Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ óvíst væri hvort þær leiddu til nið- urstöðu, en ef samningar um sölu næðust væri hugsanlegt að Opin kerfi kæmu inn í málið á síðari stig- um. Hafa verður í huga að á sama tíma og Opin kerfi voru í þessum viðræð- um við ýmsa aðila um kaup á Lands- símanum var fyrirtækið að kaupa sænskt upplýsingatæki fyrirtæki fyrir 1.700 milljónir króna. Efasemd- ir voru uppi meðal sumra þeirra sem Frosti var í viðræðum við að Opin kerfi hefðu fjárhagslegan styrk til að kaupa stóran hlut í Landssímanum. Lífeyrissjóðirnir í viðræðum við TDC Af hálfu einkavæðingarnefndar hafði því verið lýst yfir að stefnan væri sú að velja einn aðila og ganga til viðræðna við hann um sölu á ráð- andi hlut. Það kom fram í viðræðum einkavæðingarnefndar og TDC að TDC hugsaði sér að eiga samstarf við íslenska lífeyrissjóði um kaupin. Viðræðurnar komust aldrei á það stig að upplýst væri nákvæmlega hvernig fyrirtækið ætlaði sér að standa að slíku samstarfi, fyrst og fremst vegna ágreinings um verðið. Það er ekki að ástæðulausu að TDC lét það koma fram í viðræðunum við einkavæðingarnefnd að íslenskir líf- eyrissjóðir yrðu hugsanlega með í kaupunum. Í nóvember á síðasta ári átti fulltrúi TDC fund með fram- kvæmdastjórum nokkurra af stærstu lífeyrissjóðum landsins þar sem rætt var um hugsanleg kaup á Landssímanum. Fundurinn var haldinn að frumkvæði TDC. Fund- urinn var eins konar kynningarfund- ur þar sem TDC lýsti þeim hug- myndum sem fyrirtækið var með varðandi kaup á Símanum, en einnig var fjallað almennt um stöðu máls- ins. TDC óskaði eftir að fá að vera áfram í sambandi við lífeyrissjóðina ef viðræður við einkavæðingarnefnd kæmust á það stig að líklegt væri að samningar um sölu tækjust. TDC mun í viðræðunum við einka- væðingarnefnd ekki hafa lýst sig ósammála verðmatinu á Landssím- anum. Hins vegar sögðu stjórnendur TDC að þeir væru ekki tilbúnir að kaupa hlutabréfin á genginu 5,75 og nefndu gengi á bilinu 5–5,25 sem eðlilegra kaupverð. Afstaða TDC byggist á því að fyrirtækið vildi inn- heimta strax nokkurn hagnað með kaupunum með því að kaupa á verði sem var nokkuð undir verðmæti þess. Einkavæðingarnefnd átti einnig í viðræðum við bandaríska fjárfest- ingasjóðinn Providence Equity Partners Inc. Stjórnendur sjóðsins voru tilbúnir til að greiða uppsett verð fyrir Landssímann og sýndu því meira að segja áhuga að kaupa enn stærri hlut, en á móti settu þeir margvíslega fyrirvara og skilyrði fyrir kaupunum sem voru algerlega óaðgengileg að mati einkavæðingar- nefndar. Að mati nefndarinnar þýddu skilyrðin í reynd að ríkið fengi ekki nema 4–4,5 fyrir hlutabréfin. Viðræðurnar við Providence leiddu því ekki til samkomulags og hefur þeim í raun verið slitið. Hafa ber í huga að TDC og Prov- idence eru mjög ólíkir aðilar. TDC er stærsta fjarskiptafélag Danmerkur. Kaupin á Landssímanum voru af hálfu stjórnenda TDC hugsuð sem langtímafjárfesting. Providence er hins vegar fjárfestingasjóður og af hálfu fyrirtækisins voru kaupin miklu frekar hugsuð sem skamm- tímafjárfesting. Að mati einkavæð- ingarnefndar var líklegast að sjóð- urinn ætlaði sér að eiga hlutabréfin í Landssímanum í 5–7 ár og selja þau síðan með hagnaði. Þannig starfi fjárfestingasjóðir eins og Provid- ence. Þórarni sagt upp störfum Innan einkavæðingarnefndar gerðu menn sér grein fyrir því að samtöl höfðu átt sér stað milli Frosta Bergssonar og erlendu aðilanna. Í nefndinni voru uppi grunsemdir um að Þórarinn V. Þórarinsson væri beint og óbeint þátttakandi í ráða- bruggi þessara aðila um að yfirtaka Landssímann. Frosti og Þórarinn höfðu átt í við- skiptum fyrir hönd Opinna kerfa og Símans. Þeir stofnuðu saman fyrir- tækið Grunn gagnalausnir eins og áður er rakið. Þeir stóðu líka fyrir fjárfestingum í fyrirtækinu IPBell. Kunningsskapur var með Þórarni og Henning Dyremose, forstjóra TDC. Þórarinn bauð Dyremose m.a. í lax- veiðar á Íslandi sumarið 2000 og saman gengu þeir á fund einkavæð- ingarnefndar þar sem sala Lands- símans var rædd. Grunsemdir um að Þórarinn væri beint eða óbeint að vinna að sölu Landssímans í félagi við Frosta Bergsson áttu sinn þátt í að grafa undan trausti lykilmanna í ríkis- stjórninni í hans garð. Um það hafði verið rætt að Þór- arinn kæmi aftur til starfa þegar bú- ið væri að ná samningum við kjöl- festufjárfesti. Þórarinn taldi að ef tækist að selja væru allgóðar líkur á að hann settist aftur í forstjórastól- inn. Af hálfu stjórnvalda var því einnig haldið opnu að hann kæmi aft- ur til starfa. Stjórn Landssímans hafði með samþykki samgönguráð- herra gert fimm ára ráðningarsamn- ing við Þórarinn og menn gerðu sér grein fyrir þeim pólitísku óþægind- um sem það hefði í för með sér að reka forstjórann og borga honum laun út samningstímann, samtals um 37 milljónir. Traust stjórnvalda í garð Þórarins var hins vegar ekki lengur fyrir hendi og 13. desember var tilkynnt opinberlega að hann myndi láta af störfum. Því hefur verið haldið fram að er- lendu aðilarnir sem stóðu í viðræð- um um kaup á Landssímanum hefðu lýst yfir stuðningi við að Þórarinn viki. Það er algeralega rangt hvað varðar TDC sem hafði áhuga á að hann yrði þarna áfram. Sumir nefnd- armenn í einkavæðingarnefnd voru heldur ekki of hrifnir af yfirlýsingum samgönguráðherra og stjórnarfor- manns Símans um að nefndin hefði lagt blessun sína yfir brottrekstur- inn. „Bindandi tilboð“ í Landssímann Nokkrir viðmælendur Morgun- blaðsins hafa gagnrýnt þær fréttir sem komu frá einkavæðingarnefnd um gang viðræðna við kjölfestufjár- festa. 26. nóvember sendir nefndin frá sér yfirlýsingu um að sala hluta- fjár í Landsímanum til kjölfestufjár- festis miði vel áfram. Í lok tilkynn- ingarinnar segir: „Ósk hefur nú komið fram frá þátttakendum í þess- um síðasta áfanga söluferilsins að skilafrestur bindandi lokatilboða verði framlengdur og hefur fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu ákveðið að veita frest til 7. desember nk.“ 8. desember sendir einkavæðing- arnefnd frá sér nýja yfirlýsingu. Fyrirsögn hennar er: „Bindandi til- boð í Landssíma Íslands hf.“ Í til- kynningunni sagði: „Frestur til að skila inn lokatilboðum í svokallaðan „kjölfestuhlut“ í Landssíma Íslands hf. rann út kl. 18 í gær. Um er að ræða 25% hlut og heimild til að kaupa 10% til viðbótar á næsta ári. Þrír aðilar voru valdir á grundvelli óbindandi tilboða til að taka þátt í þessum síðasta hluta söluferilsins. Tvo tilboð bárust og mun fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu fara yfir tilboðin á næstu dögum. Til- boðin eru frá TeleDanmark í Dan- mörku og bandaríska fjárfestingar- sjóðnum Providence, sem m.a. er stærsti hluthafi Eircom á Írlandi. Tilboðin fela í sér þrjá efnisþætti, þ.e.a.s. verð, lýsingu á áformum um áherslur í rekstri og mögulega kosti samlegðaráhrifa í samstarfi Símans við önnur símafyrirtæki. Frekari upplýsingar um innihald tilboðanna verða ekki veittar fyrr en að loknum viðræðum við bjóðendur.“ Athyglisvert er að í tilkynning- unni sjálfri er talað um „óbindandi tilboð“ en í fyrirsögn fréttarinnar er talað um „bindandi tilboð“. Þessi til- kynning mun hafa farið illa í for- svarsmenn TDC sem óskað höfðu eftir því að ekki yrði gefin út yfirlýs- ing sem skilja mætti á þann veg að fyrirtækið hefði sent inn bindandi tilboð. Hlutabréf í Landssímanum voru skráð á Tilboðsmarkaði Verðbréfa- þingsins í lok september en þá lýstu stjórnvöld því jafnframt yfir að ríkið væri tilbúið að selja á genginu 6,1, en í útboðssölunni, sem skilaði ekki þeim árangri sem menn höfðu vonast eftir, var miðað við gegnið 5,75. Ekki voru mikil viðskipti með hlutabréf í félaginu til að byrja með. Þó fóru fram viðskipti á genginu 6 og 6,05 í byrjun desember. Tilkynning einka- væðingarnefndar, sem var eins og áður segir undir fyrirsögninni „Bindandi tilboð í Landssíma Ís- lands hf.“ var birt á Verðbréfa- þinginu 10. desember og 12. desem- ber eiga sér stað viðskipti í Símanum á genginu 6,3. TDC kom ekki með bindandi tilboð í Símann Augljóst er að markaðurinn taldi sig fá upplýsingar sem bæri að meta á þann hátt að góðar líkur væru á að samningar um sölu tækjust. Þær gengu hins vegar ekki eftir eins og kunnugt er og síðustu viðskipti sem átt hafa sér stað með hlutabréf í fyr- irtækinu voru á genginu 5,15. „Sannleikurinn er sá að TeleDan- mark gerði aldrei neitt bindandi til- boð í Símann. Miklu nær væri að lýsa því sem kom frá fyrirtækinu sem viljayfirlýsingu um frekari viðræð- ur,“ sagði einn heimildarmanna blaðsins. Afstaða einkavæðingarnefndar er sú að tilboðin hafi ekki verið bind- andi eins og raunar komi fram í til- kynningunni. Alltaf hafi legið fyrir að áfram þyrfti að ræða við kjöl- festufjárfesta um margvísleg skil- yrði fyrir sölu, m.a. um áform rík- isins um frekari sölu, þriðju kynslóð farsíma o.s.frv. Engin leið hafi verið að segja til um hvort samningar tækjust þótt þessi tilboð hafi borist. Athygli Fjármálaeftirlitsins hefur verið vakin á þessari yfirlýsingu einkavæðingarnefndar frá 8. desem- ber. Engar upplýsingar fengust frá Fjármálaeftirlitinu um hvort þetta mál væri til sérstakrar skoðunar. Áform ríkisstjórnarinnar um stærstu einkavæðingu sem ráðist hefur verið í hér á landi, þ.e. sölu Landssímans, hafa ekki gengið eftir. Fátt bendir til þess að það sé neitt að draga úr þeim pólitíska hamagangi sem staðið hefur fyrirtækið. Tillaga formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um að kannað verði hvort Orkuveitan geti keypt stóran hlut í Símanum sýnir að Síminn mun enn um sinn verða pólitískt bitbein. Margir urðu til að tortryggja samstarf Þórarins V. Þórarinssonar, forstjóra Símans, og Frosta Bergssonar, stjórnarfor- manns Opinna kerfa. Myndin er tekin þegar tilkynnt var um kaup Landssímans, FBA og Opinna kerfa hf. í alþjóðlegu fjar- skiptafyrirtæki, @IPbell. Sú fjárfesting endaði með ósköpum því allt hlutaféð tapaðist á skömmum tíma. Frá vinstri: Frosti Bergsson, Þórarinn V. Þórarinsson og Bjarni Ármannsson, þáverandi forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. egol@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.