Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 37
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 37 Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Auðbrekku 14, Kópavogi. Sími 544 5560 og 864 1445. Netfang: yoga@yogastudio.is Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og Oshadhi ilmkjarnaolíur www.yogastudio.is Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst þriðjudaginn 5. mars – Þri. og fim. kl. 20.00 Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á sinni eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Traust námskeið frá árinu 1994 – byggt á reynslu. Ásmundur fullnægi kröfum nútímans og auki lífsgæði borgarbúa án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Sjálf- bær þróun nær til allra þátta í skipu- lagi borgarinnar og hefur áhrif á lífs- gæði borgarbúa og mannlíf. Mark- mið um vistvæna borg lúta að megin áherslum um sjálfbæra þróun byggð- arinnar eins og að byggðaþróun og byggðamynstur miði að því að auka blöndun og þéttingu íbúða- og at- vinnusvæða borgarinnar, stuðli að skipulagningu á fjölbreyttum íbúða- hverfum, að lögð sé áhersla á vist- væna samgöngumáta og viðhald og verndun náttúrusvæða. Meginmarkmið Meginmarkmiðin í aðalskipulags- tillögunni, sem byggjast á framtíðar- sýninni, eru fjögur. Þau eru eftirfar- andi: Að stuðla að öflugu atvinnulífi: Á undanförnum áratugum hafa orðið miklar breytingar á vægi atvinnu- greina í þróaðri ríkjum. Iðnaðarsam- félagið hefur smám saman verið að víkja fyrir þjónustu- og hátæknisam- félaginu. Þessarar þróunar er farið að gæta á Íslandi, einkum í Reykja- vík og á höfuðborgarsvæðinu og sýnt að áfram verða verulegar breytingar á mikilvægi einstakra atvinnugreina. Í áætlunum sem unnar hafa verið fyrir samvinnunefnd um svæðis- skipulag höfuðborgarsvæðisins er gengið útfrá þeirri forsendu að störf- um í hátæknigreinum fjölgi um 700% til ársins 2024, verslunarstörfum fjölgi um 26% en fjöldi starfa í iðnaði haldist óbreyttur. Í þeim áætlunum er gengið útfrá því að landfrekari at- hafnir víki alfarið af svæðinu vestan Elliðaáa, að hafnasvæðunum undan- skildum, og á því svæði verið lögð höfuðáhersla á uppbyggingu hinna nýju atvinnugreina hátækninnar. Þessi stefna er í takt við þróun sem nú þegar er hafin í Reykjavík og er í takt við alþjóðlega þróun í skipulagi borga. Á grundvelli fyrrnefndra áætlana svæðisskipulags höfuðborgarsvæðis- ins er gert ráð fyrir að störfum fjölgi úr 72 þúsund störfum árið 1998 í 88 þúsund störf árið 2024 í Reykjavík, eða um 16 þúsund störf. Vegna breyt- inga á landnotkun og tilfærslu starfa má búast við því að byggja þurfi nýtt atvinnuhúsnæði fyrir um 18 þúsund störf. Um 70% atvinnuuppbyggingar mun eiga sér stað austan Elliðaáa. Að auka gæði byggðar: Umhverf- is- og búsetugæði ná bæði til mann- gerðs og náttúrulegs umhverfis, íbúalýðræðis og möguleika íbúa til þáttöku í ákvörðunum um umhverfi sitt. Lykilatriði í skipulagi einstakra hverfa hvað umhverfis- og búsetu- gæði varðar er sú vistfræðilega hug- myndafræði sem miðar að sjálfbærri þróun borgarumhverfisins sem felur m.a. í sér þéttleika, nálægð við þjón- ustu, öryggi umferðar, skjól, hljóð- vist, blöndun, félagslegt jafnvægi, íbúalýðræði og sveigjanleika og tengsl við opin svæði. Í þessu sam- hengi verða útbúnir skilmálar innan þriggja ára frá staðfestingu aðal- skipulagsins um þróun og uppbygg- ingu vistvænnar byggðar, gæði byggðar í íbúðarhverfum og á at- vinnusvæðum og mótun hönnunar- stefnu Reykjavíkur. Ritin verða leið- beinandi við deiliskipulagsgerð. Nokkurt ójafnvægi hefur ríkt á milli fjölda starfa og fjölda íbúa ef svæðin austan og vestan Elliðaáa eru borin saman. Til að stuðla að sjálf- bærri þróun borgarumhverfisins þarf að auka blöndun byggðar og ná fram auknu jafnvægi í dreifingu at- vinnusvæða og íbúðasvæða og skapa þannig aukin atvinnutækifæri nær íbúðahverfum. Blöndun byggðar dregur úr umferðarþörf og styttir vegalengdir á milli íbúða og verslun- ar-, þjónustu og atvinnu. Í aðalskipu- lagi er því gert ráð fyrir að störf dreifist betur um borgina og dregið verði úr aðskilnaði mannlegra at- hafna og stuðlað að fjölbreyttara borgarumhverfi. Það er markmið aðalskipulagsins að á hverjum tíma verði fjölbreytt framboð íbúðarsvæða og íbúðarhús- næðis, á nýjum svæðum jafnt og á þéttingarsvæðum og í fjölbýli jafnt og í sérbýli, sem taki mið af þörfum húsnæðismarkaðarins hverju sinni. Þá er lögð áhersla á að innan hvers skólahverfis verði fjölbreytt framboð húsagerða, minni og stærri íbúða, til að tryggja félagslega fjölbreytni. Að leggja áherslu á hagkvæma nýtingu lands og þjónustukerfa: Til að bæta landnýtingu og mynda sam- fellda byggð og draga úr útþynningu byggðar er gert er ráð fyrir tals- verðri uppbyggingu á byggðaþróun- arsvæðum innan þéttbýlissvæðisins á skipulagstímabilinu. Íbúafjöldi í borginni í upphafi ársins 2000 var um 110 þúsund sem þýðir að íbúaþétt- leiki í Reykjavík er um 17,47 íbúar á hektara. Framreikningur á fjölda íbúa í Reykjavík á skipulagstíma- bilinu sýnir að í upphafi ársins 2024 er íbúafjöldinn um 134 þúsund miðað við viðmiðunarspá og ný bygginga- svæði um 11 km² sem þýðir að innan þéttbýlisins verður íbúaþéttleiki um 20,49 íbúar. Þéttari borg eykur skilvirkni á margan hátt. Grunnkerfi borgarinn- ar, s.s. veitur og samgönguæðar, nýt- ast betur, landrými sparast og vega- lengdir styttast, grundvöllur fyrir almenningssamgöngur styrkist og stofn- og rekstrarkostnaður minnk- ar. Í tillögu sem unnin hefur verið fyrir samvinnunefnd um svæðis- skipulag höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir allt að 16.500 íbúðir byggist í Reykjavík á skipulagstíma- bilinu. Íbúðunum verður komið fyrir innan þéttbýlissvæðis borgarinnar. Mesta aukningin á sér stað austan Elliðaáa, eða um 12.000 íbúðir og um 4.500 íbúðir vestan Elliðaáa. Upp- bygging íbúða á skipulagstímabilinu á sér stað á nýjum svæðum, á end- urskipulögðum svæðum og á ein- stökum minni þéttingasvæðum innan núverandi byggðar. Talsverður munur er á þéttleika íbúðasvæða í borginni í dag, en al- mennt er þó þéttleikinn meiri vestan Elliðaáa. Nýjustu hverfi borgarinn- ar, Grafarholt og Staðahverfi, eru með meðaltalsþéttleika um 20 íbúðir á hektara. Í aðalskipulaginu er sett fram stefna um að auka þéttleika byggðar talsvert frá því sem þróunin hefur verið. Meðaltalsþéttleiki á nýj- um byggingasvæðum og þéttinga- svæðum verður því um 27 íbúðir á hektara brúttó, sem er talsverð aukning frá aðalskipulaginu 1996– 2016, þar sem gert var ráð fyrir að meðaltalsþéttleiki væri um 15–20 íbúðir á hektara. Aukinn þéttleiki byggðar er í takt við hugmyndir um sjálfbæra þróun borgarumhverfisins og þá staðreynd að hann stuðlar að hagkvæmari samgöngum og betri nýtingu lands og þjónustukerfa. Í þessu ljósi er einnig gert ráð fyrir að þétting byggðar hámarkist næst leið- um almenningsvagna á nýjum bygg- ingasvæðum og þar sem samþjöppun þjónustu í kjarna á sér stað. Að samgöngur verði skilvirkar, öruggar og vistvænar: Ferðavenjur í borgum grundvallast venjulega á því borgarskipulagi sem er við lýði og hefur skapast á löngum tíma. Skipu- lag landnotkunar, þéttleiki byggðar og gatnaskipulagið ráða mestu um hvaða ferðamátar verða ákjósanleg- astir þegar ferðast er innan borga. Reykjavík er ung borg sem fyrst og fremst hefur byggst upp á öld einka- bílsins. Á undanförnum fjórum ára- tugum hefur einkabíllinn verið þarf- asti þjóninn í samgöngum innan borgarinnar og hefur mikilvægi hans vaxið stöðugt á kostnað vistvænni ferðamáta. Að stuðla að breytingum á ferða- venjum er langtímaverkefni sem kallar á margþættar samhæfðar að- gerðir. Einn mikilvægasti þátturinn í slíkum aðgerðum eru nýjar áherslur í skipulagi byggðarinnar; að þétta byggðina, stuðla að blöndun land- notkunar og skipuleggja nýju hverfin með þarfir vistvænna ferðamáta að leiðarljósi. Þessir þættir munu fyrst og fremst hafa áhrif þegar til lengri tíma er litið og búa í haginn fyrir þró- aðri hágæða almenningssamgöngur. Sú aðgerð sem gæti haft mest áhrif á breyttar ferðavenjur þegar til skemmri tíma er litið, er aukinn for- gangur almenningsvagna í umferðar- kerfinu og aukin ferðatíðni á anna- tímum. Næsta sunnudag mun ég fjalla um nokkur helstu áherslumál í aðal- skipulagstillögunni. Höfundur er formaður skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkur. FRÉTTIR Á GÖTUM í Mýrdal er ennþá uppi- standandi gamalt hlóðaeldhús sem var byggt í kring um 1920 og notað fram til 1943 sem eldhús. Fyrst var þar eldað á hlóðum og kjöt reykt en síðast var komið þar fyrir eldavél. Eftir að hætt var að nota það til matseldar var kofanum breytt í kálfahús, en nú hefur það staðið ónotað í nokkur ár. Þegar fréttarit- ari var þarna á ferð var núverandi húsmóðir á Götum, Guðrún Ein- arsdóttir, að líta eftir kofanum en undanfarna daga hefur töluvert snjóað í Mýrdalnum. Bak við kof- ann er trjálundur sem var plantað í kringum 1950 og hafa trén dafnað vel. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Gamla hlóðaeldhúsið á Götum og Guðrún Einarsdóttir veður snjóinn. Öslar snjóinn við Götur Fagradal. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.