Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 49 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Agnar Sæberg Sverrisson 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni JAFNRÆÐI ergrundvöllur mann-réttinda. En sagankennir okkur þó, að ekki hafi nálægt því allir á liðnum tímum kunnað að meta þau sannindi; þar hafa sumir kosið að vera jafnari en aðrir, og er svo enn víða um heim. Því miður. Konur eru helmingur alls mannkynsins, en hafa oftar en ekki þurft að verma annað sætið, þegar kem- ur að réttindum af ýmsum toga. Nema þá e.t.v. í hreinum und- antekningartilvikum, þegar ætt- ernið hefur verið stórt, eða eitt- hvað í þeim dúr. Kannski var þetta sumpart afleiðing af þjóðfélags- gerðunum áður fyrr, þar sem karl- maðurinn hafði í nógu að snúast við að afla fæðu eða verjast árás- um fjandsamlegra hópa. En það eitt nægir ekki til að skýra málið. En hvað um það. Ríkjandi samfélagsskipan í Mið- jarðarhafsbotnum á ritunartíma Biblíunnar var feðraveldi. Konur voru einskis metnir og engum mál- stað var það til framdráttar að þær væru áberandi fulltrúar hans. Lögmálið og erfikenning Gyðinga bönnuðu t.d. hreinlega að tekið yrði mark á vitnisburði þeirra fyrir dómi. Maður skyldi ætla, að við til- komu kristins siðar á jörð og þess róttæka boðskapar, sem fylgdi honum og einkenndi, hefði grund- völlur verið lagður að betri tíð kon- um til handa, en það brást að miklu leyti. Ekki vegna þess, að skilja hefði mátt orð Jesú þar um á tvo vegu eða fleiri, heldur var ástæðan sú, að þeir, sem ræðunni var beint að, kusu að sniðganga hana. Orð Jesú um þetta efni voru skýr, og allt fas hans og athafnir lutu að því sama; hann lagði kynin að jöfnu. Og ýmislegt fengu konur í sinn hlut umfram, meira að segja, eins og Guð vildi leggja sérstaka áherslu á þetta. T.a.m. voru þær hafðar í aðalhlutverki í mikilvæg- ustu atburðum guðspjallanna. Eða eins og Sigurbjörn Einarsson biskup ritar í bók sinni, Konur og Kristur: „Konur fyrstar í kringum Jesú, áður en ævisaga hans hefst. Og síðast, þegar ævi hans líkur, eru konur næstar honum. Engin kona var í hópi þeirra, sem hæddu hann, kvöldu og dæmdu … En kona bað honum griða, eiginkona Pílatusar, segir Matteus. Og Lúk- as tekur fram, að fjöldi kvenna fylgdi honum, þegar hann bar krosstréð út til aftökustaðarins.“ Og Páll frá Tarsus, sem ým- islegt ritaði þó á hinn veginn til hinna kristnu frumsafnaða, er höf- undur þessarar mögnuðu setn- ingar í Rómverjabréfinu: „Guð fer ekki í manngreinarálit.“ Vissulega náði þessi hugsun að festa rætur og vaxa og dafna í kirkjunni er fram liðu stundir. En bara þó að ákveðnu marki. Konur hafa látið mikið til sín taka í frum- kirkjunni og sýnilega átt gríð- armikinn þátt í útbreiðslu kristn- innar. En ýmislegt bendir til þess, að undir lok fyrstu aldarinnar hafi jafningjasamfélagið orðið að víkja fyrir þrepskiptu valdaskipulagi, sem jafnframt var kynskipt. Ástæðan er sú, að karlmönnum flestum hefur nefnilega löngum staðið einhver torkennileg ógn af þeirri viðleitni kvenna að fá að vera með í fylkingarbrjósti. Þær áttu einfaldlega að vera á heim- ilinu og sinna því. Vangaveltur gríska heimspekingsins Aristótel- esar, sem guðfræðingar tóku upp á arma sína og fóstruðu, þar sem konan taldist vanskapaður karl, með það hlutverk eitt að fæða af sér og ala upp sveinbörn, vó hér þungt er fram liðu stundir. Málað hafði verið yfir boðskap Jesú með framandi litum. Á síðustu áratugum hafa konur í auknum mæli farið að krefjast réttar síns, á hinum ýmsu sviðum mannlífsins, í von um að fá leiðrétta þessa slagsíðu. Einn angi þeirrar vakningar lýtur að gagnrýni á áhrif karlmiðlægs hugsunarháttar feðra- veldisins innan kristinnar guðfræði síðustu 2000 árin. Er það vel, en hefði mátt gerast fyrr. Enda er engum blöðum um það að fletta, að í sköpunarsögu Fyrstu Mósebókar (1:27), þar sem upphafinu er lýst, er enginn munur gerður á kynj- unum hvað eðliseiginleika snertir eða hlutverk. „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu,“ segir þar. Hin sköpunarsagan, í 2. kafla sömu bókar (2:23), ber með sér að vera hugarsmíð óttafulls karlmanns í prestastétt þess tíma, fram sett til að halda í þá tauma, sem valdið gefa. Eða eitthvað álíka. Til að ná athygli hafa konur þurft að beita fyrir sig hvössum nálum og prjónum, notað orð, sem hafa fengið margan til að hrökkva við, að ekki sé fastar að orði kveð- ið. Talað um Guð sem konu. Og það hefur borið árangur. Stein- runnin eyru hafa sperrst, og göm- ul og þreytt augnlok hafist upp. Ýmist í undrun eða vörn. En það sem Evudætur hafa vilj- að benda á, er alls ekki það, að Guð sé kona – það var einungis taktískt bragð – heldur það, að hann sé ekki bara karl. Og það er að sjálf- sögðu rétt. Jesaja spámaður líkir t.d. Guði við móður, sem hossar barni á hnjám sér (66: 12–13). Og Jesús, sem líkti Guði við föður sem leitar að týndum syni (Lúkasar- guðspjall 15:11–32), líkir honum einnig við konu sem er að baka (Matteusarguðspjall 13: 33), eða þá leitar að týndri drökmu (Lúk- asarguðspjall 15: 8–10). Að ætla sér að kyngreina Guð er því beinlínis fáránlegt. Og eflaust kímir hann að slíkum pælingum mannanna. Og þó, nei; kannski grætur hann frekar. En hitt er ljóst, að ekki er nokkur möguleiki að gera honum full skil, nema að grípa til málfars og eiginleika beggja kynja. Af því að hann er svo óendanlega mikill. Til hamingju með daginn, syst- ur. Citius, altius, fortius. Það er svo margt eftir. Morgunblaðið/Ómar Evudætur Nú hefur þorrinn kvatt og góa er tekin við; hún er fimmti mánuður vetrar að forníslensku tíma- tali. Sigurður Ægisson tileinkar þessa hugvekju Evudætrum og degi þeirra, konudeginum, sem fagnað er víðast hvar á landinu í dag. sigurdur.aegisson@kirkjan.is FRÉTTIR Inngangur að erfðafræði ENDURMENNTUN HÍ efnir dag- ana 1. og 2. mars til inngangsnám- skeiðs í erfðafræði í samstarfi við Ís- lenska erfðagreiningu. Markmiðið er að gera þátttakendum kleift að skilja og meta betur umfjöllun fjölmiðla um erfðavísindi. Námskeiðið er öllum op- ið. Farið verður stuttlega í sögu erfða- fræðinnar, uppbyggingu erfðaefnis- ins DNA og stafróf erfðanna og lýst helstu aðferðum sameindaerfðafræð- innar. Þá verður rannsóknaferlið hjá Íslenskri erfðagreiningu skoðað og hvernig ættfræðiupplýsingar Íslend- inga eru notaðar til að finna erfða- þætti algengra sjúkdóma. Umsjón hefur Eiríkur Sigurðsson líffræðing- ur. Frekari upplýsingar um námskeið- ið eru á vefsíðunum www.endur- menntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig, segir í fréttatilkynningu. Mikil fjölgun í framhaldsnámi HÁSKÓLI Íslands kynnir þá fjöl- mörgu möguleika til framhaldsnáms sem í boði eru við skólann veturinn 2002–2003 28. febrúar. Með fram- haldsnámi er hér átt við meistara- nám, doktorsnám og ýmiskonar við- bótarnám til starfsréttinda. Sams- konar kynning var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fylltist út úr dyrum af áhugasömum gestum. Á fjórum árum hefur nemendum í framhaldsnámi við Háskóla Íslands fjölgað úr 280 í 750, sem segir sína sögu um þörfina og áhugann. Ný tækifæri hafa skapast fyrir stóran hóp háskólagengins fólks sem ekki hefur áður átt þess kost að fara í framhaldsnám í sínu fagi. Eða allt öðru fagi, því þverfaglegum náms- leiðum fjölgar líka stöðugt í bæði grunn- og framhaldsnámi við Há- skólann, segir í fréttatilkynningu. Samfylkingin fundar um stöðu heilbrigðismála MÁLEFNAHÓPUR Samfylkingar- innar um heilbrigðismál sem starfa skal á milli landsfunda flokksins heldur fund þriðjudaginn 26. febrúar kl. 17.15 á skrifstofu flokksins, Aust- urstræti 17, í Reykjavík. Fundurinn er öllum opinn. Farið verður yfir stöðu mála, stefna flokksins rædd og eins þær aðstæður sem skapast hafa í heilbrigðismálum. Gestur fundar- ins verður Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir alþingismaður. Fundar- stjóri er Stefán Jóhann Stefánsson, segir í fréttatilkynningu. RÓTARÝKLÚBBUR Grafarvogs hefur veitt nemendum Margmiðl- unardeildar Borgarholtsskóla verð- laun og viðurkenningar fyrir hönn- un merkis vegna Grósku í Grafarvogi. Alls tóku 23 nemendur þátt í að velja merki fyrir Grósku í Graf- arvogi en Gróska er samstarfsverk- efni allra félaga, samtaka og stofn- ana í hverfinu þar sem markmiðið er að kenna börnum og unglingum heilbrigðan lífsstíl. Frekari upplýs- ingar um verkefnið er að finna á www.grafarvogur.is Rótaryklúbb- ur Grafarvogs, sem stofnaður var þ. 19. júní sl. ákvað að veita þremur bestu tillögunum verðlaun og öðr- um viðurkenningu fyrir þátttök- una. 1. verðlaun, stafræna mynda- vél ásamt fylgihlutum hlaut Andrea Marel Þorsteinsdóttir fyrir merki sitt sem þótti sameina allt sem Gróskan stendur fyrir. Fast á hæla hennar og nær jafnfætis, því erfitt var að velja á milli, var Sigursteinn Sigurðsson í öðru sæti en hann átti merki er vísar sterkt í hverfin átta innan Grafarvogshvefis. Sá þriðji var Andrés Kristjánsson. Þeir sem voru í sætum nr. 2 og 3 fengu fætur undir myndavélar. Það var úr vöndu að ráða fyrir dómnefndarmenn þar sem margar af tillögunum voru afburða vel unn- ar og hugmyndirnar skemmtilegar, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigursteinn Sigurðsson og Andrea Marel Þorsteinsdóttir. Rótarý- klúbbur Grafar- vogs veitir verðlaun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.