Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is. i .i5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 13 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán 4, 6, 8 og 10. B. i. 14. Spennutryllir ársins Dóttur hans er rænt! Hvað er til ráða? Spennutryllir ársins með Michael Douglas.DV Mbl ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com l i i . Ath! síðustu sýningar á Lord of the Rings í Lúxussal. tilnefningar til Óskarsverðlauna13 il i ill Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.16 ára. Eina vopn hans er viljinn til að lifa. Stanslaus spenna frá upphafi til enda. Með stórleikaranum Gene Hackman og hinum frábæra Owen Wilson. Frumsýning Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni Fílaðir þú „Scary Movie“...Hverjum er ekki skítsama! Fyndnasta mynd ársins og rúmlega það!  SV Mbl  DV Sýnd kl. 3 og 5.40. Mán 5.40 Gwyneth Paltrow Jack Black Sýnd sunnudag kl. 2. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd í LÚXUS kl. 10.30. Mánudagur kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd í LÚXUS kl. 10.30. Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 12. Sýnd í LÚXUS kl. 2 og 6. Mánudagur kl. 4 og 8. B.i. 12. Mán í LÚXUS kl. 6. Laugavegi 54 Sími 552 5201 Ferming í Flash Mikið úrval af fallegum fermingarfötum • kjólar • skyrtur • pils • toppar • buxur Opið í dag frá kl. 13-17 ÞAÐ Á ekki af John Constantine, aðalsöguhetju Hellblazer að ganga. Allt síðan myndasögujöfurinn Alan Moore vakti hann til lífsins á síðum Swamp Thing hefur hann þurft að ganga í gegn um allra handa eld- raunir og orðið vitni að slíkum hryll- ingi að flestum hefði verið nóg boð- ið. Í gegn um tíðina hafa samlandar hans, Garth Ennis (þekktastur fyrir Preacher) og Warren Ellis (Trans- metropolitan, Planetary) farið hrjúf- um höndum um þennan sjarmerandi breska galdrakarl og drullusokk. Nú er mælirinn hins vegar orðinn fullur og til að túlka stefnubreyt- inguna sem því fylgir er fenginn bandarískur höfundur til að sjá um uppgjörið og fer það fram í Banda- ríkjunum. Í síðustu bók, Hard Time, fer Constantine í fangelsi fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir sjálfsmorð kunningja síns. Allt fór í bál og brand eins og við var að búast og Constantine virtist missa glóruna í fangauppreysn sem fylgdi í kjölfar- ið. Honum var sleppt til þess að koma í veg fyrir frekari blóðsúthell- ingar og þá lá leiðin til suðurríkj- anna, nánar tiltekið til útnárabæjar með því sjarmerandi nafni Doglick. Þar erum við stödd í upphafi þess- arar nýju bókar, Good Intentions. Ætlunin var að ganga frá málum sem tengdust fyrrnefndu sjálfs- morði við ættingja fórnarlambsins sem þar búa og hefur það alvarlegar afleiðingar í för með sér. Azzarello, sem einnig skrifar eina bestu myndasöguna sem gefin er út þessa dagana, 100 Bullets, hefur greinilega fengið nokkuð frjálsar hendur með túlkun sína á söguhetj- unni. John Constantine virðist nán- ast orðin illur eftir allt það sem á undan er gengið og sýnir litla við- leitni til góðverka. Í staðinn lætur hann sig berast með straumnum og sjálfseyðingarhvötin hefur náð há- marki og var þó mikil fyrir. Það fer líka svo að lesandinn á í mestu erf- iðleikum með að skilja það sem fram fer í bókinni. Azzarello virðist telja að það sem þarf til þess að halda les- andanum við efnið sé að sýna bara nógu mikinn óhugnað. Hann fer því út í öfgar til þess að takast það ætl- unarverk sitt en missir dampinn í leiðinni. Bókin hefst vel og byggir upp heljarinnar spennu sem leysist síðan upp í óþarfa subbulegar lýs- ingar. Það kemur ávallt illa við mig þegar höfundar reyna að fela rýra sögu með augljóslega úthugsuðum leiðum til að koma við kaunin á les- endum og ég held að Azzarello hafi náð þar nokkru hámarki að þessu sinni. Það kemur ekki beinlínis á óvart að Azzarello skuli velja suðurríkin sem vettvang fyrir þessa sögu. Það fer illt orðspor af þessu víðfeðma landsvæði eftir þá meðferð sem suð- urríkin hafa fengið í gegn um árin í myndasögum eins og Preacher, bók- um eins og To kill a Mockingbird og kvikmyndum á borð við Deliver- ance. Sú mynd sem höfundar bregða upp sýnir að þröngsýni, sveitalubba- háttur, kynþáttafordómar og úr- kynjun ráði þar ríkjum. Ég hef þó miklar efasemdir um að sú sé raunin ef nánar er að gáð. Þessi notkun á suðurríkjunum sem uppsprettu hins illa í svo mörgum tilfellum ber að mínu viti vott um skammsýni og for- dóma og mér finnst þetta frekar ódýr og ofnotuð leið til þess að setja upp leiktjöld fyrir hryllingssögu. Ég vil að John Constantine fari að komast aftur til London þar sem hann á heima og höfundar hafa meiri skilning á því hvað hann tákn- ar. Hefjum söfnun fyrir flugmiðan- um strax í dag. MYNDASAGA VIKUNNAR Subbugangur í suðurríkjunum Myndasaga vikunnar er Hellblazer: Good Intentions eftir Brian Azzarello (texti) og Marcelo Frusin (teikningar). Gefin út af Vertigo, 2002 og fæst í myndasöguversl- uninni Nexus. Heimir Snorrason heimirs@mbl.is Trúleysingi efast. ÞESSA dagana er Íslenski dans- flokkurinn með sýningu í Borgar- leikhúsinu, þar sem flutt eru tvö dansverk sem samin eru við tónlist Tom Waits annars vegar og írsku þjóðlagarokkaranna The Pogues hins vegar. Sýningin þykir fjörug og skemmtileg og nýtur mikilla vin- sælda. Lára Stefánsdóttir dansari tekur þátt í sýningunni, og fer með- al annars með hlutverk gleðikonu sem verður ólétt og fær gullfisk í magann, einsog sjá má á meðfylgj- andi mynd. Hvernig hefurðu það í dag? Svo framarlega sem mér tekst að horfa fram hjá vaxandi siðleysi í þjóðfélaginu og heiminum öllum þá líður mér ákaflega vel og minni mig stöðugt á að vera friðsæl sál!!!! Það er svo gott að fara inn á við í staðinn fyrir út á við!! Hvað ertu með í vösunum í augna- blikinu? Góða vetrarhanska, Zovir-frunsu- áburð, varasalva og alla hugsan- lega lykla sem ég þarf á að halda. Ef þú værir ekki dansari hvað myndirðu vilja vera? Ef ég væri ekki dansari, myndi ég vilja vera óperu- sönkona. Hverjir voru fyrstu tón- leikarnir sem þú fórst á? Ég hreinlega man það ekki. Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga úr eldsvoða? Gullfallegri bænamynd sem Guðfinna Inga Sverris- dóttir miðill málaði og gaf mér. Hver er þinn helsti veikleiki? Ætli það sé ekki óþolinmæði, hmmm. Hefurðu tárast í bíó? Jáhá, oft og mörgum sinnum, og líka grátið. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Hérna koma fimm orð beint úr stjörnukortinu mínu, 1. tilfinninga- lega kappsöm, 2. rökföst, 3. skipu- lögð, 4. með fullkomnunarþörf 5. einlæg. Ég held að ég sé bara sam- mála Gulla stjörnuspekingi. Hvaða lag kveikir blossann? Intermesso úr Cavalliera Rustic- ana eftir Mascagni. Þetta er svona það fyrsta sem mér datt í hug, ég nefnilega flutti dans við það í mjög skemmtilegu kvenna-kampavíns- boði sem var haldið í húsi nokkru hér í Reykjavík ekki alls fyrir löngu. Allavega kveikti það lag stóran dans-blossa. Hvert er þitt mesta prakkara- strik? Sorrí, ég er ein af þeim sem hef ekki gert nein prakkarastrik. Boring!!!!!! Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Krókódílakjöt sem ég bragðaði í Jó- hannesarborg í S-Afríku. Hvaða plötu keyptirðu síðast? The Original Great Tenors; Gigli, Caruso, Björling. Ég keypti hana í Kolaportinu fyrir algjört slikk. Hvaða leikari/leikkona fer mest í taugarnar á þér? Julia Roberts, varirnir á henni taka allt of mikinn fókus í leiknum. Hverju sérðu mest eftir í líf- inu? Að hafa ekki stöðugt nært sálina af meiri staðfestu. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já, ég er sannfærð um að það er líf eftir dauðann. Gott að fara inn á við SOS SPURT & SVARAÐ Lára Stefánsdóttir, dansari í Íslenska dansflokknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.