Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 33
g
g
á
r
u
r
á
í
m
r
n
g
r
n
n
i
g
á
u
n
r
–
u
a
a
a
n
g
a
d
g
r
u
r
a
n
r
m
r
t
a
i
a
t
a
i
n
g
r
í
í
á
r
framleiðslu um 30%. Þessi jafni hagvöxtur í
Bandaríkjunum hafi mjög afgerandi þýðingu því
að ekki sé nóg með að hann hafi hjálpað til við að
koma böndum á verðbólgu, heldur hafi hann í
för með sér að nú sé hlutfallslega minni kostn-
aður fyrir Bandaríkin að verja þessum svimandi
upphæðum til varnamála en var á tímum Ron-
alds Reagans á níunda áratugnum. Árið 1985
hafi fjárlög til varnarmála til dæmis numið 6,5%
af vergri þjóðarframleiðslu og töldu þá margir
að þar lægi rótin að fjárlaga- og efnahagsvanda
Bandaríkjamanna á þeim tíma. Árið 1998 hafi
hlutfall þess fjár, sem varið var til varnarmála,
verið komið niður í 3,2% af þjóðarframleiðslu og
væri sennilega svipað nú. Bandaríkjamenn fari
sem sagt létt með að viðhalda stöðu sinni.
Forysta á öllum
sviðum
Þá bendir Kennedy á
að forysta Banda-
ríkjamanna nái ekki
aðeins til hermála.
45% af allri umferð á Netinu sé í Bandaríkj-
unum, þrír af hverjum fjórum Nóbelsverðlauna-
höfum í vísindum, hagfræði og læknisfræði
stundi rannsóknir sínar í Bandaríkjum, þar séu
orðnir til á milli 12 og 15 háskólar, sem séu svo
öflugir í rannsóknum að háskólar annars staðar,
hvort sem það sé Oxford, Sorbonne, Tókýó eða
München, hafi verið skildir eftir. Stærstu bank-
ar og fyrirtæki séu í bandarískum höndum og
veldi bandarískrar menningar sjáist í útbreiðslu
tungunnar, sjónvarpsþátta og bíómynda, áhrif-
um á unglingamenningu og hvert straumur
stúdenta liggi. Allt beri að sama brunni.
Ef mönnum var ekki ljós yfirburðastaða
Bandaríkjamanna fyrir, þá hlýtur hún að vera
það nú og ekkert bendir til þess að á því verði
breyting í bráð. Það er ekki auðvelt fyrir Banda-
ríkjamenn að fara með þetta vald. Hinn almenni
borgari furðar sig á andúð í garð Bandaríkja-
manna og fær ekki skilið að hryðjuverkamenn
vilji láta reiði sína bitna á þeim. En vald er ekki
sama og vinsældir og Bandaríkjamenn geta ekki
ætlast til að þeir fái að ráða öllu og njóta vin-
sælda og virðingar á öllum vígstöðvum um leið.
Það er hins vegar ekki einfalt fyrir önnur ríki
heims að athafna sig við þessar aðstæður og get-
ur verið erfitt fyrir ríki með glæstar vonir og
volduga fortíð að sætta sig við þá stöðu að aðeins
eitt heimsveldi ráði lögum og lofum. Í Rússlandi
eru til dæmis sterk öfl, sem eiga mjög erfitt með
að sætta sig við þá niðurlægingu að hafa á tíu ár-
um breyst úr heimsveldi í hálfgert þróunarríki á
mörgum sviðum. Þá hefur enn sýnt sig hversu
auðsært stolt Frakka getur verið. Raunar hafa
leiðtogar helstu Evrópuríkja gagnrýnt Banda-
ríkjamenn undanfarið og sumir harkalega.
Javier Solana, æðsti embættismaður Evrópu-
sambandsins í utanríkis- og varnarmálum, fékk
það erfiða verkefni að samræma stefnu ríkja
ESB gagnvart hinu særða ofurveldi eftir 11.
september. Í samtali við dagblaðið Wall Street
Journal Europe fyrr í þessum mánuði var hann
spurður hvort sú gagnrýni Evrópuríkja, að
bandarísk utanríkisstefna væri blanda af ein-
hliða aðgerðum og einangrunarhyggju, ætti við
rök að styðjast um þessar mundir: „Eftir 11.
september óttast ég ekki einangrunarhyggju. Ef
eitthvað verðum við nú vör við það að þeir fari
fremur sínu fram einhliða á alþjóðavettvangi og
myndi sín eigin bandalög án þess að nota fjöl-
þjóðlegar stofnanir. Heimspeki ESB er frekar
marghliða nálgun. Þegar maður finnur að maður
er veikur fyrir reynir maður að verjast, en einn-
ig að skapa tengsl við aðra.“
Solana kveðst í viðtalinu telja að heimurinn sé
svo flókinn að nauðsynlegt sé að hafa stofnanir,
sem séu marghliða í eðli sínu: „Ég er í sam-
tökum þar sem ekkert er ákveðið með meiri-
hluta, heldur verður að vera samstaða. En það
er fegurð hins flókna. Í þessari hnattvæddu ver-
öld er algert grundvallaratriði að búa til banda-
lög og ná samstöðu.“
Ágreiningur
eftir stefnu-
ræðu
Gagnrýni á Bandarík-
in hefur verið að
aukast undanfarið.
Ákveðin kaflaskil
urðu í umræðunni eft-
ir hryðjuverkin þegar
George Bush flutti stefnuræðu sína og spyrti
saman Íran, Írak og Norður-Kóreu með því að
kalla ríkin þrjú „öxulveldi hins illa“. Þessi upp-
stilling hefur víða mælst illa fyrir og reyndist
meira að segja erfitt að fá skýringar á þessari
vísun í bandalag Þjóðverja, Japana og Ítala í
heimsstyrjöldinni síðari í herbúðum forsetans.
Mátti helst ætla að hér hefði verið um mælsku-
bragð að ræða ætlað fyrir heimamarkað. Í það
minnsta er erfitt að sjá hvað þessi ríki eiga sam-
eiginlegt. Íranar og Írakar hafa verið svarnir
fjendur og háðu blóðuga styrjöld á níunda ára-
tug síðustu aldar. Margir hafa bent á að um
þessar mundir sé viðkvæm staða í Íran þar sem
takast á hófsöm öfl undir forystu Mohammads
Khatamis forseta og harðlínumenn undir stjórn
Alis Khameinis erkiklerks. Í þeirri baráttu hefur
Khatami haft fólkið með sér, en Khameini vald-
ið. Þegar hryðjuverkin voru framin mátti finna
nokkra samúð með Bandaríkjamönnum í Íran.
Þegar haldið var upp á afmæli byltingarinnar í
Íran um miðjan mánuðinn – nokkrum dögum
eftir stefnuræðu Bush – mátti hins vegar greina
gagngera breytingu frá byltingarafmælum
undanfarinna ára. Að þessu sinni fór fólk ekki út
á götu fyrir siðasakir eins og verið hefur heldur
til að fordæma Bandaríkin og Bush og sögðu
sjónarvottar að hugur hefði fylgt máli. Norður-
Kórea hefur verið einangruð að undanförnu og í
Suður-Kóreu þar sem reynt hefur verið að brúa
bilið milli ríkjanna með ýmsu móti undanfarið
hraus mönnum hugur við þessari skilgreiningu
og töldu hana ekki hjálpa til.
Bill Clinton, forveri Bush, kom fram á efna-
hagsráðstefnunni, sem kennd er við Davos í
Sviss, en var að þessu sinni haldin í New York
og þótt hann léti sem hann vildi ekki gagnrýna
eftirmann sinn mátti heyra að hann áttaði sig
ekki á orðum forsetans. Clinton sagði að hann
sæi eftir því að hafa ekki klárað þá samninga,
sem voru hafnir við Norður-Kóreu, en hann átti
þess kost á sama tíma að reyna til þrautar að
knýja fram samkomulag milli Ísraela og Palest-
ínumanna. Honum tókst ekki að ná fram sáttum
milli Ehuds Baraks og Yassers Arafats og
vannst síðan ekki tími í embætti til að ljúka
samningum við Norður-Kóreu. Þar hefði Bush
hins vegar fengið tækifæri, sem aðeins þurfti að
reka á smiðshöggið, en látið það sér úr greipum
ganga. Bush fékk að heyra að í Suður-Kóreu eru
margir þeirrar hyggju að hann hafi gengið of
langt þegar hann kom þangað í opinbera heim-
sókn í vikunni.
Það er engin spurning að sú eining, sem ríkti
milli Bandaríkjanna og Evrópu eftir hryðjuverk-
in 11. september, er ekki lengur til staðar. Í
New York Times var því haldið fram í vikunni að
það syði á Evrópu af bræði vegna einleiks
Bandaríkjamanna í alþjóðamálum. Þetta hafi
komið í ljós vegna Afganistans og yfirlýsinga
Bandaríkjamanna um að þeir gætu látið stríðið
gegn hryðjuverkum beinast gegn Írökum sem
beri því vitni að þeir séu reiðubúnir til að fara
sínu fram án tillits til afstöðu bandamanna sinna
í Evrópu. Í afstöðu Evrópuríkjanna gæti einnig
sárinda yfir því að boðum um hernaðarlegt
framlag hafi verið hafnað og það ekki alltaf kurt-
eislega. Í Evrópu gerðu menn sér í upphafi í
hugarlund að herförin á hendur hryðjuverkum
yrði sameiginlegt verkefni, en í ljós hafi komið
að Bandaríkin vilji fara sínu fram og aðrir eigi
að sitja og standa eins og þeim þóknist. Sagt
hefur verið að fyrir 11. september hafi Banda-
ríkin og Evrópa verið að þróast hvort í sína átt-
ina en nú geti ágreiningurinn endað með hvelli.
Svo hart hafa menn kveðið að orði að Solana sá
ástæðu til að draga fram gula spjaldið og segja
að það þyrfti að sýna þroska beggja vegna
borðsins: „Þetta samband er of mikilvægt til að
við eða þið getum leikið okkur að því.“
Af hverju gildir
eitt um Rússa
en annað um
Íran?
Chris Patten, sem fer
með utanríkismál hjá
Evrópusambandinu,
sagði í samtali í vik-
unni að menn yrðu að
gera sér grein fyrir
því að Íran, Írak og
Norður-Kórea væru ekki einu ríkin, sem hafa
þyrfti áhyggjur af og ýttu undir óöryggi í heim-
inum. Hann spurði einnig hvernig á því stæði að
það borgaði sig að eiga uppbyggileg samskipti
við Rússa og Kínverja í því skyni að styrkja hóf-
söm öfl þar, en slíkt væri slæm hugmynd þegar
Íranar ættu í hlut. Patten varaði við valdhroka
og benti á fallvaltleika heimsvelda.
Stöðu Bandaríkjanna verður ekki haggað á
næstunni. Bandaríkjamenn mega hins vegar
ekki gleyma þeim gildum, sem höfð voru að
leiðarljósi við stofnun Bandaríkjanna. Utanríkis-
stefna byggð á geðþótta er ekki í samræmi við
hana.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veðrabrigði yfir Keili.
Í Evrópu gerðu
menn sér í upphafi í
hugarlund að her-
förin á hendur
hryðjuverkum yrði
sameiginlegt verk-
efni, en í ljós hafi
komið að Bandarík-
in vilji fara sínu
fram og aðrir eigi
að sitja og standa
eins og þeim þókn-
ist.
Laugardagur 23. febrúar