Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 25 Benefiance, kremlínan frá Shiseido, er sérhönnuð til að styrkja, lyfta og jafna endurnýjun húðarinnar og fylla hana orku. Nú býður Shiseido þér pakka sem þéttir og lyftir húðinni*. • Benefiance Lifting Complex 50ml. • Krem sem lyftir, mótar útlínur húðarinnar og hindrar að hún • • slappist með því að vinna gegn uppsöfnun vökva og fituvefs. • Notist yfir Benefiance dag- og næturkrem. • Benefiance Daytime Protective Cream 40ml. • Dagkrem sem styrkir og ver húðina gegn þurrki og • • • • umhverfisáhrifum. • Benefiance Revitalizing Cream 10ml. • Næturkrem sem jafnar endurnýjun húðarinnar og styrkir hana. • Benefiance Neck Firming Cream 10ml. • Hálskrem sem þéttir og styrkir hálsinn, jafnar einnig litarháttinn. Allt þetta í fallegri Shiseido tösku á aðeins 9.950 kr. Viðhaltu styrkri og stinnri húð lengur með Benefiance. Útsölustaðir: Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23, Hygea Smáralind, Sigurboginn Laugavegi 80, Gallerý Förðun Keflavík, Jara Akureyri, Debenhams Smáralind, Bylgjan Hamraborg 14a, Kópavogi. *Á meðan birgðir endast. Fimmtudagur 28. febrúar Kl. 08.00 Laugardalslaug: Vatnsleikfimi undir stjórn Lovísu Einarsdóttur. Boðið upp á kaffi við kertaljós. Kl. 09.00–13.00 Dagskrá fyrir Grunnskóla Reykjavíkur, m.a. í Borgarleikhúsinu. Sýning Íslenska dansflokksins. Kl. 10.00 Opnun sýningar á ljósmyndum og tvívíðum verkum nemenda á marg- miðlunarbraut Borgarholtsskóla á Reykjavíkurtorgi Borgarbókasafnsins. Sýningin verður opin meðan hátíðin stendur. Myndlistarsýning Þuríðar Sigurðardóttur „Í öðru ljósi“ í Ráðhúsinu. Kl. 10.00–17.00 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn: Fjölbreytt dagskrá. Kl. 10.00–17.00 Garðskáli Grasagarðs Reykjavíkur: „Ekkert líf án ljóss“. Mynda- og veggspjaldasýning. Kl. 17.15 Fyrirlestrar í Ráðhúsinu: Guðfinna Eydal sálfræðingur flytur erindið „Að sjá ljósið þótt birtan dvíni“, Sigurður Júlíus Grétarsson sálfræðingur fjallar um myrkfælni barna og Jóhann Axelsson prófessor um lækningarmátt ljóssins. Nemendur úr Tónlistarskóla Reykjavíkur sjá um tónlistarflutning milli fyrirlestra. Kl. 18.00 Gönguferð um gamla kirkjugarðinn undir leiðsögn Gunnars Bollasonar. Lagt af stað frá aðalinngangi við Ljósvallagötu. Kl. 20.00 Stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg: Fræðslu- og skemmtikvöld í tengslum við opnun sýningar Þjóðminjasafnsins, „Ljósið kemur langt og mjótt“. Guðmundur Ólafsson flytur erindi um ljósfæri og Jóhann Már Maríusson fjallar um birtu og yl. Ljóðadagskrá undir stjórn Ingibjargar Haraldsdóttur rithöfundar. Sigurður Rúnar flytur lög um ljós á gömul hljóðfæri. Sýningin verður opin daglega kl. 14.00–18.00 meðan á hátíðinni stendur. Kl. 20.00 Samverustund í Dómkirkjunni: Ræðumaður kvöldsins er herra Sigurbjörn Einarsson biskup. Ingimar Erlendur Sigurðsson les ljóð. Einsöngur og Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Kl. 20.00 Opnun sýningarinnar „Litir og ljós“ í Epal, Skeifunni. Kl. 20.00 Bókabúð Máls og menningar – Súfistinn: Ólafur Kjartan Sigurðsson syngur og Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur á píanó. Upplestur úr verkum Gyrðis Elíassonar, Kristínar Marju Baldursdóttur og Sigurðar Pálssonar. Kl. 21.00 Menningarkvöld í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum: „Laxness og ljóðin“, söng- og leikskemmtun. „A Toast to Harlem – Svört melódía“, söng- og leikdagskrá sem samanstendur af blús- og gospeltónlist ásamt leiknu efni. Valgeir Guðjónsson syngur og skemmtir. Kl. 21.30 Stjörnuhrap. Vígsla verðlaunaverks Ilmar Maríu Stefánsdóttur í hugmynda- samkeppni Ljóss í myrkri á Tjörninni í miðbæ Reykjavíkur í boði Línu.Nets. Á PAPPÍRUNUM, a.m.k., verða menn annaðhvort undir eða ofaná í styrjöldum. Sigurvegararnir, góðu kallarnir, þurfa ekki um sárt að binda næstu árhundruðin. Hernað- arátök eru vinsælt kvikmyndafóður, á meðan við bíðum stórvirkja um að- gerðirnar á hendur talíbönum, get- um við stytt okkur stundir við að sjá Hollívúdd í Bosníu, í Behind Enemy Lines. Komið er að vopnahléi, það ergir orrustuflugmanninn Burnett (Owen Wilson). Afhendir Reigart að- mírál (Gene Hackman), uppsagnar- bréf eftir sjö ára dygga þjónustu, steingelda af ósviknum bardögum. Er vonsvikinn yfir því að hafa ekki fengið tækifæri til að láta byssur gjamma og sprengjum rigna úr undrasmíðinni F-18. Því næst er hann sendur í könnunarflug yfir Bosníu þegar aðrir um borð í flug- vélamóðurskipinu eru að setjast að jólasteikinni. Burnett heldur í loftið ásamt Stackhouse (Gabriel Macht), félaga sínum. Og flugmanninum verður að ósk sinni. Óvæntasti jólaglaðningur- inn er undarlegar hræringar á hlut- lausu belti í Júgóslavíu, kempurnar fara í leyfisleysi yfir svæðið og viti menn, þar er serbneskur herflokkur önnum kafinn við að fela stríðsglæpi sína. Þeir Burnett filma atburði og eru að lokum skotnir niður af eld- flaugum, handan víglínunnar. Serb- ar drepa Stackhouse og hefja linnu- lausa leit að Burnett, sem býr nú yfir óþægilegum hernaðarleyndarmál- um. Burnett setur sig í samband við aðmírál Reigart, sem að lokum skipuleggur björgunarleiðangur undir sinni stjórn uppá myrkt og stríðshrjátt fastalandið. Dæmigerð svarthvít stríðsmynda- framleiðsla. Bandaríkjamenn, hinar vammlausu hetjur, góðu kallarnir. Myndarlegir, vel búnir, orðheppnir og svalir. Meðvitandi um þær háleitu hugsjónir sem eru uppspretta veru þeirra í þessum guðsvolaða heims- hluta. Serbarnir bullur, sífretandi af byssum sínum, uppí loftið frekar en ekki neitt. Svipljótir, sjúskaðir, jafn- an með vindlinga dinglandi í kjaft- vikinu; ótvírætt merki um for- heimsku og andlegan subbuskap í glansmyndaframleiðslu samtímans. Enginn óbrjálaður veltir fyrir sér leikslokunum. Þau eru hefðbundin, það er fyrirfram vitað. Hinsvegar ól maður smávon í brjósti um að ein- hver töggur væri til staðar, Hack- man lofar jafnan góðu og stendur fyllilega fyrir sínu í einhliða hlut- verki atvinnuhermannsins sem sleppir ekki hendinni af „drengjun- um sínum“. Jafnvel þótt hann þurfi að kraka þá útúr gini ljónsins. Mynd- in fer einnig þokkalega af stað og tekur spennuþrunginn og kvik- myndalega vel gerðan fjörkipp er hin rennilega F-18 berst við að sleppa undan sovéskum eldflaugum sem glottandi, tóbakspúandi serba- djöflar puðra á eftir henni af ofrausn sem minnir á reykvískt gamlárs- kvöld. Það má vera að myndin hafi til- finningalegt gildi fyrir einhverja Bandaríkjamenn og komi við við- kvæmar taugar föðurlandsvina eftir svívirðuna 11. september. Fyrir aðra er hún ósköp venjuleg, margtuggin hetjudýrkun, ekkert framyfir það. Vissulega vel gerð, einkum er kvik- myndatakan lífleg og sviðsmyndin, brenndir akrar og borgarrústir, átakanlega sannfærandi. Þá hefur myndin verið gerð í samvinnu við bandaríska sjóherinn. Það er því út- litslegur raunveruleikablær hvað snertir umhverfið og vígvélarnar. Annað er fyrirsjáanlegt og Wilson, sem virðist ámóta bógur og aðrir McConaugheyar kvikmyndaheims- ins, er samnefnari vörusvikanna. Vondir kallar og góðir Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Borg- arbíó Akureyri Leikstjóri John Moore. Handritshöfundar: David Veloz, Zak Penn. Kvikmyndatöku- stjóri: Brendan Galvin. Tónlist: Don Dav- is. Aðalleikendur: Owen Wilson, Gene Hackman, Gabriel Macht, Charles Malik Whitfield, Joaquin de Almeida, David Keith, Travis Fine. Sýningartími 105 mín. Bandaríkin. 20th Century Fox. 2001. BEHIND ENEMY LINES (HANDAN VÍGLÍN- UNNAR) „Wilson, sem virðist ámóta bóg- ur og aðrir McConaugheyar kvikmyndaheimsins, er sam- nefnari vörusvikanna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.