Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 15
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 15
Hátíðin Ljós í
myrki hefst á
miðvikudag
NÆSTA miðvikudag hefst vetrar-
hátíð Reykjavíkurborgar, Ljós í
myrkri, og stendur hún til 3. mars.
Hátíðin er helguð ljósi og orku og er
ætluð jafnt ungum sem öldnum til
upplyftingar í lok skammdegis þeg-
ar sól hækkar á lofti, segir í frétt frá
skipuleggjendum hátíðarinnar.
Fjölbreytt dagskrá er alla dagana
og má nefna ýmsa listviðburði,
gjörninga, ljósaleiki, Stjörnuhrap á
Tjörninni, foss í Aðalstræti, jazztón-
leika sem og klassíska tónleika, kór
Íslensku óperunnar og viðamikla
dagskrá í Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinum. Þá verður listdans og vín-
arvalsakvöld haldið í Skautahöllinni,
þjóðlegar kvöldvökur með rímna-
kveðskap og draugasögum og fyr-
irlestrar verða í Ráðhúsinu og á
Reykjavíkurtorgi Borgarbókasafns-
ins tengdir ljósi og myrkri.
Hátíðin hefst með setningu á
Lækjartorgi kl. 19:30 miðvikudag-
inn 27. febrúar og mun Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
flytja ávarp, barnakór Seljakirkju
og Fóstbræður syngja og ljósin
verða tendruð á háspennumastrinu
á Arnarhóli.