Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ 12 myndir í lit eða s/h. stærðir A5 (15x21cm) Hárgreiðsla Förðun Stílisering Allir fara á skrá hjá Eskimo Models 5% afsláttur í Teeno fyrir þá sem koma í fermingarmyndatökuna. Aðeins helgarnar 9.-10. mars og 6.-7. apríl Pantanir í síma 823-1851 Innifalið: Verð 16.900.- „Einkavæðingarnefnd fór ekki að ráðum bankans“, setti Þórarinn V. Þórarinsson fram gagnýni á fram- kvæmd sölunnar. Hann segir þar að eftir á að hyggja hafi verið skynsam- legra að byrja á að selja til kjölfestu- fjárfestis áður en selt var til almenn- ings og eins megi lesa það út úr þátttökunni að almenningur hafi vilj- að fá meiri afslátt frá verðmatinu. Þessi frétt fór mjög illa í þá sem voru ábyrgir fyrir sölunni, þ.e. rík- isstjórnina og einkavæðingarnefnd. Einkavæðingarnefnd taldi það með eindæmum að forstjóri fyrirtækisins kæmi eftir á fram með opinbera gagnrýni á sölufyrirkomulagið og verðið. Það væri nóg að þurfa að tak- ast á við gagnrýni frá markaðinum þó forstjórinn gengi ekki í lið með þeim sem gagnrýndu söluna. Bæði Davíð Oddsson og Sturla Böðvars- son voru einnig afar ósáttir við fram- göngu forstjórans. Ýmis mál höfðu orðið þess valdandi að Þórarinn hafði smátt og smátt tapað trausti lykilmanna í rík- isstjórninni. Þessi yfirlýsing for- stjórans í Fréttablaðinu bætti ekki stöðu hans. Sögur um óeðlileg hlutabréfa- viðskipti forstjórans Þórarinn hafði fyrr á árinu gengið á fund Davíðs Oddssonar m.a. til að ræða við hann um ásakanir sem á Þórarinn höfðu verið bornar um að hann stæði í hlutabréfaviðskiptum fyrir sjálfan sig samhliða fjárfesting- um fyrir Símann. Orðrómurinn um óeðlileg viðskipti forstjórans var svo sterkur að Þórarinn taldi nauðsyn- legt að gefa forsætisráðherra skýr- ingar og hreinsa andrúmsloftið. Aldrei hafa verið lögð fram nein gögn sem styðja þann orðróm að Þórarinn hafi notað tengsl eða upp- lýsingar sem hann bjó yfir til að hagnast á hlutabréfaviðskiptum. Þegar Þórarinn var ráðinn til Sím- ans átti hann eignarhaldsfélag með eiginkonu sinni en í gegnum það hafði hann keypt hlutabréf. Sérstakt ákvæði var sett í ráðningarsamning hans um að hann mætti stunda hlutafjárviðskipti, en að honum væri ekki heimilt að eiga viðskipti með bréf í fyrirtækjum sem væru í sam- keppni við Símann. Þórarinn beitti sér fyrir því á árinu 1998 að Landssíminn keypti í fyrirtækinu Stefju ehf. Síðar keypti Síminn meira í félaginu og á í dag 39% hlut. Þórarni bauðst í mars 2000 að kaupa lítinn hlut í fyrirtækinu á sama gengi og Síminn hafði þá ný- lega keypt á. Mánuði síðar sendi FBA inn yfirtökutilboð í Stefju fyrir hönd Oz. Tilboðið var á um tvöfalt hærra gengi, en því var hafnað. Þórarinn gerði Friðriki Pálssyni grein fyrir þessum viðskiptum og sagðist ekki telja ólíklegt að þau yrðu tortryggð. Friðrik hvatti Þór- arin til að láta þessi viðskipti ganga til baka og hann fór að hans ráðum. Sögur um að Þórarinn væri að misnota aðstöðu sína héldu áfram að berast og rötuðu m.a. inn á spjall- þræði á Netinu. Þetta varð til þess að Þórarinn tók málið upp í stjórn Sím- ans og óskaði eftir að gera grein fyr- ir málinu. Hann hvatti stjórnarmenn til að kanna allar sögur sem bærust þeim til eyrna og dæmi munu vera um að stjórnarmenn hafi gert það. Niðurstaðan varð hins vegar ávallt sú sama að þær ættu ekki við rök að styðjast. Engu að síður er ljóst að þessi sterki orðrómur olli forstjór- anum erfiðleikum samanber það að hann taldi nauðsynlegt að ræða þetta við forsætisráðherra og stjórn Símans. Þórarni gert að taka sér frí frá störfum Þegar Þórarinn var ráðinn for- stjóri sat hann í stjórn Lífeyrissjóðs- ins Framsýnar og í stjórn Þróunar- félagsins. Ljóst var að þegar kæmi að einkavæðingu Símans væru þess- ir tveir aðilar meðal líklegra fjár- festa. Samgönguráðherra sagði í við- tali í Morgunblaðinu um síðustu helgi, að hann hefði, strax og hann var ráðinn, gert Þórarni grein fyrir því að hann vildi að hann færi út úr þessum stjórnum og einbeitti sér að störfum fyrir Símann. Á þessum haustmánuðum, þegar verulega var farið að hitna undir Þórarni, beindust sjónir manna að því að hann hefði ekki enn sagt sig úr stjórnum félaganna. Þá lá fyrir að útboð á hlutafé til kjölfestufjárfesta var að hefjast og að Opin kerfi hf. höfðu lýst yfir áhuga á að taka þátt í því, en bæði Framsýn og Þróunar- félagið eiga hlut í fyrirtækinu. Bent var á að það hlyti að vekja tortryggni meðal annarra fjárfesta ef forstjór- inn væri í beinum tengslum við einn tilboðsgjafann. Davíð hafði gert Þórarni alveg ljóst að hann yrði að slíta algerlega tengslin við Þróunarfélagið og Framsýn. Málið þróaðist með þeim hætti að Þórarinn stóð frammi fyrir tveimur kostum, að fara í tímabund- ið leyfi frá störfum forstjóra eða vera sagt upp störfum. Þó kostirnir væru alveg skýrir tók nokkurn tíma að fá fram niðurstöðu. Þórarinn reyndi hvað hann gat að halda starfinu. Hann benti m.a. á að Sólon Sigurðs- son, bankastjóri Búnaðarbankans, hefði setið með honum í stjórn Þró- unarfélagsins og engin athugasemd hefði verið gerð við það þegar Bún- aðarbankinn var seldur þrátt fyrir að ljóst mætti vera að félagið kynni að hafa áhuga á að fjárfesta í bank- anum. Þórarinn taldi að hann gæti kom- ist frá málinu með því að draga sig í hlé frá stöfum í stjórnum Framsýnar og Þróunarfélagsins. Frétt um það birtist í Morgunblaðinu 9. október. En í yfirlýsingu sem Þórarinn sendi frá sér kvöldið áður sagði: „Ég hef því ákveðið að segja mig frá stjórn- arstörfum í Þróunarfélaginu og Framsýn.“ Þessi yfirlýsing varð hins vegar ekki til að lægja öldunar. Einkavæð- ingarnefnd, ráðherra og fleiri töldu í fyrstu að Þórarinn hefði þarna verið að segja sig úr þessum tveimur stjórnum. Í yfirlýsingunni var hins vegar talað um að „segja sig frá stjórnarstörfum“ en ekki að „segja sig úr stjórn“. Það varð ekki til að draga úr óánægju stjórnvalda með Þórarin þegar menn áttuðu sig á að hann hafði einungis verið að draga sig í hlé en ekki segja sig úr stjórn. Daginn eftir samþykkti Þórarinn svo loks að taka sér leyfi frá störfum hjá Símanum. Samskipti sem einkenndust af tortryggni Það fer ekki á milli mála að mikið vantaði á að menn væru samstiga við undirbúning sölu Landssímans. Allt frá því að undirbúningurinn hófst hafa verið miklir erfiðleikar í sam- skiptum einkavæðingarnefndar og stjórnenda Landssímans, þeirra Þórarins og Friðriks Pálssonar stjórnarformanns. „Einkavæðingarnefnd lagði áherslu á að Landssíminn ætti ekki að koma að umræðu eða stefnumót- un um sölu fyrirtækisins. Það mynd- aðist því aldrei samstarf á milli einkavæðingarnefndar og stjórn- enda fyrirtækisins um hvernig ætti að standa að sölunni. Samskiptin þarna á milli einkenndust ekki af samstarfi heldur tortryggni,“ segir einn heimildarmanna blaðsins þegar hann er beðinn um að lýsa samskipt- um nefndarinnar og stjórnenda Sím- ans. Samgönguráðherra gerði sér að sjálfsögðu grein fyrir þessum veik- leika og hann taldi nauðsynlegt að bæta úr þessu. Hann lagði til að Friðrik Pálsson sæti fundi einka- væðingarnefndar þegar málefni Landssímans voru til umfjöllunar. Einkavæðingarnefnd taldi hins veg- ar ekki ástæðu til að Friðrik sæti á fundum nefndarinnar nema þegar þess væri óskað sérstaklega. Nefnd- in benti á að samgönguráðuneytið væri með fulltrúa í henni. Verka- skiptingin ætti að vera skýr. Það væri ekki hlutverk stjórnenda Sím- ans að selja fyrirtækið heldur einka- væðingarnefndar. Sem dæmi um hvað erfiðleikarnir í samskiptum stjórnenda Símans og einkavæðingarnefndar voru miklir má nefna að í lok ágúst í fyrra sá PWC í London ástæðu til að senda samgönguráðherra bréf þar sem far- ið var yfir hvert hlutverk stjórnenda Landssímans ætti að vera við einka- væðingu fyrirtækisins. Tilefnið var ekki síst orðrómur um óeðlileg af- skipti Þórarins V. af sölunni. Opin kerfi í viðræðum við TDC og Providence Við undirbúning sölunnar lá alltaf fyrir að stefnt væri að því að erlend- ur aðili, helst símafyrirtæki, keypti stóran hlut í Landssímanum og fengi það sem kallað er ráðandi hlut, þ.e. meirihluta í stjórn. Líklegt var talið að eignaraðild öflugs erlends fjar- skiptafyrirtækis að Landssímanum gæti skapað margvísleg ný við- skiptatækifæri sem gætu styrkt stöðu fyrirtækisins. Þeir sem stóðu að sölunni kynntu málið fyrir ýmsum erlendum aðilum. Meðal þeirra voru stærstu fjarskiptafyrirtæki á Norð- urlöndum Telenor í Noregi, TDC, sem áður hét TeleDanmark, og Telia í Svíþjóð. En það voru fleiri en einkavæðing- arnefnd sem ræddu við erlendu að- ilana um kaup á Landssímanum. Op- in kerfi hf. sýndu því verulegan áhuga að kaupa í Símanum og Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa, vann markvisst að því að byggja upp tengsl við erlendu aðil- ana. Hann ræddi m.a. við Telenor, Telia, TDC og innlenda og erlenda fjárfestingasjóði um hugsanleg kaup í Símanum. Frosti, sem á árum áður hafði starfað hjá Pósti og síma, sat í nefnd sem Halldór Blöndal skipaði haustið 1997 til að gera tillögur um skipulag á fjarskiptamarkaði. Fyrirtæki hans, Opin kerfi, á mikil viðskipti við Landssímann. Frosti situr í stjórn fyrirtækis í Danmörku ásamt einum af stjórnarmönnum TDC. Opin kerfi voru í hópi 18 aðila sem sendu inn til- boð í 25% hlut í Símanum, en frestur til að skila inn tilboði rann út 26. október. Í tilboðinu var því lýst að hugmyndir fyrirtækisins væru um að innlendur aðili, undir forystu Opinna kerfa, norrænt símafyrir- tæki og erlendur fjárfestingasjóður keyptu ráðandi hlut í Símanum. Eftir að einkavæðingarnefnd til- kynnti 8. desember sl. að tilboð hefðu borist fá TDC í Danmörku og bandaríska fjárfestingarsjóðnum Providence hófust óformlegar við- ræður á milli TDC, Providence og Frosta. Þessar viðræður fóru fram á sama tíma og viðræður einkavæðing- arnefndar við erlenda aðila stóðu yf- ir. Hugmyndir Frosta voru um að TDC, Providence og Opin kerfi keyptu ráðandi hlut í Símanum. Líf- eyrissjóðir og fleiri aðilar voru einn- ig inni í myndinni. Erlendu aðilarnir sýndu þessu áhuga og töldu beinlínis æskilegt að hafa innlendan aðila með í hópnum, en stjórnendur TDC létu það koma skýrt fram að þeir vildu ráða ferðinni. Það lá fyrir að TDC og Providence töldu verðið á Símanum hátt og þeim var ljóst að mjög erfitt yrði að fá einkavæðingarnefnd til að gefa ein- hvern afslátt frá því. Það var búið að selja hlutabréf til almennings á genginu 5,75 og útilokað var fyrir einkavæðingarnefnd að fara að selja erlendu aðilunum ráðandi hlut á lægra verði. Í viðræðum TDC, Providence og Opinna kerfa var rætt um þá hugmynd að fyrirtækin keyptu, hugsanlega í félagi við fleiri aðila, 51% í Símanum. Aldrei reyndi hins vegar á hvort samstaða kynni að nást um verð á þessum grundvelli. Frosti taldi sig hafa ástæðu til að ætla að einkavæðingarnefnd væri það ekki á móti skapi að aðilar sem sýndu kaupum á Landssímanum áhuga mynduðu blokk. Þeir sem sendu inn tilboð fengu upplýsingar um nöfn og símanúmer allra þeirra sem buðu í 25% hlutinn. Á seinni stigum kom hins vegar fram hjá PWC að það væri ekki endilega æskilegt að innlendur aðili yrði með. Einfaldara væri að ganga frá við- skiptum við einn erlendan kjölfestu- fjárfesti. TDC kom þeim skilaboðum til Frosta að viðræðum við einka- væðingarnefnd yrði haldið áfram; Morgunblaðið/Jim Smart Þegar tilboð voru opnuð í kaup á Landssímanum kom í ljós að aðeins hefðu borist tilboð í 5% hlutafjár af þeim 24% sem voru til sölu. Á myndinni eru Gunnar Ragnars, stjórnarmaður í Landssímanum, Þórarinn V. Þórarinsson, Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbankans, og Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Landssímans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.