Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 17 Íbúarnir vöknuðu við reykskynjara ELDUR kom upp í kjallara íbúðar- hússins Baldurshaga við Þórunnar- stræti á Akureyri skömmu eftir kl. 2 í fyrrinótt. Baldurshagi er gamalt tvílyft timburhús og þar sváfu hús- ráðandi og tvö börn hans í risinu þegar eldurinn kom upp, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akur- eyrar. Maðurinn og börnin vöknuðu þeg- ar reykskynjari fór í gang og komust út úr húsinu. Þau gerðu lögreglunni, sem er í næsta húsi, viðvart og var allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað út. Maðurinn og börnin voru flutt á slysadeild FSA vegna gruns um reykeitrun. Reykkafarar Slökkviliðs Akureyr- ar fóru inn í húsið og réðu niðurlög- um eldsins. Slökkvistarf gekk vel en töluverðar skemmdir urðu af völdum elds í kjallaranum og reyks á hæð- unum tveimur. Slökkvistarfi lauk rétt fyrir kl. 4. Eldur í íbúðarhúsi á Akureyri FÉLAGARNIR og bekkjarbræð- urnir Brynjar Leó Kristinsson og Sigmundur Jónsson í Ólafsfirði fóru í nokkurra daga æfinga- og keppnisferð til Noregs í síðustu viku. Tilefnið var að þeir slógust í hóp verðlaunahafa á Andrésar andarleikurum í fyrra. „Við æfðum einn dag og svo var keppt,“ sögðu þeir félagar en þeir gistu í Osló. Í keppninni voru gengnir 3,3 kílómetrar og voru keppendur 220 talsins. Sig- mundur varð í 145. sæti og Brynjar Leó í 175. sæti. Flestir keppendanna voru frá Noregi og Svíþjóð, þar sem mikill fjöldi ungmenna æfir göngu. „Þetta var bara ágætt og mér fannst rosalega gaman,“ sagði Brynjar Leó. Báðir voru þeir fé- lagar sammála um að það eft- irminnilegasta í ferðinni hafi ver- ið ferð að Holmenkollen, stærsta stökkpalli í heimi. Næst á dag- skrá hjá þeim félögum er Ung- lingameistaramótið sem haldið verður á Akureyri og eru þeir sammála um að þar ætli þeir að standa sig vel. Fóru í æfinga- og keppnisferð til Noregs Rosalega gaman Mrogunblaðið/Helgi Jónsson Göngugarparnir frá Ólafsfirði, Brynjar Leó og Sigmundur. Guðbrandur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri ÚA Frekari stækkun á félaginu er áhugaverð GUÐBRANDUR Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa sagði að á undanförnum ár- um hefði félagið lagt mikla áherslu á að stækka það með sameiningum og eða beinum kaupum á öðrum fé- lögum. Á síðustu tveimur árum hef- ur ÚA sameinast Jökli á Raufarhöfn og Hólmadrangi á Hólmavík og í fyrra keypti félagið helmingshlut í GPG-fiskverkun á Húsavík. „Frekari stækkun á félaginu er áhugaverð til að styrkja rekstur þess enn frekar, sérstaklega á þeim sviðum sem félagið hefur ekki látið mikið til sín taka. Áhugavert væri að styrkja þann hluta útgerðarinnar sem snýr að sjófrystingu, en félagið gerir einungis út einn sjófrystitog- ara til bolfiskveiða,“ sagði Guð- brandur á aðalfundi ÚA. Hann sagði félagið hafa rúma kvótastöðu í karfa og grálúðu sem myndi nýtast vel í rekstri fleiri frystitogara. „Þá er eðlilegt fyrir félagið að leita fyrir sér með samstarf eða sameiningar við félög á sviði uppsjávarfiskvinnslu til að breikka rekstrargrunninn og tryggja að félagið nái yfir öll svið sjávarútvegs hér á landi.“ Á síðustu árum hefur ÚA unnið að tveimur verkefnum á sviði líftækni, annars vegar framleiðslu gelatíns og hins vegar einangrun prótína úr uppsjávarfiskum, en það verkefni hefur verið unnið í samvinnu við HB á Akranesi. Hann sagði að félagið myndi leggja aukna áherslu á líf- tækni og væri unnið að sérstakri stefnumótun á því sviði. Eðlilegt að horfa til fjárfestinga erlendis Fram kom í máli Guðbrands að fé- lagið hefði ekki fjárfest í verkefnum í útlöndum frá því það seldi hlut sinn í MHF árið 1998 eða þar til Lauga- fiskur hefði á síðasta ári keypt 45% hlut í Faroe Marine Product í Fær- eyjum, en það sérhæfir sig í hausa- þurrkun. Guðbrandur sagði rekstur þess lofa góðu og myndi Laugafisk- ur á næstunni leita fyrir sér með önnur tækifæri á sínu sviði í útlönd- um. „Á sama hátt er eðlilegt fyrir ÚA að horfa til erlendra fjárfestinga á þeim sviðum sem félagið þekkir best til, þ.e. í fiskvinnslu,“ sagði Guðbrandur. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.