Morgunblaðið - 12.02.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.02.2002, Qupperneq 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 43 Stundum virðist að það sem í fyrstu er álit- ið tilviljun verði með tíð og tíma svo afdrifaríkt og áhrifamikið, að maður fer að velta því fyrir sér hvort þetta hafi ekki í raun alltaf átt að vera svona, forlögin hafi frá fyrstu verið með í ráðum. Þegar ég lít yfir farinn veg og hugsa til Þorbjargar Jónsdótt- ur og þeirrar einlægu vináttu sem á milli okkar ríkti frá fyrstu kynnum, verð ég að viðurkenna að mér finnst sem þetta hafi alltaf átt að verða svona. Það er senn liðinn áratugur síðan ég fyrst heyrði af Þorbjörgu. Mér var sagt að austur á Kirkjubæjarklaustri sæti kona í hárri elli, vel ern og með afbrigðum skýr og minnisgóð. Hún ætti að baki mjög merka og sérstæða sögu. Hún hefði gifst þýskum málvís- inda- og þjóðháttafræðingi sem hefði farið hér um landið um miðjan fjórða áratug síðustu aldar og kynnt sér ís- lenskt þjóðlíf eins og það var enn víða til sjávar og sveita, teiknað upp gamla torfbæi og tekið af þeim gífurlegan fjölda ljósmynda. Það varð því úr að við hjónin fórum austur að Klaustri og knúðum dyra hjá Þorbjörgu. Mikil var undrun okkar þegar hún birtist í dyrunum. Hefði ég ekki vitað um há- an aldur hennar hefði ég ætlað hana milli sjötugs og áttræðs. Hún var nettvaxin, létt á fæti, ljós yfirlitum, glaðleg og örlítið sposk. Eitt vakti enn óskipta athygli okkar og það var sú staðreynd að hún bar svo sterkt svipmót móðurættar minnar, sem er af skaftfellskum toga, að undrum sætti. Þegar ég sagði Þorbjörgu frá þessu lagði hún fyrir mig nokkrar spurningar um ættir mínar og var hún eftir það ekki lengi að finna sam- eiginlegan forföður okkar. Það var hvergi komið að tómum kofunum hjá henni. Ég hefi notið þeirrar náðar að hafa um ævina fengið að sitja við sagna- brunn margra merkra Íslendinga. Þorbjörg var einn þeirra. Lífssaga hennar var á margan hátt einstök. Fædd og alin upp í heiðinni langt ofan byggðar þar sem baráttan við nátt- úruöflin setti mark sitt á menn og málleysingja. Á tímum þar sem vegir voru engir, ár óbrúaðar og aðdrættir svo erfiðir að nútímafólk á bágt með að skilja það. Strax í bernsku var hún virkur þátttakandi í harðri lífsbaráttu fjöl- skyldunnar og fólksins á heiðarbæj- unum. Tólf ára gömul var hún sótt til að vera hjá konu eftir barnsburð. Fæðinguna hafði borið mjög brátt að svo bóndinn tók sjálfur á móti barninu og skildi á milli, náði svo í Þorbjörgu áður en hann fór af bæ til að sækja ljósmóðurina. Þarna var ekkert til af neinu tagi. Þó var mat- björg, en eftir frostaveturinn mikla og Kötlugosið 1918 var ástandið verra. Þá var hún hjá þessu fólki í nokkra daga. Örlítill mjólkurdreitill var í kúnni, en börnin voru ung. Mat- arkyns var ekkert á bænum nema eitt hrosslæri sem konan skar sneiðar af og gaf börnunum og Þorbjörgu. Úr þessu rættist svo þegar bóndinn fékk aðstoð betur staddra bænda neðar í sveitinni. Nítján ára gömul ákveður Þor- björg að fara til Reykjavíkur. Hún fór ríðandi frá Holti í söðli húsfreyjunn- ar, því sjálf átti hún engin reiðtygi. Fyrsti áfangi var að Flögu í Skaft- ártungu, sá næsti í Hafursey þar sem gist var í hellisskúta og þriðji áfang- inn til Víkur. Ár voru allar óbrúaðar og erfiðari en áður vegna vikurs frá Kötlugosinu. Þorbjörn minntist þess ÞORBJÖRG JÓNS- DÓTTIR SCHWEIZER ✝ Þorbjörg J.Schweizer fædd- ist á Eintúnahálsi á Síðu í V-Skaft. (nú eyðibýli í Skaftár- hreppi) 23. septem- ber 1903. Hún lést á Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 31. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Prestbakkakirkju á Síðu 9. febrúar. að það var ekki auðvelt að ríða yfir árnar í söðl- inum við þessar aðstæð- ur. Nú skyldu menn halda að eftir að komið var til Víkur hefði eft- irleikurinn verið auð- veldari, en svo var alls ekki. Landsamgöngur voru nánast engar. Mótorbáturinn Skaft- fellingur var aðalsam- gönguæðin, en það var háð veðrum og vindum hvenær hann gat komið upp að ströndinni og sent bát í land eftir fólki og varningi. Í þetta skiptið varð Þor- björg að bíða í þrjár vikur áður en hún komst um borð í Skaftfelling sem flutti hana til Reykjavíkur. Það er ekki ætlan mín að rekja hér af nákvæmni lífsferil Þorbjargar þótt stórmerkur sé. Kynni hennar af Bruno Schweizer 1935 leiddu til hjónabands þeirra 1938 og hún flutt- ist með honum til Diessen í Bæjara- landi í Þýskalandi. Heimsstyrjöldin var stutt undan með öllum sínum ógnum. Diessen er þannig í sveit sett að þorpið slapp við árásir banda- manna, þótt skammt sé þaðan til München. Margir Íslendingar urðu innilyksa í Þýskalandi og voru að- stæður sumra mjög erfiðar. Heimili Þorbjargar stóð þeim alltaf opið þótt þar væri þröngt fyrir dyrum eins og annars staðar. Eiginmaður Þorbjargar, Bruno Schweizer, var stórmerkur vísinda- maður, sem hafði næmt auga fyrir því upprunalega og þjóðlega. Það kom glöggt í ljós á ferðum hans um Ísland 1935 og ’36. Hann einbeitti sér að því að kynnast því mannlífi sem enn var víða til sveita og gerði sér grein fyrir því að íslenskt þjóðlíf stóð á tímamót- um; íslenski torfbærinn myndi senn horfinn af sjónarsviðinu ásamt hinni fornu verkmenningu með tilheyrandi amboðum. Endalok hins forna bændasamfélags væru skammt und- an. Hann virti þetta samfélag fyrir sér með natni og nákvæmni og festi á blað og filmu einstæðar lýsingar á síðasta skeiði íslenska torfbæjarins, atvinnuháttum, samgöngum og fjöl- mörgum þáttum daglegs lífs, hinu forna og kyrrstæða, þeirri „veröld sem var“, en einnig á ýmsu hinu nýja sem hægfara boðaði umskipti fram undan. Bruno skildi eftir sig á annað þúsund ljósmynda frá rannsóknar- ferðum sínum hér heima. Margar þeirra eru stórmerkar og má þar t.d. til nefna myndir sem hann tók í Lauf- ási við Eyjafjörð. Hann lét sér ekki nægja að taka myndir af bænum utan frá. Hann tók mikinn fjölda inni- mynda sem Húsverndunardeild Þjóðminjasafns hefur fengið aðgang að til nota við gagngerar viðgerðir sem nú fara fram á Laufásbænum. Þessar ljósmyndir munu vera traust- ustu heimildirnar um gerð og ástand bæjarins og útihúsa á þeim tíma þeg- ar þær voru teknar, þ.e.a.s. síðasta sumarið sem búið var í gamla torf- bænum. Bruno notaði ljósmyndir sínar við fyrirlestrahald um Ísland í heima- landi sínu. Það hlýtur að hafa verið honum mikill styrkur við undirbún- ing fyrirlestranna að hafa Þorbjörgu sér við hönd. Hún þekkti efnið til hlít- ar; fædd og uppalin í hinum horfna heimi. Þorbjörg mótaðist í bernsku af hörðum lífskjörum sinnar samtíðar. Þau brutu hana ekki, heldur stæltu, hlóðu hana þolgæði og þrautseigju. Hún skipaði sér í hóp fyrstu kynslóð- ar íslenskra kvenna í sveitum lands- ins sem braust úr viðjum og lagði út í óvissuna til þess að koma sér til manns og öðlast sjálfstæði. Hjúkrun og barnakennsla varð helst það nám sem þær áttu kost á. Fórnfýsi var henni í blóð borin og það kom því eins og af sjálfu sér að hún lagði út á hjúkrunarbrautina ung að árum. Alls staðar ávann hún sér virðingu og við- urkenningu og er námsferill hennar hér heima sem og á sjúkrahúsum í Danmörku og Þýskalandi þar gleggsti votturinn. Ég vil ekki ljúka þessum skrifum mínum án þess að minnast Sigríðar Jónsdóttur á Prestbakka. Það var há- punktur hverrar heimsóknar til Þor- bjargar að fara með henni til Siggu, eins og hún kallaði hana, og njóta þar hennar ómældu gestrisni og góðvild- ar. Sigríður vakti yfir velferð Þor- bjargar og milli þeirra ríkti einlæg vinátta og traust. Þegar Þorbjörg hringdi og sagði mér óvænt fráfall Sigríðar mátti ljóst vera að hún taldi sig sadda lífdaga. Það kom því ekki á óvart að viku frá láti Sigríða hvarf Þorbjörg af þessu tilverustigi. Það er mikil heiðríkja yfir minn- ingunni um Þorbjörgu og Sigríði. Það geislaði af þeim mildi og manngæska. Samvistir við þær voru göfgandi. Að leiðarlokum þökkum við hjónin for- sjóninni fyrir að hafa kynnst þessum mannkostamanneskjum. Þær voru í hópi Íslands bestu dætra. Örlygur Hálfdanarson. Í dag er kvödd heiðurskonan Þor- björg Jónsdóttir Schweizer. Gengin er kona sem fór ekki troðnar slóðir. Það er erfitt að gera sér í hugarlund í hvaða sporum vinkona mín og starfs- systir hefur staðið þegar hún ákvað snemma á síðustu öld að leggja stund á hjúkrunarnám. Ferðalagið austan af Síðu til Reykjavíkur þaðan til Dan- merkur og síðar Þýskalands var ekki heiglum hent. Eitt er víst að hún hef- ur átt fyrir höndum óbrúaðar ár bæði raunverulegar og huglægar. Af ver- aldlegum gæðum hefur það verið lítið annað en fátæklegt nesti til fararinn- ar og nokkrar spjarir sem hún hafði meðferðis. Þorbjörg bjó yfir miklum innri styrk, hún var æðrulaus og gefandi. Hún var kona sem hafði áræði og dug til að treysta á sjálfa sig og Guð sinn hvað sem ytri aðstæðum leið. Af langri og merkilegri ævi Þor- bjargar er af nógu að taka þótt hér verði einungis stiklað á stóru. Á þessum árum var um tvenns konar hjúkrunarnám að ræða. Ann- SJÁ NÆSTU SÍÐU ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.              >9;$  ;$-  ! &4&  # 0# 2*"1&&3C      2 '       3   '        (      ) '   !-  !--.  # + & "!   0&D+ & & 4 &/"   # "!   8  & & &  %&4  (&      ) &)* &) &) &)* &+ 2$  #    --4> ':  E/ %1 & /5& &" '         4'    !3  !, 4    # &    # "!   (6!& "!  +  $  # --+ ;$-   04 ( "    0&4' &+      #  :,'+2'>  F  3G 1  (1    #      5#  # 6 5'    !.   6!/&&  &+   # $   6 4--2 -4>  1)   1  (1       !!   4%& &% & 2 (&4"!   6!/&&0 4 &  #  4 &+ (    #       6 --  8# &"3 1  (1       2     73  #   "     #$ %$     &   1   '  %$ 4 "!   & &8  & & ! & & "!   8 & (& & "!   48 * & & "!  + ,8,86-;:        8#     *   # &"&" +

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.