Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ekki alveg nýtt að deil-ur séu í kringum Landssím-ann. Haustið 1997 varð fyr-irtækið, sem þá hét raunar Póstur og sími, fyrir harðri gagnrýni þegar það breytti gjaldskrá sinni á þann hátt að hækka verð á innan- svæðasímtölum og lækka verð á langlínu- og millilandasímtölum. Svo hörð var gagnrýnin að stjórn fyrir- tækisins velti fyrir sér að segja af sér og fram komu kröfur á Alþingi um að Halldór Blöndal samgönguráðherra segði af sér ráðherraembætti. Þessar deilur og ýmislegt fleira urðu síðan til þess að ýta undir um- ræður um að nauðsynlegt væri að nýr forstjóri yrði ráðinn til fyrirtæk- isins. Til tals kom að Pétur Reim- arsson, sem þá var stjórnarformaður Pósts og síma, tæki við starfi for- stjóra af Guðmundi Björnssyni, þá- verandi forstjóra. Það gekk hins veg- ar ekki eftir og í framhaldi af því var ákveðið að Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands Íslands, yrði stjórnarfor- maður Landssímans sem formlega tók til starfa 1. janúar 1998. Pétur hvarf hins vegar úr stjórninni. Nýr forstjóri ráðinn Á þessum tíma var samkeppni mjög að aukast á fjarskiptamarkaði sem Póstur og sími hafði áratugum saman verið einráður á. Þótt Lands- síminn væri gríðarlega öflugt fyrir- tæki sem skilaði miklum hagnaði, en hagnaðurinn nam 1.955 milljónum á árinu 1997, töldu margir að veikleik- ar væru hjá fyrirtækinu. Fyrir lá að markaðshlutdeild þess myndi minnka samfara því að ný fjarskipta- fyrirtæki kæmu inn á markaðinn. Fyrirtækið þyrfti því að nálgast við- skiptavini sína með alveg nýjum hætti; í stað þess að þeir leituðu eftir þjónustu þess þyrfti Síminn að leita eftir viðskiptum við almenning með sölu á tækjum og þjónustu. Áður en ný ríkisstjórn tók við völdum vorið 1999 kom til tals að Þórarinn tæki við forstjórastarfinu af Guðmundi Björnssyni. Rökin sem færð voru fyrir þessari breytingu voru þau að Landssíminn væri að breytast úr ríkisstofnun í fyrirtæki sem starfaði á samkeppnismarkaði og það þyrfti mann til að stýra fyr- irtækinu sem þekkti til samkeppn- isrekstrar. Guðmundur, sem hafði starfað í mörg ár hjá Pósti og síma, þótti ekki rétti stjórnandinn við þessar aðstæður. Hann væri maður gamla tímans, en nú þyrfti að taka upp breytta stefnu og ný vinnu- brögð. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins átti Davíð Oddsson for- sætisráðherra ekki frumkvæði að ráðningu Þórarins sem á þessum tíma var að hætta störfum hjá sam- tökum vinnuveitenda. Það var Hall- dór Blöndal sem gaf Þórarni fyrir- heit um ráðningu, en það voru ýmsir sem þrýstu á um að koma þessu til leiðar. Meðal þeirra voru Hörður Sigurgestsson, þáverandi forstjóri Eimskips, og Benedikt Sveinsson, stjórnaformaður Eimskips. Davíð var ekki áhugasamur um þessa ráðn- ingu en tók þá afstöðu að setja sig ekki upp á móti henni. Eftir ríkisstjórnarskiptin settist Sturla Böðvarsson í samgönguráðu- neytið og hann hefur lýst því í viðtali í Morgunblaðinu að hann hafi með ráðningu Þórarins verið að efna lof- orð sem gefin voru í tíð fyrirrennara hans. Framsóknarmenn voru óánægðir með hvernig staðið var að ráðningu Þórarins og sérstaklega með það að vera látnir standa frammi fyrir gerð- um hlut. Þeir samþykktu ráðninguna ekki fyrr en degi áður en hún var til- kynnt opinberlega. Síminn fjárfesti fyrir 1.290 milljónir árið 2000 Að margra mati náðu Þórarinn og samstarfsmenn hans verulegum ár- angri í starfi. Markaðsstarf Lands- símans var aukið til mikilla muna og fyrirtækinu gekk betur að halda markaðshlutdeild sinni en margir áttu von á. Mikil gróska var á fjar- skiptamarkaðinum og mörg fyrir- tæki sóttu að Símanum úr ýmsum áttum. Mat manna á frammistöðu Þórar- ins er þó ekki allt á einn veg og þeir eru til sem gagnrýna harðlega starf hans hjá Símanum. Þeir benda m.a. á að hann hafi ekki haft reynslu af fyr- irtækjarekstri. Það var hins vegar ekki einfalt verkefni að stýra Landssímanum, sem er langstærsta fyrirtækið á fjar- skiptamarkaði, úr ríkiseinokun inn á samkeppnismarkað. Fyrirtækið lá undir stöðugri gagnrýni fyrir að beita styrk sínum til að drepa af sér samkeppni. Samkeppnisaðilar kvörtuðu ítrekað til Samkeppnis- stofnunar undan vinnubrögðum Símans. Einkavæðingarnefnd hafði efasemdir um að Landssíminn hefði farið rétt í þessi mál og kom því á framfæri við stjórnendur félagsins. Árið 1999 setti Landssíminn sér það markmið að þriðjungur af auk- inni veltu þess á næstu árum kæmi frá nýrri starfsemi eða þjónustu. Í samræmi við þessa stefnu ákvað stjórn fyrirtækisins að verja veru- legum fjármunum til fjárfestinga. Árið 2000 fjárfesti Síminn í 32 fyr- irtækjum fyrir samtals 1.290 millj- ónir. Til samanburðar má nefna að árið 1999 fjárfesti félagið fyrir 325 milljónir og árið 1998 fjárfesti það fyrir 257 milljónir. Ítarlega var fjallað um þessar fjárfestingar í Morgunblaðinu á sínum tíma. Síminn markaði þá stefnu að kaupa í minni fyrirtækjum sem buðu tæknilausnir í stað þess að byggja þær upp innan Símans. Samkeppn- isaðilar gagnrýndu þessa stefnu. Þarna væri Síminn enn og aftur að kaupa upp samkeppni. Litlu sjálf- stæðu fyrirtækin fengju hvergi að vera í friði fyrir ofurvaldi Símans. Kvartanir bárust til samgönguráðu- neytisins og einkavæðingarnefndar vegna þessara fjárfestinga m.a. frá litlum fyrirtækjum sem voru í sam- keppni við þessi dótturfyrirtæki Símans. Einkavæðingarnefnd taldi að Sím- inn hefði gengið alltof langt í fjár- festingum og kom þeim sjónarmið- um bréflega á framfæri við stjórn- endur fyrirtækisins. Nefndin hafði áhyggjur af því að þessar fjárfest- ingar hefðu áhrif á söluferilinn. Einkavæðingarnefnd gerði einnig athugasemdir við áætlanagerð í fyr- irtækinu. Stjórnendur Símans féll- ust á að þau mál þyrfti að taka fast- ari tökum. Sjálfstæður forstjóri sem gleymdi að láta ráðherrann vita Þórarinn V. Þórarinsson hafði í störfum sínum sem framkvæmda- stjóri VSÍ þótt harður samninga- maður og sjálfstæður í störfum sín- um. Þessir hæfileikar hans nýttust honum þegar hann var kominn í stól forstjóra Símans, en segja má að sjálfstæði í vinnubrögðum hafi með vissum hætti líka komið honum í koll. Landssíminn er í eigu ríkisins og því vildi handhafi eina hlutabréfs- ins, samgönguráðherra, eðlilega hafa talsvert um rekstur fyrirtæk- isins að segja. Og sá sem ætlaði að selja fyrirtækið, einkavæðingar- nefnd, vildi ekki síður hafa sitt að segja um hvernig því var stjórnað. Þarna urðu því margvíslegir árekstrar sem fóru vaxandi þegar á leið. Samgönguráðherra hafði áhyggj- ur af því að áherslur Þórarins í rekstri Símans tækju ekki nægilega tillit til stefnu ríkisstjórnarinnar að jafna verð á gagnaflutningum milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar. Það mál leystist hins vegar. Sturla tók því aftur á móti mjög illa þegar hann las um það í Morg- unblaðinu haustið 1999 að Landssím- inn hefði stofnað fyrirtækið Grunn gagnalausnir ehf. með Opnum kerf- um sem eignaðist 20% hlut í fyrir- tækinu. Sturla taldi að eðlilegt hefði verið að samráð yrði haft við sig um þessa fjárfestingu, a.m.k. væri í hæsta máta óeðlilegt að hann, sem fulltrúi eigandans, frétti af þessu í fjölmiðlum. Grunnur gagnalausnir hafði með að gera sölu og þjónustu við stærri símstöðvar Símans, en tap hafði ver- ið af þessari starfsemi. Innan stjórn- ar Landssímans var full samstaða um að stofna þetta fyrirtæki með Opnum kerfum enda höfðu menn áhyggjur af því að samkeppnisyfir- völd teldu að niðurgreiðslur Símans á þessari þjónustu væru brot á sam- keppnislögum. Fyrirtækið er í dag að bjóða heildarlausnir á sviði tölvu- og fjarskiptakerfa, einkum fyrir stærri fyrirtæki. Segja má að þetta mál hafi verið Baráttan um Landssímann Morgunblaðið/RAX Í september í fyrra var haldinn fundur í Þjóðmenningarhúsinu um einkavæðingu Landssímans. Á þessum fundi voru Jacek Krauze frá PricewaterhouseCoopers, aðalráðgjafi við sölu Símans, Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Óskar Jósefsson frá PWC. Með einkavæðingu Landssímans var m.a. stefnt að því að losa fyrirtækið undan þeim pólitísku afskiptum sem það hefur verið selt undir. Áform um sölu fyrirtækisins hafa hins vegar ekki gengið eftir og pólitískar deilur í kringum fyrirtækið hafa líklega aldrei verið meiri. Egill Ólafsson rekur þær deilur sem staðið hafa um Lands- símann allt frá því að samgönguráðherra réði nýjan forstjóra að Símanum 1999 og velt- ir fyrir sér hvers vegna illa hefur gengið að selja fyrirtækið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.