Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 23
gerólíkir okkur, og þegar við fáum starfsumsókn frá svarthærðum múslima, sem heitir Ali og er fæddur í Tyrklandi, springur mælikvarðinn sem við notum til að bera okkur sam- an við aðra. Hann á ekki möguleika á starfinu, hversu hæfur sem hann kann að vera að öðru leyti.“ Samtökin Nydansker eru einka- rekin og voru stofnuð af starfs- mannastjórum nokkurra danskra fyrirtækja, sem vildu auka hlut inn- flytjenda á vinnumarkaðnum. Møll- er-Hansen segir um 10-15% danskra fyrirtækja njóta ráðgjafar samtak- anna, sem hjálpa þeim að ráða út- lendinga til starfa, miðla upplýs- ingum og fræðslu til annarra starfsmanna og greiða úr vanda- málum sem komið geta upp á vinnu- stöðum vegna fordóma og menn- ingarárekstra. Samtökin reka starfsmiðlun á netinu, þar sem áhugasamir atvinnurekendur geta fundið starfsfólk af erlendum upp- runa. Nafnbreyting leiddi til atvinnuviðtala Mikil athygli hefur vaknað á at- vinnumálum innflytjenda í kjölfar breytinganna á reglunum um málefni útlendinga, og hafa fjölmiðlar rakið sögur af tilraunum nokkurra innflytj- enda til að finna sér störf við hæfi. Einn þeirra er svo ólánsamur að nafn hans hefur aðra merkingu á dönsku en tyrknesku, og atvinnurekendur hafa sýnt takmarkaðan áhuga á að ráða Turgut Satan til sín sem vél- stjóra. Annar breytti nafni sínu úr Esfandyar Pourkhomami í William Vilhelmsen eftir að hafa fengið meira en 300 synjanir um störf sem kerf- isfræðingur. Nafnbreytingin varð til þess að atvinnurekendur tóku allt í einu að kalla hann í viðtöl, en urðu augsýnilega fyrir vonbrigðum þegar umsækjandinn reyndist íranskur að ætt og uppruna. Umfjöllunin kom Vilhelmsen þó til góða, því forstjóri fyrirtækis nokkurs skammaðist sín svo fyrir hönd landa sinna eftir lestur greinarinnar, að hann ákvað að bjóða kerfisfræðingnum starf. Satan fékk á endanum vinnu sem ruslakarl. Aðstæður innflytjenda á Íslandi eru mörgu leyti ólíkar því sem verið hefur í Danmörku, einkum vegna þess að mikil eftirspurn hefur verið eftir vinnuafli á Íslandi og flestir inn- flytjendur koma til landsins í þeim tilgangi að vinna. Málefni innflytj- enda á Íslandi og aðlögun þeirra að samfélaginu verða þó eitt af aðal- verkefnum þeirra sem starfa að ís- lenskum vinnumarkaðsmálum á næstu árum, að mati Ástu S. Helga- dóttur, lögfræðings hjá íslenska fé- lagsmálaráðuneytinu. „Íslenskur vinnumarkaður hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum,“ segir Ásta. „Samfélagið hefur breyst að því leyti að mikill fjöldi út- lendinga sem hingað hefur komið í atvinnuskyni dvelst hér nú um lengri tíma eða sest hér jafnvel að til fram- búðar. Það er því nauðsynlegt fyrir Íslendinga að þetta fólk aðlagist ís- lensku samfélagi til að koma í veg fyrir fordóma og mismunum.“ Hún segir ýmis konar þjónustu í boði til að tryggja farsæla sambúð ólíkra menn- ingarheima á Íslandi, einkum í Fjöl- menningarsetrinu á Ísafirði og Al- þjóðahúsinu í Reykjavík. Einnig sé lögð mikil áhersla á starfstengda ís- lenskukennslu fyrir innflytjendur. Bertel Haarder, innflytjendamála- ráðherra, segir að ófarir innflytjenda í Danmörku megi að miklu leyti rekja til þess að Danir hafi kinokað sér við því að kalla hlutina sínum réttu nöfn- um. „Við ræðum kannski málefni inn- flytjenda fram og til baka, en erum svo velviljuð að við veigrum okkur við því að gera nokkrar kröfur. Innflytj- endurnir geta ekki túlkað þetta sem annað en afskiptaleysi. Hvers vegna ættu þeir að fá sér vinnu, þegar þeir fá hvort sem er peninga fyrir að gera ekki neitt? Mér finnst í lagi að gera sanngjarnar kröfur til innflytjend- anna, svo við getum hjálpast að við að leysa þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Haarder. Erik Bonnerup, formaður hug- myndabankans um málefni innflytj- enda, tekur í sama streng, en leggur áherslu á að vinnumarkaðurinn verði að koma til móts við þarfir innflytj- endanna og þjóðfélagsins í heild. „Við gerðum þau grundvallarmistök í upp- hafi að tala ekki opinskátt um hlut- ina,“ segir Bonnerup. „Í stað þess að leggja áherslu á að koma innflytjend- unum út í samfélagið og á vinnu- markaðinn, ríkti þegjandi samþykki um að gera sem best við þá, veita þeim allan stuðning sem hugsast gat, og láta þá lifa af bótum. Þetta var mesti bjarnargreiði sem hægt var að gera fólkinu. Það einangraðist, glat- aði sjálfsbjargarviðleitninni og festist í þeim félagslegu gildrum sem fylgja langtíma atvinnuleysi. Í dag stöndum við frammi fyrir því að þurfa að út- vega 60.000 innflytjendum störf. Verkefnið væri ekki svona yfirþyrm- andi ef það hefði hafist fyrir fimm ár- um. Þegar mælirinn loks fylltist voru vandamálin orðin afar umfangsmikil, og höfðu bitnað á þúsundum innflytj- enda. Þá varð umræðan auðvitað geysilega neikvæð, og hinar skerandi raddir á öfga-hægrivængnum fengu góðan hljómgrunn,“ segir Bonnerup. Undantekninga á reglum um lágmarkslaun Hugmyndabankinn um málefni innflytjenda hefur sett fram ýmsar tillögur um hvernig hægt sé að greiða braut fólks af erlendum uppruna inn á danskan vinnumarkað, m.a. með því að slaka á ströngum menntunar- kröfum, gera vinnustaði að vettvangi fyrir dönskukennslu í stað málaskól- anna, og leyfa atvinnurekendum að gera undantekningar á reglum um lágmarkslaun þegar þeir ráða út- lending til starfa. Síðastnefnda tillag- an hefur vakið mikið uppnám og harðorð viðbrögð innan dönsku verkalýðshreyfingarinnar, sem bendir á að það geti varla orðið til að bæta andrúmsloftið gagnvart inn- flytjendum á vinnustöðum ef þeir fá að undirbjóða aðra starfsmenn. Erik Bonnerup fullyrðir á móti að grípa þurfi til róttækra aðgerða til að opna vinnumarkaðinn fyrir innflytj- endum. „Margir Danir eru hikandi við að vinna með innflytjendum, en þegar útlendingur kemur á vinnustað eru viðhorfin yfirleitt fljót að breyt- ast og tortryggnin gufar upp. Stærsti vandinn er sá að allt atvinnulífið er fremur ósveigjanlegt gagnvart fólki sem er ekki sprottið úr dönsku um- hverfi, það fær ekki nám sitt metið og er álitið verri starfskraftur vegna takmarkaðrar dönskukunnáttu sinn- ar.“ Bonnerup bætir við að dönsk stjórnvöld, atvinnurekendur og al- menningur þurfi að læra að treysta innflytjendum. „Ég ræddi nýlega við flóttamann, sem hafði verið á hrakn- ingi í mörg ár, alltaf með lögregluna á hælunum. Hann hafði gengið einn síns liðs yfir eyðimerkur, klifið fjöll, gerst laumufarþegi á skipi, komist í flugvél og farið huldu höfði í ýmsum löndum, og komst loksins til flugvall- arins í Kastrup. Þar gaf hann sig fram við yfirvöld, og viti menn – það þurfti tvo félagsráðgjafa til að fara með honum í leigubíl í flóttamanna- athvarfið. Maðurinn var gáttaður á þessu – hann var búinn að leggja hálfan heiminn og ótrúlegar hættur að baki, og hér var honum ekki treyst til að taka leigubíl,“ segir Bonnerup. „Mér finnst þetta góð dæmisaga um það hvernig við sviptum útlendinga allri ábyrgð, trausti og sjálfsvirðingu um leið og þeir koma til landsins.“ Ashrad Mehmood hefur ekki glat- að sjálfsvirðingunni, en hann er orð- inn þreyttur á því að vera ævinlega hafnað. „Ég veit ekki hvers vegna ég fæ ekki vinnu,“ segir hann. „Mig grunar stundum að það sé vegna þess að ég er orðinn svo gamall – ég er orðinn þrítugur og það er hár aldur í tölvugeiranum. Ég vil helst ekki hugsa um að það sé vegna þess að ég er frá Pakistan, því þá missi ég alveg móðinn.“ Mehmood á sér draumastarf. Hann vildi helst af öllu vinna við vef- síðu danska ríkisútvarpsins, því þangað komst hann einu sinni í starfsnám og kunni vel við sig. Hann segist samt taka hvaða starfi sem er fegins höndum. Hann fylgist vel með atvinnuauglýsingunum og sækir um allt sem honum finnst koma til greina. Systir hans, Anjam Parveen, tekur af borðinu á meðan hann talar, og kemur aftur með kúfað fat af sætum kökum og marglitu sælgæti. Mehm- ood lítur á klukkuna, það er orðið áliðið. Hann þarf að fara að vinna, og leigubíllinn bíður. Höfundur er blaðamaður, búsett í Danmörku. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 23 Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 Næg bílastæði, Bílastæðishúsið Bergstaðir. Ekkert stöðumælagjald um helgar PS. Þú getur sparað þér sporin! Opnum kl. 6.00 Heimsendingarþjónusta, símar 561 3030 og 551 9090 Konudagsblómaúrvalið er hjá okkur Kvöldverður á Naustinu fylgir konudags- blómvendinum frá okkur Einnig óvæntur glaðningur frá Snyrtivöruversluninni Hamingjuóskir á konudaginn! Í tilefni konudagsins bjóðum við þér að borða á Naustinu. Með kveðjuValur og Binni Gildir út Góuna, alla daga, lau. og sun. fyrir kl. 20 2 fyrir 1 Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Einstök 12 daga listmenningarferð í tilefni 20 ára afmælis félagsins til ÍTALÍU 27. júní til 9. júlí. Sérkjör, stórlækkað verð fyrir félagsmenn, gilda aðeins ef staðfestar pantanir berast fyrir 15. mars nk. Tilhögun: Beint flug til VERONA. Möguleiki á stærstu óperusýningu heims í Arenunni í ferðalok. Skoðun og saga mestu listfjársjóða heimsins í MILANO, PARMA, BOLOGNA, PISA, SIENA, FLORENS, PADUA, FENEYJUM OG TRIESTE. Fyrsta ferð af þessu tagi til að kynnast hátindum heims- menningar. Gisting á völdum hótelum m. morgunv. - aðrar ódýrar máltíðir valfrjálsar. - Beint heimflug frá Verona. Leiðsögn listfróðra manna. FARARSTJÓRN Ingólfs Guðbrandssonar, en Ítalíuferðir hans hafa áunnið sér sérstakan sess sem einstakir listviðburðir. AÐEINS 30 SÆTUM ÓRÁÐSTAFAÐ! KYNNING: Að loknum tónleikum Schola cantorum í Hallgrímskirkju kl. 20.00 í kvöld, hefst kynning á LISTAFERÐINNI í Safnaðarsal kirkjunnar kl. 21.15. Aðgangur öllum heimill, meðan rúm leyfir. Kynningin stendur í 45 mín., þar sem Ingólfur Guðbrandsson ferðafrömuður og listamaður mun rekja ferðalagið frá degi til dags í máli og myndum. Ókeypis aðgangur. Hægt er að panta sæti í ferðina í lok kynningar. Sjá ennfr. áætlun: Fagra veröld 2002 Að tilhlutan Listvinafélags Hallgrímskirkju Listatöfrar Ítalíu Listvinafélag Hallgrímskirkju Florens við Arno, höfuðborg lista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.