Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHaukar komnir á sigurbraut á ný /B3 Kaldar kveðjur frá norskri knattspyrnu /B4 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM NÝJAR íslenskar rannsóknir sýna að kona er í fimm sinnum meiri hættu á að fá svokallað legslímu- flakk (endometriosis) hafi systir hennar sjúkdóminn. Eigi konan ná- skylda frænku með sjúkdóminn eru líkurnar á að veikjast í kringum 50%. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í evrópska læknisfræðitíma- ritinu Human Reproduction í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem tíðni legslímuflakks er könnuð meðal heillar þjóðar og sýnt er fram á auknar líkur á sjúkdómnum hafi ættingi utan kjarnafjölskyldunnar fengið hann. Talið er að um 1.000 ís- lenskar konur séu með sjúkdóminn en hann veldur slæmum tíðaverkj- um, tíðatruflunum og minnkandi frjósemi. Lýsir sjúkdómurinn sér þannig að slímhúð, eins og sú sem þekur legið að innan, „fer á flakk“ og festist á lífhimnuna eða á eggja- stokkana og veldur vefjaskemmdum í grindarholi og á eggjastokkum. Geta einkennin verið allt frá vægum og upp í mjög slæma verki í grind- arholi og baki. Getur erfst frá föður til dóttur Rannsóknin hefur staðið frá árinu 1994 og farið fram í samvinnu við Ís- lenska erfðagreiningu frá árinu 1997. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir í samtali við Morgunblaðið að það komi ekki á óvart að erfðir séu svo ríkjandi þáttur varðandi sjúk- dóminn. „Í þessu tilfelli leynist þetta hins vegar svo skringilega vegna þess að sjúkdómurinn getur farið frá föður til dóttur. Genið getur ferðast í gegnum margar kynslóðir í karllegg og svo kemur það ekki fram fyrr en í einhverju stúlkubarni sem fæðist með þetta.“ Hann segir mjög mikilvægt að erfðaþátturinn skyldi koma fram. „Sá tími sem líður frá því að konur byrja að fá einkenni af legslímu- flakki og þar til það greinist er að meðaltali tíu ár. Það getur því verið ansi langur tími sem konan annað- hvort þjáist af sársauka eða ófrjó- semi sem sjúkdómurinn getur vald- ið. Hins vegar myndi erfðapróf, sem byggt yrði á niðurstöðum af þessari gerð, gera það mögulegt að greina þetta fyrr, meðhöndla það fyrr og á þann hátt auka lífsgæði, bæði með því að minnka sársauka og koma í veg fyrir ófrjósemi.“ Segir Kári ástæðuna fyrir því að rannsóknin var möguleg fólgna í þeirri ættfræði sem fyrir liggur um Íslendinga. „Það gerði það að verk- um að við gátum tekið þennan lista af sjúklingum og rennt honum í gegnum ættfræðigagnagrunninn og fengið út þennan skyldleika. Önnur ástæðan fyrir því að við gátum gert þetta er að við erum með mjög góða þjónustu í kvensjúkdómum og fæð- ingarlækningum og þar eru þessir læknar sem hafa unnið að því að greina sjúkdóminn.“ Í því sambandi nefnir hann Reyni Tómas Geirsson, forstöðulækni kvennadeildar Land- spítala, en hann er einnig einn af höf- undum greinarinnar sem birtist í Human Reproduction í dag. Verið að kortleggja erfðavísinn Að sögn Kára er legslímuflakkið ekki nýuppgötvaður sjúkdómur en með nýrri tækni er mun auðveldara að greina hann og því er vitað um fleiri tilfelli en áður. „Við erum búnir að sýna fram á að erfðir eru þarna ríkur þáttur og nú erum við farnir að kortleggja erfðavísinn. Það er vinna sem aftur er unnin í samstarfi við Reyni Tómas og innan okkar fyrir- tækis unnin af Reyni Stefánssyni lækni. Þegar búið er að einangra erfðavísinn stefnum við að því að búa til erfðapróf sem gert yrði með blóð- prufu og byggist á því að rýna í erfðaefni. Loks er svo hugmyndin að reyna að búa til lyf til þess að sporna við þeim vanda sem af þessu hlýst.“ Segir Kári vinnuna við kortlagningu erfðavísisins langt komna og býst hann við að henni ljúki innan tveggja ára. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar birtar í evrópsku vísindatímariti í dag Erfðir eru taldar ráða miklu um legslímuflakk ELDUR kviknaði í íbúðarhúsi á bænum Læk í Holta- og Landsveit í gærkvöldi. Eldurinn kom upp í svefnherbergi á efstu hæð hússins sem er á þremur hæðum og tókst slökkviliði að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út. Húsið var mannlaust þegar eld- urinn kom upp þar sem heim- ilisfólkið var við mjaltir. Níu ára stúlka varð eldsins vör og lét afa sinn vita Níu ára stúlka varð eldsins vör er hún heyrði í reykskynjara og lét afa sinn vita. Reyndi hann að slökkva eldinn með slökkvitæki en varð strax frá að hverfa vegna hita og reyks. Slökkviliðið frá Hellu og Hvols- velli var kallað á staðinn og gekk nokkuð greiðlega að ráða nið- urlögum eldsins. Var slökkvistarfi að mestu lokið um kl. 19.30. Engin slys urðu á fólki en her- bergið er illa farið og talsvert tjón í íbúðinni sem var að stórum hluta undirlögð af sóti og reyk. Ekki er vitað hvað olli því að eldurinn kviknaði. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Eldur kom upp í íbúðar- húsi Holta- og Landsveit YFIRSTJÓRN leitar og björgunar á hafinu og við strendur Íslands sendi samgönguráðherra bréf í gær þar sem farið er fram á að ýmsar úrbætur verði gerðar m.a. á frágangi neyðar- búnaðar um borð í skipum og að sett- ar verði reglur um til hvaða ráða Til- kynningarskyldan skal grípa, ef tæki reynast ekki í lagi um borð í skipun- um. Yfirstjórnin kom saman til fundar í gær vegna sjóslyssins er Bjarmi VE 66 fórst sl. laugardag. Leggur stjórnin til við ráðherra að settar verði reglur um frágang á STK-neyðarbúnaði um borð í skipum, sérstökum starfsmanni verði falið að kanna STK-búnað allra fiskiskipa og fylgja því eftir með úrbótum og að öll fiskiskip hafi svokallaða frífljótandi neyðarbauju. Þá er lagt til að upplýs- ingar til Tilkynningarskyldunnar verði gerðar aðgengilegar björgunar- stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Öll lánstæki fyrir skip í sjálfvirku tilkynningarskyldunni, STK, eru í út- leigu hjá Vaka-DNG, sem er eini dreifingaraðili tækjanna hér á landi. Bili STK-tæki geta sjófarendur því ekki orðið sér úti um nýtt tæki til bráðabirgða en geta eftir sem áður notast við handvirka tilkynningar- skyldu. Þetta kemur fram í svari Vaka-DNG við fyrirspurn siglinga- ráðs en á fundi ráðsins í síðasta mán- uði komu fram alvarlegar athuga- semdir við virkni tækjanna. Yfirstjórn leitar og björgunar sendir ráðherra bréf Vilja úr- bætur á neyðarbún- aði skipa  Öll lánstæki/14 ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- flokksins hefur verið boðaður til fundar á morgun, föstudag, kl. 13. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er á dagskrá fundarins að fjalla um ráð- herraskipti í ríkisstjórninni. Í kvöld kemur fulltrúaráð Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík saman til fundar þar sem af- greiða á tillögu kjörnefndar um skipan framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í vor, en eins og fram hef- ur komið gefur Björn Bjarna- son menntamálaráðherra kost á sér í fyrsta sæti listans. Ræða á ráðherra- skipti á morgun Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.