Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 37

Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 37 FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is KIASportage KIA ÍSLAND H ið O P IN B E R A ! Fögnum vetri á einstökum jeppa! KIA ~ kominn til að vera! KIA Sportage er verulega rúmgóður, alvöru jeppi með háu og lágu drifi og LSD læsingu á afturdrifi. Hann er byggður á öflugri grind og 2000 cc, 4 cyl. vélin, gefur 128 hestöfl. Þetta er bíllinn sem kemur þér á fjöll án þess að kollkeyra fjárhaginn! KIA Sportage fæst í tveimur útgáfum, Classic og Wagon, dísil eða bensín, beinskiptur eða sjálfskiptur – Þitt er valið. Fjallabakurinn . . . Sjón er sögu ríkari og reynsluakstur KIA Sportage óviðjafnanlegur. Komdu og mátaðu nýjan jeppa við þig og fjölskylduna. Verð frá 2.150.000 kr. AF UMRÆÐUM síðustu vikna að dæma er ljóst að í all mörgum sveitarfélögum munu kosningarnar í vor snú- ast að miklu leyti um skipulagsmál. Í raun er ekkert undarlegt við það því skipulagsmálin eru ein þau veigamestu þegar kemur að stjórn- un sveitarfélaga. Þegar kemur að því að vinna nýtt skipulag eða breyta í eldri hverf- um bregður stundum svo við að tillögurnar sem líta dagsins ljós koma almenn- ingi í opna skjöldu. Aukin þátttaka íbúa við gerð skipulags myndi örugg- lega draga mjög úr þessum viðbrögð- um og gera að verkum að almenn- ingur yrði meðvitaðri og sáttari við umhverfi sitt. Lóðaframboð ber gjarnan á góma enda mjög mikilvægt að í sveitar- félögum sem vilja vaxa og dafna sé alltaf til staðar nóg framboð bygging- arhæfra lóða fyrir allar gerðir íbúðar- húsa. Þegar kemur að því að veita þessar lóðir hefur það hingað til tíðk- ast að kjörnir fulltrúar sveitarfé- lagsins sjái um að úthluta eftir fyr- irfram gefnum reglum. Ég tel afar mikilvægt að reglur um lóðaveitingar séu það skýrar og af- dráttarlausar að póli- tískt kjörnir fulltrúar þurfi ekki að skipta sér að útlutunum. Umferðaröryggismál eru mikilvægur hluti skipulagsmála. Lækk- un umferðarhraða í íbúðarhverfum þykir nú sem betur fer sjálfsagð- ur hlutur enda sýna tölulegar staðreyndir að sú aðgerð dregur mjög úr alvarlegum umferðarslysum. Langt er þó í land og ætti t.d. að líta sérstaklega til umferðaröryggis skólabarna. Það mætti t.d. gera með því að fá börnin sjálf til að benda á þær hættur sem þau telja mestar á leið þeirra í skól- ann. Í nútíma skipulagsfræðum eru færð fyrir því rök að íbúðarbyggð skuli vera þétt og að í eldri bæjarhlut- um næst miðbæ sé æskilegt að þétta íbúðarbyggð sem mest. Í Hafnarfirði er nú stefnt að því að vinna nýtt deili- skipulag fyrir Norðurbakkann svo- kallaða. Skoðanir um málið eru afar skiptar og byggjast að mínu mati oft á misskilningi. Fulltrúar minnihlut- ans í bæjarstjórn hafa ,,matreitt“ málavexti eftir eigin uppskrift og úr orðið naglasúpa af verstu gerð. Stað- reyndirnar eru hins vegar þær að skipulagsvinna er rétt að hefjast og verður hún unnin með góðri vitund og vilja íbúa Hafnarfjarðar. Ég hef eng- an hitt, hvorki samflokka mér né aðra, sem áhuga hafa á að reisa há- hýsi í miðbænum. Áhuginn snýst fyrst og fremst um að gefa bænum þá andlitslyftingu sem hann á skilið. Mál málanna Vilborg Gunnarsdóttir Höfundur gefur kost á sér í 3.–5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hafnarfjörður Skipulagsmálin, segir Vilborg Gunnarsdóttir, eru ein þau veigamestu þegar kemur að stjórn- un sveitarfélaga. Grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins er frjálslynd umbóta- stefna á grundvelli ein- staklingsframtaks og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Stefnan er tvíþætt: Annars vegar að tekið sé fullt tillit til þeirra sem minna mega sín og hins vegar frelsi til at- hafna. Stefnan felur í sér að hver einstak- lingur eigi að vera sjálfstæður, fá að njóta hæfileika sinna, hafa athafnafrelsi og skoð- anafrelsi, en vera um leið ábyrgur gerða sinna. Frelsið þarf óhjá- kvæmilega á stundum skipulag, og stjórn sveitarfélags er hluti af því skipulagi. Það er undir þessum formerkjum sem und- irritaður óskar eftir stuðningi Hafnfirðinga í eitt af efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði en prófkjör verður haldið í Víðistaðaskóla 16. febrúar nk. Bærinn okkar á að vera vel rekið bæjarfélag, þar sem virðing er borin fyrir frelsi og hags- munum einstaklings- ins og þar sem opinber gjöld eru í lágmarki. Leggja ber áherslu á fjölbreytt og öflugt íþróttastarf. Nýting orku- linda í nágrenni Hafnarfjarðar er mikilvægt hagsmunamál, sem mun skila sér í fjölbreyttri atvinnuupp- byggingu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni „www.askil.is“. Óska eftir stuðningi Ágúst Sindri Karlsson Hafnarfjörður Ég óska eftir stuðningi Hafnfirðinga, segir Ágúst Sindri Karlsson, í eitt af efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði. Höfundur er lögmaður og varabæj- arfulltrúi og tekur þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna. ÞAÐ er fagnaðarefni að Stefán Jóhann Stefánsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti Samfylk- ingarinnar á lista Reykjavíkurlist- ans í komandi borgarstjórn- arkosningum. Ég get með góðri samvisku og í fullri einlægni sagt að þar fer maður sem hefur unnið félaginu og flokknum vel og ósleitilega, er heiðarlegur í starfi og víðsýnn; félagshyggjumaður í besta skiln- ingi þess orðs. Hann er mikill áhugamaður um málefni höf- uðborgarinnar og hefur setið í nefndum á hennar vegum. Hjá honum fer því saman áhugi á borgarmálum, dugnaður og þekk- ing á viðfangsefninu. Í starfi formanns Kjördæma- félags Samfylkingarinnar hefur Stefán Jóhann reynst sá manna- sættir sem nauðsynlegur hefur verið, auk þess að sýna þá festu og einurð sem til þarf þegar á hefur þurft að halda. Ég er því sannfærður um að Stefán Jóhann myndi skipa 3. sæti Samfylkingarinnar – og 9. sæti Reykjavíkurlistans – með þeim sóma sem nauðsynlegur er. Ég skora á stuðningsmenn Samfylkingarinnar í Reykjavík, að fylkja sér að baki Stefáni og veita honum brautargengi í próf- kjörinu. Stefán Jóhann í 9. sæti R-listans Haukur Már Haraldsson framhaldsskólakennari skrifar: Haukur Már Haraldsson Meira á mbl.is/Prófkjör OFT hefur verið á það bent að erf- itt hefur verið að fá ungar og færar konur til að starfa í stjórnmálum. Þátt- taka í stjórnmálum krefst mikils og óreglubundins vinnutíma. En ein- staka konum tekst að samræma störf, móðurhlutverk og stjórnmál og slíkt ber að meta. Sigrún Elsa Smáradóttir er 29 ára matvælafræðingur í fullu starfi sem markaðsstjóri. Hún er móðir tveggja barna. Hún stundar nú nám í viðskipta- og markaðsfræðum. Sem varaborgarfulltrúi fyrir Reykjavík- urlistann hefur hún á þessu kjör- tímabili setið í fræðsluráði og fleiri nefndum og hefur að allra mati stað- ið sig þar prýðilega. Sigrún Elsa býður sig fram í próf- kjöri Samfylkingarinnar í þessari viku undir kjörorðinu „fjölbreytni skapar tækifæri“. Í því felst að- alsmerki frjálslyndrar hugsunar. Börn eru misjöfn með ólíkar þarfir og slíkt á að viðurkenna í skólastarfi. Samtímis eiga allir að njóta sömu tækifæra. Það er aðalsmerki góðrar félagshyggju. Kjósum Sigrúnu Elsu. Kjósum Sigrúnu Elsu Gísli Gunnarsson, prófessor í sagnfræði, skrifar: Gísli Gunnarsson Meira á mbl.is/Prófkjör PRÓFKJÖR Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði vegna sveitarstjórnarkosn- inga í vor verður í Víðistaðaskóla á laug- ardaginn kemur. Próf- kjör eru kjörinn vett- vangur fyrir okkur sem viljum bjóða fram krafta okkar á vett- vangi stjórnmálanna í fyrsta skipti. Undir- ritaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjörinu og sækist þar eftir stuðningi þínum í 4.–6. sæti. Vegna starfa minna að skólamálum í bænum eru þau mér ofarlega í huga. Markviss og nútímaleg uppbygging á þeim vett- vangi er mikilvægt innlegg í fram- tíðina. Styrkja þarf tengsl milli heimila og skóla og auka samvinnu milli allra skólastiga. Í leikskóla þarf að búa börnin vel undir skólagönguna og í grunnskólanum þarf enn frekari tengingu við framhaldsskóla. Þá tel ég mikil- vægt að unnið verði með skipuleg- um hætti að stofnun háskóla í skólabænum Hafnar- firði. Bestu forvarnirnar felast að mínu mati í kraftmiklu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Starf- semi félagsmiðstöðva í skólunum hefur reynst farsæl og víð- ast tekist með ágæt- um. Starf félagsmið- stöðvanna þarf því að styrkja enn frekar. Mörg glæsileg íþróttamannvirki eru í bæjarfélaginu en ég tel mikilvægt að hug- að verði að betri nýt- ingu þeirra þannig að sett verði heildstæð, skýr og skipu- leg markmið í rekstri þeirra. Þá eru ný æfinga- og útivistar- svæði nauðsynleg. Þau æfinga- svæði sem í notkun eru anna ein- faldlega ekki þeim fjölda sem nú stundar íþróttir í Hafnarfirði. Það er í raun ánægjuleg þróun og að mínu mati er ein af grundvallar- skyldum samfélagsins einmitt í því fólgin að gera bæjarbúum, ungum sem öldnum, kleift að stunda heil- brigða lifnaðarhætti við viðunandi aðstæður. Mikilvægt er fyrir ungt fólk að eiga fulltrúa í stjórnkerfi Hafnar- fjarðar. Ég er reiðubúinn að axla þá ábyrgð sem slíku fylgir. Því skora ég á þig að mæta í opið prófkjör Sjálfstæðisflokksins laug- ardaginn 16. febrúar og veita mér stuðning í 4.–6. sætið. Skólamál, íþróttir og æskulýðsmál í öndvegi Leifur S. Garðarsson Höfundur er aðstoðarskólastjóri og tekur þátt í prófkjöri sjálfstæðis- manna. Hafnarfjörður Mikilvægt er fyrir ungt fólk, segir Leifur S. Garðarsson, að eiga fulltrúa í stjórnkerfi Hafnarfjarðar. Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.