Morgunblaðið - 28.02.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 28.02.2002, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 39 ✝ Inga Rakel Jóns-dóttir Thoraren- sen fæddist í Aðal- steini í Stokkseyr- arhverfi 21. desem- ber 1914. Hún lést á Landakotsspítalan- um 19. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Vikt- oría Halldórsdóttir, húsfreyja á Sól- bakka á Stokkseyri og lengi forstöðu- kona Kvenfélags Stokkseyrar, f. í Stokkseyrarseli 7. ágúst 1889, d. 29. apríl 1972, og Jón Þórir trésmíðameistari, Ingimundarson, trésmiðs í Sæ- borg á Stokkseyri, f. 12. okt. 1888, d. 24. maí 1967. Inga var þriðja elst í hópi níu systkina. Systkini hennar eru: Jóna Mar- grét, f. 5. sept. 1910, d. 15. sept. 1990, Sigríður Fanney, f. 17. sept. 1912, Þóra, f. 25. jan. 1917, d. 1997, Albert, f. 4. nóv. 1919, Sigríður Dóra, f. 26. sept. 1921, Dagrún, f. 24. ág. 1922, d. 16. des. 1922, Njóla, f. 24. ág. 1922, d. 30. jan. 2000, og Dagbjartur, f. 16. ág. 1924. Inga gift- ist 20. nóv. 1935 Sigurði Thoraren- sen lögregluþjóni, síðar bátsmanni og „Glímukóngi Ís- lands“ 1930, f. 8. júní 1907, d. 12. jan. 1961. Þeim Sigurði varð ekki barna auðið en tóku í fóstur systurson Ingu, son Sigríðar Dóru, Sigurð Inga Gunnlaugsson verkfræð- ing, f. 19. des. 1955. Kona hans er Þóra Gerða Geirsdóttir, f. 6. des. 1957, og eiga þau tvo syni, Geir Inga, f. 1. mars 1984, og Jón Örn, f. 17. maí 1988. Útför Ingu fór fram frá Foss- vogskapellu í kyrrþey að hennar ósk 25. febrúar. Inga var alla ævi húsmóðir fram í fingurgóma og framúrskarandi gestrisin og veitti rausnarlega. Ávallt var hún tilbúin að rétta ætt- ingjum og vinum hjálparhönd. Hún varð fyrir því óláni að missa manninn sinn ung og sakn- aði hans alla tíð sárt. Að giftast aftur hefði aldrei komið til greina. Eftir að hún varð ekkja fór hún að vinna á Dvalarheimili aldraðra á Hrafnistu við Kleppsveg, til að sjá sér og syni sínum farboða en hann var þá aðeins 6 ára gamall. Inga fékk sína barnaskóla- menntun, sem þótti gott á þeim tíma sem hún ólst upp en hún las mikið alla sína ævi og var hafsjór af fróðleik og maður kom hvergi að tómum kofunum þar sem hún var. Ljóð voru henni einstaklega hugleikin og virtist hún kunna heilu ljóðabækurnar utan að. Ein- ar Benediktsson var í sérstöku uppáhaldi. Einnig hafði hún mikið yndi af öðrum bókmenntum en þau hjónin höfðu komið sér upp all- góðu bókasafni áður en Sigurður lést. Hún hafði yndi af góðri tón- list, óperur svo sem Aida og Cav- alleria Rusticana voru títt spilaðar og söngvarar eins og Stefán Ís- landi, Kristján Jóhannsson, Guð- rún Á Símonar og Diddú voru í uppáhaldi. Hún var mikið fyrir að syngja og þær Sólbakkasystur voru annálaðar söngkonur. Þegar þær systur komu saman var nær alltaf tilefni til söngs. Þjóðmálin voru henni hugleikin og hafði hún alla tíð ákveðnar og róttækar skoðanir á því hvernig stjórna ætti landinu og þá var það ætíð þeir sem minna máttu sín sem áttu samúð hennar alla. Hún þoldi ekki hræsni né oflátungshátt. Hún var ákveðin og sagði sínar skoðanir tæpitungulaust. Það veganesti tók hún með sér úr for- eldrahúsum en Viktoría móðir hennar var mikil baráttukona um aukin réttindi kvenna á þeim tíma og mannréttindi almennt en hún var einn af stofnendum „Menning- ar og friðarsamtaka íslenskra kvenna“ og fyrsti formaður þess. Þótt Inga gæfi sig ekki mikið að félagsmálum fylgdist hún vel með og gaf góðum málefnum atkvæði sitt. Hún var sósíalisti, jafnaðar- manneskja með sterka réttlætis- kennd og alltaf tilbúin að verja lít- ilmagnann. Verkalýðsbaráttan var henni hugleikin, enda sjálf í flokki einstæðra útivinnandi kvenna. Undirrituð varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá fá ást og umönn- un hennar sem lítið barn og vera hjá henni og manni hennar í fóstri um tíma og svo síðar á unglingsár- unum og það gaf mikið. Fjölskyld- an og þá sérstaklega fósturson- urinn, var henni allt og fannst henni sjaldan nóg gert, börnin mín nutu einnig góðs af umhygju henn- ar. Við sem unnum henni og þekkt- um hana söknum hennar og erum þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með henni en gleðjumst jafnframt yfir því að ef eitthvað er eftir þetta líf þá loksins fær hún aftur að hitta sinn heitt elskaða mann hinum megin og aðra kæra sem farnir eru. Dagrún Þórðardóttir. Mikið mun ég sakna þín, amma mín. Ég sé þig ljóslifandi fyrir mér, svo glaðlega og létta í lund þegar ég minnist þín. Þú varst sterkur persónuleiki og sjálfstæð kona. Kona sem lét ekki undir höfuð leggjast að láta skoð- un sína sterklega í ljós. Oftar en ekki komstu mörgum á óvart með hárbeittri tungu sem lét engar sykursætar athugasemdir falla. Ef eitthvað var þér ekki að skapi hvort sem það var pólitík eða sósa í potti fengu nærstaddir ávallt veð- ur af hvað þér fannst um málið. Ég man ekki eftir mér án þess að vita af þér og kallaði þig ávallt ömmu þrátt fyrir að samkvæmt skyldleikatengslum ertu í raun ömmusystir mín. Það kom til vegna þess hve mikið þú annaðist mömmu sem barn. Ég er skírð í höfuðið á tveimur konum og þú ert önnur þeirra. Þú varst því engu minni ,,amma“ en aðrar ömmur og ef eitthvað er varstu ávallt í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir þér en um leið gat ég rætt við þig nánast hvað sem var. Þú varst mikil barnagæla sem elskaðir að dekra við börn en um leið innrættirðu þeim góða siði. Sem barn að aldri var ég vön að koma í heimsókn og þú sagðir mér endalaus ævintýri sem þú last upp úr þjóðsögum Jóns Árnasonar eða kunnir utan að. Ég þreyttist aldrei á að hlusta á sögur um prinsessur og bóndasyni langt fram eftir aldri. Einnig voru margar langar ,,löngu vitleysur“ spilaðar. Ekki má heldur gleyma öllum kræsing- unum og sætindunum sem var torgað. Sem unglingur gat ég rætt við þig um aðra hluti og sem fyrr var það jafnauðvelt því þú hafðir áhuga á öllu og kynslóðamunarins varð ekki vart. Sem fullvaxta kona með mína eigin fjölskyldu naut ég þess eftir sem áður að heimsækja þig og sökkva mér í samræður um heima og geima. Dætur mínar, Helena Sól og Aþena Örk, nutu þess einn- ig að koma með og syngja með þér. Baggalútur og fleiri lög voru kyrjuð við þessi tækifæri. Ég mun aldrei gleyma þér, amma mín, og stundum okkar saman. Takk fyrir alla þína góð- semi. Ég veit að nú lætur þú ljós þitt skína meðal engla himinsins. Þín Inga Guðrún. INGA RAKEL J. THORARENSEN ✝ Alda Jensdóttirfæddist á Drangsnesi í Strandasýslu 29. ágúst 1933. Hún lést á heimili sínu á Æg- isgrund 19 í Garðabæ 18. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jónína Pálmadóttir frá Borgum við Akur- eyri og Jens Aðal- steinsson frá Hólma- vík. Alsystkini Öldu eru Ragnar sem lést í æsku, Guðrún og Jó- hanna. Jens átti fyrir soninn Högna. Jónína átti tvo syni, Pálma og Lúkas með fyrsta manni sínum Kára Sigurbjörnssyni. Jónína og Jens slitu samvistum. Börn Jónínu og Ingibergs Jónssonar eru Ragn- ar, sem lést í æsku, Ragnar og Sig- rún. Þegar Alda var á fjórða ári var hún send í fóstur til Guðrúnar Káradóttur að Tungugröf í Kirkjubólshreppi. Guðrún bjó þá með börnum sínum Karólínu, Sig- ríði, Elísabetu og Einari Sumar- liðabörnum. Alda átti að dvelja hjá Guðrúnu í mánuð en árin urðu 27 og var Alda hjá Guðrúnu á meðan hún lifði og síðan hjá Karólínu og Einari. Nokkrum mánuðum eftir að Alda kom að Tungu- gröf var Guðrún systir Öldu einnig send í fóstur þangað, þá níu mánað gömul og ólust þær systur því þar upp saman. Alda hafði verið fötl- uð frá fæðingu og fór á Kópavogs- hælið þegar Karólína var orðin heilsuveil og gat ekki hugsað um hana lengur. Alda bjó á Kópa- vogshæli í 35 ár, en flutti þá á sambýlið á Ægisgrund 19 í Garða- bæ 1995. Alda vann á vinnustofum Kópavogshælis á meðan hún dvaldi þar, en var á Hæfingarstöð- inni Fannborg 6 síðustu árin. Útför Öldu fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Þú skalt vera stjarna mín Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur ég geng í geisla þínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Alda flutti af Kópavogshæli þar sem hún hafði búið í 35 ár, á sambýli fyrir fatlaða við Ægisgrund 19 þegar heimilið tók til starfa í desember 1995. Á Kópavogshælið kom hún 27 ára gömul frá Tungugröf á Ströndum þar sem hún hafði verið í fóstri frá barnsaldri ásamt Guðrúnu systur sinni, fyrst hjá Guðrúnu Káradóttur og síðan hjá Karólínu dóttur Guðrún- ar. Alda var ein af sex einstaklingum sem fluttu af Kópavogshæli í Ægis- grundina og voru þau öll miklir vinir og félagar, sem er svolítið sérstakt þar sem þessir einstaklingar gátu ekki valið um með hverjum þeir bjuggu, ólíkt því sem gerist hjá flest- um öðrum. Sjálfsagt hefur aðlögunar- hæfni og umburðarlyndi þessara fötl- uðu einstaklinga, gagnvart öðrum þroskast þegar þau bjuggu á Kópa- vogshæli á árum áður, á deildum með allt að 15 til 20 manns jafn ólíkum og þau voru mörg. Alda var umhyggjusöm og blíð og var mikið fyrir að sýna væntumþykju sína, og gerði hún þá ekki upp á milli manna, enda var hún vön að deila hlutunum með sér. Hún fylgdist vel með hvað sambýlingar hennar höfðu fyrir stafni og var áhyggjufull ef eitt- hvað amaði að þeim eða að þeir skil- uðu sér ekki heim á réttum tíma. Einnig sýndi hún mikla hlýju gagn- vart starfsfólki og sýndi samkennd sína ef eitthvað bjátaði á. Alda hafði gaman af börnum og klappaði þeim og strauk þegar þau komu í heimsókn og gaf þeim mola ef hún átti eitthvað. Hún vildi að við færum heim með fisk- inn sem varð afgangs af matnum „handa kisu“. Meira að segja í veik- indunum reyndi hún að létta undir og hjálpa til þegar við vorum að annast hana. Öldu fannst gaman að hafa líf og fjör í kringum sig, enda var ekki langt í stríðnina og glettnina hjá henni. Alda hafði einstaklega smitandi hlát- ur og átti það til að skella upp úr þeg- ar henni var virkilega skemmt. Oftast kom hún öðrum í gott skap með glettni sinni. Þrátt fyrir fötlun sína var Alda klók að bjarga sér, ef hún þurfti að ná í eitthvað upp í efri skáp og treysti sér ekki upp á stól, náði hún í kúst og sópaði því sem hana vantaði niður. Í gegnum tíðina vildi Alda vera húsmóðir á sínu heimili og tók þátt í umönnun þeirra sem bjuggu með henni, tók af rúmum, skrældi kartöfl- urnar til að flýta fyrir matnum á borð- ið eða „rak“ fólk að hátta. Stundum fannst manni hún vera einum of stjórnsöm, en hún vildi hafa allt í röð og reglu og gott skipulag á hlutunum. Hún vildi helst alltaf hafa eitthvað fyrir stafni, pússlaði, saumaði, vann ýmis heimilisverk eða klippti út myndir. Myndirnar gaf hún þeim sem hún var sérlega hrifin af. Alda var ein- staklega handlagin og gat hnýtt hnúta á stystu spotta sem jafnvel við sem teljast eigum heilbrigð hefðum aldrei getað gert. Alda hafði mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig hún vildi hafa hlutina og notaði ýmsar leið- ir til að fá fólk til að gera það sem hún vildi, þrátt fyrir að hún gæti lítið tal- að. Hún vildi vera vel til höfð, í blússu og vesti með hálsklút og nælu í barm- inum og þannig var hún flesta daga. Alda hafði gaman af að fara í bíl- túra og þegar það komu gestir til hennar þá var hún fljót að fara í káp- una sína og biðja um bíltúr og þýddi ekkert að segja henni að hún myndi fara seinna, hún hætti ekki fyrr en hún fékk sitt fram. Hún hafði gaman af að ferðast og ferðaðist talsvert bæði innanlands og utan. Hún tók fram dagatalið sitt og ferðatösku þeg- ar ferðalag stóð til og vildi byrja að pakka og undirbúa sig mörgum vik- um fyrir brottför, svo spennt var hún. Síðasta sumar fór hún í skemmtiferð til Danmerkur með starfsfólki og heimilisfólki í Ægisgrund og undi hún hag sínum þar vel. Í annað skipti fór- um við til Hollands og gat hún setið tímunum saman innan um kiðlinga, með einn í fanginu sem elti hana þeg- ar við lögðum af stað heim. Alda var heima síðustu vikurnar áður en hún dó og verður ógleyman- legt hve glöð hún varð þegar hún kom heim af spítalanum fársjúk og upp- götvaði að hún var komin heim, hún klappaði, söng og hló. Við færum Heimahjúkrun í Garðabæ og Heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins okkar bestu þakkir fyrir aðstoðina. Samvistirnar við Öldu þessi sex ár sem hún bjó í Ægisgrund hafa auðgað líf okkar sem önnuðumst hana og má segja að við höfum ekki síður verið þiggjendur en gefendur. Fyrir hönd heimilisfólks og starfs- fólks í Ægisgrund, Ásrún Jónsdóttir. ALDA JENSDÓTTIR Fyrstu minningar mínar af ömmu minni eru tengdar heimili hennar og afa á Austurbrúninni en þar bjuggu þau öll mín uppvaxtarár. Útbreiddur faðmur ömmu og afa mætti manni í útidyrunum og hlýjan umlukti mann þegar inn var komið. Hún amma Betty var heillandi kona, glaðvær og áhugasöm um hag annarra. Það geislaði af þessari fín- gerðu, lágvöxnu og dökkleitu konu. Hvert sem hún kom var tekið eftir glæsileik hennar, glaðværð og út- geislun. Hún tók mikinn þátt í því sem við barnabörnin vorum að gera og sýndi okkur alltaf mikla athygli. Mér þótti BETTY ANN HUFFMAN ÞORBJÖRNSSON ✝ Betty Ann Huff-man Þorbjörns- son fæddist í Minnea- polis í Minnesota í Bandaríkjunum 5. nóvember 1920. Hún lést á Landspítalan- um Fossvogi 15. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 22. febrúar síðastliðinn. vænt um hvernig Ástu systur minni var tekið af ömmu og afa sem komu fram við hana eins og sitt barnabarn. Amma gætti okkar Kol- brúnar frænku oft þeg- ar við vorum litlar stelpur og í minning- unni stendur upp úr hvernig henni tókst að gera þær stundir ógleymanlegar með ýmsum leikjum og „picnic“-ferðum í Öskjuhlíðina. Einnig gleymi ég aldrei ferð- inni sem amma og afi fóru með mig til Danmerkur til að heimsækja pabba minn sem var þar við nám. Þá var ég 6 ára gömul og allt svo spennandi. Við gistum í sumarhúsi, fórum á strönd- ina, í dýragarðinn og í tívólí að ógleymdum froskaveiðum okkar Kol- brúnar. Ég var mjög ung þegar ég lærði ensku hjá henni ömmu minni. Hún var frá Minneapolis og kynntist afa Sigurbirni þegar hann var við há- skólanám í Bandaríkjunum á stríðs- árunum. Hún fylgdi honum til Ís- lands ung brúður og eignaðist hér sína fjölskyldu, þótt hún hefði alltaf mikið samband við móður sína vestan hafs. Gestrisni hennar var einstök og manni leið eins og prinsessu sem dekrað er við á allan hátt. Amma var hagsýn húsmóðir og frábær kokkur. Gömlu gildin voru í hávegum höfð þar sem amma sá um heimilið og afi vann úti. Ef einhvers staðar var regla á hlutunum var það á heimili þeirra. Sambúð afa og ömmu einkenndist af gagnkvæmri aðdáun og virðingu. Þau voru miklir félagar og gerðu margt saman, spiluðu bridge, fóru í gönguferðir og ferðuðust mikið. Á meðan afi var í embætti sínu sem rík- isskattstjóri og störfum hlaðinn þá sá amma um hann og heimilið. Þegar hún fór að missa heilsuna og hafði ekki lengur sama þrek og áður, tók hann meiri þátt í heimilishaldinu. Eftir að afi dó sýndi hún að í litlum líkama býr oft sterkur vilji því þrátt fyrir heilsuleysið gerði hún flest af því sem hún vildi gera. Hún hélt sjálf- stæði sínu og bjó ein heima. Alveg fram á það síðasta var stutt í brosið og umhyggju fyrir öðrum. Begga Sunna, dóttir mín, mun seint gleyma langömmu sinni og „omelettunum“ hennar. Þær voru ótrúlega ljúffengar og aldrei hægt að fá leið á þeim. Hún huggar sig við að nú er amma Betty komin til hans afa Sigurbjörns og að nú er hann ekki lengur einn. Minningin um yndislega ömmu mun fylgja mér til æviloka. Blessuð sé minning hennar. Steinunn Guðrún Markúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.