Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 49 Heimsferðir kynna nú glæsilegt úrval sérferða sinna fyrir árið 2002, þar sem þú getur valið um spennandi nýjar ferðir með reyndum fararstjórum Heimsferða. Þeir kynna þér nýja sýn á land og þjóð og tækifæri til að upp- lifa menningu og fegurð heillandi áfangastaða með nýjum hætti á nýju ári. Hvort sem þú vilt stutta helgarferð til að njóta náttúrufegurðar Gardavatns, sitja á útitónleikum í Arenunni í Verona, fara í menningarreisu um hjarta Evrópu eða ganga um Austurrísku alpana, þá bjóðum við hér spenn- andi valkosti á nýju ári. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Glæsilegar Sérferðir Heimsferða Fegurð Tékklands 4. apríl Prag - Budapest - Vín 25. apríl - 20. ágúst Budapest 5. maí Miðevrópuævintýri 12. maí Vorsigling á Dóná 12. maí Verona 30. maí - 13. júní - 12. sept. Lago di Garda 23. maí - 6. júní - 19. sept. Prag 3. júní - 30. júlí - 20. ágúst Parma 1. ágúst Sumar í Týról 20. júní Gönguferð í Ítölsku Ölpunum 11. júlí Róm - Sardinía 22. ágúst Fáðu bæklinginn sendan Í tilefni af opnun nýrrar verslunar á Laugavegi 44 verðum við með spennandi tilboð í báðum verslunum okkar föstudag og laugardag. Verið velkomnar í verslanir okkar. Starfsfólk Fröken Júlíu. Laugavegi 44 og Mjódd Opnum nýja verslun á Laugavegi 44 SÍMASKÁKMÓTIÐ 2002 verður hápunktur skákveislu sem Skák- félagið Hrókurinn stendur fyrir dag- ana 3. til 6. mars. Símaskákmótið er alþjóðlegt atskákmót og er haldið til minningar um Dan Hansson. Mótið hefst á mánudaginn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira en tuttugu stór- meistarar eru skráðir til leiks, en alls verða keppendur 64 og tefla með útsláttarfyrir- komulagi svo hver ein- asta skák verður úrslita- skák. Síminn er helsti bak- hjarl mótsins, sem hald- ið er til minningar um sænska meistarann Dan Hansson (1952-1999) sem auðgaði íslenskt skáklíf í hartnær tvo áratugi. Dan Hansson kvæntist íslenskri konu og flutti til Íslands árið 1980, en áður hafði hann verið meðal atkvæða- mestu skákmanna ungu kynslóðarinnar í Sví- þjóð. Á Íslandi var hann fljótur að láta vita af sér: Sigraði á Skákþingi Íslands 1983, en fékk ekki titilinn þar sem hann var erlendur ríkisborgari. Dan náði að minnsta kosti fimm áföngum að alþjóðlegum meistara- titli, en of langur tími leið á milli til þess að hann fengi titilinn. Þeim reglum hefur nú verið breytt, og hef- ur Sævar Bjarnason varpað fram þeirri hugmynd að Skáksamband Ís- lands fari þess á leit við FIDE að Dan heitinn verði útnefndur alþjóðameist- ari „post mortem“. Árið 1997 jafnaði Dan Hansson Íslandsmet Helga Ólafssonar stórmeistara þegar hann tefldi tíu blindskákir samtímis gegn þéttingssterkum áhugamönnum. Dan var einn af stofnendum Skák- félags Grandrokk, sem síðar varð að Hróknum, og tefldi með sigurliði fé- lagsins í 4. deild veturinn 1998-99. Dan Hansson var vinsæll meðal ís- lenskra skákmanna, enda var hann einstakur heiðursmaður í fasi, húm- oristi af náð og eitursnjall í tilsvörum. Hann náði meistaralegum tökum á íslensku og leit á sig sem Íslending eftir langa búsetu hérlendis. Hann var listfengur sóknarskákmaður sem var reiðubúinn að leggja allt í sölurn- ar fyrir fallega vinningsleið. Allir íslensku stórmeistararnir Það er sérstakt ánægjuefni að allir íslensku stórmeistararnir eru skráðir til leiks á Símaskákmótinu 2002 – Minningarmóti Dans Hanssonar. Stórmeistarar Íslands eru níu, og þeir hafa aldrei áður teflt allir á sama alþjóðamótinu. Þetta eru Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson, Hannes H. Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson. Þá munu þrír af alþjóðameisturum okkar tefla á Símaskákmótinu: Karl Þorsteins, Sævar Bjarnason og Jón Viktor Gunnarsson. Flestir af efni- legustu skákmönnum landsins fá tækifæri til að spreyta sig, en meðal keppenda eru líka gamlar kempur á borð við Braga Halldórsson, Gunnar Gunnarsson og Ingvar Ásmundsson. Sérstök áhersla er lögð á að sem flestar konur verði meðal þátttak- enda og eru fimm íslenskar skákkon- ur skráðar til leiks og tvær erlendar, stórmeistararnir Lenka Ptacníková og hin búlgarska Stefanova. Sokolov, Timman og Ehlvest í Ráðhúsinu Gert er ráð fyrir að meira en tíu er- lendir stórmeistarar taki þátt í Síma- skákmótinu.Af þeim má nefna: Ivan Sokolov (2.659 Elo-stig) frá Bosníu, Jan Timman (2.605) frá Hollandi, Bartlomiej Macieja (2.612) frá Pól- landi, Jaan Ehlvest (2.589) frá Eist- landi, Luke McShane frá Englandi (2.525), Henrik Danielsen (2.520) frá Danmörku, Þjóðverjarnir Eric Lobr- on (2.517) og Michael Bezold (2.495), Tiger Hillarp Persson (2.456) frá Sví- þjóð og Mikael Ivanov (2.446) frá Rússlandi. Þá verður hinn bráðefni- legi sænski alþjóðameistari Emanuel Berg meðal keppenda en hann er kominn með 2.500 stig. Vegleg verðlaun eru á Símaskák- mótinu. Fyrstu verðlaun eru 3.000 dollarar, önnur verðlaun 2.000 doll- arar, þriðju og fjórðu verðlaun 1.000 dollarar og fimmtu til áttundu verð- laun 500 dollarar. Heildarverðlaun nema þannig 9.000 dollurum. Mótið verð- ur sent beint út á ICC, svo gera má ráð fyrir að þúsundir skák- áhugamanna um allan heim fylgist með. Í fyrstu umferð, sem hefst klukkan 17 mánudaginn 4. mars, fara fram 32 tveggja skáka einvígi með 25 mínútna umhugsunar- tíma. Stigahæsti kepp- andinn teflir við þann stigalægsta, númer tvö við númer 63 o.s.frv. Þetta kerfi ætti að gefa ungu Íslendingunum, sem flestir eru með 2.200 til 2.400 skákstig, færi á að sýna sig og sanna í glímu við stórmeistara. Fjöltefli í Kringlunni fyrir börn og unglinga Skákfélagið Hrókurinn, sem stendur í harðri baráttu við TR og Taflfélagið Helli um Íslandsmeist- aratitilinn, mun efna til skákveislu í Kringlunni sunnudaginn 3. mars klukkan 13. Þar munu meistarar fé- lagsins tefla fjöltefli við börn og ung- linga, og er öllum ungum skákáhuga- mönnum, 18 ára og yngri, ráðlagt að skrá sig sem fyrst á netfanginu hrafnj@yahoo.com. Meðal þeirra sem munu tefla í Kringlunni eru Ivan Sokolov, einn stigahæsti skákmaður heims, og Luke McShane, yngsti stórmeistari Breta og fyrrverandi heimsmeistari barna. Fjölteflin eru í boði Símans og þátttaka er ókeypis. Þarna gefst skákmönnum framtíðar- innar einstakt tækifæri til að reyna sig gegn heimsfrægum meisturum. Hraðskákmót Íslands á Kjarvalsstöðum Hrókurinn hefur tekið að sér að halda hraðskákmót Íslands í sam- vinnu við Skáksambandið. Mótið fer nú fram á Kjarvalsstöðum, sunnu- daginn 3. mars klukkan 16, og er áhersla lögð á að sem flestir verði með. Síminn er bakhjarl mótsins og eru verðlaunin vegleg: 50 þús. krónur fyrir sigur, 30 þús. fyrir 2. sæti og 20 þús. fyrir 3. sæti. Meðal keppenda á mótinu verða erlendir stórmeistarar Hróksins og mun sá Hróksmaður sem bestum árangri nær hljóta sér- stök verðlaun frá félaginu. Skák- áhugamenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst hjá Birni Þorfinnssyni á bjornth@hi.is. Skákveisla Hróksins SKÁK Reykjavík SÍMASKÁKMÓTIÐ 2002 4.–5. mars 2002 Daði Örn Jónsson Dan Hanson Bridsfélag Borgarfjarðar Sjöunda og síðasta umferð í að- alsveitakeppni félagsins var spiluð 25. febrúar. Fjórar sveitir áttu raun- hæfa möguleika á sigri og þannig hittist á að þær áttu innbyrðisleiki. Eftir mikla spennu fram í síðasta spil réðust úrslit á doblaðri slemmu þar sem nýliðarnir Sindri og Egill tryggðu sigur sveitar sinnar. Reynd- ar voru nýliðapör í öllum efstu sveit- um. Úrslit urðu annars sem hér seg- ir: Sveit Sindra Sigurðssonar 134 (Sindri Sigurðsson, Egill Kristinsson, Jón Eyjólfsson, Baldur Björnsson) Sveit Sigrúnar og Hrefnu 127 (Sigrún Sveinbjörnsdóttir 14 ára, Hrefna Jónsdóttir 12 ára, Lárus Pétursson, Svein- björn Eyjólfsson). Sveit Lundasteplnanna 115 (Ragna og Guðrún Sigurðardætur, Örn Ein- arsson, Kristján Axelsson) BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveinn og Jónas leiða í Góutvímenningi BA „Nafnlausa mótið“ er hafið hjá Bridsfélagi Akureyrar en það kallast Góutvímenningur manna á millum. Aldrei þessu vant er keppnisformið Mitchell og verður spilað þrjú kvöld með því sniði. Sveinn Pálsson/Jónas Róbertsson eru efstir með 260 stig en Soffía Guðmundsdóttir/Ólína eru í 2. sæti með 246 stig. Kristján Guð- jónsson/Ævar Ármannssson eru í 3. sæti með 241 stig en Pétur Guðjóns- son/Tryggvi Gunnarsson í 4. sæti með 240 stig. Mótaröð Bridsfélags Akureyrar fer fram á þriðjudagskvöldum en einnig er spilað á sunnudagskvöld- um. Spilamennska hefst kl. 19.30 í Hamri. Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ Mánudaginn 25.febrúar var spil- aður tvímenningur, 14 spil. Úrslit urðu þessi: 1. Ólafur A. Jónsson – Hjálmtýr Baldurss. 61 2. Jóhannes Jónsson – Eiríkur Eiðsson 48 3. Magnús Björnsson – Jónas Ágústsson 42 3. Þórhildur Stefánsd. – Anna Dýrfjörð 42 Spilað er öll mánudagskvöld kl. 20.00 í Síðumúla 37, 3.hæð. Allir eru velkomnir. Kaffibollar Cappucino verð kr. 2.700 Mokka verð kr. 1.890 Kaffikönnur verð kr. 1.890 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.