skólanum og segir dvölina þar skemmtilega. Þó eru 7% nem- enda sem finnst hreinlega leið- inlegt í skólanum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Nánast allir nemendur eiga GSM-síma, en flestir segja símreikninginn innan við 5.000 kr. á mánuði. Listhneigðir, vinamargir og nettengdir nemar Niðurstöður viðhorfskönnunar meðal nemenda í fimm framhaldsskólum Þriðjungur fram- haldsskólanema notar hálftíma eða minna til heima- náms á dag, en rúmlega helmingur þeirra horfir á sjón- varp í tvo tíma eða lengur daglega. nni. „Við lingum til ngmestan , auk þess njóti vax- m ferðir til ni, Kýpur m telst nú m við sum- anmörku. ekki eins r stendur ódýrt að við upp á ufeira. Að m okkar til ra. Ferðir verði og í fyrra og við náum að bjóða 100 fyrstu sætin til Parísar á 19.900 krónur, sem er frábært verð fyrir þriggja tíma flug.“ Anton segir að Terra Nova-Sól hafi greinilega náð hluta þeirra við- skiptavina sem áður skiptu við Sam- vinnuferðir-Landsýn. „Við tókum til dæmis við sumarhúsunum í Kempervennen í Hollandi, sem Samvinnuferðir voru áður með.“ Anton segir greinilegt að mikill ferðahugur sé í landsmönnum og bjartsýni ríkjandi. Brosir út að eyrum „Við brosum út að eyrum,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða. „Hérna var fullt hús allan daginn, en það kom okkur skemmtilega á óvart að fólk kom gagngert til að bóka, enda dreifðum við bæklingi okkar með Morgun- blaðinu. Nú þegar er uppselt í margar ferðir í sumar.“ Andri Már segir að útlitið hafi verið nokkuð óljóst, bæði eftir gjaldþrot ferðaskrifstofa á síðasta ári og atburðina í Bandaríkjunum 11. september. „Það er alveg ljóst að ferðagleðin er komin aftur. Á fyrsta degi seldist upp í ferð til Mallorka og önnur er nær fullbók- uð. Þá hafa ferðir til Veróna á Ítalíu fengið góðar viðtökur. Þar er upp- selt í allar brottferðir í maí og júní. Við ætluðum að sameina ferðir til Veróna og Rimini, en þurftum að hætta við það vegna þessarar miklu eftirspurnar.“ Andri Már segir að eftirspurn eftir hefðbundnari sólarlandaferð- um sé mjög mikil. Þannig sé uppselt til Costa del Sol 12. og 26. júní og 24. og 31. júlí, auk þess sem fá sæti séu eftir 22. maí. „Þetta er miklu meira en við þorðum að vona á fyrsta degi, en við bjóðum líka ýmist upp á lægra verð eða sama verð og í fyrra. Þar við bætist að við bjóðum góðan afslátt fyrir þá sem bóka strax.“ Andri Már segir að Heimsferðir bæti við 6–8 þúsund sætum í ár, miðað við síðasta ár, og ferðaskrif- stofan sé tilbúin til að taka við þeim farþegum sem áður ferðuðust með Samvinnuferðum-Landsýn. Sam- vinnuferðir hafi t.d. flogið áður til Rimini, en Heimsferðir geti boðið ferðir þangað á um 30 þúsund kr. lægra verði í ár en Samvinnuferðir gerðu á síðasta ári. eyfisferðir sínar um liðna helgi Morgunblaðið/Ómar s, baðstrandarbæ skammt frá Barcelona. sem næst eingöngu bundin við Norðurlöndin og enn nær síminn ekki öllum fínhreyfingum. Vonast Berglind eftir enn frekari þróun á þessu sviði. Hún minnir á að öll þessi tækni hafi ekki verið búin til fyrir heyrn- arlausa eða með þarfir þeirra í huga en líklega nýtist hún fáum betur en einmitt þeim. Heyrnarlausir þurfi nú að beita sér fyrir því að sú tækni sem nú er til staðar verði þróuð með tilliti til þarfa heyrnarlausra. Berglind segir heyrnarlausa hafa átt gott samstarf við Landssímann og einnig Tal. Tal gaf nemendum Vesturhlíðarskóla GSM-síma fyrir nokkru og Landssíminn hefur m.a. gefið tölvur í skólann. Berglind minnir á að þessi samskiptatækni sé kostnaðarsöm. Sérstaklega sé myndsíminn dýr en þeir GSM-sím- ar sem eru með lyklaborði og tölvu- skjá og gagnast heyrnarlausum hvað best, kosti um 60–80.000 krón- ur. Hægt er að sækja um styrk til tækjakaupa til svæðisskrifstofu fatlaðra en Berglind segir að reglur um hvað teljist til hjálpartækja séu nokkuð óljósar. Flestir hafi þó fengið styrk til að kaupa GSM- síma. Öryggistæki Langflestir nemenda Vestur- hlíðaskóla eru með GSM-síma og nota SMS-skilaboð mikið í sam- skiptum sín á milli og við foreldra. „Þetta er líka gríðarlega mikið ör- yggistæki fyrir foreldra þeirra,“ segir Berglind. Börnin noti þetta til að láta vita af sér, biðja um að vera sótt í sund og margt fleira. Sjálf notar Berglind GSM-sím- ann mikið í samskiptum vegna vinnu sinnar og ábyrgðarstarfa. Hún fær fundarboð með SMS og notar símann til annarra sam- skipta. „Ég verð þó að gæta þess að vera með hljóðið slökkt og vera með símann stilltan á titring. Það getur verið óþægilegt á stórum virðuleg- um fundum að síminn fari að hringja því auðvitað heyri ég ekki neitt. Þannig að ég passa mig á að hafa símann stilltan á hljóðlaust,“ segir hún. Fyrir nokkrum árum hefði hún alls ekki getað gegnt stöðu skólastjóra en með tilkomu SMS, MSN og tölvupóstsins varð það mögulegt. „Mér finnst alveg frábært að vera uppi á þessari tækniöld,“ segir Berglind. ir auka möguleika á samskiptum í heimi lausra“ Morgunblaðið/Sverrir nna Dögg Scheving og Gunnar Björn Jónsson, endur í Vesturhlíðarskóla. lenskir nar óhann- cheving, rskóla m- aboðin bekkjar- a og Hið póst og mikið,“ ving. „Ég að tala við einhvern og svo sendi ég líka SMS-skilaboð í gegnum tölvuna til mömmu eða vina minna,“ seg- ir hún. Gunnar Björn og Sindri taka í sama streng. Þegar þau eru í skólanum notast þau mest við SMS-skilaboð en heima tekur tölvan við hlutverki símans. Snurða hleypur þó stundum á þráðinn eins og gengur. Sindri upplýsti að tölvan hans væri bil- uð og bætti því við að pabbi hans gleymdi stundum að kaupa rafhlöðu í GSM-símann. boðin á milli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.