Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LÍKLEGA er það ekki á margra vit-orði að til er lítið og metnaðarfulltfyrirtæki í Bretlandi, Norvik Press,sem helgar sig útgáfu á úrvals-bókmenntum frá Norðurlöndum. Auk
þess að gefa út vandaðar þýðingar á bók-
menntum okkar heimshluta, heldur það úti
eina breska tímaritinu sem fjallar um nor-
rænar nútímabókmenntir, en það heitir
Scandinavica. Þótt hlutur okkar Íslendinga
hafi ekki verið afgerandi í þessari útgáfu-
starfsemi má geta þess að meðal efnis í nóv-
emberhefti síðasta árs var t.d. lofsamlegur
ritdómur um verk Jóns Karls Helgasonar,
„The Rewriting of Njáls Saga. Translation,
Ideology and Icelandic Sagas, eftir Andrew
Wawn. Í heftinu þar á undan var athyglisverð
úttekt á bókmenntum samkynhneigðra á
Norðurlöndum, sem vakti töluverða athygli
meðal breskra fræði-
manna. Einnig hefur
verið gefið út sérstakt
hefti um kvikmyndir og
þannig mætti lengi
telja. Fyrir nokkru var
pistilhöfundur á ferð í
Englandi og tók m.a. þátt í málþingi um bók-
menntir Norðurlanda. Af því tilefni gafst
kærkomið tækifæri til að ræða við starfsmann
Norvik Press útgáfunnar, Neil Smith, og rit-
stjóra Scandinavica, dr. Janet Garton, um
starfsemina og áhuga þeirra á að draga ís-
lenskan bókmenntaheim betur inn í starf
þeirra.
Fyrir utan Mare’s Nest er Norvik Press
eina útgáfufyrirtækið í Bretlandi sem einbeit-
ir sér að bókmenntum hinna norrænu þjóða
að sögn Neil. „Við reynum að gera bók-
menntum allra Norðurlandaþjóðanna skil, en
ef hægt er að segja að við höfum gert ein-
hverju þeirra minni skil en öðrum þá er það
Ísland og það er einmitt vegna Mare’s Nest,
sem hefur sinnt íslenskum bókmenntum vel.“
Norvik Press varð upphaflega til áníunda áratugnum í tengslum viðtímaritið Scandinavica, en útgáfaþess hófst fyrir réttum fjörutíu ár-um, eða 1962. Framan af var það
gefið út í Cambridge en er ritstjóri þess, pró-
fessor James McFarlane, flutti vegna starfa
sinna til Norwich, fluttist útgáfustarfsemin
með honum. Hann og núverandi ritstjóri
tímaritsins, dr. Janet Garton, ritstýrðu tíma-
ritinu í sameiningu um langa hríð, eða þar til
McFarlane lét af störfum sakir aldurs. Að-
stoðarritstjóri þess núna er prófessor Michael
Robinson, en hann er mjög vel þekktur fyrir
skrif sín og sérfræðiþekkingu á verkum
sænska leikskáldsins Strindbergs.
Óhætt er að fullyrða að tímaritið Scand-
inavica njóti mikillar virðingar innan þess til-
tölulega þrönga heims sem rannsakar nor-
rænar bókmenntir og menningu, en
upphaflega var það og Norvik útgáfufyr-
irtækið sett á laggirnar þar sem mörgum
fannst eins og breskir útgefendur sýndu nor-
rænum bókmenntum og menningu ákaflega
lítinn áhuga. Norvik Press átti upphaflega að
vera einskonar háskólaútgáfa, en ekki leið á
löngu þar til helsta markmið forlagsins var
jafnframt að kynna bókmenntir frá Norð-
urlöndum í enskumælandi löndum. Bækurnar
sem fyrirtækið gefur út eru í fremur litlum
upplögum á breskan mælikvarða og m.a. ætl-
aðar sem kennsluefni í háskólum. Þær verða
því að eiga erindi inn í ramma þess fræða-
starfs sem unnið er í háskólum og mikið er
vandað til þýðinganna. Þó nokkuð hefur verið
gefið út af sígildum bókmenntum Norð-
urlanda sem venjulegir bókaútgefendur hafa
lítinn áhuga á vegna þeirrar fjárhagslegu
áhættu sem því fylgir. Þeir samtímahöfundar
sem ratað hafa inn í ritraðir Norvik forlagsins
hafa allir öðlast viðurkenningu sem áhrifa-
valdar í samtímanum þótt verk þeirra hafi átt
erfitt uppdráttar í breskum bókmenntaheimi.
Þeirra á meðal má nefna Kerstin Ekman, P.C.
Jersild, Jens Björneboe og Suzanne Brøgge.
Neil Smith segir Norvik Press ekki líta á
útgáfu sína sem áhættustarfsemi, þó að bæk-
urnar eigi tæpast eftir að verða með þeim
söluhæstu í Bretlandi. „Við horfum til þess að
selja háskólafólki og vitum að upplögin eiga
eftir að seljast upp þótt það taki kannski lang-
an tíma,“ segir hann. „Það má í raun segja að
það orðspor sem af okkur fer berist manna á
milli í heimi áhugamanna um Norðurlönd og
við erum fullkomlega sátt við það. Í Banda-
ríkjunum vinnum við með dreifingaraðila sem
einnig hefur Mare’s Nest á sinni könnu og það
kemur ágætlega út, því þessi tvö útgáfufyr-
irtæki standa að miklu leyti frammi fyrir
sömu vandamálunum, sérstaklega varðandi
dreifingu. Eitt stærsta vandamál sem við
þurfum að kljást við er það hversu stóru
bókaverslanirnar hér í landi eru tregar til að
taka nokkra áhættu með verk sem ekki eru
þegar þeim mun þekktari. Jafnvel þótt höf-
undi hafi vegnað vel í öðrum löndum, svo sem
á meginlandinu, og bækur hans selst vel, eru
breskar bókaverslanir ekki tilbúnar til að
selja verk hans nema þeir hafi undir höndum
nýjar tölur er sýna að bækurnar hreyfist.“
Fyrir utan hinn enskumælandi markaðer töluverð áhersla lögð á að kynnabækur Norvik Press á Norðurlöndumsjálfum, svo almenningur og einnigferðamenn annars staðar frá eigi auð-
velt með að nálgast þær. Neil viðurkennir þó
að þeim hafi ekki gengið vel að koma bókum
sínum á framfæri á Íslandi, en það megi líkast
til einnig rekja til þess að bækur Mare’s Nest
hafa átt greiðari aðgang hingað. „Við erum þó
viss um að það hlýtur að vera mikilvægt fyrir
smáar þjóðir á borð við Norðurlandaþjóðirnar
að kynna menningu sína fyrir útlendingum og
koma henni á framfæri í þeim ört smækkandi
heimi sem við búum við í dag, flestir eiga jú
vini og kunningja í útlöndum sem þeir vilja
deila uppruna sínum með. Ég yrði því svo
sannarlega glaður ef okkur bærust fleiri
greinar til birtingar frá fræðimönnum á Ís-
landi um íslenskar bókmenntir og menningu,
sem einnig gæti svo leitt til þess að áskrif-
endum þar fjölgaði,“ segir Neil og hlær, „ég
auglýsi hér með eftir þeim.“ Hann bendir á að
ýmislegt í bók Jóns Karls hafi vakið athygli
áhugamanna um norræn fræði, svo sem lýs-
ingar hans á viðtökum Njálssögu í Danmörku
á tímum hernáms nasista. „Þetta er nokkuð
sem við í okkar menningarheimi kynnumst
ekki nema efnið reki á fjörur okkar.“
Ritstjóri Scandinavica, dr. Janet Garton,
segir Scandinavica ekki hafa breyst mikið í
tímans rás, það fjalli fyrst og fremst um bók-
menntir nútímans á Norðurlöndum, stundum
einnig um norrænar tungur eða sögu. „Hug-
myndin hefur alltaf verið sú að birta umfjöll-
un á ensku um þetta fræðasvið, en af og til
birtum við einnig efni á frönsku eða þýsku til
að ná til stærri hóps lesenda. Stundum til-
einkum við ákveðin hefti tilteknu efni, og
núna er t.d. verið að vinna að tölublaði um
ferðabókmenntir, sem ég held að eigi eftir að
vekja áhuga margra. Þá held ég líka að öll sú
gagnrýni sem við birtum um bækur komi að
góðum notum. Við höldum sömuleiðis utan
um ritaskrá um nýútkomnar bækur frá öllum
Norðurlöndunum, einnig frá Íslandi, og hún
er mjög mikið notuð af bókasöfnum hér í
landi.“
Janet tekur undir þau orð Neil að meira
mætti berast af greinum um íslenskar bók-
menntir, „sérstaklega um samtímabók-
menntir, því það efni sem við þó fáum fjallar
aðallega um Íslendingasögurnar. Það er útaf
fyrir sig ágætt, en það væri einnig gaman ef
lesendur okkar öðluðust tilfinningu fyrir sam-
henginu í bókmenntahefð Íslendinga fram á
okkar daga.“ segir hún.
„Bókaútgáfa Norvik Press hefur gengið
ákaflega vel, okkur hefur tekist að gera
breskum lesendum ljóst að til er fleira áhuga-
vert frá Norðurlöndunum en Ibsen og Strind-
berg,“ heldur hún áfram. „Það er þó ekki um
nokkurn fjárhagslegan ávinning að ræða og
öll erum við sem að þessu komum að vinna
mikla sjálfboðavinnu við að halda þessu gang-
andi – okkur finnst þetta hreinlega svo mik-
ilvægt. Mesti vandinn er þó að dreifa bók-
unum og koma þeim þannig fyrir í
bókabúðum að eftir þeim sé tekið. Bókabúðir
hér stinga öllu sem er nýtt og framandi á bak
við það sem mun örugglega seljast.“ Janet
hlær og gantast með það að tryggustu við-
skiptavinir bókaútgáfunnar séu eiginlega í
Færeyjum, í það minnsta ef miðað er við
fólksfjölda. „Miðað við hvað þeir kaupa inn
hlýtur hvert einasta mannsbarn þar að hafa
sent að minnsta kosti einum vini sínum í út-
löndum bók frá okkur.“
Janet segir ljóst að nú sé komið að því að
Norvik Press leiti fyrir sér með útgáfu á ís-
lensku verki, það sé löngu tímabært. „Það er
frábært að sjá verk Halldórs Laxness aftur á
hinum enskumælandi markaði, en okkur lang-
ar líka til að koma verkum annarra höfunda
sem ekki eru eins vel þekktir á framfæri, sér-
staklega ef þeir eiga eitthvert erindi við sam-
tímann eins og hann birtist okkur á Norð-
urlöndum um þessar mundir,“ sagði Janet
Garton að lokum.
Miðað við orðstír þeirra höfundasem Norvik Press hefur gefiðút og þá alúð sem lögð er í út-gáfustarfið er enginn vafi á þvíað verk íslenskra rithöfunda
myndu eiga greiðari aðgang inn í fræða-
samfélag hins enskumælandi heims ef þau
væru kynnt á þeirra vegum.
Það er því vonandi að svo verði sem fyrst – í
eylandi eins og okkar er ætíð forvitnilegt að
sjá hvaða áhrifum glögg gestsaugu geta skil-
að inn í menninguna.
Umheimurinn og eylandið
Morgunblaðið/Golli
Í forgrunni er bókin „Anglo-Scandinavian Cross-
Currents“ frá Norvik Press, en að auki sjást tvö
hefti tímaritsins Scandinavica og bókin „Lucie“
eftir Amalie Skram.
AF LISTUM
Eftir Fríðu Björk
Ingvarsdóttur
fbi@mbl.is
Valentínusardagurinner liðinn þetta árið,sem betur fer segjamargir, enda eru
blóma-, hjartalaga-súkkulaði-
og demantaauglýsingarnar
hér í Bandaríkjunum svo
óstjórnlega væmnar og yf-
irþyrmandi að meira að segja
hæstástföngnu fólki verður
nóg um. Þegar nær dregur
sjálfum deginum og auglýs-
ingarnar verða ágengari virð-
ast skilaboðin næstum því þau
að nú sé undir hverjum og ein-
um komið að ,,verðleggja“ ást-
ina sína – en þessum auglýs-
ingum er nota bene eingöngu
beint til karlmanna. Það eru
karlmenn sem gefa á Valent-
ínusardaginn, konur þiggja.
85% þeirra blóma sem seld
eru á Valentínusardaginn eru
keypt af karlmönnum (og svo
er sagt að um 10% banda-
rískra kvenna sendi sjálfum
sér blóm þennan dag...). Það
er merkilegt að sjá hvernig
hefðbundin kynjahlutverk og
staðlaðar ímyndir karla og
kvenna birtast í auglýsingum
fyrir Valentínusardaginn.
Demantaauglýsingarnar sem
tröllríða öllu eru verstar;
,,Hvers virði er hún? Segðu
henni það með demanti!“, eða
þær sem stíla inn á að blása í
glæður kulnaðra sambanda;
,,Er langt síðan þú hefur feng-
ið hana til að kikna í hnjálið-
unum? Þér tekst það aftur
með demanti!“ Að sjálfsögðu
setur þetta gríðarlega pressu
á karlmenn, ,,hvað er nóg?“ og
veldur konum miklum kvíða,
,,hvers virði er ég?“. Konan
sem fær demantseyrnalokka
getur verið róleg, hún er elsk-
uð mjög mikið. Kona sem fær
tveggja dollara rós þarf hins
vegar að endurskoða samband
sitt... Sjálfri finnst mér nokk-
uð áhyggjuefni að hér þyki svo
sjálfsagt að karlmenn séu gef-
endur/gerendur í ástarsam-
böndum, en konur þiggjendur/
þolendur.
Auglýsingaflóðið leggst
þungt á bæði konur og karla.
Ég heyrði á tal nokkurra karl-
manna um daginn þar sem
umræðuefnið var hvort þeir
væru ,,blómamenn“, það er að
segja hvort þeir væru vanir
því að gefa konum sínum
blóm. Flestir sögðust ekki
vera það og að þeir ætluðu sko
aldeilis ekki að láta einhverja
blómaauglýsingamenn ,,láta
sig“ gefa blóm á Valentínus-
ardaginn. Þeim væri ekki
tamt að gefa konunum sínum
blóm og þætti hreinlega asna-
legt að gera það af skyldu-
rækni, af samfélagslegri aug-
lýsingapressu. Þetta voru
uppreisnarseggir. Menn í
miklum minnihluta, því stað-
reyndin er sú að hér um bil all-
ir bandarískir karlmenn gefa
konum (eiginkonum, kær-
ustum, konum á blindum
stefnumótum) blóm þennan
dag. Og ekki bara blóm heldur
líka súkkulaði. Ég las það í
San Francisco Chronicle að
Bandaríkjamenn eyða einum
milljarði bandaríkjadala í
súkkulaði dagana í kringum
Valentínusardaginn. Það jafn-
gildir um 100 milljörðum ís-
lenskra króna. Sama dag las
ég á mbl.is, að viðskiptahalli
Íslands væri fjörutíu og eitt-
staðar og hillur tómar. Þetta
er mikill iðnaður og í raun
hlekkur í hátíðakeðjunni sem
spannar allt árið, en páska-
auglýsingar tóku samstundis
við af ástarauglýsingunum.
Það gleymist svo gjarnan að
Valentínusardagurinn er víst
kvalafyllri en orð fá lýst fyrir
mjög stóran hóp Bandaríkja-
manna – það er að segja þá
einhleypu. Einhleypir í hópi
fullorðinna hér í Bandaríkj-
unum eru taldir vera tugir
milljóna talsins og fulltrúar
þeirra í hópi dálkahöfunda
dagblaða og tímarita fara mik-
inn í aðdraganda Valentínus-
ardagsins. Jane Ganahl sem
skrifar vikulegan dálk í San
Francisco Chronicle undir yf-
irskriftinni ,,Single File“ tók
bókstaflega andköf í upphafi
pistil síns nú um daginn og
,,Jæja, nú er hann kominn,
eina ferðina enn.“ Svo þuldi
hún upp fjölmörg ráð þeim
einhleypu til handa til að ,,lifa
daginn af“. Það er með ólík-
indum hvað virðist mikil sam-
félagsleg pressa á það hér að
,,ganga út“ og þessi pressa
virðist verða allt að því óbæri-
lega yfirþyrmandi á Valent-
ínusardaginn. Og jöfrar ást-
ariðnaðarins hafa líka fundið
leið ofan í vasa þeirra ein-
hleypu. Með hjálp fjölmiðla og
nútímatækni er búið að iðn-
væða ,,fyrstu kynna“- og
stefnumótabransann svo um
munar, en það er önnur saga...
hvað milljarðar króna. Þannig
reiknaðist mér til að ef annar
hver Bandaríkjamaður sem
kaupir súkkulaði á Valentínus-
ardaginn myndi kaupa Nóa-
Síríus-súkkulaði, væri hægt að
rétta viðskiptahallann af á
einu bretti. Ég varpa þessari
hugmynd fram – hjartalaga
Nóa-Síríus kassar til útflutn-
ings, það er ár til stefnu...
Þetta er annað árið í röð
sem ég er í Bandaríkjunum á
Valentínusardaginn. Ég
komst að því mér til nokk-
urrar undrunar og skemmt-
unar að það er eiginlega ekki
hægt að komast hjá því að
verða fyrir Valentínusardeg-
inum sé maður á annað borð á
ferðinni. Ég lenti til dæmis í
því að vera næstum því hlaup-
in niður af mönnum sem héldu
á bleikum böngsum sem voru
stærri en þeir og klukkan var
orðin sex og þeir allt of sein-
ir... svo var ég næstum dottin
um alla þessa blöðru-,
bangsa-, blóma- og súkku-
laðisala sem er ekki þverfót-
andi fyrir á öllum gang-
stéttum... og þegar ég pantaði
mér hamborgara á írskum bar
um kvöldið, blikkaði þjón-
ustustúlkan mig um leið og
hún límdi bleikan hjartalím-
miða á kinnina á mér, kom svo
að vörmu spori með hamborg-
arann, sem var eins og allt
annað, hjartalaga. Það er
margt líkt með stemmning-
unni á degi heilags Valent-
ínusar og á messu Þorláks
kollega hans. Biðraðir alls
Blómlegur
ástariðnaður I
bab@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Birna Anna
á sunnudegi