Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er fjölmargt sem leitar á
hugann við skoðun fjórðu sýningar
hinna svonefndu Carnegie-listaverð-
launa, sem eiga að hafa með málverk
að gera, eins og það heitir. Hið fram-
sæknasta í norrænu samtíðarmál-
verki, vel að merkja.
Fyrir hið fyrsta eru þetta vegleg-
ustu verðlaun sem mér er kunnugt
um að veitt eru í málaralist á Norð-
urlöndunum, og mætti jafnvel telja
hliðstæðu norrænu bókmennta- og
tónlistarverðlaunanna. Nema að hér
eru þrír verðlaunaðir og einn hlýtur
viðurkenningu, en hins vegar ein-
ungis einn í hinum tilvikunum og
sóminn mun sýnilegri. Satt að segja
nokkur spurn hví málaralist/mynd-
list er ekki verðlaunuð af Norður-
landaráði á sama hátt og bókmenntir
og tónlist með tilliti til hins forna
sjónmenntaarfs, sem er til muna
eldri og verður stöðugt áþreifanlegri
með aðstoð hátækninnar. Hér er
myndlist skipað skör lægra hinum
listgreinunum hverju sem veldur. Þá
tíðkast vegleg verðlaun í myndlist
ekki síður úti í heimi en í bókmennt-
um og tónlist og ástæða að ætla að
slíkur heiður myndi ekki síður verða
skapandi sjónmenntum hvatning og
lyftistöng en öðrum listgeirum.
Canegie-listaverðlaunin eru þó
nokkuð séreðlis meður því að hér
stendur nafnkenndur norrænn fjár-
festingarbanki að baki þeim með þá
von að leiðarljósi að þau auki nor-
ræna samstöðu og undirstriki að
norræn gæði og sköpunarkraftur
skuli í hávegum höfð. Takmarkið er,
að með framsýnu átaki verði norræn
málaralist gerð aðgengilegri list-
áhugafólki og á þann hátt styðja og
örva listamenn á Norðurlöndum.
Þetta er hverju stórfyrirtæki
verðugt og metnaðafullt takmark,
einungis undarlegt að þetta skuli
fyrstu og einu verðlaunin til nor-
rænna málara/myndlistarmanna,
sem einhver akkur er í. Einkum í
ljósi þess hve stórfyrirtæki úti í
heimi gera mikið af þessu og eru
Bandaríkin, tæknivæddasta og rík-
asta þjóð heims, leiðandi sem hefur
átt ómældan þátt í að gera þau einn-
ig að stórveldi á listasviði. Lungann
af seinni hluta síðustu aldar voru
Þýðverjar hér stórtækastir í Evrópu
með árangri sem við blasir í hverri
einustu stærri borg Þýskalands.
Sannarlega tími kominn til að Norð-
urlönd líti hér í eigin barm og sam-
einuð eru þau margfalt sterkari en
hvert í sínu horni og ekki úr vegi að
líta einnig til Eistlands, Lettlands og
Litháens, sem fullgilds hluta Norð-
ursins bæði í landafræðilegu og
menningarlegu tilliti. Löngu kominn
tími til að þjóðir norðursins undir-
striki menningarlegan styrk sinn og
sérkenni og haldi þeim fram í stað
þess að vera vinnuhjú stórþjóðanna,
og stöðugt að mæra og lyfta undir
listamenn þeirra og menningararf-
leifð. Af mikilli auðlegð að ausa sem
norðrið á eitt í heimi hér, ásamt
menningararfleifð sem er eldri en
margur hyggur og fyrir sumt ein sú
merkilegasta á þessari jörð.
Ætla mætti að kringum jafnmik-
ilvæg verðlaun eigi sér stað nokkur
samræða um stöðu málverksins/
myndlistarinnar, einkum vegna
hinnar svonefndu endurskoðunar
sem átt hefur sér stað á listhugtak-
inu og er sýnilegast á vettvangi mál-
verksins. Orðræðan um dauða mál-
verksins sem slíks hefur risið hátt og
er löngu orðin merkingarlaus tugga í
munni andstæðinga þess. En þegar
ekki hefur verið mögulegt að kveða
það niður með einsleitum áróðri hafa
menn á síðustu árum tekið til bragðs
að víkka og þenja út hugtakið til að
troða sínum að og lítið sést fyrir í
þeirri miskunnarlausu markaðssetn-
ingu sem einkennir síðari tíma. Eng-
inn geiri lista orðið að þola og und-
irgangast viðlíka hliðarspor og
myndlistin og þá sér í lagi málverkið.
Hugmyndafræði áttunda áratugar-
ins valtaði yfir málverkið í þá veru að
Parísarskóli sjötta áratugarins
gleymdist nær fullkomlega um stund
og á tíunda áratugnum gekk þessi
árátta að ryðja málverkinu út af
borðinu ljósum loga aftur. Þegar það
tókst ekki fóru menn að kenna allt
mögulegt við málverk sem enginn
hafði sett í samband við það áður, hét
nú útvíkkun hugtaksins í nafni nú-
lista. Skyndilega eru verk hug-
myndafræðilegra listamanna sem
hatast hafa við miðilinn, reynt að
valta yfir hann og gera allt til
óskunda, orðin ígldi málverka (!),
rökstutt með því að litur sé einn þátt-
ur sköpunarferlis þeirra!!
Alveg spánný hugmyndafræði að
liturinn einn og sér geti verið ígildi
málverks, en er jafnfráleitt frá bæj-
ardyrum málarans og að liturinn sé
samræmi í sjálfum sér og hryn í
sjálfum sér. En samkvæmt kenning-
unni verður samræmi til við að litir
komi saman, eigi nokkurs konar inn-
byrðis stefnumót og að milli þeirra
upphefjist samræða. Sumir hafa
gengið svo langt að segja að enginn
litur sé fagur í sjálfum sér en í fé-
lagsskap annarra lifni hann við og
taki að ljóma. Litasnillingur er þá sá
sem þroskað hefur með sér há-
markstilfinningu fyrir þessum lög-
málum, þannig að upp sprettur líf
hvar sem pentskúf hans ber niður.
Aðrir hafa gengið út frá því, að
málverkið sé þögull og hlutlaus mið-
ill og samkvæmt þeirri kenningu
leitast þeir við að styrkja miðilinn
með ýmsum áhrifameðölum til hlið-
ar. En svo einfalt er þetta ekki, því
að þau beinu sjónrænu hrif sem mál-
verkið framkallar vekja upp hjá öll-
um þeim sem á annað borð hafa mót-
tökutækið í lagi fjölþættar hug-
hræringar, jafnt ljóðrænar sem
tónrænar. Á líkan hátt eru jafnt
mörkuð sem sértæk lögmál að baki
bókmáli, og til að mynda sérgild list-
gildi þessara þátta eflast ekki alin við
undirleik trumbusláttar, nokkrum
hjáleitum hljóðum í næsta nágrenni,
eða annarra framandi áhrifaþátta til
hliðar. Eyrað, heyrnin, er í varðstöðu
fyrir öll önnur skilningarvit manns-
ins og frá fyrsta lífdegi fullkomnast
þeirra, en augun, sjónfærin nema og
lesa heiminn. Álitið er að það taki
sjónfæri barnsins níu ár að ná þeirri
fullkomnun sem heyrnin býr yfir frá
fæðingu en bæði líffærin búa yfir
áframhaldandi þroskunarmöguleik-
um, einkum á sköpunarsviðinu, og
mögulegt að auka næmi þeirra til
stórra muna.
Þetta reifað hér vegna þess að
ýmsum og þar á meðal skrifara, hef-
ur fundist einangraðri hugmynda-
fræði yfirfærðri í lit hafa verið gert
hærra undir höfði en skynrænu mál-
verkinu á sýningum Carnegie-verð-
launanna. Að til að mynda köld vís-
indi og rökfræði í anda Newtons
hljóti frekar náð fyrir augum dóm-
nefndar, en auga athugun og skyn-
rænar kenndir í anda Goethes. Þá er
sá algengi framsláttur, að gilt mál-
verk jafnt hlut- sem óhlutbundið sé
ekki borið uppi af neinni tegund hug-
myndafræði slík fjarstæða og innan-
tóm tugga, að orðum er ekki eyðandi
í það. Réttara að öll andvana inni-
haldslaus og lítilsigld list, hverju
nafni sem nefnist, ber hvorki í sér
hugmyndafræði né skynrænar
kenndir, og getur hér engin orðaleik-
fimi né listheimspeki bjargað mál-
um.Trúlega myndi tónleika/óperu-
gesturinn reka upp stór augu ef
hugmyndafræði tónverkanna og
söngsins yrði allsráðandi, mikilvæg-
ari sjálfum flutningi þeirra og sam-
anlögðu tónsviðinu. Menn um leið að
ota málverkum, skúlptúrum og öðru
hjáleitu áreiti að sjónskynjun hans í
nafni samruna listgreina!
Skrifari er hér hvorki að auka veg
málaralistar né rýra gildi afmark-
aðrar hugmyndafræði, því fer fjarri,
en þessi hugtök skulu ekki fullkom-
lega aðskilin eins um tvo ólíka heima
sé að ræða né hrært saman líkt og
menn eru að gera og hefur svip af
brenndum hafragraut. Það er nefni-
lega svo ótal margt sem hefur mynd-
rænt inntak án þess að heyra undir
hugtakið málverk í kórréttum skiln-
ingi þess orðs. Og hugmyndafræði-
leg tjáning getur þarfnast litar án
þess þó að flokkast þá undir hugtak-
ið málverk. Alvarlegast er þó að
áróðursmenn hugmyndafræðinnar
leita hiklaust inn á svið málverksins í
markaðssetningu hennar, loka hins
vegar um leið helst alveg fyrir mál-
verkið innan landamæra sinna.
Svo er komið að handverki tækni
og tilfinningum hefur verið úthýst í
listaskólum nútímans og ýmsum nú-
listahúsum heimsins, en heimspeki
og orðaleikfimi postmódernismans
komið í staðin. Afar vinsælt að vitna
þá í Baudrillard, Derrida og Virilio
málstaðnum til framdráttar og full-
tigis, er vel orðað í Lesbók sl. laug-
ardag: „Þeir hafa allir bent á að við
lifum á tímum þar sem hinu „myst-
íska“ eða leyndardómsfulla hefur
verið úthýst. Við lifum á tímum þar
sem áhersla er lögð á að nálgast
veruleikann án nokkurs milliliðar og
í slíkum heimi er augljóst að hið
leyndardómsfulla á sér ekki við-
reisnar von. Öllu því sem er leynd-
ardómsfullt og framandi er vísað á
bug á þeim forsendnum að það sé
ekki nógu „raunverulegt“.
Hér er komin náköld samsvörun
við rökfræði Newtons og fullkom-
lega snúið baki við lífrænum hug-
sjónum Goethes, málverkið er þá
ekki lengur innblástur, andagift né
sköpun heldur kaldur raunveruleik-
inn, natúralismi eins og hann getur
naktastur verið.
Í þessu samhengi snertir það ekki
kjarna málsins tilktakanlega, hvern-
ig menn líta til að mynda á verð-
launamálverk Jan Häfströms, lofa
það eða lasta. En í ljósi þess að meiri-
hluti dómnefndar er hlynntur þess-
um stefnumörkum heimspekinganna
og sumir virðast harðir fylgismenn
þeirra, kemur skilgreining hennar á
myndaröð listamannsins meira en
lítið spánskt fyrir sjónir.
Þar stendur: „Jan Håfström hlýt-
ur Carnegie-verðlaunin 2001 að upp-
hæð 500.000 sænskar krónur (tæpar
5 milljónir íslenzkar) fyrir myndaröð
sem nefna mætti eins konar hlut-
gerving þess leyndardóms sem mál-
aralistin er í eðli sínu. Verkin virðast
vera þyrrkingsleg og allt að því
kauðsk, en hafa til að bera ómót-
stæðilegan kraft; þau innihalda
margræðar frásagnir um lífið, listina
og tímans rás. Þessar frásagnir eru
bergmál annarra frásagna sem
spretta ekki síst upp úr áratuga list-
sköpun Håfströms sjálfs. Á yfirborði
þessara óvenjulega hráu málverka
er samansöfnuð lífsreynsla atkvæða-
mikils listamanns. Sannarlega verð-
launanna verð.“
Þetta verður að teljast í meira lagi
mótsagnakennd og tækifærissinnuð
skilgreining. Hér er talað um hlut-
gervingu þess „leyndardóms“, sem
málaralistin sé í eðli sínu um leið og
eftirgerð úr alþekktri myndasögu í
hrárri og allt að kauðskri útfærslu er
prísuð. Og maður hefur á tilfinning-
unni eftir lesturinn, að meira sé verið
að veita verðlaunin fyrir ævistarf
listamannsins en þessa ákveðnu
myndaröð.
Þá er einnig talað um andlega upp-
hafningu efniviðarins í rauðu mynd-
um Carolus Encells, framslátturinn
mjög í tísku, en hins vegar upphafn-
ing formsins, litarins og línunnar,
kjarni málverksins, út úr myndinni.
Dregið saman í hnotskurn og svo
litið sé til baka og fyrri sýninga, virð-
ist hugmyndafræðin óneitanlega
vega þyngra en sjálft málverkið, sem
verðlaunin eru þó kennd við og eiga
að lyfta hátt á stall. Framkvæmdinni
þannig ekki tekist að svara spurn-
ingunni um hvernig líta beri á fram-
sækið málverk með augum Norður-
landabúans, hans eigin augum síður
gegnum gleraugu listpáfa heimsins.
Okkur hollt að athuga hvernig Am-
eríkumenn líta á Parísarskólann og
öfugt, einnig Þjóðverjar og Englend-
ingar á list hinna og allir innbyrðis,
eigin list um leið. Hér eru menn ekki
að draga alfarið dám af hver öðrum,
síst að nudda sér upp við hver annan,
en list allra þessara þjóða hefur sín
auðkenni þrátt fyrir mjög svo auðsæ
innbyrðis áhrif í mörgum tilvikum.
Og þá hlýtur sú spurning að brenna
á, hver eru einkenni hins norræna
vettvangs og hvort ekki beri að leita
hans frekar en að auglýsa ósjálf-
stæði okkar andspænis listheimin-
um??
Ýmislegt er athugunarvert um
framkvæmd sýningarinnar og þann-
ig hefur mér frá upphafi gengið bág-
lega að skilja að fimm núverandi
safnstjórum núlista og fyrrverandi
forstöðumanni listamiðstöðvarinnar
í Svíavirki skuli falið það hlutverk að
veita verðlaunin. Hvað myndi verða
sagt ef forstjórar 6 helstu bókafor-
laga á Norðurlöndum kæmu saman
og úrskurðuðu hvað væri bitastæð-
ast í norrænum bókmenntum?
Óneitanlega dálítið einsleitur og
hlutdrægur hópur enda ekki allir
sáttir við þá skipan, ei heldur tilnefn-
ingaferlið. Eins og fram kemur til-
nefna þrjátíu „sérfræðingar“ í sam-
tíma norrænni myndlist hver fyrir
sig fimm listamenn sem að þeirra
áliti skara fram úr í málaralist í
heimalöndum sínum, frá Íslandi voru
það þrír og af þeim aðeins einn vígð-
ur og hliðhollur málverkinu. Hér má
jafnvel draga í efa að allir safnstjór-
arnir hafi nægilega yfirsýn til að
geta í það heila talist sérfræðingar á
norræna málaralist/myndlist, og
hvernig ætti slíkt að vera í ljósi van-
burða innri samskipta í löndunum.
Hvar sér stórsýningum norrænnar
myndlistar stað svo og samnorrænni
kynningar- og úgáfustarfsemi, hvar
er árlega norræna listkaupastefnan
Nokkrar hugleiðingar um
Carnegie-verðlaunin 2001
MYNDLIST
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn
Opið alla daga frá 11–13. Lokað mánu-
daga. Aðgangur ókeypis . Sýningarskrá/
bók 2.900 krónur. Til 3. mars.
NORRÆNT SAMTÍÐARMÁLVERK
„CARNEGIE ART AWARD 2001“
Jan Håfström: The Informer, Uppljóstrarinn, hluti af myndþrennu, olía á tréplötu.