Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 53 DAGBÓK Opið alla daga frá kl. 10 til 19 – einnig um helgar. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Reykjavík: Perlan, sími 562 9701. Akureyri: Hafnarstræti 91-93, 2. hæð, símar 461 5050 og 861 1780. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda 24. febrúar til 3. mars Meðvirkni Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 1. mars og laugardaginn 2. mars í kórkjallara Hallgrímskirkju. Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafiNánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800 Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Höfum hafið störf á Space, Rauðarárstíg 41. Tímapantanir í síma 551 3430. Sigga, Selma og Sússa. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hreinskilinn og átt stundum til að koma of bratt að fólki þegar þú ræðir við það umbúðalaust. Þú átt gott ár í vændum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert ánægður með lífið. Horfðu vel í kringum þig og vertu viss um að allt sé eins og það á að vera. Haltu vöku þinni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vertu sérstaklega á varð- bergi gegn ýmsum sögum um menn og málefni, sem þér eru sagðar. Gakktu sjálfur úr skugga um sannleiksgildið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Láttu ekki velgengnina stíga þér til höfuðs. Þótt meðbyr- inn sé ljúfur er drambið falli næst. Sýndu lítillæti og allir munu virða þér það til tekna. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Stundum verður bara að kýla á hlutina en ekki bíða þess að þeirra tími sé kominn. Ef þú gerir þetta með kurteisi og djörfung muntu hafa þitt fram. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er um að gera að leita eftir samstarfi við þá, sem þér finnast geta aukið við hugmyndir þínar. Mundu að samstarf byggist á tillits- semi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Lifðu þínu lífi og leyfðu öðr- um að stjórna sínu. Reyndu að sitja á tilhneigingu þinni til þess að ráðskast með aðra. Hún á engan rétt á sér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er ekki rétt að breyta til einungis breytinganna vegna. Það þurfa að liggja mjög veigamiklar ástæður að baki svo vel megi fara. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þótt þú hljótir ekki verðlaun- in mun það gefa þér margt í aðra hönd að hafa átt hlut að máli. Njóttu þeirra ávaxta erfiðis þíns öfundarlaust. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þótt verkefnin hlaðist upp máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Enda skaltu muna að þú kemur meiru í verk sértu út- hvíldur og ánægður. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er farsælast að leysa hvert mál þegar það kemur upp á borðið. Það hefnir sín bara að ætla að fresta óhjá- kvæmilegum hlutum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur fyllstu ástæðu til þess að vera ánægður með sjálfan þig en mundu að dramb er falli næst. Leyfðu öðrum að deila gleðinni með þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er dagur athafna svo vertu óhræddur við að ríða á vaðið og fara þínar eigin leið- ir. Þú hefur þá ekki við neinn að sakast nema sjálfan þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 70ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 25. febrúar, er sjötug Margrét Árnadóttir, Austurbergi 32, Reykjavík. Hún, og fjöl- skylda hennar, taka á móti ættingjum og vinum í dag kl. 15–17 að Sléttuvegi 17, Reykjavík. 60ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 25. febrúar, er sextugur Þor- steinn Eggertsson, rithöf- undur og söngvaskáld, Skipholti 18, Reykjavík. Á afmælisdaginn kl. 20–24 verður hann staddur á Veit- ingastaðnum Amsterdam, Tryggvagötu. LJÓÐABROT MORGUNBÆNIN Nóttin hefur níðzt á mér, nú eru augun þrútin, snemma því á fætur fer og flýti mér í kútinn. Við það augun verða hörð, við það batnar manni strax. Það er betra en bænagjörð brennivín að morgni dags. Páll Ólafsson ÞEGAR hendur NS eru skoð- aðar í einangrun virðist nóg að gert að spila fjögur hjörtu. Og með allar hendur uppi virðist það meira en nóg: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁKG95 ♥ G973 ♦ K5 ♣109 Vestur Austur ♠ D10873 ♠ 62 ♥ 5 ♥ K1084 ♦ 108 ♦ D973 ♣G7643 ♣KD5 Suður ♠ 4 ♥ ÁD62 ♦ ÁG642 ♣Á82 Spilið er frá tvímenningi Bridshátíðar. Fjögur hjörtu var hinn almenni samningur, en auðvitað fóru nokkur pör í slemmu, iðulega með slæmum árangri. Ragnar Magnússon og Valur Sigurðsson voru í hópi slemmuparanna, en Ragnar var svo heppinn að austur doblaði og upplýsti þar með hina slæmu legu í tromp- inu. Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar Pass 5 lauf Pass 5 tíglar Pass 6 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Stökk Vals í fjögur lauf er slemmutilboð og um leið fyr- irstöðusögn. Það er reyndar nokkuð djúpt á fyrirstöðunni, en Valur vildi ekki fá út lauf. En það kom nú samt lauf út gegn slemmunni. Ragnar tók drottningu austurs með ás, fór inn í borð á spaðaás og húrraði út hjartagosa. Austur lagði kónginn á og Ragnar tók með ás. Lét svo trompið eiga sig í bili og fór í tígulinn – spil- aði á kónginn, svínaði gosan- um og henti laufi í ásinn. Vest- ur gat ekki trompað tígul- ásinn og henti laufi, svo nú lá spilið nokkuð ljóst fyrir. Ragnar stakk næst tígul og tók á spaðakónginn. Tromp- aði svo spaða (austur henti laufi) og lauf aftur í borði. Staðan var þá þessi: Norður ♠ G9 ♥ 9 ♦ -- ♣-- Vestur Austur ♠ D108 ♠ -- ♥ -- ♥ 1084 ♦ -- ♦ -- ♣G ♣-- Suður ♠ -- ♥ D6 ♦ 6 ♣-- Nú kom spaði úr blindum. Austur trompaði með áttunni, en Ragnar yfirtrompaði með drottningu og stakk tígul í borði með níunni. Austur fékk aðeins einn slag á tromp og Ragnar og Valur tóku 1210 fyrir spilið og hreinan topp. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1.e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Bc5 4. O-O d6 5. c3 Bd7 6. d4 exd4 7. cxd4 Bb6 8. Rc3 h6 9. He1 Rge7 10. Be3 O-O 11. Dd2 Kh7 12. Bd3 Dc8 13. e5+ Bf5 14. Re4 dxe5 15. dxe5 Bxe3 16. Dxe3 Rb4 17. Bb1 Red5 18. Db3 Hd8 19. Rh4 Kh8 20. a3 Rc6 21. Rd6 cxd6 22. Bxf5 Rd4 23. Dxd5 Rxf5 24. Rf3 Dd7 25. exd6 Rxd6 26. Had1 Dc7 27. Re5 Db6 28. b4 a5 29. Dc5 Ha6 Staðan kom upp á meist- aramóti Taflfélagsins Hellis sem stendur nú yfir. Björn Þorsteinsson (2310) hafði hvítt gegn Aroni Inga Óskarssyni (1340). 30. Hxd6! Hxd6 31. Rxf7+ Kh7 32. Rxd6 Dxd6 33. Df5+ Dg6 34. Dxg6+ Kxg6 35. g3 Í endataflinu sem nú fer í hönd, ætti svartur hafa góða möguleika að halda jafntefli. Ungur nemur, gamall tem- ur segir hið forn- kveðna og án efa hefur Björn kennt unga andstæðingi sínum sitthvað í endatöflum. 35...axb4 36. axb4 Hb6 37. He4 Kf5 38. Hc4 Hc6 39. Hf4+ Ke6 40. h4 h5 41. Kg2 b5 42. Kf3 Hc4 43. Hxc4 bxc4 44. Ke4 og svartur gafst upp. Úrslitaeinvígi Ís- landsmótsins í atskák hefst kl. 14.00 í dag, 24. febrúar. Sýnt verður frá einvíginu í beinni útsendingu Ríkis- sjónvarpsins. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. FYRIR allmörgum árum var ofangreint nafnorð til umræðu í þessum pistlum. Var þá bent á, að þetta væri danskt tökuorð og í raun þarflaust, enda þótt allgömul dæmi væru um það í máli okkar. Ekki alls fyrir löngu brá orðinu fyrir í fréttatíma RÚV. Gefur það mér því tilefni til að minna aftur á það, sem áð- ur var sagt, enda finnst mér heldur hafa slaknað á tungutaki á þeim bæ, síðan sérstakur málfarsráðu- nautur hvarf frá stofnun- inni. Menn segja stundum sem svo: Hann hafði lifi- brauð af þessu eða hinu. Orðabók Blöndals og eins OM (1983) setja ? framan við þetta orð, enda táknar það „vont mál eða merk- ingu, sem forðast beri í ís- lensku“, svo sem segir í OM. Í OM fylgir þessi skýring: „e-ð sem maður lifir á, vinnur fyrir sér með, atvinna.“ Í dönsku er talað um levebröd og sagt merkja starfsemi, stöðu, sem menn lifa á: hans leve- bröd er journalistik, þ.e. hann lifir á eða aflar sér viðurværis með blaða- mennsku. Í Dönsku orða- bók Freysteins Gunnars- sonar (1926) er orðið sagt merkja viðurværi; atvinna (af embætti), brauð, staða. Þótt undarlegt sé, er fyrstu merkingunni viðurværi sleppt í seinni útgáfu bók- arinnar, en sú merking á einna bezt við íslenzka notkun orðsins. Elzta dæmi, sem fundið verður í seðlasafni OH, er frá 1809 í bréfi frá Ingibjörgu, móður Gríms Thomsens skálds, en upp frá því eru mörg dæmi í safninu allt fram á okkar tíma. Vafalítið hefur orðið borizt eitthvað fyrr inn í mál okkar en við höf- um heimildir um og trúlega með dönskum embættis- mönnum eða jafnvel ís- lenzkum námsmönnum frá Danmörku. Þrátt fyrir það er ástæðulaust að veita orðinu áfram brautargengi í íslenzku máli, meðan við höfum enn betri orð á tak- teinum. – J.A.J. ORÐABÓKIN Lifibrauð DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.