Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ þarf hugrekki, dómgreind og þolinmæði til að berjast gegn notkun fíkniefna. Þjóðin er sammála um að halda áfram að efla forvarnir, en menn greinir á um ákveðna þætti ár- angursstjórnunar enda málin afar margslungin og vandmeðfarin. Heimilin eiga að vera skjól og skjöld- ur ungmenna, þar eru rætur þeirra, vöxtur og þroski til sjálfstæðra at- hafna. Það er auðvelt að setja fram svona sjálfsagðar kenningar, en oft- ast er raunveruleikinn allt annar, þar sem ungmennum stendur allt til boða sem gleður og glepur og hinn vægð- arlausi heimur setur engin mörk. Tilefni þessarar greinar er að benda þjóðinni á að standa fast að baki aðgerðum löggæslunnar í fíkni- efnamálum og þeirra fjölmörgu aðila sem vinna að hvers konar forvarn- armálum. Málsvarar fíkniefnaneyt- enda um að lögleyfa fíkniefni og að dómar fyrir brot áávana- og fíkni- efnalögum verði vægari en nú er eiga nokkurn hljómgrunn meðal frjáls- hyggjumanna og róttækra ung- menna. Dómsmálaráðherra hefur sýnt framsýni í þessum málum og hækkað hámarksrefsingar úr 10 í 12 ár. Þá hafa dómar í fíkniefnabrotum hin síð- ari ár verið grundvallaðir á markviss- ari aðferðafræði en áður er tekur til forsendna refsimats og þeirra afleið- inga sem afbrot af þessu tagi valda. Þegar rætt er um refsingar v/fíkni- efnabrota gleymist oft að skilgreina afleiðingar slíkra brota og hvernig samvinnu brotamanna í ákveðnu verkferli er háttað. Innra skipulag slíkra glæpahringa er afar breytilegt og slóð höfuðpauranna vel falin, en hin daglega verkaskipting þ.e. stjórnun, fjármagn, innflutningur, dreifing og innheimta er það rekstr- arform sem virðist tryggja nægjan- legt framboð fíkniefna hér á landi. Þagnarskyldan innan þessara glæpa- hringa grundvallast á aga, hefndum, ógnunum og limlestingum, enginn er óhultur nema hann fari að fyrirmæl- um innheimtumaðilanna. Þeir sem halda því fram að svo- nefnt burðardýr (sá sem smyglar) eigi að fá vægari dóma, þar sem þeim séu greiddar ákveðnar upphæðir fyr- ir ferðina eða gefið tækifæri að greiða fíkniefnaskuld, fara villur vega í sínum málflutningi. Burðar- dýrið ber ábyrgð í heildarverknaði brotsins, er einn hlekkur í keðjunni og ber engu minni sök en þeir aðrir sem sjá um kaup, sölu, innheimtu og dreifingu efnanna. Dómar í fíkniefna- málum staðfesta í meginatriðum þessa niðurstöðu, en augljóst er að taka verður upp harðari viðurlög gagnvart þeim brotamönnum, sem sjá um innheimtu fíkiefnaskulda. Eru dreifiaðilar hættulegra fíkni- efna fjöldamorðingjar? Þeir eru vel meðvitaðir um að langflest fíkniefni leiða til fíknar og líkamlegra og hug- lægra sjúkdóma og dauða. Þeir vita líka vel að neysla efnanna leiðir til þjófnaða, rána og morða. Svarið er því já. Þeir deyða fólk eða eyðileggja heilsu þess og framtíð á mislöngum tíma hægt og bítandi. Allir eru sam- mála um að refsa beri hryðjuverka- mönnum fyrir manndráp og skemmdarverk. Vissulega er mikill eðlismunur á þessum tegundum af- brota er tekur til grimmdar, aðgerða og ástæðna, en fíkinefnin leiða þó margfalt fleiri í ánauð og dauða. Þeir menn sem vilja vægari dóma fyrir fíkniefnabrot ættu að hugleiða vel þessi grundvallaratriði í stað þess að blaðra og bulla eins og útbrunnir dópistar. Sömu menn telja að mikils mis- ræmis gæti í dómum fyrir fíkniefna– og kynferðisafbrot. Hér er um mjög ólíka afbrotaflokka að ræða, en lang- flestir munu vera þeirra skoðunar að þyngja dóma fyrir kynferðisafbrot þegar óyggjandi sannanir eru til staðar, en eins og kunnugt er veldur sönnunarskortur oftast að leiða megi slík mál til lykta. Vægir dómar fyrir kynferðisafbrot eiga ekki að hafa nein áhrif á dómniðurstöður annarra afbrotaflokka s.s. í ávana- og fíkni- efnamálum, nær væri að dómstólar myndu endurmeta sitt refsimat til þyngingar dómum vegna kynferðis- afbrota. KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrv. deilarstjóri. Refsingar – fíkniefnabrot – forvarnir Frá Kristjáni Péturssyni: FLESTIR eru sammála því að í frjálsu framsali á kvóta felist ótví- rætt hagræði. Þannig sé t.d. hægt að færa eftir þörfum óveiddan kvóta á milli útgerða og nýta þannig skip betur. Önnur afleiðingin af frjálsu fram- sali er einnig sú að þeir hæfustu munu í auknum mæli sjá um veið- arnar. Þetta höfum við séð eftir að Valdimarsdómurinn féll og allir gátu keypt skip og fengið veiðileifi án þess að eiga kvóta. Síðan þá hefur fjöldi sjómanna keypt skip og stunda nú veiðar með því að leigja kvóta af þeim sem fengu hann afhentan, þar sem þeir geta veitt á mun hagkvæm- ari hátt (annars væru þeir ekki borg- unarmenn fyrir kvótanum). Þessi þróun mun halda áfram, og fleiri munu koma fram sem geta veitt á hagkvæmari hátt. Kvóta munu þeir svo leigja af þeim sem fengu hann afhentan. Þannig mun frjálst framsal á kvóta smátt og smátt leiða til þess að mestallur kvóti verður leigður út, á svipaðan hátt og gert er ráð fyrir í hinni svokölluðu Fyrningarleið. Eini munurinn er að leigutekjurnar renna inn á bankareikninga þeirra sem fengu kvótann afhentan en ekki í ríkissjóð. GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON, Laugalind 1, 200 Kópavogi. Frjálst framsal Frá Guðmundi Erni Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.