Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það var einn sum- ardag fyrir mörgum árum að við félagarnir vorum að spila fót- bolta í hverfinu heima. Allt í einu birtist strákur, hár að vexti og sterklega byggður, a.m.k. miðað við okkur hina. Hann kynnti sig sem Ragga Margeirs og sagðist vera nýfluttur til landsins frá Am- eríku. Við létum okkur fátt um finnast og héldum áfram leik okk- ar. Eftir stutta stund tjáði hann okkur að hann gæti örugglega hlaupið okkur alla af sér og án þess að blása úr nös. Við höfðum ekki mikla trú á því en Raggi hafði rétt fyrir sér. Það má segja að þarna hafi knattspyrnuferill hans hafist. Mig minnir að ein æfing hjá Hólm- bert þjálfara hafi dugað til að Raggi kæmist í liðið sem fremsti maður. Dagskipunin var „sendið fram á Ragga og hann sér um rest“. Hæfileikar hans voru ótví- ræðir inni á vellinum. Þegar fram liðu stundir og við urðum eldri heltust margir úr lestinni í bolt- anum því ekki höfðu allir þá hæfi- leika sem Raggi hafði. Hann var sá eini úr okkar árgangi sem náði ein- hverjum árangri í boltanum og komst í atvinnumennsku erlendis ásamt því að spila með nokkrum RAGNAR MARGEIRSSON ✝ Ragnar IngiMargeirsson fæddist í Keflavík 14. ágúst 1962. Hann lést 10. febrúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Kefla- víkurkirkju 15. febr- úar. góðum félagsliðum hér heima. Ég held að flestir geti verið sam- mála mér um að sjald- an hefur Keflavík átt jafnhæfileikaríkan knattspyrnumann. Raggi hafði átt við erfiðleika að stríða um nokkurt skeið sem að lokum leiddu til and- láts hans. Kæri vinur, þú háð- ir hetjulega baráttu við sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Ég veit að þangað sem þú ferð færðu hlýjar móttökur en ég mun geyma minningar um góðan dreng í hjarta mér og halda á loft nafni þínu sem góðs félaga og frá- bærs íþróttamanns. Fjölskyldu Ragga og börnum sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið góðan guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Vignir Daðason. Raggi, ég kynntist þér er við byrjuðum að spila saman fótbolta í 5.fl. í Keflavík og við æfðum og spiluðum saman yfir 20 ár með stuttum hléum. Þú varst yfirburða- leikmaður á öllum sviðum og vin- sæll og góður félagi. Við náðum fljótlega vel saman innan og utan vallar. Ég man hvað ég leit upp til þín og langaði að verða alveg eins og þú. Þú hafðir einstaka hæfileika sem knattspyrnumaður og sá besti sem ég hef séð og spilað með. En við áttum lífshættulegan óvin sem var alltaf að gera okkur lífið leitt og ruglingslegt. En það var fyrir rúmum fimm árum að þú ákvaðst að snúa lífinu á rétta braut, sem varð til þess að ég fór að hugsa mín mál og ári seinna aðstoðaðir þú mig við að feta réttu brautina og verð ég þér ætíð þakklátur fyrir hjálpina. En því miður bankaði þessi lífshættulegi óvinur annað slagið í þig, kæri vinur, og að lok- um yfirbugaði hann þig. Ég mun ætíð minnast vináttu okkar og samtalanna sem við átt- um saman, sérstaklega síðastliðin fjögur ár, en þar kynntist ég því hversu góðan mann þú hafðir að geyma og hversu vænt þér þótti um fjölskyldu þína, hún var þér allt! Ég bið Guð að blessa Margréti, Ingunni, Ragnar Aron, Láru og Söndru, og votta þeim mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð geymi þig, Raggi minn. „Guð gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.“ (Æðruleysisbænin) Þinn vinur Óli Þór Magnússon. Það hafa fáir haft jafn mikil áhrif á mig sem knattspyrnumann og þú, Raggi minn. Ég var ungur þegar ég heyrði fyrst Margeir afa þinn stoltan segja hetjusögur af knattspyrnukappanum Ragga frænda. Mig langaði að feta í þín fótspor, ég vildi verða framherji líkt og þú. Einnig vildi ég alltaf leika í búningi númer 9 eins og þú, Raggi. Ég horfði stundum aðdáunar- augum á þig leika þér með Stebba í fótbolta á Háholtinu. Þó það hafi verið 16 ár á milli okkar þá dreymdi mig á þessum tíma um að fá að leika einhvern tímann við hlið þér á vellinum. Þessi gamli draum- ur varð að veruleika árið ’96 þegar við spiluðum saman með meistara- flokki Keflavíkur. Þetta ár er mér ógleymanlegt. Þú varst alltaf tilbú- inn að leiðbeina og kenna mér. Ég lærði mikið af þér. Hjálpsemin uppmáluð, þannig varstu. Fyrir utan að vera knattspyrnu- legum hæfileikum gæddur var Ragnar afburða ljúfur og góður maður. Kannski of góður, því hann lét stundum annarra vellíðan ganga fyrir sinni eigin. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka þér fyrir allt það sem þú gafst mér. Ég vildi óska að ég hefði getað gefið þér eitthvað til baka. Elsku Magga, Ragnar, Lára, Sandra, Margeir, Ingunn og allir aðstandendur og vinir, megi góður Guð vernda og styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Haukur Ingi. Þegar Ragnar Margeirsson kom frá Ameríku til Keflavíkur, þá sem ungur drengur, var líkamlegt at- gervi hans á við hetju úr Íslend- ingasögunum. Hann kom frá landi þar sem hlaupið er með fótboltann í fanginu. Leikni hans í knatt- spyrnu var þess vegna ekki upp á marga fiska í fyrstu, enda var hann þá að eiga við stráka sem höfðu stundað íþróttina í fimm til sex ár. En Ragnar var staðráðinn í því að ná langt og tók undraverðum fram- förum. Ekki síst vegna einbeitts ásetnings Hólmberts Friðjónssonar þjálfara, sem veitti honum strax um vorið, þá í 5. flokki, verðlaun fyrir mestu framfarir. En síðar um sumarið bar Ragnar Margeirsson af í úrslitaleiknum um Íslands- meistaratitillinn. Næstu tvö árin óx Ragnar mjög sem knattspyrnu- maður. Hverjum gat dulist, sem til þekkti, að þar fór eitt mesta efni knattspyrnumanns sem Ísland hef- ur átt? Kannski má líkja lífi Ragnars við knattspyrnuleik með lélegum dóm- urum. Dómurum sem skildu ekki hve sérstakur Ragnar var, svo firnasterkur en heill í öllum leik sínum. Hversu mörgum vítum slepptu dómararnir, vegna þess að þeir áttuðu sig ekki á því að Ragn- ar gat ekki dottið? Þótt leikmenn hafi allt með sér, atgervi, liðsmenn og þjálfara, eru úrslit knattspyrnu- leikja ekki alltaf sanngjörn. Ragnar Margeirsson var lánsam- ur maður. Hann var umkringdur fólki sem vildi honum allt það besta. Veikleiki Ragnars Margeirs- sonar fólst fyrst og fremst í því að kunna illa að þiggja góð ráð. Með alla þá í kringum sig sem reyndust honum vel og gátu verið honum góð fyrirmynd, hallaði hann sér oft í aðrar áttir. Við félagarnir fyllumst stolti þegar hugsað er til tímans í yngri flokkunum í Keflavík. Ekki vegna þess að við vorum í toppbaráttunni í gegnum alla flokkanna, heldur vegna þess að við mynduðum traustan kjarna sem var til fyr- irmyndar í hvívetna. Samviskusem- in gagnvart hópnum einkenndi þennan knattspyrnuárgang í Kefla- vík. Við jafnaldrar Ragnars trúðum ekki fréttinni um svo skyndilegt fráfall æskuvinar okkar og félaga. Það að finna til þegar svona at- burðir gerast, finna að við erum enn mennskir, að okkur er ekki sama, að efast jafnvel um þátt okk- ar í lífshlaupinu, er jákvætt. Það er sorglegt til þess að hugsa, að við sem áttum að þekkja helsta veikleika Ragnars skyldum ekki fylgja honum áfram út lífið. Það er ekki laust við að í huga okk- ar leynist sú hugsun að við höfum hlaupist undan ábyrgð, brugðist fé- laga okkar. Allan þann tíma sem Ragnar átti með okkur, gaf hann allt sitt. Var okkur frábær liðsmaður, stórkost- legur knattspyrnumaður og góður drengur. Fyrir okkur sem Guð gaf ekki eins mikið af líkamlegu afli og Ragnari, en blés þeim mun meiri bjartsýni í okkar brjóst, mun Ragnar Margeirsson alltaf vera hetja. Viljum við félagarnir votta móð- ur Ragnars og börnum hans okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd ’62 knattspyrnuár- gangsins í Keflavík, Elías Georgsson. Elsku Ragnar minn. Hve erfitt það er að kveðja þig núna. Minn- ingar um þennan stutta tíma sem við áttum saman geymi ég í hjarta mínu og þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér. Ég veit að þér líður betur núna, með lang- þráða ró í sálu þinni, í faðmi ömmu þinnar sem þú talaðir svo oft og fallega um. Megi algóður Guð vernda og styrkja börnin þín og móður þína á þessum sorgartíma. Ég batt þér minn fegursta söngvasveig, en samt var það dýrast, sem aldrei var talað. Ég drakk hjá þér heimsins himnesku veig, – en hugar míns þorsta varð aldrei svalað. Með jarðarbarnsins harma ég hneig að hjarta þínu og lét mig dreyma. Mín ófædda von, sem þú unnir, var feig. Hvar á okkar skammlífa sæla heima? Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson.) Elsku Raggi minn, þín er sárt saknað. Þín Björg Ingþórsdóttir. Við fráfall Aðalheið- ar Halldórsdóttur koma minningarnar frá okkar kynnum fram í hugann, ein af annarri. Ég virði fyrir mér púða sem hún flosaði og gaf mér þegar við vorum báðar norður á Siglufirði fyrir um það bil 45 árum. Púðinn hefur ekk- ert látið á sjá og er alltaf jafn fal- legur, heitir litir á dökkum grunni, sem hún hefur raðað saman af mik- illi smekkvísi. Gísli Jónasson, maður Aðalheið- ar, hafði verið ráðinn skipstjóri á togarann Elliða, en hann var annar af tveimur togurum sem Bæjarút- gerð Siglufjarðar átti og gerði út en á þessu tímabili sáu Síldarverk- smiðjur ríkisins um rekstur þeirra. Maðurinn minn, Sigurður Jóns- son, sem þá var framkvæmdastjóri SR og hafði með höndum útgerð togaranna, hafði því mikil sam- skipti við togaraskipstjórann en af því leiddi kynni okkar hjóna af Gísla og Aðalheiði. Gísla gekk mjög vel með togar- ann Elliða og að nokkrum tíma liðnum flutti fjölskyldan frá Reykjavík til Siglufjarðar. Aðalheiður var næstyngst af sjö systkinum sem fæddust og uxu úr grasi í Hnífsdal, sjávarþorpi sem liggur milli snarbrattra fjalla við sunnanvert Ísafjarðardjúp. Að henni stóðu sterkir stofnar og foreldrar hennar, Guðríður Móses- dóttir og Halldór Pálsson, voru annálað dugnaðarfólk. Halldór og AÐALHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Aðalheiður Hall-dórsdóttir fædd- ist í Hnífsdal 10. nóv- ember 1911. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eiri 20. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 30. janúar. bræður hans Jóakim og Páll, sem kallaðir voru Heimabæjar- bræður, þekktir sjó- sóknarar og útgerðar- menn, nýttu vel hin fengsælu fiskimið og voru auk þess einstak- ir hagleiksmenn og listasmiðir. Íbúarnir í Hnífsdal lifðu af gæðum „gull- kistunnar“ og höfðu nóg að bíta og brenna. Ekki fóru þeir samt varhluta af náttúru- hamförum fremur en aðrir landsmenn. Ári áður en Að- alheiður fæddist féll snjóflóð á þorpið og varð af því mikið tjón. Það sópaði bæði fólki og húsum út á sjó og fórust þá tuttugu manns og margir slösuðust. Þetta var mikið reiðarslag fyrir lítið sjávarþorp. Aðalheiður fór þegar á unga aldri að læra á píanó. Áhugi fyrir tónlist var í ættinni. Páll bróðir hennar, sem var níu árum eldri, stundaði einnig nám í hljóðfæraleik og varð síðar organisti við Hallgrímskirkju. Rúmlega tvítug að aldri fór Að- alheiður til náms í píanóleik í Tón- listarskóla Reykjavíkur, sem þá var nýstofnaður. Nokkurt hlé varð á náminu eftir að faðir hennar, Hall- dór Pálsson, fórst með báti sínum ásamt allri áhöfn, 55 ára að aldri. Ekkjan, Guðríður Mósesdóttir, flutti síðar með börn sín til Reykja- víkur og þá hélt Aðalheiður áfram námi sínu og vann jafnframt við af- greiðslustörf. Gísli og Aðalheiður stofnuðu heimili sitt í Reykjavík og eftir að börnin fæddust helgaði hún heim- ilinu alla sína krafta en Gísli stund- aði sjóinn eftir að hann hafði lokið prófi frá Stýrimannaskólanum. Þegar Gísli hafði verið skipstjóri á togaranum Elliða í nokkur ár og fiskað vel tók hann á leigu góða íbúð á Siglufirði og flutti búslóð sína og fjölskyldu norður. Eldri börnin voru á viðkvæmum aldri, Halldór ellefu ára, Bára einu og hálfu ári yngri og Gurrý, sem var yngst, mun hafa verið á fimmta ári og ég minnist þess að þau voru heldur dauf í dálkinn fyrst eftir að þau komu til Siglufjarðar. Þau söknuðu vina sinna og skóla- félaga úr Reykjavík og kviðu fyrir því að hefja skólagöngu í nýjum skóla þar sem þau þekktu engan. En þess var ekki langt að bíða að þau tækju gleði sína á ný þar sem húsmóðirin var alltaf til taks heima og amman á sínum stað, en hún flutti með þeim norður. Siglfirðingar tóku Aðalheiði opn- um örmum og voru fúsir til þess að aðstoða hana ef með þurfti, vitandi það að maður hennar var flesta daga úti á sjó að draga björg í bú fyrir íbúa staðarins. Það var gaman að koma á glæsi- legt heimili Gísla og Aðalheiðar og mikið sungið við undirleik húsmóð- urinnar. Hún varð fúslega við beiðnum um að spila við ýmis tæki- færi, bæði á samkomum og í heima- húsum. Mikið ástríki var með þeim hjón- um alla tíð og þau báru umhyggju hvort fyrir öðru. Aðalheiður var vinnusöm, glað- vær og elskuleg kona. Hún var orð- vör og tók aldrei undir ef einhverj- um var hallmælt. Síðustu æviár hennar voru mjög erfið. Hún varð fyrir áfalli og missti málið en lét ekki bugast og gladdist þegar hún fékk heimsóknir. Vildi hún þá gjarnan láta gestina raula gömul og vinsæl lög og bærði var- irnar í samræmi við textann eins og hún syngi með. Síðastliðin ár hafa Gísli og Að- alheiður notið aðhlynningar á hjúkrunarheimilinu Eiri og þar studdu þau hvort annað eftir mætti. Aðalheiður hefur nú fengið hvíld og á kveðjustund fylgja henni hlýj- ar hugsanir og þakklæti allra sem kynntust henni. Við Sigurður sendum Gísla og börnum hans, Halldóri, Báru og Gurrý, og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Gyða Jóhannsdóttir. Elsku amma. Það er alltaf sárt að kveðja þann sem manni þykir svona vænt um og aldr- ei er maður viðbúinn þegar að því kemur. Loksins fékkstu hvíldina sem þú hefur beðið eftir, amma mín. Ég man eftir því þegar þú furðaðir þig á því hversu seigt væri í þér. Ég veit að það er vel tekið á móti þér og þú ef- laust glöð að vera komin til afa. Elsku amma, fyrir mér varst þú einstök kona og mér mikil fyrir- MARGRÉT SIGRÍÐUR JÓNASDÓTTIR ✝ Margrét Sigríð-ur Jónasdóttir fæddist á Reykjum í Ólafsfirði 29. maí 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Ísafjarð- ar 23. janúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Ísa- fjarðarkirkju 2. febr- úar. mynd. Þú varst ákveð- in, alltaf svo dugleg, ósérhlífin og kvartaðir aldrei. Þú aðlagaðir þig einnig svo vel samtím- anum. Þér var margt til lista lagt, handverk þín í gegnum tíðina svo ótal mörg og falleg. Það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur þú leystir það ávallt af snilld, fljótt og vel. Dáðist ég að jákvæðu hugarfari þínu og þá sérstaklega í veikind- um þínum og hefur það eflaust borið þig langt. Elsku amma mín, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og það veganesti sem þú gafst mér í lífinu. Mun það ávallt lifa í hjarta mínu. Blessuð sé minn- ing þín. Þín Linda Margrét.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.