Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 44
KIRKJUSTARF 44 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKÁTAFÉLAGIÐ Hamar verður með skátamessu sunnudaginn 24. febrúar kl. 11:00 í Grafarvogs- kirkju. Á undanförnum árum hefur Skátafélagið í Grafarvogi haldið skátamessu í Grafarvogskirkju, sem hefur verið vel sótt. Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur þjónar fyrir altari. Guðmundur Kristinsson fyrr- verandi félagsforingi prédikar. Skátakórinn syngur ásamt Kór Grafarvogskirkju. Organisti er Hörður Bragason. Í messunni verður Hulda Margrét Pétursdóttir, Vallarhúsum 57, fermd. Grafarvogskirkja. Hvað er kirkjan að vilja upp á dekk? ER kirkjan orðin þreytt stofnun þar sem ekkert er nýtt undir sólinni? Er hún menningarverðmæti sem ætti að leggja á Þjóðminjasafnið eða er hún lifandi samfélag fólks með sam- eiginleg markmið og ólgandi líf? Kirkjan, sem er biðjandi, boðandi og þjónandi í samfélagi okkar, er að störfum alla daga vikunnar. Sunnu- dagarnir þegar söfnuðurinn kemur saman í hinu helga húsi eru stund- irnar sem annað starf miðar að. Hlutverk presta og starfsfólks kirkj- unnar er meðal annars að sá fræi trúar til þeirra sem á hlýða. Trúar á eilíft gildi lífsins og trúar á vilja Guðs sem við lærum að þekkja í gegnum opinberun hans í litlu barni frá Nazaret. Í gegnum árin hefur kirkjan svar- að þörf fyrir aukið starf þar sem hún teygir sig í enn meira mæli út til safnaðarins. Helsti vaxtarbroddur kirkjunnar í þessari útrás sinni er barna- og æskulýðsstarf. Í flestum kirkjum er öflugt starf fyrir börn sem má segja að sé í eðli sínu al- mennt forvarnarstarf. Má þar helst nefna barnaguðsþjónustur á sunnu- dögum, aldursskipt hópastarf á virkum dögum fyrir 6–15 ára börn og unglinga. Blessunarlega eru kirkjur og skólar gjarnan í góðum tengslum með sameiginleg mark- mið uppeldis og siðgæðis. Flestir unglingar láta ferma sig en síðan vantar oft vettvang fyrir þá innan kirkjunnar. Sumar kirkjur hafa hin síðari ár boðið upp á ung- lingastarf, en hversu langt á kirkjan að teygja sig út í söfnuðinn? Með hvaða hætti á kirkjan að sinna ung- linga- og æskulýðsstarfi? Er hún á réttri leið eða er þörf fyrir breyt- ingar? Opinn fundur um æskulýðs- mál og unglingastarf kirkjunnar verður haldinn í Grensáskirkju, mánudaginn 25. febrúar kl. 17:30. Yfirskrift fundarins er spurningin „Er æskulýðsstarf tímaskekkja?“ Allir sem vilja kynnast starfi kirkj- unnar á þessum vettvangi eða vilja leggja e-ð til málanna eru velkomn- ir. Athyglisverð könnun var gerð árið 2001 meðal starfsfólks í æsku- lýðsstarfi. Þar kom ýmislegt fram sem mikilvægt er að draga fram í dagsljósið og skoða betur. Helstu niðurstöður hennar voru birtar í Kirkjuritinu 2001 og verða þær til umræðu á fundinum í Grens- áskirkju. Unglingar í æskulýðs- félögum munu einnig kynna félögin sín. Kirkjan er byggð úr lifandi steinum þ.e. fólki, því án fólksins væri engin kirkja. Kirkjan er lifandi samfélag fólks sem vill framgang trúar, kærleika og friðar í samfélag- inu. Lengi er hægt að byggja miklar kirkjur og stór hús en án fólks sem leitar eftir kærleika Guðs og vill upplifa hann í samfélaginu eru kirkjurnar lítils virði. Því fleiri sjón- armið á fundinum í Grensáskirkju því meiri líkur á áhugaverðri um- ræðu. Komdu og kynntu þér málin og leggðu þitt af mörkum. Þorvaldur Víðisson, æskulýðsfulltrúi Dómkirkjunnar. Brúðuleikhús í Neskirkju ÞAÐ koma góðir gestir í heimsókn í sunnudagaskóla Neskirkju á sunnu- daginn, félagar úr Brúðuleikhúsi Helgu Steffensen. Þeir ætla að sýna okkur leikrit og svo syngjum við saman. Sunnudagaskólinn byrjar kl. 11 og er til 11:45. Krakkaklúbb- urinn, en það er starf fyrir 8 til 9 ára börn, er á sama tíma. Á eftir eigum við gott samfélag, fáum djús og kex og litum í Kirkjubókina okkar. Kirkjubíll ekur um hverfið fyrir og eftir sunnudagaskólann. Á sama tíma er messa í kirkjunni þar sem sr. Frank M. Halldórsson þjónar, Reynir Jónasson leikur á orgelið og Kór Neskirkju leiðir söng. Skátamessa í Grafarvogskirkju Símar 893 3985 og 551 7270, Aðalsteinn - www.hibyliogskip.is Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteigna- og skipasali. Hlíðargerði 23 Opið hús frá kl. 14-16 í dag Fallegt einbýli í góðu umhverfi sem er góð hæð, kjallari og ris 122 fm + ris. Vel byggt hús á frábærum stað. Hús með mikla möguleika. Fallegur garður. Verð 18,9 m. kr Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali, Suðurlandsbraut 54, 108 Rvík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Netfang asbyrgi@asbyrgi.is Til leigu mjög gott verslunar- eða þjónustuhúsnæði á jarð- hæð. Heildarstærð húsnæðisins er um 400 fm en getur leigst í einingum frá um 100 fm. Mjög góð staðsetning alveg við Smárann og mikið auglýsinga- gildi frá Reykjanesbraut. Laust strax. Hlíðasmári 19 - Leiga Ingileifur Einarsson lögg.fasteignasali Suðurlandsbraut 54, 108 Rvk. Sími 568 2444, fax 568 2446. netfang asbyrgi@asbyrgi.is Falleg 6 herb. vel skipulögð íbúð á tveimur hæðum með frábæru útsýni og góðum bílskúr. Íbúðin er 158 fm og bílskúr 24,5 fm eða séreign alls 182,5 fm. 4 svefn- herb. góðar stofur, stórt sjón- varpshol, eldhús með góðum innréttingum og borðkróki. Sér- þvottahús í íbúð. Flísalagt bað- herb. með glugga, baðkari og sturtu. Stórar suðursvalir. Vönd- uð eign á góðum stað. Jón og Hrafnhildur taka á móti ykkur í dag á milli kl. 14 og 17. FROSTAFOLD 23 - 3. HÆÐ T.H. OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG MILLI KL 14 OG 17 Háteigsvegur 32 - opið hús í dag Stórglæsileg ca 140 fm hæð á jarðhæð í einu af reisulegri húsum borgarinnar. Íbúðin skiptist í tvær góðar stofur og tvö herbergi. Glæsilegt eldhús, sérlega útbúið fyrir sæl- kerann. Baðherbergi endurnýjað og flísalagt. Á herbergjum og stofum eru vönduð kók- osteppi. Gengið er út á stóra sérverönd í suður. Sérbílastæði. Þetta er stórglæsileg íbúð á góðum stað miðsvæðis í borginni. Verð 17,3 millj. Opið hús í dag frá kl. 15-17. www.holtfasteign.is Opið hús - Flúðasel 12 Mjög góð 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi ásamt aukaherbergi í kj. og stæði í bílskýli. 3 svefnherbergi í íbúð, rúmgóð stofa með yfirbyggðum svölum. Aukaherbergi með aðgangi að snyrtingu og sturtu, auðvelt að leigja út. Hús nýlega klætt að utan. Áhv. 8,1 m. V. 13,4 m. Opið hús í dag milli kl. 13 og 15, Guðbjörg og Jón taka vel á móti ykkur. Opið hús - Nökkvavogur 18 Mjög góð 4ra herbergja íbúð í kjall- ara (lítið niðurgrafin) í þríbýlishúsi með sérinngangi á þessum rólega stað. 2 svefnherbergi með skápum. Rúmgóð stofa og borðstofa (hægt að gera svefnherbergi úr borðstofu). Eldhús með ágætri innréttingu. Sér- eign í garði. Hús og sameign í ágætu standi. Góðir nágrannar. Áhv. 3,4 m. byggingasj. V. 10,5 m. Í dag, sunnudag, verður opið hús milli kl. 14 og 16, Ólafur og Linda taka vel á móti ykkur. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánu- dagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borgara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánu- dag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lifandi og fjöbreytt starf fyrir börn úr 4.–6. bekk í um- sjón Andra, Gunnfríðar, Guðrúnar Þóru og Jó- hönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Laugarneskirkja. 12 spora hópar koma saman mánudag kl. 20 í safnaðarheimilinu. Margrét Scheving sálgæsluþjónn er við stjórnvölinn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14. Öll börn í 1. bekk velkomin. TTT-starf (10–12 ára) mánudag kl. 16.30. Öll börn í 4. og 5. bekk velkomin. Litli Kórinn, kór eldri borgara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Back- man. Nýir félagar velkomnir. Foreldramorg- unn miðvikudaga kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélagið kl. 20. Árbæjarkirkja. Sunnud.: Æskulýðsfundur kl. 20. Mánud.: TTT-klúbburinn frá kl. 17–18. Fella- og Hólakirkja. Mánud.: Fjölskyldu- morgnar (mömmumorgnar) mánud. í safnað- arheimili kirkjunnar kl. 10–12. Heitt á könn- unni og eitthvað hollt og gott fyrir börnin. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Starf fyrir 9–10 ára drengi kl. 17–18. Unglinga- starf á mánudagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Mánu- dagur: KFUK fyrir stúlkur 9–12 ára kl. 17.30–18.30. KFUM yngri deild í Borga- skóla kl. 17–18. Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára kl. 17.30–18.30. TTT (10–12 ára) kl. 18.30–19.30 í Korpuskóla. Hjallakirkja. Mánudagur: Æskulýðsfélag fyr- ir unglinga 13–15 ára kl. 20. Þriðjudagur: Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurpró- fastsdæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9.15– 10.30. Umsjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK fundur fyrir stelpur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.15 í kirkj- unni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelpur vel- komnar. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánudögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld kl. 20–22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánud.: Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudags- kvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Kirkju- krakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15– 14.30. TTT-fundir í safnaðarh. kl. 16–17. Fundir í æskulýðsfélaginu Sánd kl. 17–18. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkj- unnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Mánudagur: Kl. 16.45 æskulýðsstarf fatlaðra, yngri hóp- ur. Kl. 17.30 æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Aukafundur. Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16.30. Lof- gjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðu- maður Geir Jón Þórisson. Allir velkomnir. KEFAS, Vatnsendavegi 601. Sunnud.: Sam- koma kl. 16.30. Ræðumaður Björg R. Páls- dóttir. Bænastund fyrir samkomu kl. 16. Lof- gjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir börn frá eins árs aldri. Allir velkomnir. Þriðju- dagur: Bænastund kl. 20.30. Miðvikudagur: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og orð guðs rætt. Allt ungt fólk hjart- anlega velkomið. Kristskirkja í Landakoti. Næsti fundur í bilíu- lestri sr. Halldórs Gröndal er mánudag 25. febrúar og hefst kl. 20 í safnaðarheimilinu í Landakoti. Allir hjartanlega velkomnir. Akureyrarkirkja. Fundur í Æskulýðsfélagi kirkjunnar kl. 17. Mánudagur: Sjálfshjálpar- hópur foreldra kl. 20.30. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Mánudagur: Kl. 15 heimilasamband. Kl. 17 Örkin fyrir 6–7 ára. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.