Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Siðlaust misferli UNDANFARIÐ hrannast upp hvert hneykslið af öðru. Sjálftökusiðferði hefur heltekið suma. Hver emb- ættismaðurinn af fætur öðrum er nú dreginn fram í dagsljósið fyrir siðlaust misferli. Einmitt menn, sem treyst hefur verið fyrir stjórnun fyrirtækja og stofnana í þjóðareigu, en stjórna þeim sem sínum eigin, þ.á m. með því að greiða sjálfum sér sporslur í alls kyns formi án heim- ildar og vitundar stjórna. Græðgispúkinn, fullur sið- blindu, hefur fest sig í und- irvitund þessara manna, sem gengið hafa honum á vald, og fá síðan litlu ráðið um eigin gjörðir. Er von að vel fari? Því er spurt: Hvernig á heiðvirt fólk að hugsa nú um stundir? Virðingarfyllst. Hugsandi meðborgari. Fyrirspurn ÉG ER verkamaður með 90 þús. á mánuði í laun og er að leita mér að íbúð. Frétti ég að tveggja herb. íbúð kosti 90 þús. í leigu á mánuði. Því spyr ég: Gleymdist að reikna inn í taxtana hækkun á leigu og/ eða við húsnæðiskaup? Verkamaður í Eflingu. Burt með sjálfvirka símsvörun Í VELVAKANDA sl. þriðjudag var verið að skrifa um gamla góða tal- sóninn í símanum. Er ég sammála bréfritara að það sé orðið óþolandi að hringja í opinberar stofnanir og fyrirtæki sem eru með sjálfvirka símsvörun. Er ég viss um að þau fyrirtæki sem hafa svona búnað eru að tapa á þessu því fólk gefst upp á að reyna að ná sambandi eða að þurfa að hanga í símanum í tíma og ótíma. Vil ég frekar heyra átali-sóninn og reyna aftur og má ég heldur biðja um mannlega símsvörun. 190923-4799. Fyrirspurn ÉG vil koma á framfæri fyrirspurn til Gunnars Arn- arsonar hjá Rauða krossin- um. Hvað líður endurgreiðslu á peningum sem voru tekn- ir ólöglega af sjúklingum á Rauðakrosshótelinu sl. sumar? M.A. Tapað/fundið Vettlingar týndust BRÚNIR vettlingar úr garðaprjóni týndust í kringum 20. febrúar. Inn í vettlingunum eru aðrir bleikir handprjónaðir vett- lingar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553-5716. Dýrahald Kettlingur fæst gefins RÚMLEGA þriggja mán- aða svartur fress fæst gef- ins á rólegt heimili. Er kassavanur. Upplýsingar í síma 698 0419. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Víkverji skrifar... ÚTLENDINGAR hafa oft haldiðþví fram að það sé erfitt að læra íslensku. Það er sjálfsagt rétt að það er erfitt að læra að tala þetta tungumál sem aðeins um 300.000 manns tala, en það er ekki síður erf- itt að læra að skrifa íslensku. Vík- verji hefur í marga áratugi tekist á við það erfiða verkefni að ná full- komnu valdi á íslenskri stafsetningu og telur sig ekki enn vera fullnuma. Oftar en einu sinni hefur hann skammast sín þegar hann hefur orð- ið uppvís að því að stafsetja orð vit- laust. Vegna þessarar eilífu baráttu get- ur Víkverji stundum ekki varist því að glotta þegar hann sér aðra fara vitlaust með tungumálið. Þá gerir hann sér grein fyrir því að það eru fleiri en hann sem eiga í basli með þetta erfiða en skemmtilega tungu- mál. Fyrir stuttu fékk Víkverji bréf frá afar vel menntaðri konu sem hefur náð miklum árangri í starfi. Í bréf- inu var talað um að „þyggja veit- ingar“. Besta saga sem Víkverji þekkir um stafsetningarvillu er þó sagan af blaðamanninum sem skrifaði frétt þar sem kom fyrir orðið „fyskur“. Þessi ágæti blaðamaður, sem hefur náð miklum árangri í starfi og hefur verið treyst fyrir ábyrgðarstörfum, hefur oft verið minntur á þennan klaufaskap og menn hafa spurt: „Hvernig er hægt að skrifa orðið fiskur með y?“ Í síðustu viku var Víkverji að fara yfir verkefni í íslensku með syni sín- um. Þar kom fyrir þetta einkenni- lega orð „fyskur“. Víkverja varð hugsað til vinar síns blaðamannsins, sem fyrir mörgum árum skrifaði þetta sama orð. Víkverji leit á son sinn um leið og hann strokaði út orð- ið fyskur og sagði: „Sonur sæll, þú átt eftir að ná langt í lífinu.“ x x x OG MEIRA um stafsetningu. Ásjónvarpsstöðinni National Geographic eru einu sinni í viku skemmtilegir spurningaþættir. Keppendur leggja í þykjustunni af stað í hringferð um heiminn og fær- ast úr stað ef þeir svara spurningum rétt. Hver spurning fjallar um eitt- hvað úr sögu, landafræði eða nátt- úrufræði viðkomandi lands. Í síð- asta þætti lögðu þátttakendur af stað frá Íslandi og fyrsta spurningin var því um Ísland. Í lok þáttarins var spurningu varpað til áhorfenda. Spurningin, sem var að sjálfsögðu á ensku, var einhvern veginn á þessa leið. „Hvað þýðir orðið svie á ís- lensku?“ Víkverji áttaði sig ekki í fyrstu við hvað var átt. Þegar svarmöguleik- arnir voru gefnir upp skýrðist málið því að síðasti möguleikinn var „svið- inn kindahaus“. Stafurinn „ð“ er óvíða notaður nema í íslensku og enskir stjórnend- ur þáttarins gátu því ekki skrifað orðið „svið“. Útkoman var því þetta einkennilega orð „svie“. x x x VÍKVERJI hafði gaman af þætt-inum um byltingarforingjann Che Guevara, sem sýndur var í sjón- varpinu sl. mánudag. Víkverji hefur aldrei skilið hvers vegna þessi mis- heppnaði stríðsmaður, sem leiddist starf seðlabankastjóra á Kúbu, hef- ur verið og er dýrkaður víða um heim. Í þættinum var upplýst að Guevara var myrtur í fangaklefa, en féll ekki í bardögum í Bólivíu eins og haldið hefur verið fram. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 búsílag, 4 nothæfur, 7 búið, 8 veglyndi, 9 fæða, 11 geð, 13 vegur, 14 skel- dýr, 15 í vondu skapi, 17 tala, 20 vínstúka, 22 ham- ingja, 23 gróða, 24 lasta, 25 dýrin. LÓÐRÉTT: 1 skinnpoka, 2 hneigja sig, 3 hey, 4 biti, 5 spjald, 6 ráfa, 10 smáa, 12 ýtni,13 op, 15 ánægð, 16 meðalið, 18 hugaða, 19 skóf í hári, 20 stamp, 21 hása. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 klókindin, 8 góðar, 9 fenna, 10 afl, 11 lúrir, 13 innan, 15 stóls,18 staka, 21 kát, 22 klaga, 23 ásinn, 24 farkostur. Lóðrétt: 2 lúður, 3 karar, 4 nafli, 5 iðnin, 6 Egil, 7 kann, 12 ill, 14 net, 15 sekk, 16 óraga, 17 skark, 18 stáss, 19 at- inu, 20 asni. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Goða- foss og Brúarfoss koma og fara í dag. Mánafoss kemur í dag. Arnarfell, Eldborg og Baldur Árna fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Svanur kom í gær. Brú- arfoss fer frá Straums- vík í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl 9 vinnustofa, kl 10 boccia, kl 13 vinnustofa og bað. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 14 dans. Félagsvist á morgun kl. 13.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstudög- um kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Félag eldri borgara Kópavogi. Bingó í Gull- smára 13, föstudaginn 1. mars kl. 14. Opið hús verður í Gjábakka laug- ardaginn 2. mars kl. 14. Dagskrá upplestur, danssýning o. fl. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handa- vinnustofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl.. 15 bingó. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Vinnuh. gler, kl. 12.15 spænska, kl. 13 postulínsmálun, kl. 14 keramik og málun, kl. 19.30 bingó, föstud. 1. mars kl. 11 dans. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Pútt í Bæjarútgerð kl 10– 11:30, bingó kl. 13:30 á morgun myndlist og brids kl. 13:30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fimmtud: Brids kl. 13 og brids fyr- ir byrjendur kl. 19.30. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Söng og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“ drama- tískan gamanleik. Sýn- ingar: Miðviku- og föstud. kl. 14 og sunnud. kl. 16. Miðapantanir í s: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Árshátíð FEB verður haldin föstud.1. mars í Versölum, Hall- veigarstíg 1, húsið opn- að kl. 19, borðhald hefst kl. 19.30. Setning: Ólaf- ur Ólafsson, form. FEB í Reykjavík Veislustjóri: Gunnar Þorláksson Skemmtiatriði, happ- drætti, gamanmál. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi til kl. 02. Miðapantanir á skrifstofu FEB. S: 588- 2111. Námskeið í fram- sögn og upplestri hefst fimmtud. 7. mars kl. 16.15. Framtalsaðstoð frá Skattstofu Reykja- víkur verður þriðjud. 19. mars á skrifstofu fé- lagsins, panta þarf tíma. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, kl. 10.30 helgi- stund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni í Fella- og Hólakirkju. Frá hádegi vinnustofur opnar. Félagsvist verð- ur kl. 13.15 í samstarfi við Seljaskóla, umsjón Eiríkur Sigfússon. Allir velkomnir, vegleg verð- laun. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9 handavinna, kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 15 rammavefnaður, kl. 13 gler og postulín, kl. 16.20 og kl. 17.15 kín- versk leikfimi, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Hin árlega Góu- gleði er í dag og hefst kl. 14. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13 brids, kl. 13–16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hraunbær 105. Föstudaginn 1. mars kl. 14 verður góu- kaffi, gestur, Þuríður Kristjánsdóttir, ræðir um góuna. Spilað bingó. Veisluhlaðborð. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 14 fé- lagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9 tré- skurður og opin vinnu- stofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leirmuna- námskeið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing, kl. 17–20 leirmótun. Laug- ard. 2.mars kl. 20–23 opið hús í tilefni vetr- arhátíðar Reykja- víkurborgar. Ljós í myrkri. Dagskrá: Ró- bert Arnfinnsson leikari les ljóð. Guðný Helga- dóttir leikkona kynnir og stýrir fjöldasöng. Guðlaug Erla Jónsdóttir flytur gamanmál. Dansað við undirleik feðganna Inga og Karls Jónatanssonar. Veit- ingar. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14. leikfimi. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60, fundur kl. 17 í umsjá Sveinbjargar Arnmundsdóttur. Allar konur velkomnar. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Kívanis klúbburinn Geysir Mosfellsbæ, fé- lagsvist spiluð í Kív- anishúsinu í Mosfelsbæ í kvöld kl. 20.30. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðara, leik- fimi kl. 11 í Ásgarði Glæsibæ. Vetrarhátíð Reykjavík- ur Ljós í myrkri. Fræðslu- og skemmti- kvöld í tengslum við opnun sýningar Þjóð- minjasafnsins „Ljósið kemur langt og mjótt“ fimmtud. kl. 20 í Stjórn- stöð Landsvirkjunar v/ Bústaðaveg. Erindi um ljós og ljósfæri, tónlist, upplestur. Allir vel- komnir. Félag áhugafólks og að- standenda Alzheim- erssjúklinga og annarra minnissjúkra heldur fræðslufund í hjúkr- unarheimilinu Sunnu- hlíð, Kópavogi, í kvöld kl. 20 María Ólafsdóttir heimilislæknir heldur erindi um greiningu og meðferð sjúklinga með heilabilun í heilsugæslu. Starfsemi Sunnuhlíðar kynnt. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Árshátíð veð- ur haldin í Húnabúð Skeifunni 11 laugard. 2. mars og hefst kl. 19. Tónlist og gamanmál í flutningi Húnvetniga, veislustjóri Skaphéðinn Einarsson, Blönduósi. Hljómsvetin Demó leik- ur fyrir dansi. Heitt og kalt hlaðborð, forsala að- göngumiða í Húnabúð fimmtud. 28. feb. kl. 17– 19. Uppl á staðnum og í s. 553-1360. Í dag er fimmtudagur 28. febrúar, 59. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þetta hef ég talað við yður, svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum haf- ið þér þrenging. En verið hug- hraustir. Ég hef sigrað heiminn. (Jóh. 16, 33.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.