Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 27 Svona vilt þú líta út núna Extremely Spring Look 2002 Vorið kemur - og glæðir líf og liti. Ljósbleikt og fjólublátt, ögn brúnleitt fyrir varir og neglur. Síðan koma skærari litir, nýja Floating color fastapúðrið undirstrikar vorbirtuna á augum, kinnum, vörum og húð. Notaðu þessa nýju liti eins og þú vilt - til að skapa nýtt og spennandi útlit fyrir vorið 2002. Sérfræðingar frá Estée Lauder verða í eftirfarandi verslunum Lyfju: Lyfja Lágmúla, fimmtud. kl. 13-18. Lyfja Smáratorgi, fimmtud. kl. 13-18. Lyfja Laugavegi, föstudag kl. 13-18 og laugardag kl. 13-17. www.esteelauder.com Heilsárs orlofshús Upplýsingar gefur Heimir Guðmundsson, byggingaverktaki, 815 Þorlákshöfn, í síma 892 3742, netfang heimir@tresmidjan.is, heimasíða www.tresmidjan.is Einstaklingar og starfsmannafélög Erum að framleiða stórglæsileg heilsárs orlofshús í ýmsum stærðum. Sjón er sögu ríkari. NÚTÍMATÓNVERK, og það um háalvarleg viðfangsefni tengd föst- unni og krossfestingu Krists, þætti manni almennt ekki vænlegasta upp- skrift að góðri aðsókn á tímum ung- lingafroðu og fjöldaafþreyingar. En trúlega þekktu margir áheyrenda á hinum furðufjölsóttu tónleikum Scholae Cantorum s.l. sunnudags- kvöld sína flytjendur og vissu að hverju þeir gengu. Enda trauðla til „bjartari von“ í hérlendum kamm- erkórsöng, og ættu engin sérstök tónlistarverðlaun að þurfa að undir- strika það frekar, miðað við undan- genginn feril kórsins. Kórverkin á efnisskránni voru upp til hópa í fremstu röð nútíma kirkju- tónmennta. Tantum ergo eftir Kjell Mørk Karlsen (f. 1947), norskan höf- und vígsluverks Klais-orgels Hall- grímskirkju fyrir níu árum, var sam- ið 1998 við lítúrgískan latínutexta um síðustu kvöldmáltíðina, ægifag- urt verk og aðgengilegt með frekar hraða textayfirferð þrátt fyrir hæg- ferðugt tempó. Tónmálið var léttút- víkkað tónalt, og var næsta óvenju- legt í annars hómófónísku nútíma- verki að heyra fúgatokafla á einum stað (Cujus latus perforatum). Hér, og enn frekar í kórverki Einojuhanis Rautavaara við Faðirvorið á finnsku, Herran Rukous (1973), voru miklar hæðarkröfur gerðar til einkum sópr- ans, sem voru leystar af óþvinguðum tandurhreinum þokka. Styrkur reis undir lokin á „þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin“ sem voldugt himneskt brim. Erindum úr Sjö orðum Krists á krossinum, kórútsetningum Jóns Hlöðvers Áskelssonar á fornum ís- lenzkum þjóðlögum við passíusálm- ana, var skeytt inn á milli erlendu verkanna sem á eftir komu, einu í senn, og kom það afbragðsvel út sem tiltölulega einfaldir en auðmjúkt inn- lifaðir hvíldarpunktar milli stærri átaka. Sömuleiðis voru hinar fjórar föstumótettur Poulencs frá 1939, Quatre motets pour un temps de pénitence, fléttaðar inn á milli nor- rænu verkanna. Var sú niðurröðun gerð af svo smekklegu hugviti að uppi stóð markviss heild sem hefði ekki síður notið sín á hljómdiski. Poulenc myndaði afar persónuleg- an stílrænan kontrapunkt við nor- rænu verkin, átakamestan í Timor et tremor, dulúðugastan í lýsingunni á myrkrinu á Golgata (Tenebrae facta sunt) þar sem tón- arnir dóu dramatískt út við andlát Krists. Það vottaði fyrir miðalda- legum hoquetus-rit- hætti í fyrstu mótett- unni, Tristis anima mea, og í nr. 2, Vinea mea electa, brá Poulenc fyrir sig ljúfsáru síð- rómantísku tóntaki, er enn sem oftar sýndi hvað ólíku hliðar text- ans gátu kallað fram ólík en eindræg við- brögð. Corpus Christi Carol eftir hinn norska Trond Kverno (f. 1945) við enskan miðaldatexta með vöggu- söngsviðlagi á „Lully, lulley“ í anda leiðslukvæða eins og „As I lay on Yoolis Night“, kallaði fram undur- blíða tónaandstæðu við ógn og dep- urð viðfangsefnisins, orðaskipti Krists við móður sína og lærisvein- ana á Höfuðskeljaholti. Kristín Erna Blöndal og síðar Benedikt Ingólfs- son sungu forsöng og kórinn viðlag. Útsetningin var á látlausum þjóðleg- um nótum en afar fjölbreytt og óx smám saman í áferð og styrk. Verkið var sérlega áhrifamikið í grípandi einfaldleika sínum og ofurtær túlkun þess ekki síður. Þykkasti kórsatz kvöldsins og á margan hátt sá tilkomumesti var 8 radda mótetta Knuts Nystedts til krossins, O crux (1978). Í alla staði meistaralegt verk, þar sem samstíg- ar tvíundir mynduðu sundlandi tí- brárhillingar í byrjun. Síðan tók við kremjandi ferli klasahljóma, er lýsti átakanlega kvöl Krists en líka sæluvon mann- kyns. Framvindan var afar sterk þrátt fyrir allítarlega texta- vinnslu. Hér fagnaði mikil og sveigjanleg styrkvídd kórsins seið- mögnuðum sigri allt frá stórviðrafortiss- imói niður að mörkum hins heyranlega. Inn- tónun var að vanda óaðfinnanleg, tjáningin djúp og skýr með af- brigðum. Eftir þennan hápunkt gat leiðin að- eins hnigið til hinztu hvíldar, og mynduðu 4. mótetta Poulencs og Sjöunda orð Krists á krossinum eftir Jón Hlöðver sem næst fullkomið niðurlag. Í raun er litlu við að bæta um frammistöðu Scholae Cantorum á þessum frábæru tónleikum. Tína mætti að vísu til fjölda eftirtektar- verðra viðbótaratriða, eins og t.d. hvernig „kýlt“ var á háar innkomur af fullkomnu öryggi, án þess hvorki að læðast inn né renna upp í tóninn eins og oft vill verða hjá skemmra komnum kórum. En það væru smá- munir einir hjá hrífandi heildinni, sem fullyrða má að gerist ekki betri á okkar breiddargráðum. Svo verður bara að vona að einstök hljómgæði kórsins skili sér af jafnmiklum glæsi- brag í hinni aðsteðjandi keppni suð- ur á Ítalíaló og í hljómmesta húsi landsins á Skólavörðuhæð, sem söngfólkið og slyngur stjórnandi þess hafa greinilega lært að nýta til fullnustu. Gerist ekki betra TÓNLIST Hallgrímskirkja Norræn verk eftir Mørk Karlsen, Rautav- aara, Kverno og Nystedt. Fjórar föstu- mótettur eftir Poulenc. Sjö orð Krists á krossinum eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Kammerkórinn Schola Cantorum u. stj. Harðar Áskelssonar. Sunnudaginn 24. febrúar kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Hörður Áskelsson Ríkarður Ö. Pálsson Saga heilagrar Önnu er þýðing helgisagnarinnar um Önnu móður Maríu meyjar, lág- þýskrar gerðar og var prentuð í Braunschweig 1507. Kirsten Wolf ritstýrði. Íslenski textinn hefur varðveist í tveimur óheilum handritum, hið eldra er talið vera frá öðrum fjórðungi sex- tándu aldar, en hið yngra frá fyrri hluta sautjándu aldar, og þar er varðveittur meginhluti sögunnar frá upphafi. Þeg- ar handritin eru lögð saman vantar aðeins nokkrar jarteinir úr niðurlagi lágþýska textans. Þýðingin hefur verið gerð á fyrri hluta sextándu aldar, sennilega á Hólum. Í útgáfunni eru bæði handritin gefin út stafrétt og lág- þýski textinn prentaður öndvert ís- lenska textanum. Í formála er gerð grein fyrir sögunni, og handritunum og sambandi þeirra við þýska textann er nákvæmlega lýst. Ritið er heimild fyrir íslenska málsögu. Í biblíunni er hvergi minnst á móður Maríu, en í apókrýfu guðspjalli frá annarri öld er sögð af henni saga og öðrum skyldmennum. Heilagrar Önnu er getið í íslenskum ritum á 13. og 14. öld, en hér gætir dýrkunar hennar mest um 1500, m.a. í kveðskap séra Halls Ögmundarsonar. Kirsten Wolf er prófessor í Norð- urlandamálum við Wisconsinháskóla í Madison, en hefur verið tíður gestur á Stofnun Árna Magnússonar. Útgefandi er Stofnun Árna Magn- ússonar. Háskólútgáfan sér um dreif- ingu. Bókin er 166 bls., unnin í Guten- berg. Verð: 3.800 kr. Helgisaga FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.