Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 31
til húsa? Og hvað tilnefningarnar
snertir er gripið fram fyrir hendur
hinna skipuðu sérfræðinga ef þær
falla ekki í hinn snöggsoðna hug-
myndalega jarðveg, sem er forkast-
anlegt. Einnig óverjandi að þeir sem
komust í forvalið sem má vera nokk-
ur sómi skuli hvergi vera nefndir á
nafn, né hvaða verðleika umfram þá
hinir útvöldu hafi til að bera.
Las harðort bréf frá einum þess-
ara sérfræðinga í september/októ-
berhefti Kunstavisen, John Hunov
að nafni, sem er heldur óhress með
framgangsmátann, enginn af þeim
sem hann tilnefndi meðal þeirra sem
komu til greina við verðlaunaútnefn-
inguna. Telur sig ekki hafa verið
nægilega þægan fyrir hið markaða
skoðanamynstur, en er um leið mjög
ánægður með sinn hlut þar sem það
hafi verið hin mjúka meðalmennska
sem hafi orðið ofan á, hvorki fugl né
fiskur. Þá segir hann að hér hafi
menn snúið sér til fólks sem álitið sé
að hafi þekkingu, vit og yfirsýn yfir
list en gangi svo framhjá og forsmái
val þeirra. Meti til viðbótar vinnu og
sérfræðiþekkingu ráðgjafanna lítils,
umbunin þannig engin þrátt fyrir
digra listasjóði fjarfestingabankans.
Telur jafnvel að McDonalds ham-
borgarakeðjan gæti trauðla fundið
upp á annarri eins nánasarsemi, hún
láti sér þrátt fyrir allt nægja að van-
borga eingöngu starfsliði sínu! Hun-
ov sendi þar af leiðandi reikning upp
á 120.000 ísl. krónur fyrir ómakið,
sem er táknræn og um leið viðtekin
umbun fyrir slíka sérfræði- og ráð-
gjafaþjónustu, og um leið frábiður
hann sér öll afskipti af samkvæm-
isleikjum safnstjóranna héreftir
Tveir óskuðu nafnleyndar en ekki
veit ég af hvaða sökum og engin get-
speki skal höfð frammi um ástæð-
una. Sjálfur tróni ég fyrir skikkan
stafrófsins efst á lista þessara ráð-
gjafa í sýningarskránni og er stoltur
af, þótt enginn sem ég tilnefndi
kæmist i gegnum nálaraugað og áttu
þó í hlut ýmsir framsæknustu mál-
arar íslenzku þjóðarinnar. Fer þó að
dæmi Johns Hunovs, sem andstæð-
ingur hlutdrægni og miðstýringar og
frábið mér alla frekari þátttöku að
óbreyttu, þótt fjarri sé að ég deili al-
farið skoðunum hans á myndverkun-
um.
Ljóst má vera að hér þurfi fleiri að
sitja í verðlaunanefndinni en safn-
stjórar sem fá hér einstakt tækifæri
til að mæra skoðanir og gáfur hver
annars og illa er peningum fjárfest-
ingarstofnunarinnar varið með því
að kynda undir slíka öfugþróun.
Einnig þarf að skilgreina starfsvett-
vang og hlutverk ráðunautanna þrjá-
tíu betur, helst fækka þeim svo þeir
verði jafnmargir og „málararnrir“
sem komast í lokasennuna sem verði
jafnaðarlega einn af þeim fimm sem
þeir útnefna. Þá veit ég ekki hversu
veldur að Íslendingum í úrvalinu
hefur fækkað úr þrem í einn, sem
mættur er með tvær línulaga lág-
myndir úr gleri. og er ein línan í
rauðum lit. Hvernig sem á verkið er
litið má efast stórlega um að hér sé
málverk á ferð og kallar á skilgrein-
ingu. Mikil spurn hvort eigi að una
þeim málalokum, að íslenzkir málar-
ar skuli stimplaðir slíkir amalerar og
eftirbátar félaga sinna á hinum
Norðurlöndunum, að ekkert tilnefnt
verk þeirra verðskuldaði að komast í
aðra umferð – hver ber hér helst
ábyrgðina.? Ég fyrir að hafa tilnefnt
nokkra hreinræktuðustu og fram-
sæknustu málara íslenzku þjóðar-
innar, eða dómnefndin sem leitaði
eftir mjúkum lausnum í anda hug-
myndafræðinnar þar sem hið leynd-
ardómsfulla á sér ekki viðreisnar
von, fullkomlega vísað á bug nema í
rituðum textum hennar?
Að þessu slepptu eru allar umbúð-
ir utan um framkvæmdina af hárri
gráðu, sýningarskráin, sem er á
ensku (!) í sérflokki um hönnun, skil-
virkni og litgreiningu, má nefna að
Halldór Björn Runólfsson listsögu-
fræðingur ræðir þar við verðlauna-
hafana þrjá. Þá er allt annar hand-
leggur að sjá verkin í húsakynnum
Listasafns Kópavogs en listamið-
stöðinni Örkinni í Ishø, sem er nær
fullkomlega glötuð sem sýningar-
húsnæði, í öllu falli fyrir málverk í sí-
gildri skilgreiningu hugtaksins.
Bragi Ásgeirsson
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 31
KRINGLUNNI, S. 568 9017
Komdu og gerðu meiriháttar góð kaup...
LAUGAVEGI 91
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR
LAUGAVEGI 91, S. 511 1717
ÚTSÖLULOK
í dag
Opið kl. 1-5
KONUR:
Kápur ................... frá ...... 2.990
Buxur ................... frá ...... 1.500
Bolir ..................... frá ...... 1.500
Skyrtur ................. frá ......... 990
Skór ..................... frá ...... 1.900
Stígvél .................. frá ...... 3.990
Pils ....................... frá ...... 1.500
MENN:
Jakkaföt .............. frá ...... 9.900
Peysur ................. frá ...... 1.900
Buxur ................... frá ...... 1.990
Úlpur ................... frá ...... 5.990
Bolir ..................... frá .......... 990
Ullarfrakkar .......... frá ...... 7.990
Skór ..................... frá ...... 2.990
Konudagsblómvöndurinn tilbúinn
Blómastofa Friðfinns
Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499
Alvöru
blómabúð
Okkar vinsælu talnámskeið
hefjast 4. mars
Innritun er hafin
Einnig bjóðum við uppá:
Umræðuhópa - Viðskiptaensku - Einkatíma
Málaskóla í Bretlandi
Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk
Hraðnámskeið á Akureyri (maí)
Hringdu í síma
588 0303
Faxafeni 8
enskuskolinn@isholf.is
www.enskuskolinn.is
ENSKA ER OKKAR MÁL
Á ferð um
karókílend-
ur Banda-
ríkjanna
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
DUETS (DÚETTARNIR) Leikstjórn: Bruce Paltrow. Handrit: John
Byrum. Kvikmyndataka: Paul Sarossy.
Tónlistarstjórn: David Newman. Aðal-
hlutverk: Gwyneth Paltrow, Huey Lewis,
Maria Bello, Scott Speedman, Andre
Braugher og Paul Giamatti. Sýningar-
tími: 112 mín. Bandaríkin. Hollywood
Pictures, 2000.
ÞESSI söngglaða karókí-vega-
mynd frá leikstjóranum Bruce
Paltrow er fersk og ánægjuleg til-
breyting frá stórmyndafargani
bandarískra kvikmynda í bíóhúsum
hérlendis. Í myndinni er fléttað
saman sögum sex persóna, sem all-
ar enda för sína á stórri karókí-
keppni í Omaha, Nebraska þar sem
til mikils er að vinna. Í raun er um
að ræða þrjú pör ferðalanga, líkt og
titill myndarinnar, „Dúettarnir“,
vísar til. Við kynnumst flagaranum
Ricky Dean (Huey Lewis) sem
ferðast milli karókíbara, þykist vera
viðvaningur á sviðinu og gabbar
roggnar „lókal“-karókíhetjur til að
veðja háum upphæðum gegn sig-
urlíkum sínum sem karókímeistari
kvöldsins. Við jarðarför gamallar
vinkonu hittir Ricky síðan upp-
komna dóttur sína (Gwyneth Palt-
row) og hálfneyðist til að taka hana
með sér á flakk um karókílendur
Bandaríkjanna. Á sama tíma kynn-
ast áhorfendur Todd (Paul Giam-
atti), sölumanni sem fengið hefur
nóg af efnishyggju og leitar ham-
ingjunnar í karókímennsku. Mitt í
frelsisvímunni kynnist hann síðan
lífsreyndum ógæfumanni (Andre
Braugher) sem finnst hann knúinn
til að snúa Todd frá villu síns vegar.
Þriðji dúettinn samanstendur af
hjartahreinum leigubílstjóra (Scott
Speedman), sem tekur að sér að aka
rótlausri karókísöngkonu (Maria
Bello) um Bandaríkin þver og endi-
löng, með viðkomu í Omaha, Nebr-
aska.
Sögusvið þessarar kvikmyndar er
hin stóra, en staðlaða Ameríka og
verður karókíkatvinnumennskan
nokkurs konar kjarni rótleysis,
sögu- og kúltúrleysis landsins um
leið og það er einmitt í þessu tján-
ingarformi sem misógæfusamar og
lífsreyndar persónur sögunnar finna
leið til að tjá sannar tilfinningar,
sorgir og þrár. Aðalleikarar mynd-
arinnar, með poppstjörnuna Huey
Lewis í broddi fylkingar, túlka þessi
hlutverk af miklu næmi, og gæða
söngatriðin sterkri nærveru.
Framsetningin á þessu umfjöll-
unarefni, sem er e.t.v. ekkert nýtt af
nálinni, er í senn fersk og kunn-
ugleg, og nálgast leikstjóri og hand-
ritshöfundur efnið af mátulegri
blöndu af geggjuðum húmor og ein-
lægni, sem afsakar stöku klisjur í
handritinu og skilar fyrir vikið mjög
skemmtilegri mannlegri örlagasögu.
Heiða Jóhannsdóttir
ATVINNA
mbl.is