Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ 25. febrúar 1992: „Blómlegt atvinnulíf og traustur efna- hagur eru undirstaða góðra lífskjara í nútímasamfélagi. Það er því eða ætti að vera keppikefli þjóðar, sem stríðir við ýmis kreppueinkenni á líðandi stundu, að þróa at- vinnuvegi sína og efnahagslíf að þeirri þjóðfélagsgerð, sem gefið hefur mestan árangur í verðmætasköpun á hvern vinnandi þegn. Eða með öðr- um orðum að laga atvinnulíf sitt og þjóðarbúskap að efna- hagslegum veruleika um- hverfisins, það er að þeirri framvindu sem orðin er og fyrirséð er á mikilvægustu viðskiptasvæðum okkar beggja megin Atlantsála. Það verður ekki horft fram hjá þeim veruleika að sjálf þjóðfélagsgerðin vegur þungt á vogarskálum vel- ferðar hjá þjóðum heimsins. Verkin sýna merkin, bæði í fyrrum ríkjum sósíalismans í Austur-Evrópu og sam- keppnisríkjum Vestur- Evrópu og Norður- Ameríku.“ 24. febrúar 1982: „Dóms- málaráðuneytið hefur nú veitt samþykki sitt til þess, að sovéska sendiráðið festi kaup á einbýlishúsinu nr 55 við Sólvallagötu í Reykjavík, stendur til að innrétta þar 4 til 5 íbúðir fyrir sovéska sendiráðsmenn, en í orði kveðnu er það sovéski versl- unarfulltrúinn, sem húsið kaupir. Húseign þessi er 934 rúmmetrar að stærð og er hún fimmta húseignin, sem sovéska sendiráðið kaupir í höfuðborginni, hinar eru Garðastræti 33 og 35 og Tún- gata 9 og 24, samtals 7400 rúmmetrar. Hafa Sovétmenn verið iðnastir allra erlendra manna við að festa kaup á fasteignum í höfuðborginni.“ . . . . . . . . . . 24. febrúar 1972: „Í gær gerði Norðurlandaráð sam- þykkt um landhelgismál, sem felur í sér almenna við- urkenningu á sérstökum réttindum strandríkja. Sam- þykkt sú, sem Norður- landaráð gerði, var svohljóð- andi: „Norðurlandaráð felur ríkisstjórnum Norðurlanda að halda áfram og auka sam- vinnu þeirra til lausnar vandamálunum í sambandi við löggjöf um hafréttarmál þannig, að unnið verði að al- þjóðlegri einingu um út- færslu yfirráða yfir hafinu og fiskveiðilögsögu og að unnið verði að sérstökum rétt- indum strandríkja eða land- svæða, sem sérstaklega byggja efnahag sinn á fisk- veiðum og að ráðstafanir verði gerðar til að koma í veg fyrir mengun.“ Tæpast gátum við Íslend- ingar búizt við því, að við hlytum beinan stuðning hinna Norðurlandaþjóðanna í baráttu okkar fyrir við- urkenningu á 50 sjómílna fiskveiðilögsögu. Hagsmunir Norðurlandaþjóðanna rekast á í þessum efnum. Norðmenn hafa sérstöðu og bæði Danir og Norðmenn verða vænt- anlega að taka nokkurt tillit til sjónarmiða væntanlegra bandalagsþjóða þeirra í Efnahagsbandalagi Evrópu.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DANIR LOKA SENDIRÁÐUM Síðustu daga hafa birzt í Morg-unblaðinu fréttir um að Danirhafi ákveðið að loka sendiráð- um víða um heim í sparnaðarskyni. Það er ný ríkisstjórn í Danmörku, sem hefur lagt tillögur þessa efnis fyrir danska þingið og hafa þær verið samþykktar í utanríkismálanefnd þingsins. Danir hyggjast loka sjö sendiráð- um og að auki tveimur ræðismanns- skrifstofum. Ákvörðun um lokun átt- unda sendiráðsins hefur verið frestað um skeið. Jafnframt verða fasteignir Dana í þessum löndum seldar. Þetta eru athyglisverðar fréttir en ekki einsdæmi. Eftir því, sem ferða- lög á milli landa verða tíðari og fjar- skiptakerfi verða fullkomnari er eðli- legt að spurt sé, hvort ekki sé tímabært að endurskoða það alda- gamla kerfi að þjóðir heims komi upp sérstökum skrifstofum til þess að gæta hagsmuna sinna og þegna sinna í öðrum ríkjum. Embættismenn ís- lenzka ríkisins eru á stöðugum ferð- um milli Íslands og annarra landa. Ferðir þeirra eru svo tíðar að í sum- um tilvikum má spyrja hvernig þeir fari að því að sinna daglegum störfum hér heima fyrir. Gera verður ráð fyr- ir, að á þessum ferðalögum sinni þeir verkefnum, sem sendiráðunum voru ætluð áður fyrr. Þá er auðvitað ljóst, að ný fjarskiptatækni, sem m.a. býð- ur upp á að efnt sé til símafunda á milli margra landa, auðveldar alþjóð- leg samskipti mjög. Fordæmi Dana ætti að gefa okkur Íslendingum tilefni til að endurskoða okkar stöðu í þessum efnum enda höf- um við frá upphafi sótt mikið til Dana við uppbyggingu okkar utanríkis- þjónustu. Það er skiljanlegt að þjóð, sem end- urheimti sjálfstæði sitt ekki fyrr en um miðja síðustu öld, leggi nokkuð upp úr því að sjást í samfélagi þjóð- anna. En á þeim tíma, sem liðinn er frá lýðveldisstofnun, höfum við sann- að okkur. Við höfum sýnt að við get- um staðið á eigin fótum. Við þurfum ekki að vera sýnilegri á þessu sviði en efni standa til. Það er ljóst, að vægi sendiráða hef- ur breytzt mikið á allmörgum undan- förnum árum. Mikilvægustu sendiráð okkar Íslendinga nú eru tvímælalaust sendiráð, sem starfa í tengslum við alþjóðlegar stofnanir eða samtök þjóða eins og sendiráðin hjá Samein- uðu þjóðunum, Atlantshafsbandalag- inu og Evrópusambandinu. Viðfangsefni sendiráða í einstökum ríkjum eru augljóslega veigaminni nú en fyrr á árum. Í umræðum sem þessum er því oft haldið fram, að við Íslendingar getum ekki fækkað sendiráðum vegna þeirr- ar gagnkvæmni, sem um er að ræða á milli ríkja í þessum efnum. Vafalaust er mikið til í því. En spyrja má: er ekki tímabært að Norðurlöndin öll komi sér saman um að hvert um sig reki eitt sendiráð á Norðurlöndunum öllum en hafi jafnframt opnar skrif- stofur í hinum löndunum, sem geta kostað mun minna í rekstri en fullgilt sendiráð. Það er mikilvægt fyrir okkur Ís- lendinga að hafa sendiráð hjá öflug- ustu ríkjum heims svo sem í Banda- ríkjunum, Þýzkalandi, Japan og Kína. Hins vegar er hægt að færa rök með og móti öðrum sendiráðum. Það er tímabært að fjárveitinga- valdið, þ.e. Alþingi, taki þessi mál til rækilegrar skoðunar og að alla vega verði gerð ítarleg úttekt á því, hvort tími sé til kominn að leita nýrra leiða í þessum efnum. Þau skref sem Danir eru að stíga hljóta að vekja okkur til umhugsunar um þessi mál. Við verj- um miklum fjármunum til alþjóðlegra samskipta og það eru þó ekki nema rúmlega 280 þúsund manns, sem standa undir þeim kostnaði. Á RÁS hryðjuverkamanna á New York og Washington 11. september 2001 hefur verið líkt við árás Japana á Pearl Harbor 7. desember 1941. Það er alltaf erfitt að bera saman sögulega við- burði, en samanburður þessara tveggja árása á Bandaríkjamenn á kannski ekki síst rétt á sér þegar litið er á þá at- burði, sem urðu í kjölfarið. Fyrir árásina á Pearl Harbor var engan veginn einhugur um það í Bandaríkjunum að Bandaríkjamenn skyldu skerast í leikinn í síðari heimsstyrjöldinni. Franklin D. Roosevelt forseti notaði hins vegar þennan válega atburð til að draga átakalínurnar með óyggjandi hætti og þegar upp var staðið voru Bandaríkin orðin öflugasta veldi heims. Með sama hætti hefur George Bush, núver- andi Bandaríkjaforseti, dregið línu eftir árás- irnar 11. september og í raun sagt við þjóðir heims að ekki séu nema tveir kostir; að vera með Bandaríkjamönnum eða á móti. Í þeirri atburða- rás, sem átt hefur sér stað síðan, hafa Banda- ríkjamenn ekki aðeins haft stuðning Atlants- hafsbandalagsins og Vesturlanda, heldur einnig Rússlands, Asíu og í raun flestra ríkja heims. Þessi stuðningur hefur þó ekki skipt Banda- ríkjamenn máli hernaðarlega. Engu að síður lagði stjórn Bush mikla áherslu á að rasa ekki um ráð fram og svara ekki fyrir hryðjuverkin 11. september fyrr en samstaða hefði náðst um þær aðgerðir, sem stóðu fyrir dyrum. Stuðningur samfélags þjóðanna skapaði hið diplómatíska andrúmsloft, sem Bandaríkjamenn hafa þurft til að fara sínu fram. Það þarf ekki að koma á óvart að sá mikli og einróma stuðningur, sem Bandaríkjamenn fengu fyrst eftir hryðjuverkin, skyldi ekki vera til frambúðar. Ástæðan þar að baki er sennilega ekki síst hinir miklu yfirburðir Bandaríkja- manna um þessar mundir. Þessir yfirburðir hafa reyndar ekki verið neitt leyndarmál. Það hefur komið fram á undanförnum árum að þegar grípa þarf til hernaðarlegrar íhlutunar er þátttaka Bandaríkjamanna forsenda þess að eitthvað verði gert. Evrópa er í þeim efnum svo gott sem einskis megnug. Þessi vanmáttur kom áþreif- anlega í ljós þegar Evrópa stóð aðgerðarlaus frammi fyrir grimmdarverkum og þjóðarmorði á Balkanskaga á síðasta áratug. Þar til Banda- ríkjamenn skárust í leikinn var ekkert aðhafst. Yfirburðir í Afganistan Í stríðnu gegn talib- önum og al-Queda, hryðjuverkahreyfingu Osamas bin Ladens, í Afganistan komu hernaðarlegir yfirburðir Bandaríkjamanna berlega í ljós. Það var vita- skuld mikilvægt að njóta stuðnings Evrópu og grannríkja Afganistans, en það var ekki vegna þess að þeir þyrftu á hjálp að halda. Í raun litu Bandaríkjamenn svo á að það yrði aðeins til traf- ala að þiggja hjálp frá herjum annarra ríkja. Bretar tóku reyndar þátt í hernaðinum í Afgan- istan, en Frakkar, sem einnig buðu fram hjálp sína, máttu bíða við símann án þess að hringt væri í þá. Ákvörðun NATO um að virkja fimmtu grein stofnsáttmálans af þeirri ástæðu að líta mætti á hryðjuverkin 11. september sem árás á eitt Atlantshafsbandalagsríki og þar með árás á þau öll, reyndist þegar upp var staðið lítið annað en stuðningsyfirlýsing. Hernaðarlega reyndi ekki á þessa ákvörðun. Fyrir um fimmtán árum töldu menn allt benda til þess að Bandaríkjamenn væru að tapa yfirburðum sínum, heimsveldið væri tekið að veikjast. Þessar raddir spáðu ekki hruni Banda- ríkjanna með sama hætti og breska heimsveldið hrundi fyrr á síðustu öld. Bandaríkjamenn yrðu hins vegar að sætta sig við að önnur ríki kæmust upp að hlið þeirra. Töldu fyrir 15 árum að veldi Bandaríkjanna væri að hnigna Árið 1987 kom út bók- in „Beyond American Hegemony“ eftir David P. Calleo og mætti útleggja titilinn „Handan bandarískra yfirburða“. Í bókinni fjallar Calleo um vestrænt samstarf og þar skrifar hann: „Á meðan Bandaríkin eru enn gríðarlega valdamikil eru þau þó talsvert veikari í samanburði við eigin bandamenn, Sovétmenn og restina af heiminum. Fyrir vikið munu til- raunir til að viðhalda hinu gamla hlutverki Bandaríkjanna í auknum mæli skaða hið alþjóð- lega kerfi og Bandaríkin sjálf. Því er það svo að þrátt fyrir að sameiginlegir grundvallarhags- munir Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu kveði á um framhald Atlantshafsbandalagsins, sem ég tel að þeir geri, getur hið gamla fyrirkomulag byggt á yfirburðum ekki haldið áfram nema að eyðileggja sjálft sig.“ Stefna Evrópusambandsins í varnarmálum og sú fyrirætlan að koma á Evrópuher byggist á þessari hugsun, það er að eigi samstarfið yfir Atlantshafið að halda velli verði Evrópa að öðl- ast ákveðið sjálfstæði frá heimsveldinu í vestri. Það verði ekki gert án þess að efla stöðu Evrópu og tryggja að hún sé einhvers megnug. Atburðir síðustu mánaða sýna hins vegar að Evrópa á langt í land í þeim efnum. Sagnfræðingurinn Paul Kennedy fjallaði ný- lega um yfirburðastöðu Bandaríkjanna í grein í dagblaðinu Financial Times. Þar segir hann að þegar dreginn sé lærdómur af viðbrögðum Bandaríkjamanna við hryðjuverkunum 11. sept- ember sé nánast aukaatriði að þar hafi for- sprakkar þeirra fengið makleg málagjöld. Lær- dómurinn sé sá að í hernaðarlegu tilliti sé aðeins einn aðili á allri hnattkúlunni, sem máli skipti. Herir Rússa og Kínverja hljóti að vera slegnir yfir þessu, Indverjar áhyggjufullir og talsmenn sameiginlegrar evrópskrar öryggis- og varnar- stefnu í öngum sínum. Hann bendir á að ekki sé nóg með að leikurinn milli Bandaríkjanna og afla hryðjuverkamanna sé ójafn, staða Banda- ríkjanna og annarra ríkja heims sé ekki síður ójöfn. Þetta skýrir Kennedy með því að undanfarinn áratug og gott betur hafi Bandaríkjamenn ein- faldlega varið mun meira fé til hernaðarmála en nokkurt annað stórveldi í sögunni. Þetta eigi bæði við í beinhörðum peningum og hlutfalls- lega. Á meðan Evrópuveldin hafi skorið framlög til varnarmála niður í kjölfar kalda stríðsins á síðasta áratug, Kínverjar haldið þeim í sömu skorðum og fjárlög Rússa til hersins hafi hrunið hafi Bandaríkjaþing samviskusamlega farið að óskum varnarmálaráðuneytisins um háar upp- hæðir, allt frá 260 milljörðum dollara um miðjan síðasta áratug til 329 milljarða dollara fyrir þetta ár. „Það er einfaldlega sláandi að þetta eina ríki – lýðveldi, sem gefur út að það hafi andúð á mikl- um ríkisumsvifum – skuli nú verja meira til her- mála á ári hverju en nemi fjárlögum þeirra níu ríkja, sem næst koma á eftir, samanlagt,“ skrif- ar Kennedy. „Aðeins fáir Bandaríkjamenn gera sér grein fyrir þessari staðreynd og margir hafa fordæmt Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkja- forseta, fyrir að verja of litlu fé til bandaríska hersins. Hefði það verið tilfellið í raun – og hon- um hefur verið líkt við Baldwin og Chamberlain á fjórða áratugnum – er erfitt að sjá hvernig Bandaríkjaher hefði átt að sýna vald sitt með svo afgerandi og yfirþyrmandi hætti sem á und- anförnum mánuðum.“ Kennedy segir að sú 48 milljarða dollara aukning á útgjöldum til varnarmála, sem Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra fór fram á og fékk samþykkta, sé tvisvar sinnum hærri upp- hæð en Ítalir verji árlega til varnarmála í heild: „Með öðrum orðum eru ekki nema nokkur ár síðan útgjöld Bandaríkjanna til hermála voru um 36% af heildarútgjöldum í heiminum; nú er þetta hlutfall sennilega nær því að vera 40%.“ Aldrei áður í sögunni hefur valdastaðan verið svo ójöfn Kennedy fullyrðir að svo ójöfn valdastaða hafi aldrei fyrr komið upp í sögunni. Hann hafi farið yfir tölur síðustu 500 ára, sem hann tók saman fyrir bók sína „The Rise and Fall of the Great Pow- ers“ og komist að því að ekkert stórveldi kæmist í hálfkvisti við Bandaríkin. Heimsveldi Breta hefði verið rekið ódýrt og breski sjóherinn hefði aðeins verið jafnstór sjóherjum þeirra tveggja ríkja sem næst komu. Nú sé staðan sú að þótt allir sjóherir heimsins aðrir legðu saman krafta sína gætu þeir ekki haggað veldi bandaríska sjó- hersins. Veldi Karlamagnúsar hafi aðeins náð til Vest- ur-Evrópu. Rómverska heimsveldið hafi verið stærra, en þá hafi einnig verið mikið heimsveldi í Persíu og enn stærra í Kína. Það sé enginn samanburður. Annað í grein Kennedys vekur einnig athygli. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé nóg með að Bandaríkjamenn njóti algerra yfirburða, heldur sé það einnig ódýrt fyrir þá þrátt fyrir hinar svimandi háu tölur, sem nefndar eru í tengslum við útgjöldin til varnarmála. Hann rekur hvernig hlutur Bandaríkjanna í efnahagslífi heimsins hafi vaxið jafnt og þétt á meðan Rússland hafi hrunið svo gersamlega að þjóðarframleiðsla þar sé nú orðin minni en í Hol- landi og stöðnun hefur ríkt í Japan. Um þessar mundir sé hlutur Bandaríkjamanna í heims-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.