Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 2
UNNIÐ var að hreinsun vega í gær
eftir hvassviðri og hríð víða um land
undanfarið. Ágæt færð var í nágrenni
Reykjavíkur en hálka og hálkublettir
á Hellisheiði og í Þrengslum.
Fært var orðið í gærmorgun norð-
urleiðina til Akureyrar og Húsavíkur
og verið var að moka Mývatns- og
Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðar-
heiði. Einnig var unnið að hreinsun
vega í Ísafjarðardjúpi og um suður-
ströndina austur á firði.
Leiðindaveður var enn í Odds-
skarði og hvasst undir Hafnarfjalli í
gær.
Unnið að
hreinsun vega
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LOÐNAN hellist nú inn í fiskimjöls-
verksmiðjur víða um land en veiðar
hafa gengið mjög vel að undan-
förnu. Loðnukvóti fiskveiðiársins
er nú ríflega hálfnaður og ljóst að
ef fram heldur sem horfir og veð-
urguðir verða hliðhollir sjómönn-
um mun takast að veiða kvótann.
Loðnuveiðarnar gengu nokkuð
rysjótt fyrir sig framan af eftir ára-
mótin, ótíð gerði skipum sem veiða
í nót erfitt fyrir en betur gekk hjá
þeim skipum sem veiddu í troll. Eft-
ir að loðnan gekk upp á land-
grunnið hefur hún veiðst í miklu
magni suðaustur af landinu síðasta
hálfan mánuðinn. Til þessa hefur
langstærsti hluti aflans farið til
bræðslu en hrognafylling loðnunn-
ar er þó orðin nægilega mikil til að
frysta hana fyrir Japansmarkað.
Hinsvegar hefur verið mikil áta í
loðnunni sem borist hefur á land
allra síðustu daga og hún því að
litlu leyti farið í frystingu.
Loðnan veiðist nú nánast uppi í
fjöru rétt austan við Ingólfshöfða
og þokast hægt og sígandi vestur
með landinu. Góð veiði var á loðnu-
miðunum á föstudagsmorgun en
síðdegis var brostin á bræla og leit-
uðu flest skipin vars vestan við Ing-
ólfshöfða. Nokkru fyrir miðnætti
lygndi á ný og gerði þá mokveiði
um 16 sjómílur vestan af höfðanum.
Alls hafa íslensk skip nú borið um
400 þúsund tonn af loðnu á land frá
áramótum og 547 þúsund tonn að
sumar- og haustvertíðum með-
töldum. Þá eru um 420 þúsund tonn
eftir af heildarkvóta ársins, sam-
kvæmt upplýsingum frá Samtökum
fiskvinnslustöðva.
Samanlögð afkastageta íslensku
fiskimjölsverksmiðjanna er rúm 16
þúsund tonn á sólarhring og því má
ætla að það taki verksmiðjurnar um
26 daga að vinna það sem eftir er af
kvótanum, að því gefnu að veiði
haldist góð og veður skaplegt.
Loðnuvertíðin stendur jafnan út
marsmánuð.
Morgunblaðið/Þorgeir
Skipin fá fullfermi í fáum köstum og stundum meira til og þá njóta nærliggjandi skip góðs af. Skipverjar á Hörpu VE búa sig undir að dæla loðnu úr nót
Sigurðar VE sem var þegar fullhlaðinn. Góð loðnuveiði hefur verið þegar gefið hefur.
Helmingur kvótans kominn á land
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI
telur nú tímabært að hefja mark-
visst starf í því skyni að stytta nám
til stúdentsprófs með áherslu á nýja
skipan framhaldsskólanáms. Á
næstunni verður skipuð verkefnis-
stjórn sem mun næsta haust skila
tillögum um framkvæmd styttingar
framhaldsskólanáms um eitt ár.
Þetta kom m.a. fram á málþingi sem
menntamálaráðuneytið efndi til í
byrjun febrúar um styttingu náms
til stúdentsprófs. Til þingsins var
boðið fulltrúum skólastiga, kennara
og samtaka foreldra. Tilgangur
þingsins var að kanna hug þessa
fólks til málsins og leita svara við
ýmsum spurningum.
Á málþinginu kom meðal annars
fram að um miðjan níunda áratug-
inn voru þau sjónarmið ráðandi í
umræðu um skipan íslenskra skóla-
mála að ekki bæri að stytta nám til
stúdentsprófs. Þessi viðhorf hafi
breyst og snemma á tíunda ára-
tugnum skilaði nefnd um mótun
menntastefnu skýrslu þar sem mælt
var með styttingu framhaldsskólans
um eitt ár auk þess sem gert var
ráð fyrir að hann starfaði í tíu mán-
uði í stað níu ár hvert. Var frum-
varp til framhaldsskólalaga samið á
þessum forsendum en Alþingi sner-
ist gegn lengra skólaári strax og
frumvarpið var lagt fram. Það varð
að lögum 1996 og sama ár var
grunnskólinn fluttur frá ríki til
sveitarfélaga.
Í frétt frá ráðuneytinu segir að í
samræmi við eindregin tilmæli á
málþinginu undirbúi ráðuneytið nú
faglega úttekt á innihaldi náms en
gerður verður samanburður á
námsþáttum sem kenndir eru á til-
teknum bekkjarstigum svo og á
námskröfum, bæði í grunnskólum
sem og framhaldsskólum. Nám hér
á landi verði borið saman við nám í
tveimur hinna Norðurlandanna,
einkum með tilliti til þess hvort
hægt sé að nýta kennslutíma í
grunn- og framhaldsskólum betur,
fækka viðfangsefnum eða flytja
námsþætti milli skólastiga.
Menntamálaráðherra hefur
ákveðið að skipa verkefnisstjórn
innan ráðuneytisins til að vinna að
þessu máli. Að sögn Karls Krist-
jánssonar, deildarstjóra framhalds-
skóla- og fullorðinsfræðsludeildar
menntamálaráðuneytis, mun hópur-
inn gera tillögur um hvernig standa
beri að framkvæmd styttingar náms
til stúdentsprófs og kanna áhrif
styttingar náms á ýmsa þætti, s.s.
byggingarmál og kjarasamninga
kennara. „Á næstunni verður ráðinn
verkefnisstjóri sem mun hafa um-
sjón með verkefninu og vinna undir
stjórn verkefnisstjórnarinnar sem
verður skipuð starfsmönnum ráðu-
neytisins.“
Karl segir ómögulegt á þessu
stigi málsins að segja til um hvenær
stytting framhaldsskólanáms komi
til framkvæmdar en verkefnis-
stjórnin á að skila tillögum sínum
næsta haust.
Tímabært að hefja
markvisst starf að
styttingu náms
INFLÚENSA af A-stofni og
RS-sýkingar sem leggjast
þyngst á innan við ársgömul
börn með háum hita og öndun-
arfærasýkingum hafa geisað að
undanförnu á höfuðborgar-
svæðinu. Þórður Þórkelsson,
barnalæknir á Landspítala við
Hringbraut, segir að þessar
pestir séu erfiðari og meiri en í
fyrra og mikið álag hafi verið
vegna þeirra á bráðamóttöku
barna, hjá Barnalæknaþjónust-
unni í Domus Medica og
Læknavaktinni í Smáranum.
Þórður Þórkelsson segir ein-
kenni flensunnar vera háan hita
og RS, sem hann segir vera
kvefveiru er valdi einkum önd-
unarfærasýkingum. RS valdi oft
slæmum kvefsýkingum, börn
eigi erfitt með andardrátt og
vilji ekki drekka. Sýkingin geti
þannig náð niður í lungu og
valdið astmakvefi. Hann segir
mikið hafa verið leitað til bráða-
móttökunnar vegna þessara
sjúkdóma. Leggja þurfi börn
inn í sumum tilvikum, ekki síst
ef gefa þarf þeim súrefni eða
úða til að létta undir með öndun
eða næringu í æð ef þau hafa
ekki getað drukkið. Segir Þórð-
ur ekki um lyfjameðferð að
ræða í þessum tilvikum.
Þá segir Þórður að helsta ráð-
ið við þessum slæmu veikindum
sé að gefa hitalækkandi lyf og
halda vökva að börnunum. Segir
hann rétt að fólk leiti síðan
læknis ef hiti og önnur einkenni
eru viðvarandi. Hann sagði
álagið mikið um þessar mundir
og ógerning að segja hvort þess-
ar pestir hefðu náð hámarki.
Erfiðari
pestir og
leggjast
þyngra
á börn
KATRÍN Gunnarsdóttir sigraði í
einstaklingskeppni Frístæl-dans-
keppni Tónabæjar sem fram fór á
föstudagskvöld. Katrín var einnig
í hópi stúlkna frá Reykjavík sem
sigraði í hópakeppninni og kall-
aði sig Eldmóður.
Á myndinni má sjá stúlkurnar í
Eldmóði, frá vinstri: Emilía Otte-
sen, Ólöf Helga Gunnarsdóttir,
Hildur Jakobína Tryggvadóttir,
Hugrún Árnadóttir, Katrín Gunn-
arsdóttir, Eva Dögg Ingimars-
dóttir og Heiða Björk Ingimars-
dóttir.
Líkt og undanfarin ár var mjög
mikill áhugi fyrir keppninni í ár
en rétt til þátttöku hafa ungling-
ar á aldrinum 13–17 ára. Að
þessu sinni tóku 150 keppendur
alls staðar að af landinu þátt, en
þetta er í 21. sinn sem keppnin er
haldin. Það er að venju fé-
lagsmiðstöðin Tónabær sem
stendur að keppninni en hún fór
fram í íþróttahúsi Fram.
Morgunblaðið/Sverrir
Eldmóður
dansaði til sigurs