Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT nýlegri samantekt heilbrigðisráðuneytisins og land- læknis jókst lyfjasala í krónum talið hér á landi um 108% á árunum 1991– 2001. Á sama tíma jókst lyfjanotkun landsmanna, miðað við skilgreinda dagskammta, um 57% eða úr 658 skömmtum á hverja þúsund íbúa árið 1991 í 1.035 skammta í fyrra. Árið 1991 voru seld lyf fyrir 6,2 milljarða króna en á síðasta ári nam salan tæp- um 13 milljörðum. Samantektin er byggð á upplýsingum frá lyfjaheild- sölum. Hlutfallslega varð mest aukning í sölu krabbameinslyfja, eða úr 176 milljónum króna árið 1991 í 820 millj- ónir í fyrra. Aukningin er upp á 365%. Notkunin á sömu lyfjum sexfaldaðist á sama tíma. Þá varð 239% aukning í sölu tauga- og geðlyfja á sama tíma- bili, eða úr rúmum milljarði í 3,6 millj- arða á síðasta ári. Notkun tauga- og geðlyfja jókst einnig töluvert, eða úr 126 dagskömmtum árið 1991 í 256 skammta árið 2001. Söluaukning varð í flestum lyfjaflokkum nema hvað flokkurinn „ýmis lyf“ er svipaður milli áranna 1991 og 2001. Notkun jókst sömuleiðis í flestum flokkum nema hvað að notkun meltingarfæra- og efnaskiptalyfja minnkaði umræddan áratug og sýkingalyf hafa verið minna notuð. Þá hefur notkun hjarta- og æðasjúkdómalyfja aukist mikið, úr 141 dagskammti árið 1991 í 259 dag- skammta árið 2001. Notkun öndunar- færalyfja hefur einnig aukist veru- lega. Í samantektinni kemur enfremur fram að greiðslur Tryggingastofnun- ar til apóteka jukust úr 3,2 milljörðum í 5,3 milljarða árið 1999 en síðan þá hafa greiðslurnar farið niður í 4,8 milljarða. Greiðslur Tryggingastofn- unar vegna S-merktra lyfja námu 860 milljónum í fyrra. Meiri notkun geðlyfja en í nágrannalöndunum Sigurður Guðmundsson landlæknir sagði við Morgunblaðið að þessar upplýsingar væru að mörgu leyti at- hyglisverðar. Ljóst væri að lyfjanotk- un og -sala hefði aukist verulega og einstakir flokkar stæðu þar upp úr. Krafa fólks eftir skjótri lyfjameðferð hefði aukist og læknar væru undir meiri þrýstingi en áður frá sjúkling- um sínum um úrræði. „Ástæður þessarar þróunar eru ýmsar. Aukna notkun á krabbameins- lyfjum má rekja til þess að umfang lyfjameðferðar hefur aukist á þessum tíma og ný lyf komið með meiri og betri verkun. Notkunin á tauga- og geðlyfjum er hins vegar akkilesar- hællinn hjá okkur. Þunglyndislyf eru notuð í meira mæli hér en í nágranna- löndunum. Kannski er um ofnotkun umfram raunverulega þörf að ræða og svo má einnig vera að fleiri ein- staklingar, sem hafi gagn af þessum lyfjum, fái þau hér heldur en í öðrum löndum. Svefnlyf eru í þessum flokki og þar getum við fullyrt að þau eru notuð of mikið, ekki hvað síst hjá öldr- uðum á Íslandi, og við erum að reyna að taka á því,“ sagði Sigurður. Spurð- ur um viðbrögð embættisins sagði landlæknir að útbúa ætti fleiri klín- ískar leiðbeiningar um bestu notkun lyfja. Ráða mætti við aukna lyfjanotk- un með slíkum leiðbeiningum og einn- ig með meiri verðstýringu af hálfu ráðuneytisins. Nýleg samantekt heilbrigðisráðuneytisins og landlæknis Lyfjasala jókst á tíu ár- um um 108% Notkun krabbameinslyfja sexfaldaðist frá 1991 til 2001                               !  " # $ %#  &' () *+%# $ +,&) *, -# $ %# & +,&) %# & .%) *%)  !  /0& # 12.+   3&44  5 6!+,&) %# 4 #  7# %# # / & 8   $ 9#  %#    :  ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ;  +)  &)  /9"79 /; ; ;  ; ; ; ; ; ;; ; TILLAGA kjörnefndar Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík um skipan framboðslista flokksins fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor verður afgreidd á fundi fulltrúaráðs flokks- ins í kvöld. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður gerð tillaga um verulegar breytingar á skipan listans frá því sem var fyrir kosn- ingarnar 1998. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gerir kjörnefnd tillögu um að efstu sæti listans skipi eftirtald- ir: 1. Björn Bjarnason menntamálaráðherra 2. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi 3. Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaður Félags grunnskólakennara 4. Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnmálafræðingur 5. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi 6. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi 7. Gísli Marteinn Baldursson fréttamaður 8. Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi 9. Margrét Einarsdóttir laganemi 10. Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur 11. Kristján Guðmundsson húsasmiður Ekki um vantraust að ræða Eyþór Arnalds, sem ekki skipar eitt af efstu sætum listans sam- kvæmt þessu, segist ekki líta svo á að með því sé verið að lýsa van- trausti á hann en hann hafði áður lýst yfir áhuga á að taka eitt af efstu sætum listans. „Ég held að það sé ekki hægt að líta svo á vegna þess að það er 15 manna nefnd sem velur þennan lista í stað prófkjörs. Þannig að sú leið er farin að velja þetta í frekar þröngum hópi.“ Eyþór undirstrikar að listinn hafi enn ekki verið birtur en til standi að taka hann fyrir á fundi full- trúaráðsins í kvöld. „Þá kemur í ljós hver hann endanlega er. Ég lýsti því yfir að ég hefði áhuga á að vera í efstu sætum listans og hefði ekki haft áhuga á að vera neðarlega á honum þannig að menn hafa sjálf- sagt tekið mið af því.“ Hann segir ekki auðvelt að sitja í kjörnefnd enda þurfi hún að taka mið af ýmsu. „Ef þessi verður raun- in þá má frekar segja að það hafi verið haldið fast í þá sem fyrir voru og horft til annarra sjónarmiða eins og að styrkja stöðu kvenna á listan- um.“ Gengið verður frá listanum í kvöld Framboð Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík ÁKVEÐIÐ hefur verið að flýta að- alfundi Landssíma Íslands. Fund- urinn hafði verið boðaður 19. mars nk. en nú er stefnt að því að hann verði haldinn 12. mars nk. A.m.k. fjórir af þeim sem kosnir voru í stjórn Símans á síðasta að- alfundi gefa ekki kost á sér áfram. Þetta eru Flosi Eiríksson, Sigrún Benediktsdóttir, Jónína Bjartmarz og Magnús Stefánsson. Flosi og Sigrún hafa þegar sagt sig úr stjórn. Friðrik Pálsson gerir ráð fyrir að hann gefi kost á sér Friðrik Pálsson, stjórnarformað- ur Landssímans, sagði þegar hann var spurður hvort hann gæfi kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn: „Ég geri ráð fyrir að gefa kost á mér áfram. Samgönguráð- herra er reyndar á ferðalagi er- lendis og við höfum ekki haft tæki- færi til að fara yfir málið, en munum gera það strax og hann kemur til landsins.“ Spurður hvort hann eigi von á að njóta stuðnings til endurkjörs í ljósi þeirrar gagnrýni sem uppi hefur verið að undanförnu sagði Friðrik. „Það hefur jú verið mikil orrahríð um Símann, aðallega í einum fjölmiðli og hjá stjórnarand- stæðingum á þingi, en ég geri fast- lega ráð fyrir því að í þessu máli eins og öðrum verði menn dæmdir af verkum sínum. Við stjórnar- menn í Landssímanum erum ágæt- lega stoltir af þeim árangri sem við höfum náð þar á árinu 2001 og áætlunum um framtíðina,“ sagði Friðrik. Gunnar og Svava óákveðin Gunnar Ragnars og Svava Grön- feldt, sem einnig eiga sæti í stjórn Símans, sögðu bæði að þau hefðu ekki tekið ákvörðun um hvort þau gæfu kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Svava tók fram að ef hún tæki þá ákvörðun að hætta í stjórn yrði það eingöngu af per- sónulegum ástæðum. Aðalfundi Landssímans flýtt MIKIÐ ferlíki kom í botnvörpuna hjá Helgu RE á dögunum þegar gráskata sem vó fjörutíu og eitt kíló veiddist. Skatan er engin smásmíði eins og sést á sam- anburðinum við venjulegu sköt- una, sem Eiríkur A. Auðunsson heldur á í hægri hendinni. Með honum á myndinni er Ásgeir Baldursson. Skatan verður til sýn- is í fiskbúðinni Vör fram að helgi, en eftir það verður hún kæst. Morgunblaðið/Ásdís 41 kílós gráskata UPPSTILLINGARNEFND Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík hefur sam- þykkt að gera tillögu um að Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi og Björk Vilhelmsdóttir, formaður BHM, skipi efstu sæti flokksins á R-lista fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Tillagan verður lögð fyrir félagsfund VG í Reykja- vík sem stefnt er að því að halda um næstu helgi. Samkvæmt sam- komulagi flokkanna sem standa að R-listanum skipa fulltrúar VG 1., 6., 11. og 13. sæti listans. Verði tillaga uppstillingar- nefndar samþykkt verður Árni Þór í fyrsta sæti, Björk í sjötta sæti og Kolbeinn Óttarsson Proppé sagnfræðingur í 11. sæti. Tillaga um hver skipi 13. sæti mun ekki hafa verið fullmótuð. Nú liggur fyrir hvaða menn skipa flest efstu sæti Reykjavík- urlistans. Fylkingarnar þrjár, sem að framboðinu standa, hafa valið sína fulltrúa. Aðeins er eftir að velja fulltrúa í 7. sæti listans en hann verður sérstaklega valinn í sætið í samráði við borgarstjóra. Árni Þór og Björk í efstu sætum VG Framboð Reykjavíkurlistans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.