Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Grei›slufljónusta Íslandsbanka Betri yfirs‡n yfir útgjöldin! Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga DAGVINNULAUN grunnskóla- kennara hækkuðu að meðaltali um rösklega 51% frá september 2000 til sama mánaðar í fyrra. Dagvinnulaun grunnskólakennara eru um 200.000 krónur á mánuði að meðaltali. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formað- ur Félags grunnskólakennara, sagð- ist vera ánægð með þessar tölur. Í byrjun síðasta árs hefðu grunnskóla- kennarar gert nýjan kjarasamning sem skilað hefði mikilli grunnlauna- hækkun. Guðrún Ebba tók fram að þessar upplýsingar, sem fengnar eru frá kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna, næðu eingöngu til kennara sem störfuðu hjá Reykja- víkurborg en hún kvaðst engu að síð- ur telja þær lýsandi fyrir almennar launabreytingar hjá kennurum. Kjararannsóknarnefnd hefur enn ekki birt formlega nýjar tölur um laun opinberra starfsmanna, en í frétt á heimasíðu Kennarasambands Íslands kemur fram að meðaldag- vinnulaun grunnskólakennara séu um 200 þúsund krónur á mánuði. Tekið er fram að margir kennarar séu með mun hærri dagvinnulaun en nemur meðallaunun. Launin ráðist einkum af aldri og menntun. Dag- vinnulaun grunnskólakennara voru í september árið 2000 132.580 kr. en höfðu í september 2001 hækkað í 200.559 kr. eða um 51,27%. Heildarlaun í sömu mánuðum voru 184.601 kr. árið 2000 en 234.275 kr. í september 2001 og nemur hækkunin 26,9%. Meðaltal dagvinnulauna í ágúst til desember árið 2000 var 133.941 kr. en meðaltal sömu mánaða árið 2001 var 199.908 krónur. Sé tekið tillit til annarra uppbóta eru dagvinnulaun að meðaltali 207.000 krónur. Guðrún Ebba sagði að allt frá því kjarasamningurinn var gerður hefði legið fyrir að yfirvinna grunnskóla- kennara myndi dragast saman. Sam- drátturinn væri þó heldur meiri en menn hefðu átt von á. Skýringar á þessu væru ekki síst þær að mikill skortur hefði verið á kennurum í grunnskólum og kennarar hefðu því þurft að taka á sig mjög mikla yf- irvinnu. Úr henni hefði dregið sam- hliða fjölgun stöðugilda í skólum og samhliða fjölgun einsetinna skóla. Miklar breytingar á launum grunnskólakennara í fyrra Dagvinnulaunin hækkuðu um 51% MARGIR ráku upp stór augu þegar þeir sáu logandi vatnsbunur lýsa upp himininn við Norræna húsið í gærkvöldi. Ekki var þar um yf- irnáttúruleg fyrirbæri að ræða heldur áttu Gjörningaklúbburinn og Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins sök á sjónarspilinu atarna. Var gjörningurinn framinn í tilefni af vetrarhátíðinni Ljós í myrkri sem nú stendur yfir í Reykjavík. Mega borgarbúar eiga von á fleiri stórum og smáum atriðum sem eiga það sameiginlegt að tengjast ljósi og myrkri næstu daga, en hátíðinni lýkur 3. mars næstkomandi. Morgunblaðið/Kristinn Logandi vatnsbunur lýsa upp svartan himin Stefnir í kald- asta febrúar frá 1935 FEBRÚARMÁNUÐUR sem nú er að kveðja hefur verið óvenjukaldur um allt land. Samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræð- ings í gær er mögulegt að fara þurfi allt aftur til ársins 1935 til að finna jafnkaldan febr- úarmánuð á sunnanverðu land- inu. Einnig hefur verið óvenju- kalt á norðanverðu landinu í mánuðinum að hans sögn. Allt að 90 störf í tæknistöð hefðu ella glatast FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að framkvæma áfram svokallaðar c- skoðanir á flugflota félagsins hér á landi, að minnsta kosti næsta árið, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upp- lýsingafulltrúa Flugleiða. Sigurður Helgason, forstjóri félagsins, greindi flugvirkjum frá þessari niðurstöðu á starfsmannafundi í tæknistöð Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli í vikunni. „Þetta er mjög ánægjuleg niður- staða fyrir fyrirtækið og starfsfólkið því miðað við þær forsendur sem lágu fyrir hefðu 60 til 90 störf glatast ef þessi vinna færi úr landi,“ segir Guðjón. Skv. upplýsingum Morgun- blaðsins er c-skoðun stærsta eða ít- arlegasta skoðunin sem gerð er á flugvélum félagsins. Þarf hver vél að fara einu sinni á ári í slíka skoðun og tekur hún þá að jafnaði um tvær til þrjár vikur. Flugleiðir greindu frá því í haust að meðal þeirra leiða sem félagið væri að leita til að lækka kostnað í rekstrinum, væri að kanna kosti þess að bjóða út á alþjóðamarkaði stóra og dýra verkþætti á borð við við- haldsþjónustu. „Í vetur hafa síðan farið fram hagkvæmniathuganir og borinn saman kostnaður við að ann- ast skoðanir Boeing-þotnanna hér heima eða erlendis og er þá fyrst og fremst átt við svokallaðar c-skoðanir sem eru umfangsmiklar,“ segir Guð- jón. Óvissuþættir jafna muninn „Almennt má segja að samkvæmt niðurstöðu samanburðarkannana er heldur ódýrara að framkvæma þess- ar skoðanir erlendis miðað við þau tilboð sem Flugleiðum bárust. Mun- urinn er hins vegar ekki meiri en svo að margvíslegir óvissuþættir sem koma inn í samanburðinn gætu jafn- að þann mun. Það er skoðun félags- ins eftir þennan samanburð og þegar allt er tekið inn í myndina, svo sem gæði þeirrar vinnu er við fáum hér- lendis og sá sveigjanleiki er fæst með því að hafa viðhald í eigin fyr- irtæki, þá sé hagkvæmast að fram- kvæma þessa vinnu hérlendis,“ segir Guðjón. Ákveðið að viðamikil skoðun flugvéla Flugleiða fari fram hérlendis Ekki refsað fyrir að pissa á húsvegg KARLMAÐUR á þrítugsaldri, sem ákærður var fyrir að hafa kastað af sér vatni utan í húsvegg í Hafn- arstræti í Reykjavík í fyrrasumar, þótti hafa fengið næga áminningu fyrir verknaðinn með ákæru og meðferð málsins fyrir dómi og því ekki gerð sérstök refsing í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þrátt fyrir sakfellingu. Maðurinn var ákærður fyrir brot á lögreglusamþykkt með því að hafa að nóttu til í ágúst sl. sýnt illa umgengni á almannafæri er hann kastaði af sér vatni utan í húsvegg- inn. Dómara þótti ekki ástæða til að vefengja þá fullyrðingu mannsins að hann hefði verið ofurölvi þegar hann var staðinn að verki og að hann myndi ekki sjálfur eftir atvik- inu. Það væri hins vegar ekki afsök- un fyrir illri umgengni eða refsi- verðri háttsemi. Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.