Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 27
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
N
M
0
5
4
7
5
/s
ia
.i
s
GSM-PAR
er sérstaklega ætla› hjónum, pörum,
vinnufélögum og ö›rum fleim sem flurfa
a› vera í gó›u og stö›ugu sambandi.
GSM-PAR
50%
afsláttur
milli tveggja síma
Konurnar í lífi okkar eiga
a›eins fla› besta skili›.
Eitt af flví er a› vera í gó›u
sambandi, öllum stundum.
fiess vegna gerir Síminn
hugulsömum karlmönnum
ómótstæ›ilegt tilbo›
í tilefni af konudeginum.
Kynntu flér konudagstilbo›
Símans. Me› fleim fylgja
glæsilegur blómvöndur
og konudagskort.*
* Takmarka› magn
SAMSUNG SGH A400
Dual Band GSM – GPRS
og WAP.
Síminn getur teki› á
móti og sent hringitóna
og grafík, og er me›
dagatali og skipu-
leggjara.
Heilsu-möguleikinn
(einungis hjá Samsung):
útreikningur á kaloríum
og fituprósentu,
tí›ahring, egglosi og
líkum á óléttu o.fl.
Sími fyrir skynsamar
konur.
8.980
3.000 kr. næstu 12 mánu›i.
Færist á símreikning.
kr.
Léttkaupsútborgun
Léttkaup
KONUDAGSTILBO‹:
44.980 kr.
sambandi
I gó›u
KONUDAGSTILBO‹:1.980kr.
AUKAHLUTAPAKKI:
Pakkinn inniheldur:
• handfrjálsan búna›
• bílhle›slutæki
• tösku
Tilbo›i› gildir í verslunum Símans í Kringlunni og Smáralind.
konudagsvöndur
og kort
GSM-SÍMI
+
MOTOROLA T191
Dual Band GSM
– GPRS og WAP.
Síminn getur teki› á
móti og sent
hringitóna og grafík,
er me› dagbók me›
áminningu, iTAP-
ritkerfi, og meira en
20 hringitónum.
Léttur og einfaldur í
notkun – a›eins 80 g.
2.980
1.500 kr. næstu 12 mánu›i.
Færist á símreikning.
kr.
Léttkaupsútborgun:
Léttkaup
KONUDAGSTILBO‹:
20.980 kr.
TVÖ námskeið hefjast í Reykja-
víkurakademíunni, Hringbraut
121, á næstunni.
Sex kvölda námskeið um Steph-
an G. Stephansson hefst nk. mið-
vikudagskvöld. Kennari er Viðar
Hreinsson bókmenntafræðingur
en hann vinnur nú að ævisögu
skáldsins. Námskeiðið hefur yfir-
skriftina „Heimsborgarinn í af-
skekktinni“ og verður ævi Steph-
ans G. rakin, frá æskuárum í
íslenskum afdölum til landnáms í
vesturheimi. Drepið verður á hina
sérstæðu íslensku bókmenningu
sem mótaði hann og helstu
strauma sem hann tileinkaði sér
eftir að hann kom vestur um haf.
Lesin verða nokkur af kvæðum og
lausamálsverkum Stephans og til-
urð þeirra rakin.
Sjónarspil og veruleiki. Gagn-
rýnin greining á stórasannleik
vorra daga er yfirskrift tveggja
kvölda námskeiðs sem hefst nk.
fimmtudagskvöld. Hörður Berg-
mann, kennari og rithöfundur,
stýrir námskeiðinu. Áleitnar þver-
sagnir, sem einkenna þjóðfélags-
og lífshætti, verða skoðaðar.
Hvers vegna eykst t.d. tímaskort-
ur eftir því sem við fáum fleiri
tæki til að spara tíma? Málin reif-
uð og rædd til skilningsauka og
skemmtunar.
Tvö námskeið
í Reykjavíkur-
akademíunni
Hjallakirkja, Kópavogi Hilmar Örn
Agnarsson organisti í Skálholti og
Jóhann Stefánsson trompetleikari
leika saman á tónleikum kl. 17. Til-
efnið er að eitt ár er liðið frá vígslu
orgels Björgvins Tómassonar í
Hjallakirkju, þann 25. febrúar.
Hilmar Örn leikur einleik á orgelið
og saman leika þeir Jóhann verk sem
rituð eru fyrir orgel og trompet. Á
efnisskránni eru verk eftir J. S: Bach,
R. Vaugham Williams, T. Albinoni, J.
Pachelbel, G. Böhm, G. B. Viviani og
fleiri.
Edinborgarhúsið, Ísafirði Hin ár-
lega bókmenntadagskrá, Vestan-
vindar, verður að þessu sinni helguð
vestfirsku skáldkonunni Jakobínu
Sigurðardóttur. Dagskráin hefst kl.
17 og er liður í Sunnudagssíðdegi í
Edinborgarhúsinu. Ásgerður Bergs-
dóttir íslensku-
kennari fjallar um
Jakobínu, verk
hennar og við-
horf. Eyvindur P.
Eiríksson cand.
mag. hugleiðir
hvernig skoða
megi skáldskap
Jakobínu og við-
fangsefni í ljósi
uppruna hennar á
Hornströndum. Lesið úr verkum
hennar og ísfirsk nýskáld kynna verk
sín.
Gerðuberg Leikhúsið 10 fingur sýn-
ir brúðuleiksýningu um Mjallhvíti
og dvergana sjö kl. 15. Í sýningunni
leiðir sögukonan Helga Arnalds
börnin í gegnum söguna með töfra-
brögðum. Helga skrifaði handritið,
bjó til brúðurnar og grímurnar og
hannaði leikmynd og búninga.
Hallgrímskirkja Sigtryggur Bjarni
Baldvinsson opnar sýningu í fordyri
kirkjunnar. Sýningin ber yfirskrift-
ina „Í minningu Rothko og leitar-
innar að hinu ósegjanlega“. Þar eru
verk unnin útfrá verkum bandaríska
expressionistans Mark Rothko. Þetta
er 10. einkasýning Sigtryggs og er
liður í dagskrá Listvinafélags Hall-
grímskirkju. Sýningin er opin alla
daga frá 9 til 17 og stendur til 20. maí.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Gróf-
arhúsi Guðmundur Ingólfsson verð-
ur með leiðsögn um sýningu sína Óð-
öl og innréttingar kl. 16.
Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Kvik-
myndin Óþelló verður sýnd kl. 15.
Myndin var gerð í Moskvu árið 1955,
byggð á samnefndu leikriti Williams
Shakespeare undir leikstjórn Sergeis
Jútkevits. Kvikmyndin hlaut á sínum
tíma margvíslega viðurkenningu og
vann til verðlauna á alþjóðlegum
kvikmyndahátíðum. Tónlistin er eftir
Aram Khatsatúrjan. Með helstu hlut-
verk fara Sergei Bondartsúk, A. Pop-
ov og Írína Skobtsjéva. Kvikmyndin
er ótextuð.
Norræna húsið Norska gaman-
myndin Frida med hjertet i hånden
verður sýnd kl. 14.
Fríða er 13 ára og endalaust upp-
tekin af ástinni. Ástirnar hennar
Fríðu eru margar og frá þeim segir
kvikmyndin. Leikstjórinn, Berit Nes-
heim, var tilnefnd til Óskars-
verðlauna fyrir myndina.
Aðgangur er ókeypis.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Jakobína
Sigurðardóttir
BANDARÍSKI ljósmyndarinn og
gjörningalistamaðurinn Chris Ver-
ene heldur fyrirlestur í LHÍ í Laug-
arnesi, á mánudag kl. 12.30. Chris
verður gestakennari við LHÍ vikuna
25. febrúar – 1. mars.
Tina Auferio myndlistarmaður frá
New York flytur fyrirlestur um eigin
verk í LHÍ, Skipholti 1, á miðviku-
dag kl. 12.30. Tina hefur hlotið Ful-
bright-styrk til dvalar á Íslandi.
Tjauw Min – verðandi nefnist til-
raunanámskeið, ætlað myndlistar-
mönnum, þar sem fengist verður við
myndlist líðandi stundar. Það hefst á
mánudag. Kennarar eru myndlistar-
mennirnir Libia Pérez de Siles De
Castro og Ólafur Árni Ólafsson.
Efnisfræði ýmissa plast- og
gúmmíefna verður kennd á nám-
skeiði í Nýja iðnskólanum í Hafnar-
firði og hefst 7. mars. Kennari er
Helgi Skaftason.
Fyrirlestrar og
námskeið í LHÍ