Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 21
vandasöm að þessu leyti. Alkunna
er að í Austur-Evrópu þykir hún
víða hafa leitt til þess að eignir al-
mennings voru afhentar fáum út-
völdum. Það eru margar freisting-
arnar fyrir þá sem koma nærri
þegar miklir fjármunir skipta um
hendur og sérstök ástæða fyrir
stjórnvöld að búa svo um hnútana
að hagsmuna almennings sé vel
gætt. Ella kann að verða trúnaðar-
brestur milli almennings og stjórn-
valda sem erfitt er að endurheimta.
Hættumerki
Einkavæðing Símans hefur verið
mjög til umræðu upp á síðkastið.
Það er ýmislegt sem staldra má við
í því sambandi sem bendir til að
hlutirnir hafi farið úr böndunum
eða að minnsta kosti hafi ekki verið
hugað nægilega að því að ferlið yrði
hafið yfir gagnrýni og að ekki liti út
fyrir að menn gætu misnotað að-
stöðu sína til að skammta sér fé.
Um ráðningarsamninginn við for-
stjórann er auðvitað ekki margt að
segja annað en það að fjárhæðirnar
sem hann fær við starfslok eru
ótrúlegar fyrir venjulegan íslensk-
an almenning þótt þær kunni að
vera smámunir í hinu alþjóðlega
viðskiptaumhverfi. Ekki bætir
heldur úr skák þegar fram hefur
komið hversu pólitísk þessi ráðning
var, þ.e. að ráðherra hafi talið sig
bundinn af loforði forvera síns til
viðkomandi einstaklings.
Varðandi greiðslur til stjórnar-
formannsins er ekki endilega skorti
á reglum um að kenna. Bæði hluta-
félagalög og lagaverk um opinbera
stjórnsýslu hafa að geyma reglur
sem eiga sér langa þróunarsögu að
baki og eiga að tryggja skýra
ábyrgð og gagnsæi. Síminn lendir
þarna milli skips og bryggju.
Stjórnarformaðurinn fær greiddar
milljónir á síðasta ári fyrir ráðgjaf-
arstörf umfram laun sín sem
stjórnarformaður. Hann réttlætir
það með því að segjast hafa þurft
að vinna svona mikið. Það kann
auðvitað að vera rétt í sjálfu sér.
Spurningin er samt hvort farið var
eftir settum reglum – reglum sem
eiga sér langa sögu og voru ekki
settar að ástæðulausu. Í 79. gr.
hlutafélagalaga segir að aðalfundur
ákveði árlega laun stjórnarmanna.
Tilgangurinn með því að fela aðal-
fundi þessa ákvörðun er auðvitað
að tryggja það að hluthafar hafi
eitthvað um málið að segja og þess-
ir hlutir séu dregnir fram í dags-
ljósið. Að öllu jöfnu er það aðal-
fundar að ákveða hvað felist í
stjórnarstörfum og hvernig beri að
greiða fyrir þau. Það er ekki venju-
legt fyrirkomulag að stjórnarfor-
maðurinn sendi reikning til eins
hluthafa (að vísu þess sem á allt
hlutaféð) án þess að stjórnin viti af
né að þetta sé gert opinbert á hlut-
hafafundi.
Það er merkilegt að lesa að Rík-
isendurskoðun, sem er endurskoð-
andi Landssímans, skuli hafa verið
höfð með í ráðum um fyrirkomlag
þessara greiðslna. Burtséð frá því
hvort þetta fyrirkomulag hafi stað-
ist eða ekki hlýtur að vera hæpið að
Ríkisendurskoðun stundi bæði ráð-
gjöf og endurskoðun ákvarðana
sem eru teknar á grundvelli þeirrar
ráðgjafar. Enginn getur verið dóm-
ari í eigin sök.
Þá er umhugsunarefni hvort
stjórn Landssímans bregðist ekki
eftirlitshlutverki sínu, hún virðist
til dæmis aldrei hafa kallað eftir því
að fá að sjá ráðningarsamning for-
stjórans. Getur verið að veik stjórn,
sbr. einnig gagnrýni fyrrverandi
formanns einkavæðingarefndar,
tengist því að hún er skipuð á póli-
tískum fremur en faglegum for-
sendum? Pólitísk íhlutun geri þann-
ig að verkum að apparat sem á að
gegna eftirlits- og aðhaldshlutverki
standi sig ekki sem skyldi.
Gagnsæi
Eins og fyrr segir er mjög mik-
ilvægt að leggja spilin á borðið til
þess að skapa traust og aðhald. Jó-
hanna Sigurðardóttir alþingismað-
ur beindi fyrirspurn til samgöngu-
ráðherra um launakjör fyrrverandi
forstjóra Landssímans. Samgöngu-
ráðherra neitaði að veita umbeðnar
upplýsingar með flóknum lagaleg-
um rökum. Niðurlag svars ráð-
herra er á þá lund að honum sé
hvorki skylt né heimilt að svara
fyrirspurninni. Er þá vísað til þess
að hann telji að upplýsingarnar geti
skaðað hagsmuni félagsins og þær
eigi því að fara leynt.
Þessi afstaða er ekki hafin yfir
gagnrýni. Í fyrsta lagi hlýtur það
að vera mat ráðherra fyrst og
fremst hvaða upplýsingar hann
veitir, skárra væri það ef það væri
ólöglegt að veita þjóðinni, eiganda
fyrirtækisins, upplýsingar um eign-
ina. Ráðherra hlýtur því að axla
pólitíska ábyrgð á því hverjar upp-
lýsingar hann kýs að veita og
hverjar ekki. Í öðru lagi eru sumar
spurningarnar þess eðlis að ekki er
með nokkru móti hægt að sjá
hvernig svar við þeim geti skaðað
hagsmuni félagsins. Til dæmis var
spurt, hvort laun og önnur starfs-
kjör sem samið var um í starfsloka-
samningnum væru greidd óháð því
hvort forstjórinn fyrrverandi tekur
við öðru starfi á gildistíma starfs-
lokasamningsins sem færi honum
sambærileg eða hærri laun en
starfslokasamningurinn kveður á
um. Fyrst búið er að upplýsa í fjöl-
miðlum hver fjárhæðin var í starfs-
lokasamningnum þá virka þessar
viðbótarupplýsingar ósköp mein-
leysislegar. Það má spyrja hvort sé
skaðlegra fyrir fyrirtækið að upp-
lýsingarnar komi fram eða að þeim
sé haldið leyndum.
Í þessu máli má því greina
ákveðin hættumerki. Hið sérkenni-
lega millibilsástand sem Síminn er í
er notað til þess að réttlæta að al-
mennar reglur eigi ekki við. Eftirlit
verður því veikara en ella og hætt-
an á því að menn misstígi sig meiri.
Hvað er til ráða til
lengri tíma litið?
Það má samt ekki gleyma því að
mjög mikið hefur gerst á síðustu
árum sem ætti að stuðla að því að
halda spillingu í skefjum. Má þar
nefna stofnun embættis umboðs-
manns Alþingis, aukið sjálfstæði
Ríkisendurskoðunar og setningu
stjórnsýslulaga, samkeppnislaga og
upplýsingalaga. Þá eru fjölmiðlar
sjálfstæðari og aðgangsharðari en
fyrr.
Það er að sjálfsögðu mikilvægt
að tekið sé á þeim dæmum um spill-
ingu sem upp koma. Ef menn þurfa
ekki að axla ábyrgð gjörða sinna er
engin ástæða fyrir aðra að halda
sig á mottunni. Ef afleiðingarnar
láta á sér standa er almenningur
skilinn eftir í þeirri trú að „þeir
standi hver vörð um annan og séu
sjálfsagt allir á kafi í einhverju mis-
jöfnu“. Í næstu viku verður einmitt
rætt á Alþingi utan dagskrár um
hvort máli forstöðumanna Þjóð-
skjalasafns og Þjóðmenningarhúss
eigi að teljast lokið með fullnægj-
andi hætti.
Á Alþingi liggja fyrir tillögur um
mótun siðareglna fyrir stjórn-
sýsluna. Þær geta vissulega hjálpað
til við að undirstrika til hvers sé
ætlast af opinberum starfsmönn-
um. Má nefna að Evrópuráðið hef-
ur nýlega samþykkt tilmæli til að-
ildarríkja um siðareglur fyrir
opinbera starfsmenn (sjá http://
www.greco.coe.int/docs/reccm
(2000)10e.htm).
Eins er vert að undirstrika til-
mæli GRECO-nefndarinnar um að
móta beri stefnu til að fyrirbyggja
spillingu. Sýnist ekki vanþörf á að
stjórnvöld beiti sér fyrir ítarlegri
úttekt á spillingu í íslenska stjórn-
kerfinu með það fyrir augum að
treysta lagarammann og herða eft-
irlit og aðrar fyrirbyggjandi að-
gerðir.
Höfundur er lögfræðingur á mann-
réttindaskrifstofu Evrópuráðsins.
Skoðanir sem kunna að koma fram í
þessari grein eru einvörðungu á
ábyrgð höfundar. Vinsamlegast
komið ábendingum um efni á fram-
færi við pall@evc.net.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 21
Stokkaðu upp fjármálin
- með hagstæðari lánum
X
Y
Z
E
T
A
/
S
ÍA
www.fr jals i .
Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.*
Vextir % 7,5% 8,5% 9,5% 10,5% 11,5%
5 ár 20.000 20.500 21.000 21.500 22.000
10 ár 11.900 12.400 12.900 13.500 14.100
15 ár 9.300 9.800 10.400 11.000 11.700
*Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið við í
Sóltúni 26, hringt í 540 5000 eða sent póst á frjalsi@frjalsi.is
Á auðveldan hátt geturðu samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar-
bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við
skammtíma bankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur
fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 15 ára gegn veði í fasteign.
Fasteigna- og framkvæmdalán Frjálsa fjárfestingarbankans eru einnig hentug
leið fyrir þá sem standa í húsbyggingum eða fasteignakaupum.