Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í KJÖLFAR þess skelfilegaatburðar í byrjun síðustuviku, þegar vegfaranda áVíðimel var ráðinn bani,vakna m.a. spurningar um tíðni ofbeldis hér á landi, fíkniefna- vandann, viðbrögð lögreglu til að tryggja öryggi borgaranna, hvort hertar refsingar dragi úr glæpum og hvaða úrræði sé að finna. Fimm manns, sem þekkja margar og ólík- ar hliðar þessa máls, ræddu þær við blaðamenn Morgunblaðsins. Viðmælendurnir eru Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, Helgi Gunnlaugsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Kefla- víkurflugvelli, Sigríður Jósefsdótt- ir, saksóknari hjá embætti ríkis- saksóknara, og Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir SÁÁ. Í samantekt rannsóknardeildar ríkislögreglustjóra, sem skýrt var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag, kemur fram að stærsti einstaki flokkur orsaka líkamsmeiðinga á höfuðborgarsvæðinu er fyrirvara- laust ofbeldi, þar sem árásarmaður og fórnarlamb hans þekkjast ekk- ert. Aðspurður hvort kærðum lík- amsárásum hafi fjölgað á síðustu árum segir Guðmundur Guðjóns- son yfirlögregluþjónn svo ekki vera. „Frá 1998 til 2001 er ástandið mjög svipað, 1.392 tilvik á landinu öllu árið 1998 og 1.424 á síðasta ári. Í sumum umdæmum hefur orð- ið einhver aukning, en annars stað- ar hefur tilvikum fækkað. Í Reykjavík fækkaði heildartilvikum á síðasta ári, miðað við næstu tvö ár á undan. Til að reyna að sjá heildarumfangið, þá höfum við litið annars vegar til skráningar lög- reglu og hins vegar til skráningar slysa- og bráðamóttöku Landspít- ala – háskólasjúkrahúss.“ Guðmundur segir að ríkislög- reglustjóri hafi ákveðið á síðasta ári að efla forvarnir, með það að markmiði að fækka afbrotum og við embættið starfi nú forvarnar- fulltrúi. „Við höfum til dæmis þeg- ar myndað vinnuhóp lögreglu- manna til að gera fræðsluefni í þessu skyni og fáum að nýta okkur efni frá norsku lögreglunni. Þá er afbrotafræðingur að hefja störf hjá okkur og við ætlum að leggja áherslu á að fá heildarsýn yfir öll framin brot, ekki bara þau sem eru tilkynnt til lögreglu. Við viljum til dæmis fá meiri vitneskju um það hversu útbreidd fíkniefnaneyslan er hér á landi, eftir tegundum fíkniefna og hvað það er í reynd stórt hlutfall fíkniefna sem lög- regla og tollgæsla leggur hald á. Hugsunin á bak við þetta er einnig að reyna eins og kostur er að ár- angursmæla aðgerðir og úrræði. Þá er mikilvægt að fá sem gleggst- ar upplýsingar um það sem kallað hefur verið aukin harka í fíkniefna- heiminum og embætti ríkislög- reglustjóra hefur þegar hafið und- irbúning að slíkri athugun.“ Guðmundur segir að af tölum frá slysa- og bráðamóttöku fyrir árin 1974–2000, sé ekki hægt að sjá að ofbeldistilvikum hafi farið fjölgandi á tímabilinu, sé tekið mið af íbúa- fjölda á hverjum tíma. „Það eru alltaf einhverjar sveiflur, þar sem fjölgun verður milli ára, eða jafnvel fækkun. Í manndrápsmálunum er hið sama uppi á teningnum, þar er fjöldinn sveiflukenndur, en þegar tekin eru saman nokkur ár í senn kemur í ljós að þeim hefur ekki fjölgað síðustu tvo áratugina.“ Vatnaskil um 1970 Helgi Gunnlaugsson bendir á að þótt manndrápsmálum hafi ekki fjölgað hér á landi innan tímabils- ins 1970 til 2001, þá sé fjölgunin veruleg miðað við áratugina þar á undan. „Já, eftir 1970 breyttist þetta mikið,“ segir Guðmundur. „Þarna urðu mikil þáttaskil,“ segir Helgi og Þórarinn Tyrfings- son skýtur inn í að ólögleg fíkniefni hafi ekki þekkst hér á landi fyrir 1968. „Þarna kemur fleira til,“ seg- ir Helgi. „Þjóðfélagsbreytingar voru mjög miklar, bæði hvað varð- aði borgarmyndun, atvinnuupp- byggingu og samskipti fólks, sem áður umgekkst þröngan hóp þar sem allir þekktust vel. Ópersónu- leg samskipti aukast í borgarsam- félagi og átök verða því ógnvæn- legri. Innri þjóðfélagsgerð tók stakkaskiptum á þessum árum og að auki opnaðist þjóðfélagið fyrir erlendum áhrifum af ýmsum toga. Ísland var allt í einu komið í hring- iðu alþjóðlegs umhverfis og allir þessir þættir voru bakgrunnur breytinganna á þessum árum.“ Jóhann R. Benediktsson segir að hin ýmsu fíkniefni hafi áður verið staðbundin í ákveðnum heimshlut- um. „Nú eru samgöngur með allt öðrum hætti. Áhrif frá útlöndum bera ekki eingöngu með sér Pizza Hut og McDonald’s, heldur einnig fíkniefnin.“ Jóhann bendir á að áður fyrr hafi vettvangur manndrápa oftar en ekki verið heimili og fórnar- lambið verið tengt árásarmannin- um, jafnvel nákomið honum. Núna sýna tölur lögreglunnar hins vegar að fyrirvaralaust ofbeldi af hálfu ókunnugra er regla fremur en und- antekning. Alvarlegar árásir Sigríður Jósefsdóttir segir fíkni- efni koma við sögu í mörgum þeirra ofbeldismála, sem embætti ríkissaksóknara ákærir í, en alls ekki öllum. „Þótt tilkynnt sé um 1.400 tilvik líkamsárása á ári, þá fer því fjarri að þau komi öll til kasta dómstólanna. Minni háttar líkamsárásir, sem falla undir 217. grein hegningarlaganna, geta varð- að allt að eins árs fangelsi. Árið 1998 var gefin út 131 ákæra fyrir slíkar árásir, en ákærurnar náðu til 159 einstaklinga, því oft nær ákæra til fleiri en eins. Árið 1999 voru ákærurnar 110 og ákærðir 129. Fyrri málsgrein 218. greinar hegn- ingarlaganna nær til líkamsárása þar sem afleiðingarnar eru alvar- legri. Árið 1998 voru ákærur vegna þessarar greinar 74 og ákærðir voru 82. Árið 1999 voru ákærurnar 63 og sakborningarnir 77. Líkamsárásir sem hafa í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða leiða til bana falla undir 2. mgr. 218. greinar hegningarlag- anna. Þar hefur ákærunum fjölgað umtalsvert. Árið 1999 voru þær að- eins þrjár og þar af voru tvö brot- anna framin árið 1998. Árið 2000 voru ákærurnar fjórtán, þar af fimm vegna verknaðar á því ári og níu frá 1999. Á síðasta ári voru gefnar út 18 ákærur vegna stór- felldra líkamsárása, þar af 11 vegna árása árið 2000 og sjö frá 2001. Þessi mál eru mörg mjög al- varleg, menn beita hnífum, brotn- um flöskum, hættulegum höggum í höfuð, taka fórnarlömbin hálstaki svo þau missa meðvitund og eitt dæmi er um að bifreið var ekið vilj- andi á mann.“ Jóhann segir ljóst að nú sækist menn í auknum mæli eftir ýmiss konar vopnum og ofbeldistólum, eins og sjáist af öllum þeim vopn- um sem lagt hafi verið hald á á Keflavíkurflugvelli. „Það er ekki nokkur vafi á því að smygl af þessu tagi tengist fíkniefnaheiminum. Auðvitað má rekja sumt af þessu til unglinga sem eru að fikta með ýmsa hluti. En alvarlegustu vopnin sem við höfum tekið, skammbyssur og gasbyssur með táragasi, eru í fórum manna sem tengjast fíkni- efnaheiminum. Við höfum gengið úr skugga um það.“ Meðferð geðsjúkra gleymist Þórarinn Tyrfingssom segir að í umræðu um fíkniefni gleymist ávallt að ræða hvernig geðsjúkt fólk sé meðhöndlað. Nú sé fólk, sem eigi við alvarlega geðsjúkdóma að stríða, síður inni á stofnunum en áður og ekki sé eins vel fylgst með lyfjagjöf þess. „Þegar þetta og fíkniefnaneysla fylgjast að þá breytist maður oft úr tiltölulega „saklausum“ brotamanni í ofbeldis- brotamann. Svo skapa vímuefnin ólöglegan heim, sem er að verða skipulagðari. Það er fyrst nú á síð- ustu árum sem grundvöllur er til að tala um skipulögð ofbeldisverk. Breytinguna má rekja til amfeta- mínneyslunnar, það er aðalvímu- efnið hér og það efni sem nær sterkastri ánetjan. Það hefur lengi verið tengt ofbeldi og menn jafnvel tekið svo til orða að það geti valdið morðfýsn. Hér á landi hafa komið toppar í amfetamínneysluna, fyrst 1985 og síðast var neyslan mjög mikil um 1998–1999. Það væri fróð- legt að sjá hvernig ofbeldið þróast og tengist þessum toppum. Upp á síðkastið hefur e-pilluneyslan auk- ist á kostnað amfetamíns og sú neysla er bundin skemmtanalífinu og er annars eðlis en sprautunotk- un amfetamíns. Það er full ástæða til að tengja þessa þróun við þróun ofbeldis, um leið og við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við náum til fólks sem er í miklum mótþróa gagnvart geðlyfjameðferð og er í þessari neyslu, með ofsóknarhug- myndir og ranghugmyndir og gengur um bæinn líkt og þessi ungi maður í vesturbænum, vopnaður ólíkindalega og greinilega með geð- einkenni, af hvaða toga sem þau eru.“ Helgi segir alveg ljóst að mjög mörg ofbeldismál séu tengd vímu- efnum. „Hins vegar er þetta spurn- ing um orsakasamhengi. Oft eru margir samverkandi þættir til staðar, vímuefni, persónuleikatrufl- anir, aðstæður, félagslegur bak- grunnur og margt fleira. Þarna á hið sama við og um áfengið. Meiri- hluti fólks notar áfengi, en um leið er ljóst að meirihlutinn beitir ekki aðra ofbeldi undir áhrifum áfengis eða stundar afbrot. Það er því ekk- ert beint orsakasamhengi. Hið sama á við um ólöglegu efnin, fjöldi fólks notar þau en leiðist hvorki út í misnotkun þeirra svo kalli á með- ferð, né leiðist út í önnur afbrot. Það verður að skoða þessa þætti í samhengi.“ Jóhann bendir á, að maðurinn sem varð félaga sínum að bana í Öskjuhlíð á síðasta ári hafi sjálfur vottað að hafa neytt harðra efna. „Hann er gott dæmi um mann sem ekki hafði sýnt af sér ofbeldishegð- un áður.“ Morgunblaðið/Kristinn Árásir gegn lífi og Fer alvarlegum líkams- árásum fjölgandi hér á landi og hver er þáttur fíkniefna? Ragnhildur Sverrisdóttir skráði hringborðsumræður sem hún og Ragna Sara Jónsdóttir stýrðu. Ofbeldis- verknaðir eru fylgifiskar fíkniefnaneyslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.