Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 47
Brutu rúður til að
stela áfengi og tóbaki
LÖGREGLAN stöðvaði
um helgina 17 ökumenn
grunaða um ölvun við
akstur, 22 um of hraðan
akstur, 12 virtu ekki stöðvunar-
skyldu og 10 óku gegn rauðu ljósi.
Síðdegis á föstudag var kvartað
vegna bifreiða sem ekið var ógæti-
lega á ísum á Rauðavatni innan um
hestamenn og börn að leik.
Þá var tilkynnt um að bifreið hafi
verið ekið inn í Hljómskálagarðinn
við Sóleyjargötu. Ökumaðurinn
hafði misst stjórn á bifreiðinni.
Ekki urðu slys á fólki.
Skömmu eftir hádegi á laugardag
var bifreið ekið á ljósastaur í Ein-
arsnesi. Enginn slasaðist en öku-
maður er grunaður um ölvun við
akstur.
Harður árekstur varð á gatna-
mótum Miklubrautar og Kringlu-
mýrarbrautar síðdegis á laugardag.
Einn maður var fluttur á slysadeild
með sjúkrabíl. Hann kvartaði und-
an verkjum í hálsi. Tvö önnur
kvörtuðu vegna hálsmeiðsla en ætl-
uðu sjálf á slysadeild. Þá varð
árekstur á Bústaðavegi vestan við
Bústaðabrú. Ökumenn beggja bif-
reiða og farþegi voru flutt á slysa-
deild með sjúkrabílum. Beita varð
klippum til að ná konu út úr ann-
arri bifreiðinni. Meiðslin voru ekki
talin alvarleg.
Sögðu ökumann
hafa stungið af
Aðfaranótt sunnudags veittu
menn athygli bifreið sem hafði ver-
ið ekið yfir Melatorg. Fimm manns
sem voru við bifreiðina kváðu öku-
mann hafa farið í burtu af staðnum.
Þau voru handtekin vegna gruns
um ölvun við akstur.
Á sunnudagsmorgun var bifreið
stöðvuð á Vesturlandsvegi, nálægt
Víkurvegi en tilkynnt hafi verið um
að reynt hafi verið að aka bifreið-
inni utan í aðra bifreið. Ökumaður
var ölvaður og fékk að gista í
fangageymslu.
Á sunnudagskvöld var bifreið ek-
ið út af Grafarholtsvegi. Missti öku-
maður vald á bifreiðinni í lausamöl
og hafnaði utan vegar og endaði á
stórum steini. Ekki var talin ástæða
til að flytja fólkið á slysadeild en
það ætlaði að fara sjálft þangað til
rannsóknar.
Aðfaranótt laugardags var mjög
rólegt í miðborginni og ekki margir
á ferli. Veðrið var gott en kalt.
Einn maður var tekinn með fölsuð
skilríki, annar fluttur á slysadeild
eftir slagsmál og tveir teknir fyrir
ólæti.
Vatnsleki þegar kona
var að þvo sokka
Á laugardagsmorgun var tilkynnt
um vatnsleka í íbúð við Skúlagötu.
Reynt var að hringja í íbúðina það-
an sem lekinn kom en enginn svar-
aði. Lögreglan fór þá inn í íbúðina
og hitti fyrir konu sem ekki vildi
ræða við lögreglu en kvaðst hafa
verið að þvo sokka. Skemmdir voru
hverfandi litlar.
Þá var tilkynnt um innbrot í hús í
austurborginni. Stolið var pening-
um, geisladiskum og fleiru.
Slys varð í íþróttahúsi við Aust-
urberg um hádegi á laugardag. Þar
hafði drengur dottið fram af áhorf-
endapalli sem dregin er fram við
íþróttaleiki. Hann var fluttur á
slysadeild með sjúkrabíl, talinn
hafa fengið heilahristing og áverka
á fæti.
Farið var inn í aðstöðu starfs-
manna fyrirtækis í austurborginni
síðdegis á laugardag og stolið
GSM-símum og veskjum starfs-
manna. Í veskjunum voru peningar,
greiðslukort og fleira.
Nokkuð var að gera hjá lögreglu
í miðborginni aðfaranótt sunnu-
dags.
Maður var handtekinn á Lauga-
vegi með e-töflur og kókaín. Höfð
voru afskipti af nokkrum einstak-
lingum eftir svall næturinnar. Ein
rúða var brotin á svæðinu. Veruleg-
ur erill var hjá lögreglu í öðrum
hverfum borgarinnar vegna ölvaðs
fólks.
Tilkynnt var um grunsamlegar
mannaferðir við hús í Mosfellsbæ
aðfaranótt sunnudags en íbúar
væru fjarverandi og búið að taka
rafmagn af húsinu. Þarna inni í
húsinu reyndist vera hópur fólks en
enginn gaf sig fram sem húsráð-
andi. Á vettvangi fundust allmargar
bláar töflur, ætlaðar e-töflur.
Snemma á sunnudagsmorgun var
tilkynnt um menn að brjóta rúðu í
verslun í Skipasundi. Fjórir menn
voru handteknir en tekið hafði verið
smávegis af tóbaki úr versluninni.
Þá var tilkynnt um brotna rúðu í
verslun ÁTVR í Spönginni. Áfeng-
isflöskum var stolið úr glugganum.
Um hádegi á sunnudag var til-
kynnt um innbrot í hús flugskóla á
Reykjavíkurflugvelli. Þar var stolið
ýmsum dýrum tækjum.
Þá var tilkynnt um innbrot í hús í
Norðurmýri. Þar var stolið tveimur
vodkaflöskum og nokkrum róandi
pillum. Síðdegis var tilkynnt um
fólk sem hafði framvísað falsaðri
happaþrennu að upphæð kr. 5.000 í
söluturni í vesturbænum.
Úr dagbók lögreglu 8.–11. febrúar
GREINARGERÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 47
stofnunar, sem leggja á það mat
við húsleit hvaða gögn kunni að
hafa þýðingu vegna málsins.
Eins og áður sagði getur ESA
ekki lagt hald á gögn heldur ein-
ungis tekið afrit af þeim á starfs-
stöð fyrirtækis. Leggur SA mikla
áherslu á þetta atriði. Að mati
ráðuneytisins er réttaröryggi ís-
lenskra fyrirtækja ekki minna þótt
Samkeppnisstofnun geti, líkt og
fjölmargar systurstofnanir hennar,
lagt hald á frumgögn. Minnt er
hér á að þessar aðgerðir Sam-
keppnisstofnunar fara fram sam-
kvæmt lögum um meðferð opin-
berra mála. Í því felst m.a. að á
starfsstöð fyrirtækis útbúa starfs-
menn Samkeppnisstofnunar skrá
yfir haldlögð gögn og fá fyrirtækin
afrit af þeirri skrá. Samkeppnis-
stofnun hefur upplýst ráðuneytið
um það að samkvæmt vinnureglum
hennar séu starfsmenn fyrirtækja
hvattir til að vera viðstaddir þegar
leit fer fram á skrifstofum þeirra.
Starfsmönnum fyrirtækja hefur
aldrei verið vísað út úr skrifstofum
meðan leit fer fram hjá þeim.
Stofnunin hefur einnig upplýst
að henni hafi aldrei borist at-
hugasemdir frá viðkomandi fyrir-
tækjum um framgangsmáta henn-
ar að þessu leyti. Loks hefur
stofnunin upplýst að í aðgerðum af
þessum toga séu lögmenn viðkom-
andi fyrirtækja oft viðstaddir leit-
ina og gæti hagsmuna þeirra.
Þannig hafi t.d. verið í þeim að-
gerðum sem fram fóru í desember
sl.
Ráðuneytinu hefur verið greint
frá því að þegar frumgögn hafa
verið afrituð hjá Samkeppnisstofn-
un sé þeim skilað eins fljótt og
unnt er. Viðkomandi fyrirtæki fá
senda lista yfir afrituð gögn og
þeim hefur verið boðið að skoða
þau hjá Samkeppnisstofnun. Þegar
rannsókn Samkeppnisstofnunar er
komin á rekspöl er í málum af
þessum toga tekin saman svoköll-
uð frumathugun þar sem gerð er
nákvæm grein fyrir þeim þáttum í
starfsemi fyrirtækjanna sem
kunna að orka tvímælis og þeim
gögnum frá fyrirtækjunum sem
styðja slíkar ályktanir. Með þess-
ari frumathugun fylgir listi yfir öll
gögn málsins. Viðkomandi fyrir-
tæki geta síðan gert athugasemdir
við frumathugun Samkeppnis-
stofnunar og lagt fram ný gögn áð-
ur en málið er endanlega afgreitt.
Samtök atvinnulífsins telja einn-
ig að persónuverndarsjónarmiða
sé ekki gætt við framkvæmd þess-
ara aðgerða. Ráðuneytið telur að
hér verði að hafa í huga að í eðli
leitar felst að þeir sem hana fram-
kvæma geta komist í tæri við per-
sónuleg gögn ef slík gögn eru
geymd á starfsstöðum fyrirtækja.
Gildir í því sambandi einu hvort
verið er að rannsaka samkeppn-
islagabrot, skattalagabrot, fjársvik
o.s.frv. Til að tryggja leynd við-
kvæmra upplýsinga eru í sam-
keppnislögum og í lögum um rétt-
indi og skyldur starfsmanna
ríkisins lagðar trúnaðarskyldur á
þá sem framkvæma leit. Ráðuneyt-
inu er ekki kunnugt um það að
starfsmenn Samkeppnisstofnunar
hafi misfarið með trúnaðarupplýs-
ingar.
Að öllu þessu virtu telur ráðu-
neytið að reglur samkeppnislaga
um leit og haldlagningu séu ekki í
ósamræmi við það sem tíðkast í
öðrum Evrópulöndum eða feli í sér
skert réttaröryggi. Telur ráðu-
neytið því ekki á þessu stigi
ástæðu til að ráðast í breytingar á
ákvæðum samkeppnislaga sem
þetta varða.
2. Sektarheimildir samkeppnis-
yfirvalda. Í greinargerð SA er lát-
ið að því liggja að sú orðalags-
breyting sem gerð var á 1. mgr.
52. gr. samkeppnislaga hafi verið
gerð á röngum forsendum og að til
stuðnings henni hafi verið vísað
með röngum hætti til EES/
EB-samkeppnisréttar. Að mati
ráðuneytisins fær þetta ekki stað-
ist.
Með lögum nr. 107/2000 var 1.
málslið 1. mgr. 52. gr. samkeppn-
islaga breytt með þeim hætti að
orðið leggur var tekið upp í stað
orðanna getur lagt.
Eftir breytinguna hljóðaði
ákvæðið svo: Samkeppnisráð legg-
ur stjórnvaldssektir á fyrirtæki
eða samtök fyrirtækja sem brjóta
gegn bannákvæðum laga þessara
eða ákvörðunum sem teknar hafa
verið samkvæmt þeim, sbr. IV. og
V. kafla laga þessara, nema brotið
teljist óverulegt eða af öðrum
ástæðum sé ekki talin þörf á slík-
um sektum til að stuðla að og efla
virka samkeppni. Við ákvörðun
sekta skal hafa hliðsjón af eðli og
umfangi samkeppnishamlna og
hvað þær hafa staðið lengi. Sekt-
irnar renna til ríkissjóðs.
Eins og fram kemur í athuga-
semdum í frumvarpi til breytinga
á samkeppnislögum var tilgangur
þeirrar orðalagsbreytingar sem
gerð var á 1. mgr. 52. gr. sá að
taka af tvímæli um það, að meg-
inreglan sé sú að stjórnvaldssektir
séu lagðar á vegna brota á ákvæð-
um samkeppnislaga. Segir í at-
hugasemdunum að sú meginregla
stuðli að því að markmið sam-
keppnislaga nái fram að ganga,
þar sem stjórnvaldssektir sam-
kvæmt lögunum hafi bæði almenn
og sérstök varnaðaráhrif. Frekari
athugasemdir var ekki að finna um
þessa tilteknu breytingu.
Hins vegar virðist á því byggt í
greinargerð SA að í frumvarpi til
breytinga á samkeppnislögum hafi,
varðandi ofangreinda breytingu á
1. mgr. 52. gr. samkeppnislaga,
verið vísað sérstaklega til EES/
EB-réttar. Eins og athugasemdir
við ákvæðið í frumvarpinu bera
með sér var hvergi vísað til EES/
EB-réttar varðandi þá breytingu
sem gerð var á 1. mgr. 52. sam-
keppnislaga. Hins vegar er vísað
til EES-réttar varðandi breyt-
inguna sem gerð var á 2. mgr.
ákvæðisins. Ekki er því um það að
ræða að rangar upplýsingar af ein-
hverju tagi varðandi EES/EB-
samkeppnisrétt hafi komið fram
varðandi þá breytingu sem gerð
var á 1. mgr. 52. gr. samkeppn-
islaga.
Framangreind áherslubreyting
sem gerð var á 1. mgr. 52. gr. sam-
keppnislaga er að mati ráðuneyt-
isins eðlileg og í fullu samræmi við
EES/EB-samkeppnisrétt. Ekki
fær staðist sú fullyrðing SA að
sektum sé beitt í undantekninga-
tilvikum hjá framkvæmdastjórn
EB. Framkvæmdastjórnin hefur
margoft beitt sektarheimildum sín-
um og eru sektir meginreglan í
málum sem varða t.d. verðsamráð,
markaðsskiptingu og misnotkun á
markaðsráðandi stöðu. Fram-
kvæmdastjórnin hefur frá upphafi
sektað yfir 650 fyrirtæki og var
t.d. á síðastliðnu ári sektað í tólf
málum. Heildarfjárhæð sekta sem
framkvæmdastjórnin hefur lagt á
frá upphafi er um 315 milljarðar
kr. Í þessu samhengi má einnig
hafa í huga að í áðurnefndu frum-
varpi til breytinga á dönsku sam-
keppnislögunum er ráð fyrir því
gert að styrkja sektarákvæði lag-
anna til að tryggja að sektar-
ákvarðanir stuðli með varnaðar-
áhrifum sínum að því að markmið
laganna nái fram að ganga.
Í ljósi þessa alls telur ráðuneyt-
ið að ekki verði séð þörf þess að
ráðast í breytingar á sektarákvæð-
um samkeppnislaga.
3. Ákvæði samkeppnislaga um
bann við samkeppnishömlum og
um samrunaeftirlit. Ráðuneytið
fellst ekki á það mat SA að ástæða
sé til að endurskoða bannákvæði
samkeppnislaga, þ.e. bann 10. gr.
laganna við samkeppnishamlandi
samráði og bann 11. gr. við mis-
notkun á markaðsráðandi stöðu.
Ákvæði þessi eru efnislega sam-
hljóða hliðstæðum ákvæðum í
EES-samningnum. Þá minnir
ráðuneytið á að breið samstaða var
á Alþingi um þær breytingar sem
gerðar voru á 10. og 11. gr. lag-
anna með lögum nr. 107/2000. Auk
þess voru flestir umsagnaraðilar
sammála þeim breytingum eða
gerðu ekki athugasemdir.
Viðskiptaráðuneytið telur í ljósi
þess sem hér var rakið, að ekki
verði séð þörf þess að endurskoða
umrædd ákvæði að svo stöddu.
Hið sama gildir um samruna-
ákvæði laganna.
FRÉTTIR
HÓPVINNUKERFI ehf. standa
fyrir námskeiði um ISO
15489:2001 í tengslum við um-
hverfi íslenskra stofnana og fyr-
irtækja miðvikudaginn 20. febr-
úar kl. 13.30 á Grand Hótel
Reykjavík. Fyrirlesari verður
Jóhanna Gunnlaugsdóttir lektor
við Háskóla Íslands og ráðgjafi
hjá Gangskör sf.
Námskeiðið er ætlað stjórn-
endum sem bera ábyrgð á
skjala- og upplýsingamálum
stofnana og fyrirtækja, skjala-
stjórum sem eiga að koma á
skjalastjórn og fylgja eftir ein-
stökum þáttum skjalastjórnar,
kerfisfræðingum sem vinna við
þróun rafrænna skjala- og upp-
lýsingakerfa, tölvukennurum
sem kenna á rafræn skjala- og
upplýsingakerfi og starfsmönn-
um sem bera ábyrgð á og varð-
veita heildstæð skjalasöfn um
störf sín.
Þátttakendur geta skráð sig á
námskeiðið með því að senda
tölvupóst á svala@hopvinnu-
kerfi.is, í gegnum heimasíðu
Hópvinnukerfa ehf: http:www.-
hopvinnukerfi.is eða í síma, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Námskeið um
skjalastjórnun
HÁRGREIÐSLUSTOFA Jónu Sig-
urbjartsdóttur á Kirkjubæjar-
klaustri hefur opnað útibú í hluta
af gamla bifreiðaverkstæðinu í
Vík. Að sögn Jónu verður stofan
opin tvo daga í viku til að byrja
með og eru þær tvær sem vinna
þar. Auk Jónu starfar þar Ester
Elín Bjarnadóttir. Hárgreiðslu-
stofan býður upp á alla almenna
hársnyrtingu. Einnig var á sama
stað opnuð snyrtistofa og verður
hún einnig opin tvo daga í viku.
Það er Margrét Birgisdóttir
snyrtifræðingur sem sér um að
fegra Mýrdælinga.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ester Elín og Jóna með hendur í hári viðskiptavina.
Hárgreiðslu-
og snyrti-
stofa opnuð
Fagridal. Morgunblaðið.
AÐALFUNDUR Menningar- og
friðarsamtaka íslenskra kvenna
árið 2002 verður haldinn fimmtu-
daginn 14. febrúar kl. 20 í MÍR-
salnum við Vatnsstíg 10.
Fundarefni: 1. Venjuleg aðal-
fundarstörf: Skýrsla formanns og
kosningar í stjórn félagsins.
2. Hugflæði um nýbreytni í
starfi MFÍK. Ræddar hugmyndir
að áframhaldandi starfi.
Fundurinn er öllum opinn.
Aðalfundur
MFÍK
ÁSTA R. Möller alþingismaður hef-
ur opnað heimasíðu á Netinu.
Hyggst hún þannig auka tengslin við
samborgara sína, eins og hún segir í
tilkynningu. Heimasíðan er vistuð
hjá Alþingi og er slóðin www.al-
thingi.is/astam.
Opnar
heimasíðu