Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 23 Dreifmenntun fyrir alla - alls staðar Ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi Menntaskólanum við Hamrahlíð 1. og 2. mars. Ráðstefnan hefst kl.13.00 á föstudaginn. Skráning: www.menntagatt. is/ut2002 eða í s íma 511 2660 135 fjölbreyttir fyrirlestrar í boði fyrir öll skólastig: • Dreifmenntun • Netlistir • Netsamfélög • Netháskólar • Tungutækni • Fjarvinnsla Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru: Prof. Wim Veen, frá hollensku upplýsingatæknimiðstöðinni, Prof. Angela McFarlane við Kennaraháskólann í Bristol og Øystein Johannessen deildarstjóri í norska menntamálaráðuneytinu. N O N N I O G M A N N I Y D D A / SÍ A Unga fólkið á móti Það sem kemur eldra fólki, eins og Kaspar Villiger, fjármálaráðherra og núverandi forseta landsins (sviss- nesku ráðherrarnir sjö skiptast á um að vera forseti í eitt ár í senn), og öðrum sem greiddu „Nei“ fyrir 16 árum en ætla nú að kjósa „Já“, helst á óvart er hversu margt ungt fólk virðist vera á móti aðild. Unga fólkið er í hópi þeirra sem sjá enga ástæðu til að breyta samstarfinu við alþjóða- stofnunina, það sé ágætt eins og það er. Helstu baráttumenn gegn aðild eru sammála því en benda þar að auki á að Svisslendingar gefi upp hluta af sjálfstæði sínu með því að láta Öryggisráðið, þar sem stórþjóð- irnar hafa neitunarvald, taka ákvarðanir fyrir sig. Og þeir segja hlutleysi Svisslendinga ekki lengur hafa sama gildi og áður ef þeir eru í Sameinuðu þjóðunum eins og allir aðrir. Þeir telja það geta komið þjóð- inni og jafnvel öðrum vel ef Sviss hefur áfram sérstöðu í samstarfi þjóðanna. 189 þjóðir eru aðilar að Samein- uðu þjóðunum. Taívan er utangátta út af Kína. Sviss og Vatikanið eru einu ríki heims sem eiga aðeins áheyrnarfulltrúa á allsherjarþinginu í New York. Fulltrúarnir mega hvorki greiða atkvæði né taka þátt í umræðum. Það skiptir svissneskan almenning út af fyrir sig litlu máli en stjórnmála- og embættismenn finna fyrir því og þykir miður. Þeim er því sérstaklega umhugað um að þjóðin gangi í Sameinuðu þjóðirnar. Blocher enn á ferðinni Yfir 100.000 manns skrifuðu fyrir tveimur árum undir tillögu óflokks- bundinna samtaka um nýja þjóðar- atkvæðagreiðslu um umsókn Sviss um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Svissneska þingið samþykkti tillög- una í báðum deildum með samtals 184 atkvæðum gegn 42. Ríkisstjórn- in styður tillöguna og ráðherrar hafa tekið virkan þátt í kosningabarátt- unni og þrætt við Christoph Bloch- er, háværasta andstæðing aðildar Sviss að Sameinuðu þjóðunum, á kosningafundum undanfarnar vikur. Blocher var einnig helsti andstæð- ingur aðildar Sviss að Evrópska efnahagssvæðinu á sínum tíma og er harður andstæðingur aðildar þjóð- arinnar að Evrópusambandinu. Breytt heimsmynd Sviss tekur nú þegar fullan þátt í starfi flestra sérstofnana Sameinuðu þjóðanna. Það renna um 500 millj- ónir franka (30 milljarðar ísl. kr.) til þeirra á ári. Full aðild mun kosta um 70 til 75 milljónir franka (4 til 4,5 milljarða ísl.kr.) til viðbótar. Fæstir velta viðbótarkostnaðinum fyrir sér. Afstaða fólks hefur fyrst og fremst breyst frá því fyrir 16 árum af því að staðan í heimsmálunum hefur breyst. Kalda stríðinu er lokið. Al- þjóðastofnunin virðist einnig vera betur rekin en áður. Og sumir óttast að það geti komið Genf illa í sam- keppni við aðra staði um fundi og ráðstefnur á vegum Sameinuðu þjóðanna ef svissneska þjóðin held- ur áfram sérvisku sinni og gerist ekki aðili. Þjóðarat- kvæði í Sviss um aðild að SÞ Zürich. Morgunblaðið. AP Svissnesk stúlka gengur að höfuðstöðvum SÞ í Genf. Svisslendingar munu greiða um það atkvæði á sunnudag hvort þeir ganga formlega í samtökin eða verða bara með áheyrnarfulltrúa eins og hingað til. SVISSLENDINGAR halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Sameinuðu þjóðunum í annað sinn á sunnudaginn kemur. 76% þátt- takenda í atkvæðagreiðslunni 1986 voru á móti aðild. Skoðanakann- anir benda til að meirihluti þjóðarinnar sé nú orðinn hlynntur aðild að alþjóðastofnuninni. Gallinn fyrir stuðningsmenn aðildar er sá að það nægir ekki að tillagan sé samþykkt með meirihluta atkvæða heldur verður hún einnig að vera samþykkt í meirihluta kantónanna 26. Þéttbýliskantónurnar munu samþykkja aðild en ekki er eins víst um niðurstöður í dreifbýlis- og fjallakantónum þar sem fólk er íhaldssamara. Sérblað alla sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.