Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ „HVAÐ, er þér kalt?“ spyr Joaq- uín Achúcarro, þar sem fundum okkar ber saman í fordyri Hótels Sögu í gær. Ég horfi á píanistann, þar sem hann stendur þarna bros- andi, og fer yfir þetta í huganum: Ég, sem íklæddur er þykkri rúllu- kragapeysu og síðum frakka, er frá Íslandi, en hann, á skyrtunni, kemur frá Spáni. Þetta lítur hreint ekki vel út. „Þetta er enginn kuldi,“ heldur Spánverjinn áfram. „Á þessum tíma árs er alltaf tíu stiga frost í Vínarborg, þar sem ég hef mikið verið, og fari frostið upp í eitt stig, rífa menn utan af sér spjarirnar og hrópa: Hitabylgja!“ Ég fer úr frakkanum. Achúcarro er einn fremsti kons- ertpíanisti heims. Hann er kominn fast að sjötugu en lítur út fyrir að vera tíu árum yngri. Hann er lág- vaxinn maður, hlýr í viðmóti og bersýnilega kíminn. Við ræðum áfram um veðrið. „Ég veit að það orð fer af Spáni að þar sé alltaf heitt, einkum og sér í lagi hér í Norður-Evrópu. Það er hins vegar ekki rétt. Vetur kon- ungur á það til að byrsta sig þar, einkum í nyrðri héröðum. Þar sem ég bý, í Bilbao, getur orðið býsna kalt. Þar rignir líka mikið,“ segir hann. Þú þarft þá ekki að notast við fingravettlinga á tónleikunum í Háskólabíói? „Nei, hamingjan sanna,“ segir Achúcarro og hlær. „Þess gerist ekki þörf. Ég er ýmsu vanur.“ Stórbrotin birta Píanistinn er þvert á móti þess sinnis að hann sé hingað kominn á besta tíma. „Ísland tekur mér opn- um örmum – er í sínu fínasta pússi. Birtan hérna er stórbrotin,“ segir hann og gjóar augunum út um gluggann. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég var að horfa á sólarupprásina í morgun og á sama tíma var fullt tungl. Þetta var eins og í ævintýri. Ég er him- inlifandi að vera hingað kominn!“ Achúcarro er nýkominn af fyrstu æfingu sinni með Sinfón- íuhljómsveit Íslands og tónleikarn- ir leggjast vel í hann. „Þegar ég kom til landsins í gær (þriðjudag) tók stjórnandinn, Rumon Gamba, á móti mér og við fórum yfir kons- ertinn sem ég ætla að spila. Við vorum snöggir að finna samhljóm- inn og við erum þegar orðnir „gamlir“ vinir, þótt við höfum ekki þekkst nema í sólarhring.“ Og hljómveitin? „Hún er frábær. Virkilega næm og fagmannleg. Það er ótrúlegt að 270 þúsund manna þjóð geti haldið úti hljómsveit af þessu tagi, stofn- un af þessu tagi. Það er afrek!“ Achúcarro hafði ekki heyrt í Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrr en vissi að gott orð fór af henni. „Ég hef unnið töluvert með Rico Sacc- ani, sem var aðalstjórnandi hérna um tíma, og hann var búinn að segja mér að hljómsveitin væri góð. Síðan hefur ágætur kunningi minn, Vladimir Ashkenazy, talað um hana við mig líka og konan hans, Þórunn. Þau hafa engu skrökvað.“ Á löngum og gifturíkum ferli hefur Achúcarro haldið tónleika um víða veröld og leikið með yfir 200 hljómsveitum. Ísland er sex- tugasta landið sem hann kemur fram í. Stjórnendurnir sem hann hefur unnið með eru á fjórða hundrað og bera honum góða sögu. Sir Simon Rattle segir að það sé „eitthvað afar sérstakt við Achúc- arro. Það er mjög fáum píanóleik- urum gefið að laða þennan hljóm fram úr hljóðfærinu.“ Zubin Mehta fullyrðir að hann hafi „bara heyrt þennan hljóm hjá Rubinstein.“ Tónlist fram yfir vísindi Manni fallast hendur þegar maður les nöfn þeirra stjórnenda sem þú hefur unnið með: Abbado, Chailly, Mehta, Menuhin, Ozawa, Rattle og svo framvegis. Hver er í mestu uppáhaldi? „Ég hef leikið undir stjórn meira en þrjú hundruð hljómsveit- arstjóra um dagana. Það væri van- virðing við þá að taka einhver einn út úr,“ segir Achúcarro og leggur hendur á brjóst. „Ég varðveiti svarið við þessari spurningu hér inni.“ Achúcarro var aðeins þrettán ára þegar hann kom fyrst fram sem einleikari með hljómsveit árið 1946. Það var þó ekki fyrr en all- nokkrum árum síðar sem hann ákvað að helga tónlistinni líf sitt, í stað þess að feta raunvísindabraut- ina eins og ýmsir ættmenn hans hafa gert. Hann stundaði nám við Accademia Chigiana í Siena á Ítal- íu og síðar í hinum þýskumælandi heimi, m.a. í Vín og Salzborg. Eftir að hafa unnið alþjóðlega tónlist- arkeppni í Liverpool árið 1959 var honum boðið að leika með Lund- únasinfóníunni og fékk í kjölfar þess Harriet Cohen-verðlaunin fyrir bestu frumraun ársins. „Í fyrstu hélt ég að ég gæti orð- ið hvort tveggja, tónlistarmaður og vísindamaður. Mér skjátlaðist. Ég varð því að velja á milli. Það var ekki erfitt. Vísindin hljóta hins vegar að vera í blóðinu því dóttir mín er eðlisfræðingur, einn sá fremsti á sínu sviði, og starfar í Hollandi,“ segir píanistinn hróð- ugur. Eiginkona Achúcarros er aftur á móti líka konsertpíanisti. Hann brosir þegar þetta berst í tal. Hvernig er að vera giftur kollega sínum? „Það er ómetanlegt að hafa gagnrýnanda á heimilinu,“ svarar hann sposkur á svip. Ég gef mér að þú hafir aldrei iðrast valsins? „Á konunni?“ svarar hann með stríðnisglampa í augum. Eh, nei. Mig rekur í vörðurnar. Valsins á tónlistinni. „Ekki eitt augnablik. Tónlistin er líf mitt. Ég hef líka eignast mik- inn fjölda góðra vina í gegnum hana, fólks sem ég gæti ekki verið án í dag.“ Achúcarro hefur alla þekktustu konserta píanóbókmenntanna á valdi sínu, en leikur einnig gjarna minna þekkt verk eftir spænsk tónskáld. Árið 1997 endurskoðaði hann píanókonsert nafna síns Rodrigos að ósk tónskáldsins og hljóðritaði hann fyrir Sony Classi- cal. Meðal margra annarra verka sem hann hefur hljóðritað eru Go- yescas eftir Granados og píanó- verk Manuels de Falla, þar með talinn konsertinn sem hann leikur á tónleikunum í kvöld, Nætur í görðum Spánar eftir Manuel De- Falla. Þotuhreyfillinn merk uppfinning Heimili Achúcarros er í Bilbao. Þar dvelst hann þó að jafnaði ekki nema um einn og hálfan mánuð á ári. Þess á milli þeytist hann heimshorna á milli. Bæði til að spila og kenna. „Heimurinn hefur tekið stakka- skiptum í minni tíð. Ég hef miklar mætur á þeim sem fann upp þotu- hreyfilinn. Nú fer maður heimsálfa á milli á örfáum klukkutímum, við bestu þægindi. Oft þurfti maður að ferðast með lestum heima á Spáni í gamla daga og það gat tekið óra- tíma eins og lestakerfið var á sig komið eftir borgarastyrjöldina.“ Achúcarro er mikið í Bandaríkj- unum, við kennslu. „Mér var boðin staða í Dallas árið 1989 og er þar enn. Ég er með svona níu til tíu nemendur í einu og þeim hefur yf- irleitt vegnað mjög vel. Mér hefur gengið ágætlega að sameina spila- mennskuna og kennsluna þótt vin- ir mínir minni mig reglulega á fleyg orð mín frá því ég var ungur: Ég mun aldrei kenna.“ Ertu farinn að velta því fyrir þér að rifa seglin? „Aðeins. Mig langar að minnka við mig kennsluna. Þeir í Dallas mega hins vegar ekki heyra á það minnst. Ég á orðið tvö barnabörn og langar að fara að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Við sjáum hvað setur.“ En tónleikahald. Hyggstu draga úr því? „Nei, það mun ég ekki gera meðan ég stend uppi. Ég mun aldrei hætta að spila. Ég er pí- anófíkill og sný aldrei baki við hljóðfærinu mínu. Sagði ekki Osc- ar Wilde að vandinn við að eldast væri sá að manni fyndist maður vera svo ungur?“ Það kemur þá aldrei að því að þú nemur staðar og hugsar með þér: Ég er kominn á endastöð í listinni. Hef gert allt sem geta mín býður upp á? „Aldrei. Maður kemst aldrei á endastöð í listinni. Það má líkja þessu við gönguferð. Það er sama hve langt þú gengur, sjóndeild- arhringurinn er alltaf jafn fjar- lægur. Þess vegna geng ég áfram.“ Efnisskrá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónleikar í Háskólabíói, fimmtu- daginn 28. febrúar kl. 19:30. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba frá Englandi Einleikari: Joaquín Achúcarro Efnisskrá: Ottorini Respighi: Pini di Roma. Manuel DeFalla: Nætur í görðum Spánar. Mau- rice Ravel: Alborado del gra- zioso. Claude Debussy: La Mer Ég er píanófíkill Spænski konsertpíanistinn Joaquín Achúc- arro leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Orri Páll Ormarsson fór til fundar við manninn sem Zubin Mehta hafði eftirfarandi orð um: Ég hef bara heyrt þennan hljóm hjá Rubinstein. Morgunblaðið/Sverrir Sólin skein á spænska píanóleikarann Joaquín Achúcarro í Reykjavík í gærdag. orri@mbl.is VINAFÉLAG Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður formlega stofnað eftir tónleika hljómsveitarinnar í kvöld. Það er hópur áhugamanna um tengsl hljómsveitarinnar við áheyrendur hennar sem stendur að stofnun félagsins, en hópinn skipa Friðrik Már Baldursson, Guðrún Nordal, Hrafnhildur Hagalín, Rannveig Sigurðardóttir, Páll Ein- arsson og Sigurður B. Stefánsson. Í fréttatilkynningu frá hópnum segir: „Sinfóníuhljómsveit Íslands er hljómsveit allra Íslendinga. Áheyr- endur hafa flykkst á tónleika henn- ar og þannig sýnt áhuga sinn í verki. Þessi áhugi hefur farið sívax- andi á síðustu árum í réttu hlutfalli við eflingu hljómsveitarinnar. Áskrifendur eru raunar öflugustu stuðningsmennnirnir, en tenging þeirra við starf hljómsveitarinnar mætti vera virkari og skýrari. En hvernig má efla samskipti hljóm- sveitar og áheyrenda? Og hver væri eðlilegur vettvangur slíkra sam- skipta og jafnvel samstarfs? Þessar spurningar hafa vaknað í samtali nokkurra áskrifenda, og í leit að svörum hefur orðið til hug- mynd að stofnun Vinafélags Sin- fóníunnar. Vínafélagið hefði það að markmiði að efla áhuga á starfi Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, og tengsl við þá sem bera hag hennar fyrir brjósti.“ Guðrún Nordal, einn stofnfélaga Vinafélagsins, segir að hugmynd hópsins sé fyrst og fremst að efla samband áheyrenda og hljóm- sveitar. „Þetta samband þarf að vera virkt. Hugmyndin er að efla þetta samstarf og vinafélag gæti lagt hljómsveitinni lið á ýmsan hátt þegar fram í sækir. Þá er ekki endi- lega verið að tala um fjárhagslegan stuðning; heldur er mikilvægt að sá hópur sem hefur áhuga á starfi hljómsveitarinnar verið sýnilegur, en það er hann ekki allt- af. Ég held að það sé gott fyrir hljómsveit- ina að hafa tengsl við sinn áheyrendahóp, og fá hugmyndir það- an og jafnvel ábend- ingar og gagnrýni. Það yrði gott ef hægt væri að efla aðgang áheyrenda að hljóm- sveitinni, bæði í tens- glum við tónleika og á annan hátt. Farvegur fyrir þessi samskipti þarf að vera til. Svona hópur gæti líka verið bakhjarl hljómsveitarinnar á ýmsan hátt. Það er alþekkt erlendis með svona stórar menningarstofnanir sem eru til fyrir almenning, að vinahópar hafi sprottið upp í tengslum við þær ein- mitt til að minna á tengslin milli þeirra og fólksins.“ Meðal hugmynda sem undirbúnings- hópur að stofnun Vina- félagsins stingur upp á til að styrkja tengsl hljómsveitar og áheyr- enda eru sérstakir fundir með einleik- urum og stjórnendum fyrir eða eftir tónleika, aðgangur að opnum æfingum hljómsveit- arinnar og kynning- arfundir á dagskrá hljómsveit- arinnar. Á stofnfundi Vinafélagsins í kvöld verður samþykkt skipulags- skrá þess og kosin stjórn. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands sett á laggirnar Guðrún Nordal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.