Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 20
NEYTENDUR 20 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 JÖKLASEL - LAUS DALHÚS - Á TVEIMUR HÆÐUM Vorum að fá fallega 64 fm. íbúð á 2. hæð í snyrtilegu 3ja hæða húsi á þessum eftirsótta stað. Sérþvottahús í íbúðinni. Rúmgóð og björt stofa. Snyrtileg sameign. Íbúðin er laus strax. Áhv. 2,6 millj. Byggsj. V. 9,2 m. 3299 Góð 120 fm íbúð á tveim hæðum með sérinngangi og sérbílast. Á neðri hæð, þv.hús, gestasn, eld- hús, stofa og s-svalir. Uppi er hjónaherb. 2 barnaherb. stórt bað og gott risloft. Hús nýmálað að utan. Stutt í skóla og þjónustu. V. 13,6 m. 3308 ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 31. mars nú kr. áður kr. mælie. Nóa kúlur 100 g ................................ 79 100 790 kg Góa, Prins 40 g ................................. 55 650 1.380 kg Góa, Bingókúlur. 100 g ...................... 79 100 790 kg Góa, hraunbitar, stór 220 g ................ 239 265 1.090 kg MS létt Cappuccino 330 ml ................ 99 115 300 ltr MS létt Kakó 330 ml.......................... 99 115 300 ltr 11-11-búðirnar Gildir 28. feb.–6. mars nú kr. áður kr. mælie. Fanta 1l............................................. 109 169 109 ltr. Freschetta pítsur allar teg. .................. 399 615 399 st. Feta ostur m/kryddi............................ 298 355 298 st. Léttostur m/skinku ............................. 209 239 209 st. Léttostur m/villisveppum..................... 209 239 209 st. Búrfells brauðskinka ........................... 934 1.099 934 kg Búrfells beikonskinka .......................... 1.630 1.918 1.630 kg SS pepperoni sneiðar ......................... 1.870 2.078 1.870 kg HAGKAUP Gildir 28. feb.–6. mars nú kr. áður kr. mælie. Íslandsf. hjúp. kjúklingab. ................. 479 798 479 kg SS helgarsteikur 3 teg. ..................... 1.062 frá 1.328 Epli jonagold .................................... 99 169 99 kg Pascual jógúrt 500gr......................... 179 214 358 kg Kexsmiðjan Hrískökur m/súkkulaði ..... 149 199 Snickers 3 í pakka 180gr.................. 129 195 717 kg Bounty 6 pack 170gr........................ 129 195 759 kg Panten sjampó og hárnæringar .......... 289 359 KRÓNAN Gildir 28. feb.–3. mars nú kr. áður kr. mælie. Svali jarðarberja 3 í pakka.................. 99 33 st. Reykt bleikja ÍM ................................. 1.849 1.202 kg Sportstangir Emmess .......................... 199 359 199 pk. Krónubrauð ........................................ 89 89 st. Fanta 0,33 l. ..................................... 39 39 st. Pot noodles, núðluréttur...................... 89 89 st. Krónupizza pepper/skinka/margarita.... 199 199 st. Búrfells hamb. m/brauði..................... 199 199 pk. SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 28. feb.–4. mars nú kr. áður mælie. Jacobs Pítubrauð, fín 6stk................... 119 139 20 st. Jacobs Pítubrauð, gróf 6stk................. 119 139 20 st. Findus Oxpytt 550 gr.......................... 322 379 585 kg Nautagúllas ....................................... 979 1.398 979 kg Nautasnitsel ....................................... 999 1.429 999 kg Nautahakk ......................................... 629 898 629 kg Knorr Ungverskt gúllas ........................ 195 229 195 pk. Knorr Ítalskt bolognese ....................... 195 229 195 pk. Knorr Chili con carne .......................... 195 229 195 pk. Knorr Indverskt karrý ........................... 195 229 195 pk. SELECT-verslanir Gildir 28. feb.– 20. mars nú kr. áður mælie. Júmbó langlokur................................. 219 280 ½ ltr Pepsi/Diet/Max.......................... 109 140 218 ltr Hersheys kossar ................................. 309 378 Hersheys súkkulaði, 3 teg. .................. 95 118 Hersheys cookie bar ........................... 99 125 Risa tópas venjul og saltlakkrís ........... 89 115 Risa tópas m/xylitol ........................... 99 130 Remi súkkulaðikex .............................. 135 170 10-11-búðirnar Gildir 1.–3. mars nú kr. áður kr. mælie. Honey Cheerios 565g ......................... 449 499 Myllu Brallarabrauð 1/1 ..................... 159 245 Myllu Möndlukaka .............................. 269 391 Hersheys Rally 62,5g.......................... 95 119 Hersheys Reeses Peanut Cup .............. 103 129 Hersheys súkkulaði, 3 teg. .................. 319 399 Hersheys Cookie N’cream 43g ............. 103 129 Hersheys Reese Stick 42 g ................. 95 119 Hersheys Cookie Bar 43 g .................. 103 129 Hersheys Almond Joy 50 g .................. 95 119 Ferskar kjötvörur svínakótilettur ........... 799 1.299 Ferskar kjötvörur svínarifjasteik ............ 499 nýtt UPPGRIP-verslanir OLÍS Febrúar tilboð nú kr áður kr. mælie. Freyju staur........................................ 65 80 Lion Bar ............................................ 89 105 Kit Kat Chunky ................................... 89 105 Pepsi Max, 0,5 ltr............................... 119 140 238 ltr ÞÍN VERSLUN Gildir 28. feb. - 6. mars nú kr. áður kr. mælie KEA Kindabjúgu ................................. 576 720 576 kg KEA Hrossabjúgu................................ 303 379 303 pk Cordon Bleu 310 g ............................ 351 439 351 kg BKI Extra kaffi 400 g .......................... 269 319 672 kg SunQuick appelsínudjús 840 ml. ......... 369 398 405 ltr Chocolate Cookies 200 g ................... 169 189 845 kg Apple Pie Cookies 200 g .................... 159 178 795 kg Brownie Cookies 200 g....................... 159 178 795 kg Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum Nautakjöt á tilboðsverði. Afsláttur af pitsum. FYRSTA alþjóðlega matar- og skemmtihátíðin sem haldin er hér á landi var sett gær, en meðan á henni stendur verður efnt til alþjóðlegrar kokkakeppni og sælkeradaga á veit- ingastöðum borgarinnar. Hátíðin ber yfirskriftina „Matur og skemmtun“ og er liður í markaðsstarfi Flugleiða og jafnframt í röð atburða sem miða að því að kynna land og þjóð með ný- stárlegum hætti. Með hátíðinni er stefnt að því að kynna gæði íslenskr- ar matvöru og veitingamennsku á svipaðan hátt og íslensk tónlist hefur verið kynnt á Iceland Airwaves, ár- legri tónlistarhátíð Flugleiða. Efnt var til blaðamannafundar í gær á fyrsta degi „Matar og skemmtunar“ og búist við að fjörutíu erlendir blaða- og fjölmiðlamenn, sérhæfðir í um- fjöllun um mat, komi á hátíðina nú. Fram kom að á undanförnum ár- um hafi komið í ljós í athugunum Flugleiða, að eitt af því sem kemur erlendum ferðamönnum hvað mest á óvart á Íslandi er gæði matar á ís- lenskum veitingahúsum. „Sú stað- reynd varð meðal annars til þess að ákveðið hefur verið, í nánu samráði við Iceland Naturally, að gera tilraun til þess að vekja athygli á Íslandi og Reykjavík fyrir þá sem hafa áhuga á góðum og sérstæðum mat, enda ferðast margir í því skyni að leita uppi úrvals veitingastaði,“ segir Guð- jón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða. Sælkeramáltíð, kokkakeppni og hátíðarkvöldverður Hátíðin skiptist í þrennt í stórum dráttum, segir Guðjón ennfremur. „Í fyrsta lagi munu erlendir stórkokkar sem hingað hefur verið boðið koma sér fyrir í eldhúsum nokkurra bestu veitingahúsa höfuðborgarinnar og elda sælkeramáltíðir fyrir gesti með íslenskum starfsbræðrum. Allir eru velkomnir og kostar fjögurra rétta sælkeramáltíð 4.900 krónur. Í öðru lagi verður haldin alþjóðleg kokka- keppni í Vetrargarði Smáralindar laugardaginn 2. mars og sunnudag- inn 3. mars þar sem gestakokkarnir munu spreyta sig á að elda ljúffenga rétti úr íslensku hráefni. Keppnin hefst klukkan 13 báða dagana og eru allir velkomnir þangað til þess að fylgjast með. Í þriðja lagi verður síðan haldinn hátíðakvöldverður á sunnudagskvöld klukkan 19 í Súlnasal Hótels Sögu Radisson SAS, þar sem kokkar frá ís- lensku veitingastöðunum sem taka þátt í sælkeradögum laga glæsilegan sjö rétta matseðil fyrir erlendu gest- ina og íslenska matgæðinga,“ segir Guðjón Arngrímsson að lokum en 12 íslenskir veitingastaðir taka þátt í sælkerahátíðinni að þessu sinni. Fjöl- margir fleiri eiga þátt í hátíðinni auk Flugleiða, til dæmis Iceland Nat- urally, sameiginlegur kynningarvett- vangur íslenskra stjórnvalda og fyr- irtækja í Bandaríkjunum. Hótel- og veitingaskólinn er jafnframt stór samstarfsaðili, sem og Smáralind og Alno eldhús. Alþjóðleg sæl- kerahátíð sett í Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Siggi Hall matreiðslumeistari, Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra voru viðstaddir setningu hátíðarinnar „Matur og skemmtun“ og gæddu sér á kræsingum. LYFJASTOFNUN hefur sent frá sér aðvörun þar eð borið hafi á „auknum ólöglegum innflutningi og notkun fæðubótarefna sem innihalda efedrín, sérstaklega í tengslum við líkams- rækt og megrun. Neysla efedríns get- ur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel í litlum skömmtum. Lyfjastofnun vill benda fólki á að at- huga vel innihald þeirra fæðubótar- efna sem það tekur inn. Innihaldslýs- ing er yfirleitt utan á glösunum og ef varan er sögð innihalda ephedrin, ephedra eða Ma Huang er um efedrín að ræða. Sérstaklega má nefna vör- una Ripped Fuel m/efedríni og einnig ákveðnar tegundir Herbalife sem fluttar hafa verið inn ólöglega. At- hygli skal vakin á því að ekki er ein- göngu verið að bjóða keppnisfólki þessa vöru heldur einnig almenningi sem stundar líkamsræktarstöðvar og ekki síst unglingum,“ segir Lyfja- stofnun. Efedrín er flokkað sem astmalyf og var áður fyrr töluvert notað sem slíkt vegna þess að það víkkar út lungna- berkjur og getur því auðveldað önd- un. Þar sem lyfið hefur töluverðar aukaverkanir, til dæmis á hjarta, hef- ur það nú í langflestum tilvikum vikið fyrir nýrri og sérhæfðari astmalyfj- um, segir Lyfjastofnun ennfremur. Sagt tengjast 17 dauðsföllum í Bandaríkjunum „Efedrín er skylt amfetamíni og hefur örvandi áhrif á neytandann. Rannsóknir á efedríni hafa ekki sýnt að það valdi aukinni fitubrennslu, minnki matarlyst eða leiði til þyngd- artaps. Lyfið örvar miðtaugakerfið, eykur hjartslátt og getur hækkað blóðþrýsting. Þetta getur valdið hjartsláttarónotum, svima, höfuð- verk, taugaveiklun, svefnleysi, kvíða, háþrýstingi, breyttu blóðflæði til heila og öðrum aukaverkunum. Nú þegar hafa sautján dauðsföll í Bandaríkjun- um verið rakin til fæðubótarefna sem innihalda efedrín og Lyfja– og mat- vælaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur fengið hundruð tilkynninga um aukaverkanir. Evrópulönd leyfa ekki sölu fæðubótarefna sem innihalda efedrín og eru þau því flutt inn ólög- lega frá Bandaríkjunum til Evrópu- landa. Efedrín er einnig á bannlista Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) yfir lyf í íþróttum.“ Loks segir að íslenskur lyfjafræð- ingur hafi gert lokaverkefni við Há- skóla Íslands árið 2001 um notkun fæðubótarefna og náttúruvara og aukaverkanir af þeim. „Í niðurstöðum kom meðal annars fram að 16 auka- verkanir voru raktar til Ripped Fuel eða efedrín notkunar og yfir 70 til Herbalife sem inniheldur stundum efedrín. Sumar þessara aukaverkana voru svo alvarlegar að þær leiddu til sjúkrahúsinnlagnar.“ Varað við fæðubótar- efnum með efedríni HEILSUVÖRUDEILD Pharmaco flytur inn grindarbotnsþjálfann Aquaflex sem ætlaður er til þess að þjálfa grindarbotnsvöðvana. „Þriðja hver kona á við áreynsluþvagleka að etja, oft í kjölfar meðgöngu, breyt- ingarskeiðs eða vegna slapprar þvagblöðru. Staðreyndin er hins vegar sú að í 70% tilfella er hægt að draga úr eða lækna áreynsluþvag- leka með þjálfun grindarbotnsvöðv- anna. Aquaflex grindarbotnsþjálfi er einfaldur í notkun en sannað er læknisfræðilega að 20 mínútna notk- un á dag í 12 vikur dregur úr áreynsluþvagleka,“ segir í tilkynn- ingu frá heilsuvörudeild Pharmaco. NÝTT Grindarbotns- þjálfi gegn þvagleka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.