Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 17 Fegurð og ferskleiki Enn eitt árið í röð nota keppendur í fegurðarsamkeppni Íslands Silhouette og Body scrub við undirbúning keppninnar. Ástæðan segir Dísa þjálfari þeirra vera: “Það snarvirkar, lærin þéttast og rassinn verður stinnur og flottur.“ Í fegurðarsamkeppni Íslands Enn eitt árið í röð Dísa í World Class Ný kynslóð grenningarefna! Ný kynslóð grenningarefna!  Kollagen  Pyruvate  CLA  L-karnitín  Aloe Vera  ChromeMate  Q-10 Inniheldur Upp með málbandið! Fitubrennsla á meðan þú sefur www.lyfja.is - netverslun – auk fjölda annarra áhrifaríkra náttúruefna! Kynningar Lyfja Smáratorgi, 25. febrúar kl. 14–18 Lyfja Lágmúla, 26. febrúar kl. 14–18 Lyfja Setbergi, 27. febrúar kl. 14–18 Lyfja Garðatorgi, 28. febrúar kl. 14–18 Lyfja Laugavegi, 1. mars kl. 14–18 Lyfja Smáralind, 2. mars kl. 13–16 Vopnast vegna ótta við ofbeldi Guðmundur yfirlögregluþjónn segir mörg ofbeldistilvikin vera tengd skemmtanalífinu, enda sé tíðnin langmest að næturlagi um helgar. „Á þessum tíma er vímu- efnaneyslan mest, bæði neysla áfengis og trúlega einnig neysla e- pillunnar og amfetamíns. Þegar fólk er við drykkju og fíkniefna- neyslu þarf miklu minna til að deil- ur verði, eða einhverjar aðstæður skapist og hlutirnir fari úr bönd- unum, sem endar síðan með of- beldi. Þó svo að umræðan um of- beldisverkin sé nauðsynleg í þjóðfélaginu er að ýmsu að gæta í þeim efnum. Um 1990 var mikil umræða um aukið ofbeldi. Lögregl- an hafði af þessu áhyggjur, þar sem henni fannst umræðan ómál- efnaleg og geta hvatt fólk til að vopnast, sér til varnar, en beita svo vopninu í árásarskyni í hita leiks- ins. Ég man eftir ungum manni, sem var vel gerður í alla staði að því er menn best vissu og hafði gengið vel í lífinu. Hann var samt kominn með hníf sér í hönd og beitti honum á annað fólk. Hnífinn hafði hann á sér í varnaðarskyni, að því er hann sagði lögreglu eftir á, en hann gat enga skýringu gefið á árásinni sem hann framdi.“ „Tökum dæmi af tuttugu hvítum músum í búri,“ segir Þórarinn. „Þær eru góðar hver við aðra. Ef þremur eða fjórum er gefið amf- etamín, breytist ástandið. Og breytingarnar sjást ekki eingöngu á þeim músum sem fengu amfeta- mínið, heldur einnig hinum. Svipað gerist í miðborg Reykjavíkur og víðar. Þar eru á ferli menn, sem eru með ofsóknarhugmyndir og brenglað raunveruleikamat. Þeir blaðra um alls konar ofbeldisbrot, morð og lík úti í hrauni. Þennan vaðal hef ég oft heyrt hjá fólki í vímuefnaheiminum. Ef venjulegt fólk hlustar á þetta á skemmtistöð- um, er það auðvitað á varðbergi.“ Helgi segist sammála því að um- fjöllun um ofbeldisverk á götum úti geti haft þau áhrif að fólk fari að vopnast. „Slíkt getur endað með ósköpum gagnvart þeim sem síst skyldi. Þetta er alþekkt, til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem byssu- eign er almenn. Þar kaupir fólk sér skammbyssur til að verjast inn- brotsþjófum. Svo rísa deilur á heimilinu og þá er byssunni beitt gegn ástvinum, með hörmulegum afleiðingum.“ Umræðan beinist að smærri af- brotum. Væri hugsanlegt að grípa inn í afbrotaferil ofbeldismanna fyrr en nú er gert, með því að sinna öllum kærum vegna minni- háttar líkamsmeiðinga, stöðva fer- ilinn áður en kemur til stórfelldra líkamsárása? Sigríður Jósefsdóttir segir að vegna brota sem varða við 1. mgr. 218. greinar hegningarlaganna og lögreglustjórar ákæra í, hafi verið ákært í 56 málum árið 2001 og 50 árið 2000. „217. greinin, sem nær nú frekar til minniháttar mála, þessara hefðbundnu slagsmála og kjaftshögga, þar koma oft inn kær- ur frá þolendum á meðan þeir eru enn mjög heitir og reiðir. Ég veit ekki hvort slík tilvik eru fleiri en áður, en svona mál fá ekki fram- gang nema hægt sé að rannsaka þau fyrir tilverknað þolandans. Ef ekkert áverkavottorð liggur fyrir og hann er ekki tilbúinn til að fylgja kærunni eftir, þá getur lög- reglan lítið gert. 217. greinin setur líka það skilyrði fyrir málsókn, að almannahagsmunir krefjist þess. Ef menn geta ekki sýnt fram á neina áverka eru engin gögn að byggja á.“ Tollvörðum og lögreglu hótað Jóhann segir að þeir sem starfi að lög- og tollgæslu verði að hafa í huga það ofsóknarbrjálæði sem grípi flesta neytendur harðari efna. „Lögreglan þekkir það vel, rétt eins og tollverðirnir hjá okkur á Keflavíkurflugvelli, að hótanir eru algengar. Meðalstarfstími lögreglu- manna í fíkniefnadeildinni í Reykjavík er ekki langur, þetta er geysilega erfitt starf. Þegar við fáum nýja menn til liðs við fíkni- efnadeild tollgæslunnar á Keflavík- urflugvelli, taka þeir sér venjulega limum ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.