Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ                               !      " " #$%            Vestnorræna menningarhúsið við Fjörukrána, Hafnarfirði Græn- lenskir dagar hefjast í dag og standa til og með 10. mars. Það verður sýn- ing á grænlenskum frímerkjum, en sum þeirra eru gefin út í tengslum við landafundi árið 2000. Sýningin er opin daglega frá 13–20. Einnig verð- ur sýning á grænlenskum pelsum frá Eskimo Pels í Narsaq í Græn- landi. Söngkonan Ida Heinrich syngur grænlenska söngva fyrir matargesti í Vestnorræna veit- ingastaðnum Fjörunni á fimmtudög- um til sunnudaga við undirleik Jóns Möller og grímudansarinn Arnaj- araq Olsen dansar fyrir matargesti í Fjörunni og verður grænlenskur matseðill á boðstólum. Í DAG ÞAÐ er með merkilegum hætti sem Einar Falur Ingólfsson setur fram veraldarsýn sína og reynir um leið að vera trúr heiminum eins og hann er í raun. Það er áreið- anlegt að hann er ekki alltaf sjálf- ráður ferða sinna, heldur býður vinnan honum að stökkva milli ólíkra og oft svo mótsagnakenndra staða að það er erfitt að trúa því að þeir séu hluti af sömu plánetu. Margir þekkja þá undarlegu til- finningu að finnast þeir hafa farið milli stjarna þegar þeir koma aftur heim frá útlöndum og flugvélin vokir yfir eyðilegu Reykjanes- hrauninu eftir að hafa hafist til flugs frá þéttsetnu og skógivöxnu borgarumhverfi handan hafs. Að sömu orðin – stígar og staðir – skuli vera brúkleg til að lýsa svo ólíku landslagi sýnir hve almennt tungutakið er miðað við sértækan skynheim sjóntauganna. En það er ýmislegt fleira sem fram kemur í myndum Einars Fals og vert er að gefa gaum. Til dæmis vekja myndirnar níu, sem hann kýs að raða í ferhyrndan klasa, okkur til umhugsunar um það sem við almennt köllum raunsæi en er ekkert annað en afar takmörkuð sýn hvers og eins jarðarbúa. Það er eins og hann hafi í huga bolla- leggingar Gilles heitins Deleuze um sjónarhornin þegar hann myndar allar hinar ólíku brautir sem hann bregður upp á sýning- unni. Reyndar væri ofsögum sagt að Deleuze hafi verið fyrstur til að velta fyrir sér öllum þeim skál- ínum sem skarast þegar mennirnir – sex milljarðar eða hvað sem sú tala er nú orðin – góna út í bláinn. Eins og hann sagði sjálfur frá hafði hann það allt eftir Leibniz, sautjándu aldar hugsuðinum sí- þenkjandi, sem áttaði sig svo glögglega á því endalausa og óhöndlanlega fyrirbrigði sem þröngsýnispúkar nítjándu aldar- innar kusu síðar að kalla raunsæi. Ekki svo að skilja að raunsæi sé ekki til heldur hitt að það dugar ekki lengra en nef hvers og eins nær. Og hafi menn af einhverjum ástæðum, líkamlegum eða andleg- um, skerta sýn – eða viðhorf eins og það kallast þegar hugbúnaður- inn hefur farið yfir það sem skyn- færin nema – er raunsæið lítils virði nema fyrir hvern og einn. Það dugar í hæsta lagi til að forða mönnum frá því að ganga í veg fyr- ir bíl. En raunsæið dugði þó ekki hinum alsjáandi Roland Barthes, hversu gagnrýninn sem hann var, því hann gekk einmitt í veg fyrir bíl og dó. Það má ekki marka svo orð mín að ég sé að prédika afstæðis- hyggju, eða telji athyglisverðar ljósmyndir Einars Fals vísa veginn í þá veru. Hugrenningarnar sem þær orsaka tengjast miklu fremur þeirri stóísku lýðræðisást sem býð- ur hverjum áhorfanda að skynja og skilja að virðingin ein gagnvart öll- um þeim leiðum og löndum sem linsa ljósmyndarans safnar getur tryggt honum sjálfum og sjáöldr- um hans brautargengi innan um öll hin sjónarmiðin. Það var einhvern veginn svona sem mér fannst Ein- ar Falur tala til mín gegnum yf- irlætislausar myndir sínar. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Frá sýningu Einars Fals Ingólfssonar í Galleríi Gangi við Rekagranda. Vegir og vegleysur MYNDLIST Gallerí Gangur, Rekagranda 8 Til 10. mars. Opið eftir samkomulagi í síma 551 8797. LJÓSMYNDIR EINAR FALUR INGÓLFSSON Halldór Björn Runólfsson SEX í sveit er sá gamanleikur sem hvað mestra vinsælda hefur notið hérlendis á seinni árum. Sýning Leik- félags Reykjavíkur gekk svo misser- um skipti og áhorfendur skiptu tug- um þúsunda áður en yfir lauk. Ekki er að furða þótt áhugaleikfélög renni hýru auga til verksins, svo gjörn sem þau hafa verið á að taka til sýninga farsa og gamanleikrit af öllu tagi. Og nú er Leikfélag Dalvíkur búið að frumsýna Sex í sveit og eftir að vita hvernig Dalvíkingar og nærsveita- menn taka gríninu. Til að gera það enn aðgengilegra en ella hefur verkið verið staðfært á heimaslóðir og ýms- ar tilvísanir til Dalvíkur, Akureyrar og Eyjafjarðarbyggða í textanum. Sex í sveit er vel saminn farsi um hjónakorn í sumarbústað sem hefst með því að eiginkonan þarf skyndi- lega að hverfa á braut til að sinna aldraðri móður sinni og eiginmaður- inn hyggur gott til glóðarinnar að bjóða til sín viðhaldinu á meðan. Það snýst þó allt í höndum hans þegar eiginkonan hættir við að fara þegar viðhaldið hennar, besti vinur eigin- mannsins, ákveður að koma. Allt fer svo endanlega á hvolf þegar bæði eig- inkonan og vinurinn ruglast á mat- selju sem eiginmaðurinn hefur pant- að og halda hvort um sig að hún sé viðhald/kærasta eiginmannsins og vinarins. Loks er misskilningurinn fullkomnaður þegar rétta viðhaldið mætir og verður að taka að sér hlut- verk matseljunnar svo ekki komist upp um allt saman. Þetta er ágætlega fyndin flækja og orðaleikir ýmsir sem spinnast af þessu og vafalaust má gera úr þessu hina hlægilegustu sýningu. Það tekst þó ekki að öllu leyti hjá Dalvíkingum að þessu sinni. Hluti þess verður að skrifast á reikning leikstjórans sem hefur valið þá leið að gera úr þessu nokkuð raunsæja sýningu með leik- hraða eftir því og gjörsneidda öllum árekstrum og skrípalátum sem oft bjarga försum fyrir horn og fylla upp í efnisleg göt. Hér vantar slíka upp- fyllingu tilfinnanlega svo víða gustar í gegnum götin. Vafalaust tekst leik- endum þó að auka við hraðann og ör- yggið í leiknum en aðstæður réðu því að undirritaður sá aðalæfingu en ekki frumsýningu og var greinilegt að leikendur voru enn ekki sem örugg- astir á svellinu hvorki í texta né sviðs- hreyfingum. Leikstíll leikenda var einnig nokkuð misjafn, allt frá því að vera talsvert ýkjukenndur og til þess að vera mjög yfirvegaður og lágt- stemmdur og verður ekki annað en horft til leikstjórans eftir meira sam- ræmi. Nokkuð jafnt er á komið með vægi hlutverka og mæðir talsvert á öllum leikendum. Þar fer fremstur í flokki Sigurbjörn Hjörleifsson í hlutverki Benedikts eiginmannsins. Hann fer mikinn og á góða spretti í svipbrigð- um og viðbrögðum ýmiss konar. Vin hans Ragnar leikur Lárus Sveinsson. Hann er öllu stilltari í sínum leik og nær að miðla trúgirni og einlægni persónunnar á skemmtilegan hátt. Konurnar virtust eiga erfiðara upp- dráttar og náðu sér misjafnlega á strik. Þóra Ólafsdóttir Hjartar var allkostuleg í hlutverki drukkinnar eldabuskunnar, Eyrún Rafnsdóttir var sköruleg í hlutverki eiginkonunn- ar og Anna Sigmarsdóttir tók sig vel út sem tískusýningardaman. Í heildina hefði mátt vinna betur úr þessum efnivið þó vafalaust eigi væntanlegir áhorfendur eftir að hafa af sýningunni ágæta skemmtan. Hávar Sigurjónsson Framhjáhald á báða bóga LEIKLIST Leikfélag Dalvíkur Eftir Mark Camoletti. Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjóri: Ármann Guðmunds- son. Frumsýning laugardaginn 23.febr- úar. SEX Í SVEIT NÚ stendur yfir Vetrarhátíð Reykja- víkur, Ljós í myrkri. Dagskráin í dag er á þessa leið: Kl. 8: Laugardalslaug. Vatnsleik- fimi undir stjórn Lovísu Einarsdótt- ur. Boðið upp á kaffi við kertaljós. Kl. 9-13: Dagskrá fyrir Grunnskóla Reykjavíkur, m.a. í Borgarleikhús- inu. Sýning Íslenska dansflokksins. Kl. 10: Reykjavíkurtorg Borgar- bókasafnsins. Sýning á tvívíðum verkum nemenda á margmiðlunar- braut Borgarholtsskóla. Sýningin verður opin meðan hátíðin stendur. Kl. 10-17: Fjölskyldu- og húsdýra- garðurinn. Fjölbreytt dagskrá. Grasagarðurinn, Garðskáli. Mynda- og veggspjaldasýningin Ekkert líf án ljóss. Kl. 17.15: Ráðhúsið: Guðfinna Ey- dal sálfræðingur flytur erindið Að sjá ljósið þótt birtan dvíni, Sigurður Júl- íus Grétarsson sálfræðingur fjallar um myrkfælni barna og Jóhann Ax- elsson prófessor um lækningamátt ljóssins. Nemendur úr Tónlistarskóla Reykjavíkur sjá um tónlistarflutning. Kl. 18: Gamli kirkjugarðurinn. Gönguferð undir leiðsögn Gunnars Bollasonar. Lagt af stað frá aðalinn- gangi við Ljósvallagötu. Kl. 20: Stjórnstöð Landsvirkjunar v. Bústaðaveg. Fræðslu- og skemmti- kvöld í tengslum við opnun sýningar Þjóðminjasafnsins, Ljósið kemur langt og mjótt. Guðmundur Ólafsson flytur erindi um ljósfæri og Jóhann Már Maríusson fjallar um birtu og yl. Ljóðadagskrá undir stjórn Ingi- bjargar Haraldsdóttur rithöfundar. Sigurður Rúnar flytur lög um ljós á gömul hljóðfæri. Sýningin verður op- in daglega kl. 14-18 meðan á hátíðinni stendur. Dómkirkjan. Samverustund. Ræðumaður er Sigurbjörn Einars- son biskup. Ingimar Erlendur Sig- urðsson les ljóð. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar auk einsöngvara. Epal, Skeifunni. Sýningin Litir og ljós verður opnuð. Bókabúð Máls og menningar, Súf- istinn. Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur og Steinunn Birna Ragnars- dóttir leikur á píanó. Upplestur úr verkum Gyrðis Elíassonar, Kristínar Marju Baldursdóttur og Sigurðar Pálssonar. Kl. 21.30: Kaffileikhúsið. Söng- og leikskemmtunin Laxness og ljóðin, Svört melódía, blús og gospeltónlist ásamt leiknu efni. Valgeir Guðjóns- son syngur og skemmtir. Tjörnin. Stjörnuhrap. Vígsla verð- launaverks Ilmar Maríu Stefánsdótt- ur í hugmyndasamkeppni Ljós í myrkri. Gallerí i8, Klapparstíg 33: Sýning Helenu Hietanen. Gallerí Reykjavík: Guðfinna Ey- dal, Ingibjörg Klemenzdóttir, Guð- mundur Björgvinsson. Ljós í myrkri Tækniblúndur Helenu Hietanen í Galleríi i8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.