Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDSSÖFNUN Geðhjálpar stendur nú fyrir dyrum undir yf- irskriftinni Ný með- ferð – ný störf fyrir geðsjúka. Af hverju safnar Geðhjálp fyrir nýrri meðferð fyrir geð- sjúka og nýjum störf- um? Er það ekki hins opinbera að sjá um meðferðina lögum samkvæmt og sjá til þess að geðsjúkir lifi sómasamlegu lífi en í því felst auðvitað líka að hafa vinnu? Jú, það er rétt en við göngum ekki blind um sjúkragangana frek- ar en götur Reykjavíkur. Geðhjálp er ekki að safna fyrir bráðameð- ferð eins og þeirri sem rekin er á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Við ætlum ekki að hafa læsta deild með sjúklingum sem stríða við al- varlegar ranghugmyndir og sturl- unareinkenni. Áfram verður það verkefni ríkisins að fullu. Það sem við erum að gera er það sem gert var á Reykjalundi þegar Geðvernd safnaði fyrir á þriðja tug rúma fyr- ir geðsjúka til eftirmeðferðar. Í dag er þar biðlistinn jafnan á milli 200 og 300 manns og fæstir komast að. Eftirmeðferðin þar hefur á margan hátt verið til fyrirmyndar en eitt er það sem við teljum brýnt að koma að í þeirri nýju meðferð sem Geðhjálp leitar til almennings með að styðja og það er að ein- staklingar sem hafa haft samfelld- an bata en greinst með geðsjúk- dóm, komi til starfa við hina nýju meðferð sem ráðgjafar. Í þessu sambandi lítum við að hluta til hins árangursríka ráðgjafarstarfs SÁÁ. Okkar markmið er að fólk sem sæki nýju meðferðina komi ekki aftur. Að meðferðin verði svo góð að hún rjúfi vítahring innlagna, þunglyndis og alvarlegra kvíða- kasta. Okkur draumur er sá að fólk öðlist nýja trú á sig sjálft og til- ganginn í lífinu. Að það læri af þeim sem einu sinni voru í sömu sporum, hve mikilvægt það er að horfast af fullri alvöru í augu við sjúkdóminn og að lifa með honum, ekki á móti. Við erum ekki aðeins að tala um eftirmeðferð. Það liggur fyrir og er viðurkennt af þeim sem horfast í augu við raunveruleikann að geðdeildirnar í dag henta alls ekki öllum þeim sem þjást af alvar- legu þunglyndi eða kvíða. Þannig erum við að tala um meðferð sem er ein allsherjar uppbyggingar- meðferð, fyrir fólk sem lent hefur í hverskyns sálrænum eða geðræn- um áföllum og þarf á miklum stuðningi, hvatningu og virðingu að halda. Það er okkar trú, að ef ís- lensk þjóð styður þetta verkefni jafn rausnarlega og hún hefur oft gert þegar mikið hefur legið við, þá muni okkur takast að koma þessari meðferð í gagnið strax á næsta ári. Og hvers vegna er það svo óskaplega brýnt að safna fyrir nýrri meðferð? Við viljum oft vega og meta mik- ilvægi mála í krónum og aurum. Gott og vel. Samkvæmt tölum frá landlæknisembættinu, sem byggjast á upp- lýsingum frá ná- grannalöndum okkur, nemur tap þjóðfélags- ins á ári rúmum 3% af vergri þjóðarfram- leiðslu, beint og óbeint, vegna geð- raskana. Þetta þýðir að samfélagslegur kostnaður vegna geð- raskana, umönnunar og vinnutaps nemur vel á þriðja tug millj- arða króna. Þrjátíu þúsund milljónir og þessi kostnaður á eftir að hækka verulega ef spár Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar rætast. Innan tíu ára er því spáð að geðheilsuraskanir verði alvarlegasta heilsufarsvandamál veraldar. Eins og forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi verður að leggja sérstaka áherslu á geðheilbrigðismálin. Þar njótum við stuðnings heilbrigðisráðherra og trúum því að hann og ráðuneyti hans muni bregðast vel við í fram- haldi söfnunarinnar eins og hann hefur sýnt geðheilbrigðismálum áhuga og skilning til þessa. Kostn- aðurinn er þó ekki aðalatriði í mín- um huga. Ef okkur tekst með sam- stilltu átaki að fækka innlögnum á bráðamóttökudeildir, laga með- ferðina betur að þörfum hvers og eins, efla eftirmeðferð og bæta þannig líðan stórs hóps fólks þá skiptir það mestu máli. Jafnvægi og lífshamingja er það mikilvæg- asta sem við eigum. Þegar við eig- um enga hamingju, enga trú á framtíðina, engan tilgang þá eigum við ekkert. Þessvegna er sérhvert framlag í þessa landssöfnun lífs- gjöf. Okkar verkefni er að fara vel með þetta fé sem þið treystið okk- ur fyrir og verja því þannig að það nýtist geðsjúkum og aðstandend- um þeirra best í samræmi við fyrr- nefnd markmið. Ætlar Geðhjálp að reka nýja meðferðarstöð? Nei, það ætlar Geðhjálp ekki að gera. Undanfarn- ar vikur höfum við átt viðræður við aðila sem bjóða í dag upp á með- ferð. Við teljum einsýnt að við munum gera þetta í samstarfi við aðra þannig að starfskraftar og að- staða geti sem best verið samnýtt. Við höfum ekki áhuga á að fjár- festa í steinsteypu, við viljum fjár- festa í fólki og framtíð þess. Það er alveg opið í dag hvar við lendum með hina nýju meðferð ef þjóðin vill styðja þetta verkefni. Staðsetn- ingin skiptir máli en er ekki aðal- atriði. Mestu máli skiptir hvað þar fer fram, hverskonar starfsemi er- um við að tengjast og hvaða mögu- leikar eru á að okkar hugmyndir og framtíðarsýn nái fram að ganga. Við viljum sinna þeirri eftirlits- og aðhaldsskyldu sem lög okkar fé- lags bjóða en ekki standa í beinum rekstri utan okkar félagsheimilis og skrifstofu. Þar hefur starfsemin verið að eflast mikið á síðustu misserum, ekki síst með tilkomu Auðar Axelsdóttur iðjuþjálfa sem hefur sett mikinn kraft í hópastarf, meðal annars aðstandendastarf, sem ég bind miklar vonir við. Þannig má segja að nú þegar séum við með ákveðið eftirmeðferðar- starf í Geðhjálp og við lítum svo á að það þurfi enn að styrkjast. Með mjög aukinni aðsókn í húsið frá því sem áður var, verða kröfurnar meiri enda erum við farin að gera meiri kröfur til okkar sjálfra. Virkni er það sem þetta snýst allt um og virðing. Gestum okkar eig- um við að sýna hvort tveggja. Ég vil þakka sérstaklega Kiwanis- hreyfingunni og Íþróttasambandi Íslands fyrir ómetanlegan stuðning þessara félaga í landssöfnun Geð- hjálpar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er verndari söfn- unarinnar og kann ég honum bestu þakkir fyrir auk þess sem ég vil þakka stuðning heilbrigðisráð- herra við söfnunarátakið. Þeim öðrum sem oft hafa lagt ómælda vinnu í sjálfboðastarf, til að vel megi takast, þakka ég af heilum hug. Við stöndum nú frammi fyrir möguleikanum á því að breyta landslagi geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi þar sem virkni og virðing verði sett i öndvegi. Íslendingar hafa sýnt svo oft áður að þegar við sýnum samstöðu gerum við krafta- verk. Á undanförnum árum höfum við látið til okkar taka á forvarn- arsviðinu undir yfirskriftinni: Eng- in heilsa án geðheilsu. Á örfáum árum hefur umræðan um geðheil- brigði og geðsjúkdóma opnast upp á gátt og skömmin er á undanhaldi. Áfram verður lögð áhersla á geð- ræktina í samstarfi við okkar sam- starfsaðila en nú er lag að stíga skrefið lengra. Fara þangað þar sem mest er þörf. Ný meðferð, nýr valkosur í heilbrigðisþjónustu. Þegar verður bankað upp á hjá þér í dag, þér réttur söfnunarbaukur eða þú sest fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöld bið ég þig að hafa það í huga að einn af hverjum fjórum brotna. Það eru yfirgnæf- andi líkur á að það verði einhver þér nákominn. Hvernig meðferð viltu þá eiga kost á? Af hverju landssöfnun? Sigursteinn Másson Landssöfnun Við stöndum nú frammi fyrir möguleikanum á því að breyta landslagi geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi, segir Sigur- steinn Másson, þar sem virkni og virðing verði sett í öndvegi. Höfundur er formaður Geðhjálpar. Samningaviðræður Tryggingastofnunar ríkisins og sjúkraþjálf- ara í einkarekstri hafa farið út um þúfur. Samningur sjúkra- þjálfara kveður á um þátttöku Trygginga- stofnunar í kostnaði sjúklinga í meðferð sjúkraþjálfara. Ástæða þess að samningurinn er í upp- námi er að Trygginga- stofnun vill ekki greiða sambærilegt verð fyrir sjúkraþjálfun á einka- markaði og greitt er fyrir sjúkraþjálfun á stofnunum ríkis og líknarfélaga. Í desember árið 2001 er taxti sjúkraþjálfara aðeins 74% af raun- gildi taxtans árið 1995. Taxti sjúkraþjálfara hefur því lækkað að raungildi á sama tíma og kröfur Tryggingastofnunar og samfélags- ins hafa aukist um bæði gæði þjálf- unar og aðstöðu. Á sama tíma og Tryggingastofn- un hefur haldið niðri taxta vegna sjúkraþjálfunar hafa samningar sem þeir gera við aðrar stéttir hækkað verulega og í takt við aðra verðþróun í landinu. Þar munar allt að 90%. Sjá töflu SLF stendur fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðara RL stendur fyrir Reykjalund Rauða stendur fyrir þá hækkun sem samninganefnd HTR er að bjóða Um leið og Tryggingastofnun ríkisins vill halda niðri kostnaði vegna sjúkraþjálfunar hafa heil- brigðis- og fjármálaráðuneyti gert þjónustusamninga við stofnanir, sem eru í samkeppni við sjúkra- þjálfara á einkamarkaði, um mun hærra verð fyrir sjúkraþjálfunar- þjónustu. Er nú svo komið að mun- urinn er á bilinu 40– 60%. TR hefur sparað 1,5 milljarða á sjö árum Tryggingastofnun ríkisins hefur undan- farin sjö ár greitt sama meðferðargjald til ým- issa stofnana sem eru á föstum fjárlögum og til sjúkraþjálfara á einka- markaði. Þetta þýðir, að í raun er verið að greiða 40% hærra með- ferðargjald til stofnan- anna þar sem allur rekstrarkostnaður hef- ur þegar verið greidd- ur. Er því Tryggingastofnun í raun búin að viðurkenna að gjaldskrá sjúkraþjálfara sé allt of lág. Ef kostnaður vegna þessa mis- munar er reiknaður á núvirði lætur nærri að um sé að ræða fjárhæðir á bilinu 1,4–1,6 milljarðar. Hvaða leiðir eru í stöðunni? Um síðustu áramót hækkuðu þjónustusamningar heilbrigðis- ráðuneytisins við keppinauta sjúkraþjálfara á einkamarkaði um 10%, sem er sjálfkrafa hækkun vegna breytinga á vísitölu. Á sama tíma hafa sjúkraþjálfarar ekki mætt skilningi heilbrigðis- ráðuneytisins um eðlilega leiðrétt- ingu gjaldskrár miðað við keppi- nauta sem hafa fengið hækkanir um allt að 88% frá árinu 1995 á sama tíma og hækkanir sjúkraþjálfara eru 26%. Við þetta geta sjúkraþjálfarar á einkamarkaði ekki unað og hafa því ákveðið að grípa til aðgerða. TR hefur sparað 200 millj. á ári Gauti Grétarsson Höfundur er sjúkraþjálfari á einkamarkaði. Sjúkraþjálfarar Sjúkraþjálfarar á einka- markaði geta ekki unað við ástandið, segir Gauti Grétarsson, og hafa því ákveðið að grípa til aðgerða. ALLIR Íslendingar kannast við þá þýðingarmiklu mannréttinda- reglu, að sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skuli telj- ast saklaus, þar til sekt hans hefur verið sönnuð að lögum. Regluna er að finna í stjórnarskrá Íslands og einnig í Mannréttindasáttmála Evrópu. Í fréttamiðlum er sagt frá því, að lögreglan hafi haft til rannsókn- ar kæru á hendur banka um refsi- verða háttsemi. Rannsókn lýkur með þeirri niðurstöðu, að ekki séu efni til málssóknar, þar sem ekki hafi sannast sök á hendur hinum kærðu. Þá skrifar lögreglan bréf, sem birt er almenningi. Af bréfinu má helst ráða, að víst séu fyrir- svarsmenn bankans sekir. Þeir hafi bara sloppið á tækniatriðum. Svo er að heyra sem lögreglumenn og jafnvel ráðherra viðskiptamála noti þetta tækifæri til að boða breytingar á lögum svo menn sleppi ekki svona vel aftur. Um svipað leyti er sagt frá dönskum fyrirlesara, sem flytur mönnum þann boðskap, að maður, sem var sýknaður fyrir íslenskum dómstól á síðasta ári af ákæru um áþekkt brot og bankinn var sakaður um, hefði verið sakfelldur í Danmörku! Fyrirlesarinn hlustaði áreiðanlega ekki á verjanda mannsins fyrir dómi og veit líklega ekki mikið um, hvort aðrar varnir mannsins hefðu líka dugað til sýknu. Í refsimálum sem rekin eru fyr- ir dómstólum, er oft tekist á um, hvort sök ákærðs manns teljist sönnuð. Þá eru sakborningar stundum sýknaðir þar sem sök hefur ekki sannast. Allir sem við þetta vinna, þekkja vel dæmi af slíkum málum, þar sem í forsend- um dóms koma fram hugleiðingar dómarans um ýmislegt, sem bendi til sektar en „ekki sé alveg nægi- lega sannað“, að sakborningurinn hafi drýgt glæpinn. Dómarinn er þá að segja, að sennilega sé mað- urinn sekur, þó að óhjákvæmilegt sé að sýkna hann. Mannréttindareglan um sak- leysi, þar til sekt er sönnuð, leyfir ekki opinberum sýslunarmönnum, hvort sem þeir heita dómarar eða lögreglumenn, að dylgja á opin- berum vettvangi um sekt sak- lausra manna. Í niðurstöðum um sakleysi er nóg að segja að sektin sé ósönnuð. Það þjónar engum til- gangi að láta fylgja með hugleið- ingar um annað. Nema fyrir mönnum vaki að gefa syndaaf- lausn þeim, sem stofnað hafa til máls á hendur þeim sem saklaus er. Þeir „hagsmunir“ eiga skilyrð- islaust að víkja fyrir mannréttind- um hins saklausa manns um að teljast saklaus, þar til sekt hans er sönnuð. Jón Steinar Gunnlaugsson Saklaus eða ekki saklaus Höfundur er hæstaréttar- lögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.