Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss og Laugarnes koma í dag, Venus fer í dag. Goðafoss kemur á morgun, Brúarfoss fer á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kemur til Straumsvíkur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 vinnustofa og leikfimi, kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 spilavist. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30-16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Allar upplýs- ingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9-16 handa- vinna, kl. 9-12 búta- saumur, kl. 10-17 fótaað- gerð, kl. 10 samveru- stund, kl. 13.30-14.30 söngur við píanóið, kl. 13-16 bútasaumur. Eldri borgarar, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtu- dögum kl. 13-16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 11. Kóræf- ingar hjá Vorboðum fimmtud. kl. 17-19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnud. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30-18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarfið Dalbraut 18-20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Þriðjudagur 26. febr. kl. 13.30 spilað í Holtsbúð, fimmtud. 28 feb. kl. 19.30 bingó í Kirkjuhvoli, fimmtud. 7 mars kl. 20 Borgarleik- húsið, Íslenski dans- flokkurinn, miðapant- anir í síma 565-6622 eftir hádegi. Mánud. 25. feb. kl. 9 leir, kl. 9.45 boccia, kl. 11.15 og kl. 12.15 leikfimi, kl. 13 gler/bræðsla, kl. 13.05 leikfimi, kl. 15.30 tölvu- námskeið, þriðjud. 26. febrúar kl. 9 vinnuh. gler, kl. 13 málun, kl. 13.30 tréskurður, kl 13.30 spilað í Holtsbúð, kl. 16 bútasaumur, miðv. 27. febr. kl. 13.05 leik- fimi, kl. 14 handa- vinnuhornið, kl. 16 tré- smíði, nýtt og notað, fimmtud. 28. febr. vinnuh. gler, kl. 12.15 spænska, kl. 13 postu- línsmálun, kl. 14 ker- amik og málun, kl. 19.30 bingó, föstud. 1. mars kl. 11 dans. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Fé- lagsmiðstöðin Hraunsel Flatahrauni 3 verður opnuð á morgun, mánu- dagin 25. febr. Fé- lagsvist kl 13.30 og pútt- æfingar í Bæjarútgerð kl. 10-11.30, þriðjudag saumur og brids kl. 13.30. Sæludagar á Örk- inni 3.-8. mars. Þátt- takendur láti vita hvort þeir ætli að notna rút- una er fer sunnudaginn 3. mars. í síma 555-0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sunnud: Fé- lagsvist fellur niður vegna aðalfundar. Dans- leikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Söng- og gamanleikur „Í lífs- ins ólgu sjó“ og „Fugl í búri“ Sýningar: Mið- viku-föstudaga kl. 14 og sunnud. kl. 16. Miða- pantanir í s: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Ath. sunnud. 24. febr. fellur sýningin niður vegna aðalfundar FEB. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í Ásgarði Glæsibæ í dag kl. 13.30. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið alla sunnudaga frá kl. 14-16, blöðin og kaffi. Á morg- un kl. 9-16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9-13 hár- greiðsla, kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Gerðuberg í dag kl. 13- 16 er opin myndlist- arsýning Braga Þórs Guðjónssonar, listamað- urinn verður á staðnum. Allir velkomnir. Á morg- un eru vinnustofur opn- ar frá kl. 9-16.30, m.a. almenn handavinna, um- sjón Eliane Hommers- and, frá hádegi spilasal- ur opinn, kl. 15.30 almennur dans hjá Sig- valda. Fimmtud. 28. febr. leikhúsferð í Borg- arleikhúsið á sýninguna „Boðorðin níu“, skrán- ing hafin. Félagsvist verður 28. febr. kl. 13.15 í samstarfi við Selja- skóla, allir velkomnir, vegleg verðlaun. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun kl. 9 handa- vinna, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl.11 hæg leikfimi, kl. 13 lomber, kl. 13.30 spænska, kl. 17.15 kór- inn. kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 ró- leg stólaleikfimi, kl. 13 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56-58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Hvassaleiti. Postu- lín. Nýtt námskeið í postulíni er að hefjast, nokkur pláss laus. Leið- beinandi Sigurey Finn- bogadóttir. Uppl. í s: 588-9335 Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Fé- lagsstarfið er opið öllum aldurshópum, allir vel- komnir. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9-16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15-13.15 danskennsla, kl. 13 kór- æfing. Höfum laus pláss í tréútskurði. Konur sér- staklega velkomnar. Nánari upplýsingar í síma 562-7077. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spil- að. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Mynda- sýning frá starfinu, kaffi. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið, Hátúni 12. Brids kl. 19. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13-15, kaffi. Kvenfélagið Heimaey, fundur verður mánudag- inn 25. febrúar kl. 20.30 í Skála Hótels Sögu. Gestur fundarins Guð- rún Ásmundsdóttir leik- kona. Kvenfélag Hreyfils. Að- alfundur þriðjudaginn 26. febr. kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf og fé- lagsvist. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Árshátíðin verður í Húnabúð, Skeifunni 11, laugard. 2. mars og hefst með for- drykk kl. 19, borðhald kl. 20. Tónlist og gam- anmál í flutningi Hún- vetninga, veislustjóri Skarphéðinn Einarsson á Blönduósi. Glæsilegt heitt og kalt hlaðborð. Forsala aðgöngumiða í Húnabúð þriðjud. 26. febr. kl. 17-19 og fimmtud. 28. febr. kl. 17- 19. S: 553 1360. Mígrensamtökin. Fund- ur verður 25. febr. í safnaðarsal Háteigs- kirkju, 2. hæð. Albert Páll Sigurðsson, tauga- sjúkdómalæknir fjallar um mígreni og einkenni þess, lyfjameðferð og aukaverkanir lyfja. Í dag er sunnudagur 24. febrúar, 55. dagur ársins 2002. Konudagur. Orð dagsins: Vísa mér veg þinn, Drottinn, lát mig ganga í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. (Sálm. 86, 11.) Víkverji skrifar... Á VÍSINDAVEF Háskóla Íslandsmá finna ýmsan fróðleik. Eftir að hafa lesið þennan pistil á Vísinda- vefnum finnst Víkverja tilvalið að deila þessum fróðleik með lesendum sínum: Spurning: Mig langar að vita um skaðsemi neftóbaks á heilsu manna. Getur neftóbak valdið krabbameini, og ef svo er, þá hvar? Svar: Skaðsemi reyklauss tóbaks (neftóbaks og munntóbaks) byggist annars vegar á eituráhrifum nikótíns í líkamanum og hins vegar á áhrifum annarra eitraðra efna í tóbakinu. Í reyklausu tóbaki eru efni sem vitað er að geta valdið krabbameini og notkun þessa tóbaks virðist geta valdið krabbameini í nefi, munni, hálsi, vélinda, maga og e.t.v. víðar. Hætta á krabbameini virðist þó ekki eins mikil og hjá þeim sem reykja. Fyrir utan hættuna á krabbameini hefur reyklaust tóbak ýmiss konar skaðleg áhrif þar sem það er sett; nef- tóbak fer mjög illa með slímhúð í nefi og munntóbak fer sömuleiðis illa með slímhúð í munni og getur þar að auki valdið tannskemmdum og tannlosi. Í einum skammti af reyklausu tób- aki er mörgum sinnum meira magn af nikótíni en í einni sterkri sígarettu. Nikótín er eitt kröftugasta fíkniefni sem þekkt er og er sennilega enn meira vanabindandi en efni á borð við heróín og kókaín. Nikótín hefur margvísleg áhrif á líkamann sem öll verður að telja skaðleg. Það örvar hjartað og veldur æðasamdrætti en í sameiningu leiðir þetta til hækkaðs blóðþrýstings og getur þar verið um verulega hækkun að ræða. Hækkaður blóðþrýstingur eykur álag á hjarta og æðar og getur leitt til hjarta- og æðasjúkdóma, m.a. kransæðasjúkdóms. Ef reynt er að bera saman skaðsemi reyklauss tób- aks og reykinga þá bendir flest til þess að hætta á krabbameini sé minni við notkun reyklausa tóbaksins en hætta á eiturverkunum nikótíns, einkum hjarta- og æðasjúkdómum, sé jafn mikil eða meiri. x x x ALMENNINGUR hefur lengiþurft að búa við himinhátt verð á grænmeti hér á landi, sem er vont mál og Víkverji tók nýverið eftir því að matreiðslumeistarar hafa líka áhyggjur af þessu. Á heimasíðu Freistingar, sem er klúbbur mat- reiðslumanna og bakara, er svohljóð- andi pistill: „Grænmetismálin hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og er það ekki furða. Það okur sem hefur við- gengist hjá stóru grænmetisheildsöl- unum, hefur komið mörgum veitinga- húsaeigandanum til að hugsa sinn gang og leita nýrra leiða til að minnka þann óheyrilega kostnað sem græn- metisinnkaup eru. Ef við stöldrum við orðið „græn- metisheildsala“ þá má búast við, að þar sé átt við að hagstæðast sé að versla inn grænmetið fyrir veitinga- húsið. Nei, það er öðru nær! Fleiri og fleiri veitingamenn hafa uppgötvað að hægt er að spara mikla fjármuni með því að versla grænmetið í BÓN- US. Ótrúlegt en satt. Grænmetis- heildsalarnir bera því við að mikil af- föll sé aðalástæðan fyrir þessum verðmun. En þá segjum við, það er ekki ásættanlegt að veitingamenn beri ábyrgð á lélegri vörustjórnun. Auðvitað er ókostur að þurfa á ná í grænmetið sjálfur. En ef haft er í huga hvað hægt er að spara miklar fjárhæðir á ársgrundvelli, er það ekki spurning – verslum grænmetið í BÓNUS.“ LÁRÉTT: 1 vísuorðin, 8 gufa, 9 hit- ann, 10 happ, 11 týna, 13 glymur, 15 skaðvæna, 18 gæsarsteggur, 21 reyfi, 22 stíf, 23 æviskeiðið, 24 froðusnakkanna. LÓÐRÉTT: 2 stækja, 3 baktertía, 4 tákn, 5 eldstó, 6 klöpp, 7 vendir, 12 gerist oft, 14 dveljast, 15 sæti, 16 lífs- tímann, 17 hamingju, 18 lífga, 19 afbrotið, 20 vinna. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 guldu, 4 gunga, 7 dauðu, 8 fótum, 9 mál, 11 senn, 13 anar, 14 iðnað, 15 blóð, 17 afls, 20 frá, 22 æruna, 23 skíra, 24 aldan, 25 róaði. Lóðrétt: 1 gadds, 2 lausn, 3 uxum, 4 gafl, 5 nýtin, 6 aum- ur, 10 árnar, 12 nið, 13 aða, 15 blæða, 16 ólund, 18 flíka, 19 skapi, 20 fann, 21 ásar. K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Slök þjónusta SÍÐASTLIÐIÐ haust opn- aði tískufataverslunin Zara í Smáralind við góðar undir- tektir neytenda. Sjálf hafði ég ekki kost á því að versla í þeirri ágætu verslun fyrr en hinn 13. febrúar sl. og þá til að kaupa afmælisgjöf fyrir manninn minn. Þjónustan var góð enda ekki mikið að gera á þeim tíma dags sem ég var að versla. Ég enda á því að kaupa peysu og bindi. Nú rennur afmælisdagur- inn upp og farið að ganga í peysunni. Hins vegar tek ég eftir því eftir tvo daga að peysan er öll farin að hnökra og ekki einu sinni búið að þvo hana. Í sakleysi mínu taldi ég að það væri sjálfsagt að skila peysunni og fá eitthvað annað í stað- inn, t.d. inneignarnótu. Annað átti nú eftir að koma í ljós. Hinn 18. febrúar var farið af stað með peysuna í Zöru til að sýna þeim hvað hafði gerst og skila peys- unni. Þarna liðu 5 dagar frá kaupum þar til vörunni var skilað og kassakvittun með í farteskinu. Starfsmaðurinn í herradeild hafði ekki heim- ild til að taka ákvörðun um svona mál og kallar því á verslunarstjórann. Hjá verslunarstjóranum fékk ég hins vegar mikinn lestur um að í peysunni væri akrýl og allur akrýl hnökraði. Af þeim sökum væri ekkert hægt að gera fyrir mig, í gegnum þessa búð færu mörg þúsund (akrýl)peysur, eins og verslunarstjórinn orðaði það við mig. Í mínum augum var peysan ónýt og það var greinilegt að enginn vilji var til þess að bæta mér skaðann. Ég skildi peysuna eftir í versluninni og gekk sár út. Það verður ekki verslað í þessari verslun aft- ur. Peysan var ekki ýkja dýr en kostaði þó 2.995 kr. Tískufataverslunin Zara hefur þótt vera með gott verð á fatnaði og í þessu til- felli gera þetta tæpar 1.500 kr. á hvorn dag sem peysan var í notkun. Það þykir hins vegar dýrt. Vil ég með þess- ari lífsreynslusögu minni benda öllum sem vilja heyra að það er ekki tekið vel í skil á vörum í þessari ágætu verslun og einnig að við skulum hafa varann á gæð- um þeirrar vöru sem þarna er seld. Þótt verðið sé hag- stætt geta gæðin verið mis- jöfn og ef þú ert ósátt við vöruna fæst henni ekki skil- að. Inga Nína Matthíasd., Garðhús 12, Rvík. Að vera vel vakandi VEGNA hins hörmulega morðmáls á Víðimel langar mig að koma eftirfarandi leiðbeiningum á framfæri til fólks sem þarf að vera á ferli að næturlagi. Ég hef verið á ferli á nóttunni sl. 4 ár vegna vinnu minnar, lenti einu sinni í því að á mig var ráðist og eftir það hef ég tamið mér vissar reglur til að fara eftir. Það sem hefur reynst mér vel er að vera vel vakandi fyrir því fólki sem maður er að mæta, ekki síst ef það er undir einhverj- um áhrifum. Best er að ganga hægt og rólega yfir götuna til að þurfa ekki að mæta því, jafnvel fara inn í næsta garð eins og maður eigi þar heima. Ekki láta þann sem maður mætir sjá að maður sé að flýja það. Fyrir utan það að fólk á ekki að vera að þvælast mikið eitt á næturnar, betra er að taka leigubíl ef þörf krefur. Finnst mér fólk ekki nægi- lega aðgætið í þessum efn- um. Blaðberi. Skiptum yfir KÆRU íbúar á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Er ekki kominn tími til að hrista upp í símakerfinu? Látum ekki græðgi og valdasjúka menn segja okk- ur hvar við verðum að hafa símann okkar. Það eru til fleiri símafyrirtæki. Skipt- um yfir. Íbúi í austurbænum. Tapað/fundið Hvítt flísteppi týndist HVÍTT flísteppi merkt Bangsímon tapaðist ein- hvers staðar á milli Há- skólabíós og Vesturgötu sl. fimmtudag, 14. febrúar. Það fauk úr barnakerrunni í hvassviðrinu. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 552 9805. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is MÓÐIR mín er að leita að Kristínu sem sumarið 1956 var í sumarfríi hjá yf- irlækninum Torben Andersen, Dyr- lægevej 46, Hillerød, Danmörku. Móðir mín, Myrna Frederiksen, var eldhússtúlka á sama stað. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um Kristínu eru vin- samlega beðnir að hafa samband í síma eða skrifa til: Lena Jeppesen, Th. Strauningsvej 25, 9210 Aalborg, Danmark. Sími: 0045-98-149402. Hvar er Kristín?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.