Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Ég hef ferðast víða og með ýmsum ferðaskrifstofum, bæði innlendum og erlendum, en þessi fyrsta ferð mín með Heimsklúbbi Ingólfs toppar allt það sem ég hef áður upplifað. Ég gef henni 5 stjörnur.” Jón Kjartansson, Vestm. „Ævintýraferðin til Bali með viðkomu í Singapore og Kuala Lumpur verður öllum ógleymanleg vegna framúrskarandi skipulags og gistingar alls staðar.“ Marinó Guðmundsson og frú. „Við viljum koma á framfæri þakklæti fyrir sérstaklega vel skipulagða og skemmtilega ferð. Hún hefur verið eitt ævintýri. Öll þjónusta og viðmót til fyrirmyndar.” Ludý og Eygló, heimsflakkarar. „Allir fara heim með sjóð fagurra minninga frá þessari frábæru ferð, þar sem fólk hefur ferðast um undraheima Asíu að hætti stórmenna fyrir verð skíðaferðar til Evrópulanda.” Kveðjur Sigmundur. Kveðja frá Austurlöndum Hamingjusamur hópur sendir sólskinskveðjur frá töfraeyjunni Bali í lok stórkostlegrar ferðar Heimsklúbbsins-Príma undir listagóðri fararstjórn Sigmundar Andréssonar. Fyrir hönd hópsins sendum við þakkir okkar fyrir ógleymanlega daga og frábæra tilhögun og samninga Heimsklúbbsins, sem við njótum á ótrúlega góðum kjörum. NEMENDASKIPTI milli landa Evrópu eru alltaf að verða tíðari. Nemendur dvelja þá ýmist í stutt- an tíma í öðru landi og fræðast um land og þjóð eða í lengri tíma og taka að fullu þátt í hversdags- legu lífi nemenda í viðkomandi landi. Síðastliðinn mánudag komu til landsins 20 franskir nemendur ásamt 3 kennurum í tengslum við skólaskiptaverkefni Mennta- skólans við Sund. Frakkarnir munu dvelja hér á landi í tvær vikur og kynnast landi og þjóð. Síðan munu 22 íslenskir nem- endur og 2 frönskukennarar fara til Frakklands 13. mars og vera í tvær vikur. Nemendurnir þurfa að leysa verkefni og fyrir það fá þeir styrk. Heiti verkefnisins er „Les plages volcaniques d’Islande et du Débarquement en Normand- ie“. Frönsku nemendurnir koma úr fjölbrautaskólanum Dumont d’Urville í Caen í Norður-Frakk- landi og hafa valið að fjalla um jarðfræði Íslands í sínu verkefni. Íslensku nemendurnir ætla hins vegar að fræðast og vinna verk- efni um innrásina í Normandí og munu í heimsókn sinni til Frakk- lands nálgast viðfangsefnið frá ýmsum hliðum í gegnum fyrir- lestra og skoðunarferðir. Skólaskiptaverkefnið er styrkt af framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins og er það unnið und- ir merkjum Sókrates/Comenius. Efla samvinnu og auka hreyfanleika nemenda Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, frönskukennari í Menntaskól- anum við Sund, kom að undirbún- ingi verkefnisins fyrir hönd skól- ans. Hún segir markmið Sókrates- menntastefnunnar vera að efla samvinnu og hreyfanleika nem- enda og styrkja Evrópu á sviði menntunar. „Stefnan nær til allra skólastiga, allt frá leikskólum og upp úr,“ segir hún. Sigurbjörg segir að sótt sé um styrk úr sjóðum Sókratesar og þurfa nemendur að skila nið- urstöðum verkefnis síns í ein- hverju formi, svo sem með skýrslu, gerð heimasíðu eða öðr- um hætti. Þrjúþúsundasti nemandinn í skólaskiptum við Frakkland Frönsku nemendurnir komu hingað í síðustu viku og byrjuðu á því að dvelja í Hlíðardalsskóla. Til stóð að þeir myndu skoða Sól- heimajökul og sandana á Suður- landi en vegna veðurs varð að hverfa frá því. Dagskrá þeirra á meðan á dvölinni stendur er fjöl- breytt. Auk skoðunarferða hafa nemendurnir setið kennslustundir í MS. „Allir Frakkarnir búa hjá ís- lenskum fjölskyldum meðan þeir dvelja hér,“ útskýrir Sigurbjörg. Þetta er í annað sinn sem franskir nemendur heimsækja Menntaskólann við Sund og nem- endur þaðan fara í staðinn til Frakklands á vegum Sókrates- menntastefnunnar. Sigurbjörg segir að í hópi íslensku nemend- anna sem fara til Frakklands í mars sé þrjúþúsundasti nemand- inn sem hefur tekið þátt í skóla- skiptum við Frakkland. Francois Scheefer hefur staðið fyrir því að koma á skólaskiptum milli Frakklands og Íslands mörg undanfarin ár, en hann er fransk- ur og hefur verið búsettur á Ís- landi um árabil. „Síðan hann hóf þetta starf hafa rúmlega 20 skól- ar á Íslandi og í Frakklandi tekið þátt í þessum skólaskiptum, bæði grunnskólar og framhaldsskólar um land allt,“ segir Sigurbjörg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frönsku nemendurnir skoðuðu Ráðhúsið á föstudaginn. Tuttugu nemendur frá Norður-Frakklandi í heimsókn á Íslandi Jarðfræði Íslands og innrásin í Normandí AMNESTY International áætlar að 135 milljónir kvenna og stúlkna í heiminum í dag hafi þolað umskurð og að um 2 milljónir stúlkubarna á aldrinum 4–12 ára séu umskornar á ári hverju. Þetta kom fram í fyrir- spurn Ástu R. Jóhannesdóttur þing- manns um bann við umskurði stúlkna á Alþingi fyrr í mánuðnum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði að umskurður gæti ekki talist til heilbrigðisþjónustu heldur hlyti að falla undir líkamlegt ofbeldi. Ásta sagði í fyrirspurn sinni að umskurður væri eitt stærsta heil- brigðisvandamál kvenna í heiminum og að afleiðingar þess væru marg- víslegar og alvarlegar, svo sem bráðalost, sýkingar í þvagrás og leg- göngum, stífkrampi, HIV-smit, ófrjósemi og oft dauði, svo fátt eitt væri nefnt. „Þessi glæpur, eða skurðaðgerð við afar frumstæðar aðstæður, við- gengst í 28 Afríkulöndum og víða í löndum múslíma,“ sagði Ásta. „Þó að við höfum sem betur fer ekki reynslu af þessum voðaverkum tel ég að okk- ur beri að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn þeim. Í fjölþjóðleg- um samfélögum í okkar vestræna heimi er þetta orðið nokkuð stórt vandamál. Vitað er að umskurður á stúlkubörnum hefur viðgengist svo sem í Danmörku, Bretlandi, Svíþjóð, Frakklandi, Ítalíu, Hollandi, Banda- ríkjunum, Kanada og Ástralíu. Þar eru þessar aðgerðir framkvæmdar í trássi við lög viðkomandi landa. Þettu eru alvarleg mannréttinda- brot, brot á sáttmálum sem við erum aðilar að.“ Ásta sagði að Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin hafi á undanförnum árum hvatt aðildarríki sín til þess að taka skýra afstöðu gegn umskurði kvenna. „Þó að við þekkjum ekki um- skurð kvenna hér á landi erum við að verða fjölmenningarlegt samfélag og e.t.v. tímaspursmál hvenær þetta berst hingað í ljósi reynslu ná- grannalanda okkar.“ Ásta spurði heilbrigðisráðherra hvort hann teldi tímabært að setja í lög bann við um- skurði kvenna og viðurlög við slíkum verknaði. Í svörum Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra kom fram að um- skurður gæti ekki talist til heilbrigð- isþjónustu heldur hlyti að falla undir líkamlegt ofbeldi. „Réttur stúlkna gegn þessu ofbeldi er varinn í stjórn- arskrá, í lögum um réttindi sjúklinga, barnarverndarlögum, mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna og víð- ar,“ sagði heilbrigðisráðherra. Hann sagði að læknum væri óheimilt að framkvæma þessa aðgerð og ef ann- ar aðili en læknir myndi framkvæma hana hér á landi teldist það líkams- meiðing í skilningi refsilöggjafarinn- ar. Því teldi hann ljóst að umskurður á stúlkum væri algjörlega óheimill hér á landi. „Þar sem ekki er vitað um slík tilvik hér á landi er spurning hvort tímabært sé að setja bann við umskurði í íslenska refsilöggjöf. Þó mætti segja að það felist ákveðin yf- irlýsing í slíku fortakslausu banni og viðurlögum ef slíkt er gert.“ Heilbrigðisráðherra sagðist telja að breyting á refsilöggjöfinni væri nauðsynleg, þar sem kveðið væri sér- staklega á um að þetta heyrði undir dómsmálaráðherra. Sagðist hann tilbúinn að eiga viðræður um það við hlutaðeigandi aðila ef skýra þyrfti lagaákvæði í þessu sambandi. Bann við umskurði stúlkna rætt á þingi Óheimill hér á landiAÐEINS tæpur helmingur sjúk- linga á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi reyndist merktur með armbandi í könnun sem gæðadeild sjúkrahússins gerði í þessum efn- um í desembermánuði síðastliðn- um. Könnunin var gerð á 22 deildum sjúkrahússins og lágu þá samtals 378 sjúklingar á viðkomandi deild- um. 55% þeirra eða 208 sjúklingar voru skoðaðir með tilliti til merk- inga og leiddi könnunin í ljós að 91 sjúklingur var merktur eða 44% þeirra sem skoðaðir voru, en 117 voru ómerktir eða 56%. Af þeim sjúklingum sem voru merktir fengu 84 armbandið strax við komu eða 92%. „Það sem þessi könnun leiðir í ljós var svo sem kannski eitthvað sem menn höfðu einhverja tilfinn- ingu fyrir, að það þyrfti að skerpa mjög á reglum eða í raun og veru að skrifa reglur. Þetta hafa meira ver- ið svona óskrifaðar reglur um það hvernig merkingum eigi að hátta,“ sagði Lilja Stefánsdóttir, aðstoðar- hjúkrunarforstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði að strax og gæðadeild- in hefði kynnt þetta fyrir fram- kvæmdastjórn spítalans hefði verið ákveðið að lækninga- og hjúkrunar- framkvæmdastjóri færu í það verk- efni að móta reglur í þessum efn- um. Þær reglur væru í vinnslu. Þá væri einnig á vegum framkvæmda- stjóra hjúkrunar verið að athuga hvort hægt væri að taka í notkun betri armbönd til merkinga. Landspítali – háskólasjúkrahús Rúmur helmingur sjúklinga ómerktur HAUKUR Ingibergsson, for- stjóri Fasteignamats ríkisins, segir að fasteignamat Áburðar- verksmiðjunnar í Gufunesi hafi hækkað um 64% haustið 2001 vegna endurmats á mannvirkj- um verksmiðjunnar. „Fasteignamat Áburðarverk- smiðjunnar var 829,8 milljónir kr. árið 2000. Þar af var lóðar- matið 110 milljónir,“ segir Haukur. „Við endurmat fast- eignamats haustið 2001 var mat á mannvirkjum Áburðarverk- smiðjunnar endurmetið skv. matsreglum fasteignamatsins. Þá hækkaði fasteignamatið í 1.365,2 milljónir kr. Þar af er lóðarmatið 110 milljónir kr., þ.e. óbreytt, enda kom lóðin ekki til endurmats þar sem hún fellur í hóp óvenjulegra og sérstæðra atvinnuhúsalóða sem endur- metnar verða á síðari stigum.“ Hækkaði um 64% vegna end- urmats Morgunblaðið/Þorkell Áburðarverksmiðjan í Gufunesi. LÖGREGLAN í Reykjavík hefur frá því á föstudag lýst eftir Halldóri Þór Svavarssyni. Halldór er 17 ára, grannvaxinn, 167 cm á hæð, með hvítt, aflitað, stuttklippt hár. Halldór var klæddur í bláar gallabuxur, mosagrænan anorakk og hvíta strigaskó þegar hann fór að heiman á föstu- dag fyrir rúmri viku. Síðast heyrð- ist frá Halldóri sl. þriðjudag. Hann er með tattú á vinstri hendi á milli þumalfingurs og vísifingurs og með hring í augabrún. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Halldórs sl. daga er beðn- ir um að koma upplýsingum til lög- reglunnar í Reykjavík í síma 569 9012. Lýst eftir 17 ára pilti Halldór Þór Svavarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.